Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Blaðsíða 10
Jason Cowley segir í New Statesman að örfáir ríkir einstaklingar, sem margir hverjir tilheyri breska aðlin- um, eigi sextíu og níu prósent alls lands í Bretlandi. Jason Cowley seg- ist hafa undanfarinn áratug eða svo eytt einni viku á ári hjá fjölskyldu í Cark-in-Cartmel, rólegu þorpi í Cumbria-sýslu. Cowley tók eftir því, strax í fyrsta skipti sem hann sótti þorpið heim, að flest húsanna og öll bóndabýli og útihús í þorpinu og grennd þess voru máluð í sama litnum; bláþyr- ils-bláum. Þegar hann innti eftir ástæðum þess var honum sagt að um væri að ræða eignir í eigu Cavendish- fjölskyldunnar, en ættarsetur fjöl- skyldunnar, Holker Hall, er einmitt í Cark-þorpi. Arfur kynslóðanna Holker-herragarðurinn á meira en 15.000 ekrur lands í suðurhluta Cumbria-sýslu. Jarðeignirnar eru nýttar fyrir allt frá ferðaþjónustu til landbúnaðar og hjólhýsastæða. Að auki hefur Holker-herragarðurinn yfirráð yfir strandlengjunni á More- cambe-flóa og þar með veiðiréttind- um og báruskeljatínslu við þessa af- skekktu strandlengju. Eigandi Holker Hall er Hugh Cavendish, lávarður af Furness, sem tilheyrir „frændskap“ um 6.000 fjöl- skyldna aðalsfólks og ættmenna sem enn þann dag í dag eiga megn- ið af Bretlandi. Cavendish-fjölskyldan komst yfir jarðir á sextándu öld þegar klaustur voru leyst upp og treysti stöðu sína og jók við auðævi sín með hjóna- böndum innan vébanda aðalsins. Fjölskyldan á nú um 65.000 ekrur lands í Bretlandi og 8.000 ekrur á Ír- landi. 69 prósent í eigu 0,6 prósenta Í umfjöllun Jasons Cowley kemur fram að Stóra-Bretland er 60 millj- ónir ekra að stærð. Þar af er um 41 milljón ekra ráðstafað undir land- búnað og ræktun, 15 milljónir ekra eru „óbyggilegar“ (skógar, ár, fjöll o.s.frv.) og að mestu í eigu varnar- málaráðuneytis landsins og skóg- ræktarnefndarinnar (e. Forestry Commision) og fjórar milljón- ir ekra eru borgarstæði; landsvæði sem stærstur hluti 60 milljóna Breta byggir. Í stuttu máli, segir Cowley, eru 69 prósent nýtanlegs lands á Bretlandi í eigu 0,6 prósenta íbúa Bretlands- eyja. Til að setja þetta í enn betra samhengi eiga 158.000 fjölskyldur 41 milljón ekra lands á sama tíma og 24 milljónir fjölskyldna búa á fjór- um milljónum ekra. Að sögn Cow- leys er Spánn eina Evrópulandið, ef undan eru skilin smáríkin Lúxem- borg, Liechtenstein og Mónakó, þar sem meira landflæmi er í eigu færri einstaklinga. Þar eru um 70 prósent lands í eigu 0,2 prósenta íbúa. Föðurleg forsjá Jason Cowley hafði samband við Holker-herragarðinn í von um að ná tali af Cavendish lávarði, en fékk samband við Dickon Knight, jarða- fulltrúa lávarðarins. Sá tjáði Cow- ley að helstu jarðeigendur Bretlands væru „ráðsmenn“ og að ef þeirra nyti ekki við og natni þeirra og um- önnunar væri illa komið fyrir sveit- um Bretlandseyja. „Setrið horfir með föðurlegri for- sjá til síns nánasta samfélags,“ sagði Knight við Cowley. Knight stað- festi ennfremur það sem áður hef- ur komið fram að eignir Cavendish séu til komnar vegna beinna kaupa og