Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Blaðsíða 46
46 föstudagur 24. júlí 2009 helgarblað
Mikið hefur verið rætt um það hvað muni gerast ef Íslendingar semja ekki um Icesave. Þeir sem
verja samninginn segja að Íslendingar verði útskúfaðir úr alþjóðasamfélaginu og andstæðingar
hans vilja herða sultarólina og þrauka í gegnum þetta. En hvað gerðist ef vinaþjóðir okkar myndu
yfirgefa okkur og Ísland yrði Kúba norðursins?
EyðiEyjan
Ísland
OlÍulaus vélaflOti
Ísland fengi enga olíu lengur. Ekki
nema að sú veika von rætist að olía
finnist í kringum landið. Svarta gullið
væri horfið fyrir fullt og allt og eftir
stæði einn myndarlegasti skipa-,
tækja- og bílafloti Evrópu óhreyfður.
Einn og einn bíll gæti gengið fyrir
steikingarfeitinni frá Hamborgara-
búllunni en restin af okkur þyrfti að
labba eða ríða sína leið.
Við eigum þó þennan eina vetnis-
strætó. Vá, hvað hann yrði vinsæll.
Reyndar eigum við fullt af raforku og
spurning hvort við séum nógu klár
til þess að framleiða rafmagnsbíla.
Nei, auðvitað, við eigum ekki stál.
Gætum svo sem brætt bensínlausa
vélaflotann.
GruGGuGt rósa-
OG rúsÍnuvÍn
Allar erlendar lúxusvörur sem eru að
drepa okkur úr offitu og óhollustu væri
horfnar á braut. Enginn Ben&Jerry´s ís á
sunnudögum og svo sannarlega ekkert
kaffi. Ekki nema Kúbumenn myndu
sýna okkur skilning og senda nokkrar
baunir. Ekkert Cheerios og Cocoa Puffs
handa börnunum og enginn Kapteinn í
kók handa pöbbunum.
Gæða rauð- og hvítvín myndi fljótlega
klárast og gruggugt rósa- og rúsínuvín
tæki við. Maður fær vatn í munninn
við tilhugsunina. Íslenskt brennivín og
ostar. Hljómar það ekki bara ágætlega?
Á endanum klárast svo allar getn-
aðarvarnir. Bæði smokkar og pillur.
Barneignum fjölgar til muna en þá
verður í það minnsta nægur mannauð-
ur til að byggja aftur upp stórveldið
Ísland. Barneignum fjölgar kannski
ekki það mikið þar sem Viagra-birgðir
munu þrjóta líka en það nota margir í
dag eins og B-vítamín.
EndurkOma tEiknilEikni
Það væri ekkert meira Lost og ekkert meira America’s Next
Top Model í sjónvarpi landsmanna. Reyndar er það á við að
sleppa við eina kreppu að þurfa ekki að horfa á stúlkurnar
þar öskra „TYRA MAIL“. Skjár einn myndi bara endursýna
Nonna sprengju og Teiknileikni. Ef við erum heppin þá
myndu þeir kannski leyfa Landsins snjallasta að fljóta með.
Á RÚV væru það Mannaveiðar og á Stöð 2 Pressa sem er nú
búið að endursýna sirka 18 sinnum nú þegar.
Nýjustu kvikmyndirnar frá Hollywood kæmu ekki lengur
til landsins fyrr en eftir sirka níu ár og því væri bara boðið
upp á endursýningar og íslenskar myndir. Vonandi að þær
íslensku væru eins góðar og Opinberun Hannesar eða
jafnvel betri.
EkkErt framapOt
Það sem er einna verst er að Ísland
fengi ekki að taka þátt í neinum
alþjóðlegum íþróttamótum. Mögu-
leikinn fyrir alla framapotara og stjórn-
málamenn landsins til þess að troða
sér upp á svið á Arnarhóli þegar verið
er að taka á móti íslenska landsliðinu í
handbolta eftir að hafa lent í öðru sæti
á ólympíuleikum væri hreinlega úti.
Þvílík hneisa. Hvað gerir Ólafur Ragnar
Grímsson þá? Engir útrásarvíkingar til
að mæra og engar íþróttastjörnur til
að sæma fálkaorðu.
Fálkaorðan yrði í staðinn veitt fólki
sem kæmist af með að éta minnst allra
á einu ári eða þeim sem kæmust upp
með að þvo nærbuxurnar sínar sjaldn-
ast. Við höfum þó alltaf möppudýrin
og baunateljarana til að halda áfram
að verðlauna fyrir að mæta í vinnuna.
Ekki öll vOn úti
En þó að Ísland sé algjörlega háð umheiminum
í nútímanum er ekki endilega öll von úti. Það er
vonarglæta að Rússarnir myndu kannski hjálpa okkur.
Jafnvel Kúba og Norður-Kórea líka. Rússarnir myndu
kannski hleypa okkur á netið svona af og til gegn því
að þeir fengju að svívirða auðlindir okkar í staðinn.
Það eru kannski bara sanngjörn skipti til þess að svala
neysluþorsta okkar sem virðist ólæknandi. Eða ættum
við kannski bara að vera þakklát meðan við erum
ekki að deyja úr hungursneyð, sjúkdómum vegna
lyfjaskorts eða af sárum okkar vegna stríðs?
umsjón Ásgeir jónsson
ErótÍk Í minna mæli
Það fyrsta sem færi væri internetið. Bretarnir yrðu
ekki lengi að skipa Skotunum að skera á sæstreng-
ina sem eru fyrir okkur upplýsingaæð nútímans.
Ekkert meira Youtube, ekkert Facebook, engin
háskerpu erótík fyrir einmana karlmenn og engar
fréttir beint í æð. Stærsta tenging Íslands við um-
heiminn væri farin. Niðurhal á tónlist, kvikmyndum,
sjónvarpsþáttum og öðru sem margir hafa tamið
sér sem part af sinni neyslu heyrði fortíðinni til.
Skotarnir þyrftu ekki einu sinni að skera á streng-
inn. Þeir myndu bara sleppa því að gera við hann
eftir að rotturnar væru búnar að naga sig í gegn líkt
og þær gera reglulega.
Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum að Ísland er eyja. Ein og yfirgefin norður í Atlantshafi. Alla tíð höfum við
verið harðgert fólk sem hefur kom-
ist lífs af vegna nægjusemi og vegna
hinna gjöfulu auðlinda sem eyjan
fagra hefur upp á að bjóða. En á und-
anförnum áratugum hefur hagsæld-
in aukist hratt og Ísland var orðið eitt
þróaðasta og „ríkasta“ land í heimi.
Í staðinn fyrir sparsemi og hóf tók
við ofneysla á nánast öllu sem í boði
var. Íslendingar urðu vanir einhverj-
um bestu og mestu lífsgæðum sem
þekkjast í heiminum og hinn gróf-
gerði Íslendingur er kannski ekki jafn-
harður af sér og hann var. Eða hvað?
Erum við tilbúin að fórna öllu því
sem við þyrftum að fórna ef við ein-
angruðumst frá alþjóðasamfélag-
inu? Hvernig væri lífið á Íslandi ef við
þyrftum að standa algjörlega ein og
óstudd?