Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Blaðsíða 33
B irna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, greindist með brjóstakrabbamein á sama tíma og henni var boðin fram- kvæmdastjórastaða yfir við- skiptabankasviði Glitnis sumar- ið 2007. Tvo örlagaríka atburði í lífi hennar bar því upp á nokkurn veginn sama tíma: hún þurfti að glíma við erfiða krabba- meinsmeðferð og setja sig inn í nýtt og ábyrgð- armikið starf. „Ég var búin að greinast með krabbameinið þegar þeir buðu mér starfið en ég var ekki búin að tilkynna það öllum hér inn- anhúss að ég hefði greinst með krabbamein. Ég ákvað að ég ætlaði að taka djobbinu og hefja þessa tvo slagi á sama tíma,“ segir Birna. Með nýja starfinu hjá Glitni fylgdi kúlulán upp á 185 milljónir króna. Lánið vakti mikil við- brögð í samfélaginu eftir bankahrunið í haust þegar hún var sett yfir Íslandsbanka í kjölfar yfirtöku ríkisins á honum og hefur fylgt Birnu eins og skugginn í starfi hennar við tiltektina í bankanum og aðkomu hennar að endurreisn ís- lensks efnahagslífs. En þrátt fyrir mótlætið segist Birna vera bjartsýn baráttukona að eðlisfari og vera staðráðin í því að hjálpa til við að ná árangri í starfi og stýra bankanum í átt til nýrra eigenda, kröfuhafa Glitnis, hvort sem hún heldur áfram eða ekki að leiða bankann eftir að þeir taka við honum. Þrjú illkynja æxli í brjósti Birna byrjaði í krabbameinsmeðferð um leið og hún hafði greinst með sjúkdóminn: þrjú illkynja æxli fundust í öðru brjósti hennar, hið stærsta sex sentímetra, og mátti hún engan tíma missa ef hún ætlaði að sigrast á því. Byrja þurfti með- ferðina á því að fjarlægja æxlin þrjú með skurð- aðgerð og var það gert í júlí 2007. „Þetta var heilmikil aðgerð,“ segir Birna. Rútínan hjá Birnu næstu mánuði, þar til í lok febrúar 2008 þegar geislameðferðinni lauk, var þannig að hún byrjaði daginn oft á því að fara á spítalann í krabbameinsmeðferðina og halda svo til vinnu sinnar. „Ég tók þessari krabba- meinsmeðferð bara eins og hverju öðru verkefni sem ég þurfti að henda mér í. Ég þurfti að gera þetta og hitt, margt af því var erfitt og leiðinlegt eins og í hverju öðru verkefni, en þannig leit ég á þetta. Vinnan í bankanum hjálpaði mér svo mikið í gegnum þetta: að vera alltaf upptekin og með knappan tíma. Þá fann ég hvað vinnan er mér mikilvæg,“ segir Birna. Hún segist hafa verið heppin að því leytinu til að krabbameinsmeðferðin hafi farið frekar vel í hana og hún var vinnufær á meðan hún gekkst undir meðferðina, öfugt við marga sem verða afskaplega veikir svo þeir verða óvinnufærir á meðan. „Þegar ég var í geislameðferðinni náði ég til dæmis samkomulagi um að fá að fara í fyrsta tímann í meðferðinni á morgnana því ég þurfti að mæta í vinnuna klukkan hálf níu eða níu því margir voru ekki eins lánsamir og ég og gátu ekki stundað vinnu sína meðan þeir voru í meðferðinni,“ segir Birna. Grét fyrst ÞeGar hún missti hárið Birna segir að eitt það erfiðasta við krabba- meinsmeðferðina hafi verið þegar hún missti hárið í lyfjameðferðinni. Hún segir að það sé nánast óbærilegt fyrir konu að missa hárið og að hún hafi ekki grátið út af krabbameininu fyrr en það gerðist. „Það var alveg brjálæðislega erfitt. Ég hafði búið mig undir þetta; keypt mér hár- kollu og svona. Svo var mér sagt að þetta ætti að gerast í september og ég ýtti því bara á undan mér og hugsaði ekki um það. En svo var kom- ið að því. Ég man að ég sat hérna í vinnunni og hárflyksurnar duttu bara af höfðinu á mér og ég gat ekkert gert í því. Þetta var svo óhugnanlegt allt. Og svo ræðir það auðvitað enginn hvað það er ferlega sárt að missa hárið á þennan hátt því hársvörðurinn er svo aumur. Þetta var alger við- bjóður.