Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2009, Síða 42
Umsjón: Kjartan GUnnar Kjartansson, kgk@dv.is Birkir Jón Jónsson alþingismaður Birkir fæddist á Siglufirði og ólst þar upp. Hann var Grunnskóla Siglufjarðar, lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauð- árkróki, stund- aði nám í stjórn- málafræði við HÍ, og lauk BA-prófi í viðskiptafræði frá HÍ 2009. Birkir starf- aði á bensínstöð- inni á Siglufirði á unglingsár- unum, starfaði við Sparisjóð Siglufjarðar með skóla. Hann var aðstoðarmaður fé- lagsmálaráðherra 2000-2003, varð alþm. Norðausturkjördæmis fyr- ir Framsóknarflokkinn 2003, situr í bæjarstjórn Fjallabyggðar frá 2006. Birkir var forseti nemendafélags- ins í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, sat í stjórn Félags ungra framsóknarmanna á Siglufirði, var varaformaður SUF um skeið, sat í stjórn Bridgesambands Íslands, var formaður framkvæmdasjóðs fatl- aðra 2007 og sat í stjórn hússjóðs Ör- yrkjabandalagsins 2003-2007. Hann hefur verið formaður atvinnumála- nefndar Fjallabyggðar frá 2006, sat í fjárlaganefnd Alþingis 2003-2007 og var formaður 2006-2007, sat í fé- lagsmálanefnd 2003-2007, í félags- og tryggingamálanefnd 2007-2008, samgöngunefnd 2003-2004, var for- maður iðnaðarnefndar 2004-2006, sat í sjávarútvegsnefnd 2004-2005, landbúnaðarnefnd 2006-2007, við- skipta- nefnd 2007-2009 og situr í efnahags- og skatta- nefnd frá 2008. Hann sat í Íslands- deild þing- manna- nefndar EFTA 2003- 2005 og 2006-2007, í Íslands- deild Vest- norræna ráðsins 2008-2009 og í Ís- landsdeild Evrópuráðsþingsins frá 2009. Fjölskylda Systkini Birkis eru Ólafur Jónsson, f. 17.6. 1971, sparisjóðsstjóri á Siglu- firði; Steinar Jónsson, f. 8.9. 1972, húsasmíðameistari á Álftanesi; Ingvar Jónsson, f. 4.11. 1980, húsa- smiður og hestamaður í Reykjavík. Foreldrar Birkis eru Jón Sigur- björnsson, f. 24.10. 1950, fyrrv. fram- kvæmdastjóri Sjúkrahúss Siglu- fjarðar og nú fjármálastjóri við MH í Reykjavík, og Björk Jónsdóttir, f. 15.8. 1951, bankastarfsmaður. Það stóð til að halda mikla af- mælisveislu að Ketilási í Fljótum í Skagafirði þar sem m.a. Magnús Stefánsson og félagar í Upplyftingu ætluðu að troða upp, en sökum óvissu um sumarstarfstíma hins háa Alþingis verður afmælinu frestað um óákveðinn tíma. 30 ára á föstudag 60 ára á föstudag Haraldur Sturlaugsson fyrrv. framkvæmdastjóri Haraldar Böðvarssonar Haraldur fæddist á Akranesi og ólst þar upp. Hann var í ensku- og versl- unarnámi í Englandi 1966-68 og lauk prófi frá Samvinnuskólanum á Bifröst 1970. Haraldur starfaði við útgerð og fiskvinnslu hjá Haraldi Böðvarssyni hf. frá 1970 og var framkvæmdastjóri fyrirtækisins 1976-2004. Haraldur sat í vara- og aðalstjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, í vara- og aðalstjórn síldarútvegs- nefndar, í stjórn Félags síldarsaltenda á Suður- og Vesturlandi, í stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar, stjórn Marels hf., aðalstjórn Skeljungs, í stjórn Nótastöðvarinnar á Akranesi, í stjórn HB Granda, í stjórn LÍÚ, stjórn Coldwater Seafood Corporation og í stjórn Rannsóknarráðs ríkisins. Haraldur hefur komið mikið að stjórn knattspyrnumála á Akranesi og hlotið viðurkenningar fyrir þau störf frá KSÍ og ÍSÍ. Hann æfði og keppti í knattspyrnu með ÍA frá unga aldri, varð Íslandsmeistari í efstu deild með ÍA 1970, 1974 og 1975, Íslandsmeistari í 2. deild með ÍA 1968 og lék sjö lands- leiki með íslenska A-landsliðinu. Haraldur annaðist útgáfu bókar- innar Sjötíu ár á sjó og landi, 1976, og sá um gerð heimildarmyndarinnar um HB & Co á Akranesi 1986. Fjölskylda Haraldur kvæntist 7.5. 