Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Blaðsíða 34
Fjórhjólaferðir í einstakri náttúru á Reykjanesinu aðeins 5 mín. frá Bláa Lóninu. Frábær tilboð í gangi - opið alla daga - enginn lámarksfjöldi í ferðir. Fjórhjólaævintýri Ehf www.atv4x4.is · info@atv4x4.is (+354)857-3001 streymi. Svo voru þessum eignarhaldsfélögum lánaðar gríðarlega háar fjárhæðir en það var alveg augljóst að félagið ætlaði ekki að borga af láninu. Svo átti að selja eignina á einhverj- um tímapunkti og þá átti að borga lánið. Það var búið að gera mikið af svona dílum og auð- vitað græddu menn á einhverju en svo stækk- uðu lánveitingarnar alltaf og stækkuðu. Þeg- ar ég skoða þetta núna sé ég að þetta er eitt af stærstu vandamálunum í aðdraganda hruns- ins,“ segir Birna. MikilMennskubrjálæði og hroki Íslendinga Aðspurð hvernig hún skýri þessar lánveiting- ar, hvort hægt sé að útskýra þær með orðum eins og græðgi, segir Birna að mikilmennsku- brjálæði sé sennilega heppilegra orð og að slíkt brjálæði hafi gripið hluta þjóðarinnar á síðustu árum. „Það skildi enginn neitt í því af hverju stundum var talað um það að Danir hötuðu okkur. Hver hatar ekki Íslendinga sem sitja á Strikinu og segja við alla sem ganga fram hjá: Við eigum allt hér í Danmörku; við erum búnir að kaupa allt upp hér í Kaupmannahöfn? Þetta var bara mikilmennskubrjálæði og það var fullt af venjulegu fólki hér á Íslandi sem tók þátt í þessu. Okkur fannst við vera rosalega flott og eflaust fannst mér það líka.“ Hún segir að þessi hroki Íslendinga hafi til dæmis endurspeglast í viðhorfi þeirra gagnvart Norðmönnum. „Við unnum mikið með Norð- mönnum og ég man að fyrir bankahrunið hér sögðu mjög margir að þeir væru svo hræðilega leiðinlegir, að þeir væru hræddir við allt og þyrðu ekki að taka neina áhættu. Þeir voru bara brenndir af því að hafa lent í bankakreppu. Við verðum líklega nákvæmlega eins, sem betur fer,“ segir Birna. Hún telur að ein af afleiðingum þessa mik- ilmennskubrjálæðis í viðskiptalífinu hafi verið sú að Íslendingar misstu sjónar á grunnbanka- starfsemi. „Við kunnum hana mjög vel en við fórum offari inn í fjárfestingabankastarfsemi sem við höfðum afskaplega litla reynslu af, til dæmis skuldsetta fjármögnun og yfirtökur á fyrirtækjum. Við fórum glannalega inn á þetta svið sem við þekktum ekki og á sama tíma höfðum ekki mikla reynslu af eftirliti með þess- ari bankastarfsemi. Bankarnir uxu of hratt og eftirlitskerfið of hægt þannig að það hélt ekki í við fjármálalífið og því fór sem fór,“ segir Birna sem telur að fjárfestingabankastarfsemi sé afar mikilvæg í bankarekstri en að hún hafi verið of áhættusækin hér á landi fyrir hrunið og að mikilvægt sé að læra af þeirri reynslu. bændur Í jakkafötuM Birna segir að eftir bankahrunið hafi Íslending- ar farið í mikla naflaskoðun og að nú séu sam- félagið og bankakerfið komin með það viðhorf að fara eigi „back to the basics“. „Núna erum við að fara aftur til þessara grunngilda í bankaþjónustu, að veita almenn- um borgurum og fyrirtækjum þjónustu á með- an áhersla á fjárfestingabankastarfsemi hefur minnkað.