Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Blaðsíða 26
Þingmála- halaklipping Ég lagaði til inn á baði, setti í eina vél og bjó um rúmið,“ sagði ég kokhraustur þegar ég hóf máls- vörn mína í gær. Ég lá undir ámæli vegna framtaksleysis á heim- ilinu. Ég vissi að mögulegt væri fyrir hana að rengja þetta með rúmið, þar sem ég hafði lagst í það aftur áður en hún kom heim úr kvöldvinnunni. Ég bætti því að sjálfsögðu við að dagurinn í vinnunni hafi verið óvenju strembinn, til að skora eitt eða tvö samúðarstig. Það hrökk skammt því ég bý með verðandi lögfræðingi. Þeir sem eru í sambúð vita að fátt ógnar heimilisfriðnum meira en húsverkin. Þeir karlmenn sem þekkja það ekki hljóta ýmist að vera undirgefnir snyrtipinnar, eiga meðvirka, harðduglega sambýlis-konu eða eiga það sameiginlegt með henni að vera argasti sóði. Nú þarf ég að gæta orða minna. Að sjálfsögðu á ég harðduglega og yndislega kærustu, ekki misskilja mig. Við erum hins vegar bæði frekar frjálsleg í umgengni á köflum en ég viðurkenni þó að ég er stundum örlítið frjálslegri. Annað okkar hefur, þrátt fyrir misjafna umgengni, mikið óþol fyrir óhreinu leirtaui, skítugum gólfum eða óþvegnum þvotti. Hitt okkar er ég. Ég get vel sætt mig við ófrágenginn þvott og ofurlítið drasl á eldhúsborðinu, nema von sé á gestum. Hún er hins vegar þeirrar náttúru að geta ekki sofnað nema vita af hreinni íbúð. Þetta skapar óneit- anlega árekstra í sambandinu, sem teygir þegar verst lætur, anga sína alla leið inn í svefnherbergi, dómssal 101. Álykti hver sem vill. Elskan, ég vil bara að við skiptum þessu jafnt,“ sagði hún (ákæruvaldið) eftir máttlitlar varnir mínar, áður en ég greip fram í fyrir henni með því að bæta við að ég hafi líka þvegið bílinn og bónað. „Það telst ekki með,“ svar- aði hún að bragði. „Telst ekki með,“ hugsaði ég með mér og klóraði mér í hausnum. Til að lægja öldurnar lét ég kyrrt liggja og lofaði bót og betrun, áður en ég bauð góða nótt með snatri. Ég vildi nefnilega síður að hún kæmist að því að ég hafði ekki hengt upp þvottinn úr vélinni og að tiltekt á baðherberginu fólst í að taka upp dagblöðin eftir sjálfan mig. Ástæður þess að garðstörf, bílaviðgerðir og bílaþrif eru ekki talin með þegar húsverkin eru gerð upp hefur lengi verið mér hulin ráðgáta. Ég er mikill jafnréttissinni en finnst konur farnar að teygja sig held-ur langt þegar þær neita að viðurkenna að garðsláttur og viðhald á bílnum teljist til heimilisafreka. Það getur verið hörku púl. Á sama hátt finnst mér ósanngjarnt að ég fái ekki afslátt af húsverkum þegar ég dreg björg í bú. Hún þvertekur fyrir að veiðiferðir með félögunum teljist til frá- dráttar, þó ég slysist til að krækja í einn og einn silung eða finni sjálfdauða gæs endrum og eins. Óréttlætinu eru engin takmörk sett. Hvað sem því líður get ég með gleði í hjarta upplýst að árekstrar á mínu heimili vegna húsverka hafa verið óvenju fátíðir í sumar. Sömu vikuna og við eignuðumst okkar fyrstu uppþvottavél sömd-um við um þvottamál til framtíðar. Ég sé um að setja þvottinn í vél og hengja hann upp. Hún sér um að brjóta saman og raða inn í skáp. Skýrari getur verkaskiptingin ekki orðið. Þetta fyrirkomulag hefur reynst frábærlega, þó á köflum hafi nokkur réttaróvissa ríkt um það hvort okkar skuli koma þvottinum í taukörfuna. Henni tókst að sannfæra mig um að ef karfan væri full væri ábyrgðin mín, annars sæi hún um að fylla hana. Og nei, ég mátti víst ekki kaupa stærri körfu. Ég er, þegar allt er tínt til, nokkuð sáttur við mitt hlutskipti þegar kem-ur að húsverkum. Ég hef þó ekki sagt mitt síðasta orð með bílavið-gerðirnar. Það hlýtur að vera skýlaus krafa karlmanna að viðhald á bílnum teljist jafnhátt ryksugun og skúringum. Málið verður dóm- tekið á heimilinu um helgina. Lífið mEð Lög- fræðiNgi Baldur guðmundsson skrifar Sumir verkferlarnir hér í þinginu eru alveg stórfurðulegir. Ég hafði aldrei gert mér