1972 Ingibjörgu Pálmadóttur, f. 18.2. 1949, hjúkrunar- fræðingi og fyrrv. alþm. og heilbrigð- is- og tryggingaráðherra. Hún er dótt- ir Pálma Eyjólfssonar, f. 22.7. 1920, d. 12.10. 2005, fyrrv. sýslufulltrúa, og Margrétar Ísleifsdóttur, f. 8.10. 1924, fyrrv. tryggingafulltrúa. Synir Haralds og Ingibjargar eru Sturlaugur, f. 9.8. 1973, sjávarútvegs- fræðingur í London, kvæntur Þórunni Baldursdóttur og eiga þau fimm börn; Pálmi, f. 2.8. 1974, viðskiptafræðingur á Akranesi, kvæntur Elfu Ingvadóttur og eiga þau þrjú börn; Ísólfur, f. 2.2. 1979, framkvæmdastjóri á Akranesi, kvæntur Aldísi Birnu Róbertsdóttur og eiga þau tvö börn; Haraldur, f. 20.3. 1989, nemi. Systkini Haralds eru Matthea Krist- ín, f. 20.5. 1947; Sveinn, f. 9.6. 1951; Rannveig, f. 27.4. 1954; Sturlaugur, f. 5.6. 1958; Helga Ingunn, f. 5.10. 1963. Hálfsystir Haralds, samfeðra, var Ingunn Helga, f. 17.10. 1941, d. 15.10. 2007, búsett í Bandaríkjunum síðustu árin. Foreldrar Haralds voru Sturlaug- ur H. Böðvarsson, f. 5.2. 1917, d. 14.5. 1976, útgerðarmaður á Akranesi, og k.h., Rannveig Böðvarsson, f. 8.7. 1924, d. 28.9. 2005, húsmóðir. Ætt Sturlaugur var sonur Haralds, kaup- manns og útgerðarmanns á Akranesi Böðvarssonar, kaupmanns á Akranesi Þorvaldssonar, pr. á Stað í Grinda- vík Böðvarssonar, prófasts í Gufudal, bróður Þuríðar, langömmu Vigdísar Finnbogadóttur. Systir Böðvars var Sigríður, móðir Kristínar, langömmu Matthíasar Johannessen, skálds og fyrrv. Morgunblaðsritstjóra, föður Haralds ríkislögreglustjóra. Böðv- ar var sonur Þorvalds, pr. og skálds í Holti Böðvarssonar, pr. í Holtaþing- um, bróður Ögmundar, pr. í Krossi, afa Tómasar Sæmundssonar Fjöln- ismanns. Böðvar var sonur Högna, prestaföður á Breiðabólstað Sigurðs- sonar. Móðir Böðvars kaupmanns var Sigríður Snæbjörnsdóttir, pr. í Vestmannaeyjum Björnssonar. Móð- ir Haralds var Helga Guðbrandsdótt- ir, b. í Hvítadal Sturlaugssonar. Móðir Guðbrands var Þórunn, systir Guð- rúnar, ættmóður Svefneyjarættar, en bróðir Þórunnar var Zakarías, langafi Snorra skálds og Torfa ríkissáttasemj- ara Hjartarsonar, föður Ragnheiðar, fyrrv. rektors MR, og Hjartar hæsta- réttardómara. Þórunn var dóttir Jó- hanns, pr. í Garpsdal Bergsteinsson- ar. Móðir Sturlaugs var Ingunn Sveins- dóttir, hreppstjóra og kaupmanns í Mörk á Akranesi Guðmundssonar, b. í Elliða í Staðarsveit Stefánssonar. Móðir Sveins var Anna Sigurðardóttir. Móðir Ingunnar var Metta, systir Elín- borgar, móður Hans Hallgríms Hoff- manns, pr. á Stað, föður Péturs Hoff- manns, pr. á Stað. Metta var dóttir Hans Hoffmanns, á Búðum. Rannveig var dóttir Pálma, rektors MR, bróður Péturs, föður Hannes- ar skálds. Pálmi var sonur Hannesar, b. á Skíðastöðum í Skagafirði Péturs- sonar, b. í Valadal og á Álfgeirsvöll- um Pálmasonar. Móðir Pálma var Ingibjörg, systir Jósefs, afa Indriða G. Þorsteinssonar, rithöfundar og Tima- ritstjóra, föður Arnaldar rithöfund- ar og Friðriks blaðamanns. Ingibjörg var dóttir Jóns, b. á Þóreyjanúpi Ei- ríkssonar, b. á Hólum í Reykjadal Ás- grímssonar. Móðir Rannveigar var Matthea Kristín Pálsdóttir. Stjúpfaðir og kjör- faðir Rannveigar var Christian Evald Torp