“ Dramatískasta stundin í krabbameinsmeð- ferðinni var svo að sögn Birnu þegar sambýlis- maður hennar, John Hine, rakaði síðustu hár- in af höfði hennar. „Ég grét fyrst þegar ég missti hárið. Það var dramatískt móment þegar mað- urinn minn tók rakvélina sína og rakaði af mér restina af hárinu. Það var í fyrsta skiptið sem ég grét yfir þessu og ég var virkilega aum. Ég tók þessu fyrst bara með miklum baráttuanda en þarna brotnaði ég saman,“ segir Birna. „hvenær losnarðu við spanGirnar?“ Hún segist hins vegar hafa vanist hármissin- um með tímanum og gengið svo með hárkollu og spangir til að festa hana niður svo hárkollan væri ekki alltaf á hreyfingu á höfði hennar. „Ég var alltaf með hárkollu því þá gleymdu því all- ir að ég væri veik. Ég tölti svo bara í vinnuna og djöflaðist um. Það voru ofboðslega margir sem vissu ekki af þessu og að ég væri með hárkollu. Undir það síðasta var ég orðin svo brjálæðislega leið á að vera með þessar spangir á höfðinu. Ég man að einn vinnufélaginn sagði einu sinni við mig í gríni: „Já, ókei, þú ert búin í geislameð- ferðinni en hvenær losnarðu við spangirnar?“ en það var aðalmálið að losna við helvítis span- girnar og hárkolluna,“ segir Birna. Hún segir að þegar hún lítur til baka finnist henni að lífsspeki sín hafi mótast mikið af þeirri reynslu sem hún gekk í gegnum í krabbameins- meðferðinni. „Mannskepnan er einhvern veg- inn þannig að hún tekur öllum áföllum þannig að hún hjakkast bara í gegnum þau og horfir svo bara fram á veginn á það næsta sem þarf að gera. Þetta eru bara orrustur sem maður þarf að kom- ast í gegnum og maður tekur bara hverja orrustu þegar að henni kemur. Svo skrúfast maður bara í gegnum þetta allt saman,“ segir Birna og bætir því við að maðurinn hennar, sem er fyrirlesari í fyrirtækjafræði og viðskiptasiðfræði við háskól- ann í Edinborg í Skotlandi, hafi verið henni mik- il stoð á þeim tíma sem hún átti við veikindin að stríða, en John er einnig menntaður hjúkrunar- fræðingur og starfaði sem slíkur áður en hann fór út í fræðimennskuna. „Hann var nú betri en enginn í því að hjálpa mér meðan þetta gekk yfir og Ellen dóttir okkar tók þessu nokkuð vel en við reyndum að vera ekki að velta henni of mikið upp úr þessu. Það er erfitt að muna eftir mömmu sinni sem voðalega veikri þannig að ég tók hana bara einu sinni með mér í geislameð- ferðina til að leyfa henni að sjá hvernig þetta gengur fyrir sig,“ segir hún. Birna segir að frá því að meðferðinni lauk í fyrra hafi hún farið reglulega í skoðun, á þriggja mánaða fresti, en að krabbameinið hafi ekki gert vart við sig aftur: „Það er alltaf sami risahnútur- inn sem maður fær í magann þegar maður bíður eftir niðurstöðunni úr blóðprufunni.