“ Birna telur að þetta eigi einnig við um sam- félagið allt sem orðið sé meðvitað um að þjóð- in hafi farið of geyst. „Það sem er svo skemmti- legt við Íslendinga er að þeir eru svo fljótir að fara aftur í „back to the basics“. Sennilega er ástæðan fyrir því sú að okkur finnst það eigin- lega bara skemmtilegra. Þú sérð bara núna að allir eru komnir aftur í lopapeysurnar. Við þurf- um ekki lengur að vera alltaf á Sjávarkjallaran- um til að skemmta okkur. Íslendingar voru svo- lítið eins og bændur í jakkafötum sem fóru um heiminn og keyptu sér dýrustu kampavínsflös- kurnar en innst inni voru þeir bara áfram sömu bændurnir sem sungu áfram sömu ættjarðar- lögin. Menn eru núna búnir að gíra sig aðeins niður. Ég heyrði af konu um daginn sem sagði: „Ég er fegin að þetta er búið því þetta var ekki alveg við.“ Mér fannst þetta svolítið góð skýr- ing og ég held að mörgum líði svona núna: Við vorum úr karakter,“ segir Birna sem viðurkenn- ir fúslega að hún hafi auðvitað sjálf tekið þátt í dansinum meðan hann dunaði: farið í fín- ar utanlandsferðir með Glitni og annað slíkt, en samt sem áður sé hún bara sveitastelpa í sér sem finnist einna skemmtilegast að vera í góðra vina hópi og hlusta á Brimkló og Manna- korn. sundurlyndið aðaláhyggjuefni birnu Hún segir hins vegar að nú séu allir meðvitað- ir um að byggja þurfi efnahagslífið aftur upp á annan hátt. Hún segir að mikilvægustu stoðirn- ar í þeirri uppbyggingu sé að Íslendingar virki náttúruauðlindir sínar. Með því á hún við sjáv- arútveginn, orkuna sem býr í landinu og ferða- þjónustu. Meðal annars telur hún að klára eigi álverið í Helguvík og álverið á Bakka við Húsavík en svo eigi ekki að fara út í byggingu fleiri álvera. Einnig segist hún vera mótfallin fyrningarleið- inni í sjávarútvegi á meðan ástandið í samfélag- inu er eins og það er: það sem atvinnuvegurinn þurfi á að halda núna sé stöðugleiki. „Ég er bjartsýn og hef ekki áhyggjur af því að við komum okkur ekki út úr þessari kreppu því við eigum allar þessar auðlindir, sem er afar mik- ilvægt í slíkri kreppu, en það sem ég hef mestar áhyggjur af er sundurlyndi þjóðarinnar sem nú er svo ríkjandi í samfélaginu. Ég hef áhyggjur af því að við náum ekki að horfa fram á veginn og að við missum móðinn.“ Birna útskýrir þessa hugmynd sína þannig að þegar hún tók við Íslandsbanka í haust hafi hinir 920 starfsmenn bankans verið afar brotn- ir eftir efnahagshrunið. „Þetta fólk trúði á bank- ann sinn en svo hrundi hann. Það sem var mikilvægast var að ná þessum hópi saman og fá hann til að horfa fram á veginn og fókusera á það sem átti að gera. Þetta finnst mér að eigi eftir að gera fyrir Ísland: að ná fólkinu saman, því sundurlyndið er að drepa okkur.“ Birna telur mikilvægt að hrunið verði rannsakað eins vel og mögulegt er en að einnig þurfi að huga að fram- tíðinni. „Látum haug af fólki í þá vinnu að rann- saka efnahagshrunið og við hin höldum áfram og hugum að endurreisninni,“ segir Birna sem telur að endurreisnin gangi verr en ella út af sundurlyndinu. hótað Með saur og þvagi Ein af afleiðingum þess sem Birna kallar sund- urlyndi er að hún telur að of margir í samfélaginu séu of uppteknir af fortíðinni og því sem gerðist í aðdraganda efnahagshrunsins og að þetta geti grafið undan endurreisnarstarfinu. Birna sjálf hefur orðið fyrir barðinu á þessu sundurlyndi því málningu hefur tvívegis verið slett á hús hennar í miðbænum en slíkt hið sama hefur verið gert við hús margra þekktra manna úr íslensku við- skiptalífi, svo sem hús Hannesar Smárasonar og Björgólfs Guðmundssonar. Ástæðan er senni- lega umræðan um kúlulán Birnu og starf henn- ar hjá Glitni og Íslandsbanka. „Ef við eyðum orkunni í að henda málningu í hús hér í bænum komumst við aldrei upp úr þessari kreppu,“ seg- ir Birna sem telur að þetta sundurlyndi sé byggt á neikvæðni og svartsýni. „Að einhverju leyti erum við sjálf okkar verstu óvinir.