veitingamaður. Haraldur heldur upp á daginn með íslenskri frænku sinni og vin- konu, Kristínu Björnsdóttur Daniel, sem búsett hefur verið erlendis sl. 74 ár og sem verður 80 ára í dag. Kristín og fjölskylda hennar heiðra Harald og Ingibjörgu með nærveru sinni á sam- eiginlegum afmælisdegi Haralds og Kristínar. Nils fæddist í Reykjavík og ólst þar upp á Bergstaðastrætinu. Hann var í Austurbæjarskóla, stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík og lauk þaðan sveinsprófi í húsasmíði 2002. Nils var í unglingavinnunni á sumrin. Hann hóf störf við smíðar er hann var sautján ára og hefur stund- að smíðar síðan. Hann starfar nú sjálfstætt við húsasmíðar, viðhald og nýbyggingar og er þessa dagana að reisa sumarbústaði á Suðurlandi. Nils starfaði í Hjálpræðishernum í Reykjavík á unglingsárunum og hefur starfað mikið með Krossinum í Kópavogi. Fjölskylda Eiginkona Nils er Hekla Hrönn Pálsdóttir, f. 21.9. 1979, bankakona við Landsbankann í Reykholti. Dætur Nils og Heklu eru Sunn- eva Kristín Nilsdóttir, f. 16.12. 2006; Silja Hrönn Nilsdóttir, f. 17.9. 2008. Bróðir Nils er Ási Guðjónsson, f. 16.3. 1977, bifvélavirki í Noregi. Foreldrar Nils eru Áslaug Haug- land, f. 6.1. 1945, sjúkraliði við vistheimilið Bjarg, og Guðjón Guðlaugsson, f. 5.3. 1926, fyrrv. borgarstarfsmaður. Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is 30 ára á föstudag Nils Guðjón Guðjónsson Húsasmiður í Brekkuskógi Sigurður K. Óskarsson Bifvélavirki og sölumaður í reykjavík Sigurður Kristinn fæddist í Reykja- vík og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Iðnskól- ann í Reykjavík og lauk þaðan próf- um 1970, lærði bifvélavirkjun hjá Heklu hf. og lauk sveinsprófi í þeirri grein. Þá stund- aði hann nám við Fjölbrautaskól- ann í Breiðholti og lauk verslunarprófi 1984. Sigurður starf- aði hjá Heklu hf. á árunum 1966-79, hóf síðan störf hjá Bílaborg, var verkstjóri þar um skeið og síðan þjónustustjóri 1980-90. Hann stofnsetti eigið bif- vélaverkstæði, Fólksbílaland, sem hann starfrækti til 2000, ásamt Jóni Trausta Harðarsyni. Þá hóf Sigurður störf hjá VÍS og vann þar í nokkur ár. Sigurður hóf síðan störf hjá Kraft- vélum ehf. 2006 og hefur verið þar sölumaður síðan. Fjölskylda Sigurður kvæntist 4.2. 1972 Mál- fríði Björnsdóttur, f. 16.8. 1948, starfsmanni við vistheimili barna. Hún er dóttir Björns Stefánsson- ar, f .2.10. 1896, d. 7.7. 1988, bónda og landpósts á Kálfafelli í Vestur-Skafta- fellssýslu, og Valgerð- ar Pálsdóttur, f. 7.10. 1909, d. 20.2. 2005, húsmóður. Börn Sig- urðar og Mál- fríðar eru Ár- mann Atli Sigurðsson, f. 13.12. 1971 en kona hans er Guðrún Ólafs- dóttir og eru börn þeirra Kári, Karitas, Þór og Orri; Bjartmar Ingi Sigurðsson, f. 14.9. 1975 en börn hans og Lindu Hólm eru Ósk- ar Andri og Anita en sambýliskona hans er Auður Ósk Guðmundsdótt- ir og er sonur hennar Dagur Hauks- son; Svava Björk, f. 25.7. 1978. Systkini Sigurðar eru Júlíus Gunnar Óskarsson, f. 13.3. 1948; Trausti Bergmann, f. 4.8. 1950; Jó- hann Sævar Óskarsson, f. 14.11. 1951; Jón Albert Óskarsson, f. 4.1. 1954; Jens Viborg, f. 9.9. 1957. Foreldrar Sigurðar voru Ósk- ar Albert Sigurðsson, f. 16.6. 1917, d. 11.4. 1981, leigubifreiðarstjóri í Reykjavík, og Svava Júlíusdóttir, f. 22.12. 1927, d. 13.6. 1966, húsmóðir. 60 ára á laugardag 42 föstudagur 24. júlí 2009 ættfræði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.