grein fyrir að skorið væri á þing- málahala í hvert skipti sem þingi lýkur, eins og til dæmis þegar þessu sumarþingi lýkur. Það þýðir að öll málin sem við náum ekki að ljúka og eru til dæmis í annarri umræðu í nefnd detta nið- ur dauð. Þá þarf að byrja upp á nýtt á málinu og sum mál hafa hlotið þessi örlög í meira en 10 skipti. Mál- in þurfa sem sagt að fara í gegnum allt ferlið aftur, það þarf að mæla fyr- ir þeim, taka þau inn í nefnd, taka þau í umræðu og svo kannski aftur fyrir nefnd og loks í þriðju umræðu. Það þarf aftur að boða gesti á nefndarfundi og stundum komast málin aldrei út, þegar það gerist er það kallað að svæfa mál í nefnd. Ég verð að viður- kenna að mér finnst þetta algerlega fáránleg vinnu- brögð. Þessi halaskurð- ur gerist í það minnsta á hverju ári og þegar þing er kallað saman á auka- þing eins og núna í sumar og þá kemur þessi óeðli- lega pressa á að ýta mál- um með hraða í gegnum þingið. Ég ætla að sjá hvort okkur takist ekki að fá þessari hefð breytt, því ég er sannfærð um að ef þetta fyrirkomulag væri afnumið myndi þingið verða skilvirkara og sterkara. Þá er möguleiki á að hægt væri að nýta nefndarvinnu til að undirbúa fleiri þingmannafrumvörp og þingmenn fái þá tækifæri á að vera eitthvað annað en stimpill fyrir fram- kvæmdavaldið. Þreyta í þinghúsinu Allir sem í þinghúsinu starfa hafa verið undir miklu álagi og lítið um frí hjá fólki síðan hrunið breytti öllu í landinu. Fólk er orðið örþreytt og þegar hlutunum er þannig háttað er þráðurinn styttri og hugsunin ekki skýr. Ég veit að marg- ir sem eru að vinna hérna liggja andvaka af áhyggjum því við erum með sanni að taka ákvarðanir sem munu til lang- frama hafa áhrif á land og þjóð. Það væri langskynsamleg- ast að leyfa bara þinginu að fara í frí og láta Icesave í nefnd sem er sérhæfð í því að taka skynsamlegar ákvarðanir sem ekki eru litað af pólitík heldur þjóðarhag, nefnd sérfræð- inga sem fá aðgang að öllum þessum leyniskjölum og geta þrætt sig í gegnum hagfræði- tölfræðina og komist að skyn- samlegri niðurstöðu og hugs- að í lausnum. Leyfum þjóðinni að lesa leyniskjölin Þegar ný stjórn tók við völd- um var lofað gegnsæi og lýð- ræðislegri vinnubrögðum. Held að undanfarnar vik- ur hafi því miður sannað að ráðamenn séu með mál á sínum höndum sem er þeim ofviða. Auðvitað á að birta þessi skjöl en ég held að aðalástæða þess að þau eru vaf- in leyndarhjúp sé einfaldlega að inni- hald þeirra opinber- ar vanhæfni þeirra aðila sem komu að þessum samningi, bæði fyrrverandi stjórn og núverandi stjórn. Þá hefðu þeir embættismenn sem komu að þessu máli átt að nýta sér ein- hverja af þessum fjöl- mörgu erlendu sér- fræðingum sem hafa boðist til að aðstoða okkur. Allt í kringum þetta Icesave- mál er reyndar farið að minna mig óþægilega á þá firringu sem var í gangi fyrir bankahrunið. Ekki er hlustað á varnaðarorðin heldur bara fengnir jámenn til að gera lítið úr þeim sem gagnrýna mál- ið. Best væri að allri leynd væri létt af Icesave nema það sem hreinlega varðar þjóðaröryggi. Mikið af þessum gögn- um í leynimöppunum eru fréttatilkynningar og annað sem nú þegar er opinbert. Þjóðstjórn Svo finnst mér umfang málanna vera svo stórt að ekki er hægt að taka á þeim eftir hefðbundnum leiðum. Til að hér náist þverpólitísk samstaða um þessi stóru mál þurfa allir að axla sameiginlega ábyrgð, því finnst mér og hefur alltaf fundist þjóðstjórn vera málið eða utanþingstjórn. Undarleg vinnubrögð í þinginu tefja mál og draga úr skilvirkni segir Birgitta Jónsdótt- ir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, sem vill breyta vinnubrögðum á Alþingi. Icesave er áfram aðalmálið í þinginu og telur Birgitta aðalástæðu þess að ýmis skjöl eru vafin leyndarhjúp vera þá að innihald þeirra opinberi vanhæfni þeirra sem komu að samningnum. 26 föstudagur 24. júlí 2009 umræða HELGARPISTILL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.