“ leið eins oG hún hefði verið öðluð Eins og áður segir bauðst Birnu nýtt og betra starf í Glitni um það leyti sem hún greindist með krabbameinið. Með starfinu fylgdu bætt starfs- kjör og fóru grunnlaun hennar upp í tæpar 2,5 milljónir króna á mánuði. Auk þess fékk Birna vilyrði fyrir láni frá Glitni til að kaupa hlutabréf í bankanum. Mikið hefur verið rætt um það í fjölmiðlum upp á síðkastið að Birna hafi fengið þetta kúlulán upp á rúmar 180 milljónir króna frá Glitni. Segja má að skuggi kúlulánsins hafi hvílt yfir Birnu frá bankahruninu og síðustu mánuði í kjölfar mikillar umræðu um kúlulán- veitingarnar til starfsmanna fjármálafyrirtækja, sérstaklega Glitnis og Kaupþings. Kúlulánveitingarnar eru orðnar alræmdar í samfélaginu því þær eru taldar vera ein af birt- ingarmyndum þess yfirgengilega óhófs og þeirr- ar græðgi sem viðgekkst í bönkunum á árunum fyrir bankahrunið. Einstaka háttsettir starfs- menn fengu lánafyrirgreiðslu, ofan á föst mán- aðarlaun sín, sem var miklu hærri en þau laun sem almennir borgarar geta átt von á að vinna sér inn á heilli ævi. Eitt þekktasta dæmið um þetta er lánveiting Kaupþings til Kristjáns Ara- sonar, handboltastjörnu og fyrrverandi starfs- manns bankans, sem hafði fengið kúlulán upp á um eða yfir einn milljarð króna þegar Kaup- þing féll í haust. Birna hefur sömuleiðis ekki far- ið varhluta af þessari umræðu og er nafn henn- ar oft tengt við kúlulánveitingarnar. Þetta finnst Birnu hins vegar vera ómakleg umræða. „Þegar mér er boðin framkvæmdastjórastaða hjá bankanum var þetta kúlulán hluti af mínum kjörum hjá bankanum. Þegar Bjarni Ármanns- son bauð mér lánið var ég mjög upp með mér og leið eins og verið væri að aðla mig og að ég væri aðalmanneskjan. Það voru allir framkvæmda- stjórarnir með svona lán og ég gat ekki bara sagt: Nei, ég vil ekki vera með svona. Ef ég hefði gert það hefði ég varla orðið langlíf í framkvæmda- stjórn bankans,“ segir hún. Birna segir að þegar henni var boðið kúlu- lánið hafi yfirmenn hennar sagt að hún yrði að stofna eignarhaldsfélag utan um hlutabréfa- kaupin. „Ég átti ekkert félag þannig að ég varð að hlaupa niður á fyrirtækjaskrá og búa til eitthvert félag. Ég hafði aldrei staðið í neinu svona áður. Ég hafði ekki reynslu af svona fjárfestingum. Ég hafði bara alltaf gert skattskýrsluna mína heima í rólegheitunum þann 10. febrúar ár hvert og svo stóð ég allt í einu frammi fyrir því að þurfa að stofna eignarhaldsfélag utan um þessi hluta- bréfakaup.“ Mistök við afgreiðslu lánsins í bankanum urðu hins vegar til þess að það gekk ekki í gegn og Birna fékk aldrei lánið og eignaðist ekki hluta- bréfin. „Svo var þetta bara handvömm í bank- anum þannig að ég eignaðist aldrei hlutabréfin og skuldaði bankanum aldrei peninginn,“ seg- ir Birna en vegna þessa meðal annars fékk hún aldrei neinn arð af bréfunum og hagnaðist því ekkert á málinu. Í lok maí síðastliðins var Glitnir svo sektaður um fjórar milljónir króna af Fjármálaeftirlitinu fyrir að hafa gert villu í lánasamningi Birnu sem varð til þess að hlutabréfakaup hennar gengu ekki í gegn. Fjármálaeftirlitið taldi að bankinn hefði með þessum vinnubrögðum brotið lög um verðbréfaviðskipti. út fyrir öll skynsemismörk Birna segir að eftir á að hyggja finnist henni að yfirmenn bankans