“ Í fyrra skiptið sem málningu var skvett á hús Birnu varð dóttir hennar svo hrædd að hún sagðist ekki vilja sofa í herbergi sínu í kjölfarið. Í seinna skiptið náði Birna að koma í veg fyrir að dóttir hennar sæi skemmdarverkin á húsinu. „Þarna eru árásirnar komnar of nærri manni. Þegar það er farið að ógna þeirri friðhelgi sem maður nýtur heima hjá sér. Ég á 9 ára dóttur og hún þorir ekki að sofa inni í herberginu sínu því að dósin með málningunni lenti utan á veggn- um á herberginu hennar. Maður verður svo sorgmæddur og hræddur þegar maður lend- ir í þessu því þetta er svo ósanngjarnt. Svo spyr maður sig auðvitað eðlilega: Hvað kemur eigin- lega næst?“ Auk þessa hefur Birna fengið tölvupóst- sendingar með myndum af húsi hennar með hótunum um frekari skemmdarverk. „Ég hef fengið tölvupóst með mynd af húsinu mínu eftir að búið var að henda málningunni á það. Í tölvupóstinum stóð: „Þetta er bara byrjunin. Næst er það hland og skítur, helvítis þjófurinn þinn.“ Þetta er náttúrulega bara viðbjóður,“ seg- ir Birna. Hún segir að slík skemmdarverk eigi ekki rétt á sér, alveg sama hver eigi í hlut. „Ég skil ekki af hverju ég lendi í þessu því bankahrunið er ekki mér að kenna.“ fraMtÍðin óljós Aðspurð hvernig hún sjái framtíð Íslandsbanka fyrir sér eftir atburði vikunnar, þar sem tilkynnt var um samkomulag íslenskra stjórnvalda við skilanefndir Glitnis, Kaupþings og Landsbank- ans, segir Birna að almenn ánægja sé með- al starfsfólks Íslandsbanka með samkomulag- ið, þó svo að vissulega hræðist einhverjir hvað framtíðin beri í skauti sér. Samkvæmt samkomulaginu er gert ráð fyrir að kröfuhafar Glitnis geti eignast Íslandsbanka að öllu leyti þó svo að skilanefnd Glitnis muni fara með stjórn bankans fyrir hönd kröfuhafa. Óvíst er hvort kröfuhafar gangi að samkomulag- inu nú eða síðar en þeir munu eiga þess kost að eignast bankann á næstu fimm árum. Birna seg- ir að þetta hafi verið mikilvægur áfangi sem hún fagni. „En svo verður framtíðin bara að skera úr um hver niðurstaðan verður; hvort kröfuhaf- arnir ákveða að eignast bankann í lok septemb- er eða ekki.“ Aðspurð hvort hún muni halda áfram sem bankastjóri segir Birna að hún viti það auðvitað ekki að svo stöddu. „Ég þarf meðal annars að sjá hvort kröfuhafarnir ákveða að taka bankann yfir eða ekki. Svo veltur framtíð mín bara á því hvað þeir ákveða að gera ef þeir taka bankann yfir.“ Birna segir að sama hvað verði muni hún án efa halda áfram að vinna í bankageiranum því í grunninn sé hún bankamanneskja sem njóti þess afar mikið að vinna í því umhverfi. ingi@dv.is 34 föstudagur 24. júlí 2009 helgarviðtal Á KirKjusandi Sumarið 2007 var örlagaríkt í lífi Birnu en þá fékk hún stöðuhækkun í bankanum, sem með fylgdi 184 milljóna króna kúlulán, og greindist með brjóstakrabbamein sem hún var lengi að ná sér af. Hér er hún í höfuðstöðvum Íslandsbanka á Kirkjusandi. mynd Heiða Helgadóttir „það var draMatÍskt MóMent þegar Maðurinn Minn tók rakvélina sÍna og rakaði af Mér restina af hárinu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.