tilfærslu á milli fjölskyldna vegna ráðahags. Aðspurður hvort endurúthluta ætti jörðum til hins opinbera með það fyrir augum að byggja á þeim sagði Knight að ríkisstjórn landsins mælti ekki með því að sveitir lands- ins yrðu teknar undir byggingafram- kvæmdir. „Við getum einungis starf- að samkvæmt því kerfi sem er til staðar,“ sagði Knight. Innræktaður minnihluti Jason Cowley er skemmtilega ómyrkur í máli hvað varðar bresk- an aðal. „Hinn breski aðall er, vil ég fullyrða, alvöru markaðsráðandi minnihluti: aldalöng innræktun, til að halda blóðinu „hreinu“, hefur skapað ættbálk, undirhóp fólks með ráðandi kynþáttareinkenni sem dregur dám hvert af öðru, sem hefur sama fáránlega framburðinn, sem fer í sömu skóla, sem verndar hags- muni hvert annars og heldur áfram að neyta yfirráða sinna yfir jörðum með fulltingi hersins, Íhaldsflokks- ins og fjölmiðla, einna helst Daily Telegraph,“ sagði Cowley, og bætti við að stétt landeigenda á Bretlandi stæði ekki ógn af byltingu heldur af auknu lýðræði. Að sögn Cowleys hafa landeig- endur á Bretlandi haft það of gott í of langan tíma og notið góðs af erfðarétti sem rekur rætur sínar til mestu jarðaþjófnaða í sögu landsins –„innrás Normanna, jarðeignanámi Hinriks áttunda gagnvart klaustr- um, yfirtöku Olivers Cromwell á jörðum kirkju og krúnu og afmörk- un almennra jarða frá lokum 17. aldar fram undir miðja 19. öld.“ Leið Mugabes ekki fýsileg Í ljósi ástandsins í húsnæðismálum víða um lönd og áhrifa kreppunn- ar eru orð Jasons Cowley íhugunar virði. Nú þegar húsnæðismarkaðurinn hefur hrunið og fórnarlömbum at- vinnuleysis á Bretlandi fjölgar eykst hætta á því að fólk missi heimili sín sem eru metin á brot af því sem þau voru keypt á. Og því er von að fólk spyrji hví það hafi borgað svo hátt verð fyrir heimili sín í upphafi. Ástæða hás íbúða- og lóðaverðs er alla jafna skortur á landrými og hef- ur þeim rökum gjarna verið haldið á lofti, auk lögmálsins um framboð og eftirspurn, en sú er ekki raunin á Bretlandi og sú spurning kynni að vakna fyrr frekar en síðar hverjir eigi í raun verðmætustu eign þjóðarinn- ar, landrýmið og hvernig viðkom- andi eignuðust það. Þó Cowley hugnist ekki sú leið sem Robert Mugabe fór gegn hvít- um bændum í Simbabve segir hann í grein sinni að það gæti verið for- vitnilegt að fylgjast með viðbrögð- um þjóðarinnar ef vel útbúið og staðfast landtökufólk færi fylktu liði um sveitir Bretlandseyja. 10 föstudagur 24. júlí 2009 fréttir AðAllinn Á BretlAnd Aðallinn í Bretlandi hefur í aldanna rás náð að sölsa undir sig stærstan hluta breskra jarða og heldur þeim enn þann dag í dag. Þetta kemur fram í úttekt Jasons Cowley í New Statesman um hvernig eignarhaldi á jörðum er háttað í Bretlandi. Til að setja þetta í enn betra samhengi eiga 158.000 fjölskyldur 41 milljón ekra lands á sama tíma og 24 milljónir fjöl- skyldna búa á fjórum milljónum ekra. Holker Hall Cavendish-fjölskyldunnar Cavendish-fjölskyldan á um 65.000 ekrur á Bretlandi og 8.000 að auki á Írlandi.KoLbeInn þorsteInsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.