hafi verið að setja undir- menn sína í afar erfiða stöðu með því að bjóða þeim slík lán því þeir hafi eiginlega ekki getað afþakkað þau. Aðspurð segir Birna að hún sé ekki hlynnt kúlulánveitingum til starfsmanna fjármálafyrirtækja og að hún skilji þá gagnrýni sem verið hefur í samfélaginu á slík kjör. „Ég get alveg gagnrýnt gjörninginn; það að þetta væri hluti af launakjörunum var ekki heppilegt, þetta voru fáránleg starfskjör. Það hefði verið miklu nærri lagi að umbuna starfsmönnunum þá frek- ar í formi launa,“ segir Birna. Hún segist því vera mótfallin kúlulánveitingum af prinsippástæð- um en samt hafi hún vissulega tekið þátt í þessu með því að þiggja lánið. Hún segir að þetta kunni að hljóma ein- kennilega en að þessar lánveitingar séu hluti af umhverfi sem fólk sem ekki vinnur í bönkum gæti átt erfitt með að skilja. „Var ég ánægð þeg- ar Bjarni bauð mér lánið? Já, ég var ánægð, ég skal alveg viðurkenna það að mér fannst þetta vera heiður. Þarna var yfirmaðurinn minn, sem ég bar mikla virðingu fyrir og mér fannst alveg brjálæðislega klár, að bjóða mér þetta því hann kunni að meta mig sem starfsmann. Auðvitað gerði ég það dálítið blindandi sem hann sagði mér að gera.“ Aðspurð hvort hún iðrist þess nú að hafa þeg- ið kúlulánið segir Birna að hún sjái eftir því að hafa ekki sett fleiri spurningarmerki við aðferða- fræðina á bak við þessar lánveitingar. „Þetta var komið út fyrir öll skynsemismörk, sannarlega út fyrir öll skynsemismörk. Sjáðu til dæmis lán- in sem starfsmenn Kaupþings fengu. Þetta voru svo geðveikar upphæðir. Ég man meira að segja að þegar ég sá upphæðina sem ég átti að fá, jafn- vel þó hún hafi kannski verið svo há miðað við lánin sem sumir aðrir fengu, brá mér dálítið og ég hrökk við. Ég man að ég hugsaði: Áttu hinir í framkvæmdastjórninni þá svona mikið eftir allt saman?“ segir Birna. aðeins Þeir Græddu sem hættu Bankastjórinn segir að annað, sem skipti máli í umræðunni um kúlulánin til æðstu starfsmanna fjármálafyrirtækja, sé það að lánin hafi ekki ver- ið nein umbun fyrir þá nema ef þeir hættu í fyr- irtækinu. „Þetta var því engin umbun nema fyrir þá sem hættu í bönkun- um því þeir gátu selt bréfin sín,“ segir Birna. Sumir sem fengu slík kúlulán iðrast þess í dag að hafa ekki bara hætt í bönkunum á sínum tíma, fyrir bankahrunið, því þá hefðu þeir getað gengið frá borði með hagnaðinn af hlutabréfa- sölunni og losnað við kúlulánaumræðuna eftir hrunið að einhverju leyti. Tvö þekkt dæmi um starfsmenn fjármála- fyrirtækja sem innleystu gríðarlegan hagnað með því að hætta í bönkunum á réttum tíma, árið 2006, eru Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson og Kristín Pétursdóttir, fyrrverandi starfsmenn Kaupþings, sem seldu bréf sín í bankanum fyr- ir hundruð milljóna króna og stofnuðu sín eig- in fjármálafyrirtæki: Þorvaldur Lúðvík stofn- aði Saga Capital ásamt öðrum á meðan Kristín stofnaði Auði Capital ásamt Höllu Tómasdóttur. Kúlulánin voru þannig að starfsmennirnir gátu ekki selt bréfin meðan þeir voru starfsmenn í bönkunum því slíkt hefði í raun verið áfellis- dómur yfir bankanum og hefði í reynd komið í veg fyrir að þeir gætu haldið áfram að starfa þar. Þessi þáttur kúlulánanna hefur til dæmis verið í umræðunni varðandi niðurfellingu per- sónulegra ábyrgða á kúlulánum til starfsmanna Kaupþings. Stjórn bankans réttlætti þá ákvörð- un sína að fella ábyrgðirnar niður með því að starfsmennirnir hefðu ekki getað selt bréfin og því væri ekki maklegt að þeir þyrftu að bíða fjár- hagslegt tjón af því að þiggja lánin. Glannaskapur oG áhættusækni Birna telur að kúlulánveitingarnar til starfs- manna fjármálafyrirtækja séu ein birtingar- mynd mikilmennskubrjálæðisins sem heltók menn í íslensku viðskiptalífi á síðustu árunum fyrir bankahrunið. „Þegar ég núna skoða ýmis lánamál bankans aftur í tímann átta ég mig á því að ég vissi ekkert um að bankinn hefði ver- ið lána alla þessa milljarða og hverjir það voru sem voru að taka þessi lán. Af því að ég sat ekki í lánanefnd bankans eða áhættunefnd sé ég að kannski var ég kjánalega naíf því ég vissi ekkert um þetta. Það er alveg augljóst að menn misstu sjónar á ákveðnum grunngildum í bankastarf- semi hér á landi,“ segir Birna. Hún segir að vandamálið hafi verið það að oft hafi bankinn ekki verið að lána út á greiðslugetu félaga og fyrirtækja heldur voru lánveitingarn- ar byggðar á áætluðu söluvirði eignarinnar sem verið var að fjármagna kaupin á. „Þessar lán- veitingar byggðu á glannaskap og áhættusækni. Menn bara trúðu því þegar lánin voru veitt að uppsveiflan myndi halda áfram endalaust og að það myndi aldrei koma niðursveifla, það var ekki reiknað með því. Svo þegar niðursveiflan er svona svakaleg er skaðinn enn meiri út af þess- ari lánastefnu.“ Hún segir að góð útskýring á þessum glanna- legu útlánum bankanna sé þessi: „Það var ekki lánað út á greiðslugetu heldur út á það hvað eignin myndi svo seljast á. Þetta var allt inni í eignarhaldsfélögum sem höfðu ekkert sjóðs- helGarviðtal 24. júlí 2009 föstudaGur 33 „Grét fyrst ÞeGar éG missti hárið“ Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, greindist með brjóstakrabbamein á sama tíma og henni var boðin framkvæmdastjórastaða hjá Glitni sumarið 2007. Hún fékk kúlulán þegar hún þáði stöðuhækkunina og hefur lánið fylgt henni eins og skugginn síðan í bankahruninu í haust. Skemmdarverk hafa verið unnin á húsi hennar og henni hefur verið hótað. Birna er gagnrýnin á íslenskt viðskiptalíf á dögum góðærisins en viðurkennir að hún hafi vissulega tekið þátt í gleðinni. Framtíð Birnu á bankastjórastóli er í óvissu eftir atburði vikunnar. Birna Einarsdóttir í stuttu máli Fæðingarár: 1961. Foreldrar: Einar Eiðsson, skipasmiður frá Pálsgerði í Grýtubakkahreppi, og Laufey Guðný Kristinsdóttir frá Skarði í Landsveit. Maki: John Hine, fyrirlesari við Edinborgarháskóla. Börn: Ellen M. Hine, fædd 1999. Menntun: Próf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og MBA-gráða frá háskólanum í Edinborg. Starf: Bankastjóri Íslandsbanka. Grunnlaun: 1.750.000 krónur á mánuði. Starf í Glitni: Framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs. Grunnlaun hjá Glitni: 2.484.000 krónur á mánuði. Í FaðMi FjölSkyldunnar Birna Einarsdóttir, sambýlismaður hennar, Skotinn John Hine, og dóttir þeirra, Ellen. Birna og John kynntust þegar hún var í MBA-námi í Edinborg í Skotlandi en John er fyrirlesari við skólann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.