Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Blaðsíða 2
hitt málið
Þetta helst
- þessar fréttir bar hæst í vikunni
yfirheyrðir og myndaðir
Ljósmyndir eru teknar af þeim sem
hafa réttarstöðu grunaðra í rann-
sóknum sérstaks saksóknara efna-
hagshrunsins. Myndunum svipar til
fangamyndanna sem sumir kannast
við úr bíómyndum. Myndirnar eru
teknar í höfuðstöðvum lögreglunnar á höfuð-
borgarsvæðinu á Hverfisgötu. Hinir grunuðu
eru ósáttir við myndatökurnar, meðal annars
Magnús Ármann fjárfestir. Ljósmyndirnar eru
meðal annars teknar til að auðvelda leit að
hinum grunuðu ef þeir ákveða að fara huldu
höfði. Sumir helstu fyrrverandi stjórnendur fjármálafyrirtækja eru
meðal þeirra sem hafa stöðu grunaðra. Einnig mun vera um að ræða
fyrrverandi starfsmenn verðbréfamiðlunar Landsbankans. Enginn
hefur þó enn verið ákærður í rannsókn sérstaks saksóknara en ljós-
myndirnar eru teknar vegna rannsóknarhagsmuna.
Losnuðu við kúLuLánin
Tíu stjórnendur hjá Askar Capital
fengu um 715 milljóna króna kúlu-
lán til hlutabréfakaupa hjá bankan-
um. Sex þeirra hafa látið af störfum og
þurfti enginn þeirra að greiða lánin
sín til baka. Tryggvi Þór Herbertsson,
alþingismaður og fyrrverandi forstjóri
Askar, segir ekkert óeðlilegt við það að
fyrrverandi stjórnendur þurfi ekki að
greiða lánin til baka. Ekkert hefur verið
ákveðið með lán þeirra sem enn starfa
hjá bankanum. Lán til stjórnenda Ask-
ar námu alls 715 milljónum króna. Þessi lán höfðu í árslok 2007 hækk-
að um tæpan þriðjung í 925 milljónir króna vegna vaxtakostnaðar og
gengisbreytinga. Miðað við það nema þessi lán í dag líklega nálægt
tveimur milljörðum króna.
siggi tannLæknir
Sigurður Þ. Ragnarsson gerði tannholds-
aðgerð á sárþjáðum tíu ára syni sínum
á frídegi verslunarmanna eftir að hafa
verið neitað um þjónustu tannlækna.
Neyðarþjónusta tannlækna var lokuð og
þegar Sigurður hafði samband við sinn eigin tann-
lækni sagðist hann vera í sólbaði og því ekki geta
aðstoðað. Sigurður brá sér því í hlutverk tannlækn-
is og skar í tannhold sonarins heima í stofu til að
lina stöðuga verki hans. „Ég lít ekki lengur á tann-
lækna sem lækna. Þetta eru bara viðgerðarmenn
sem vinna bara þegar þeim hentar,“ sagði Sigurður
í samtali við DV.
1
fréttir
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
FANGAMYNDIR TEKNAR AF ÚTRÁSARVÍKINGUM:
dv.is
miðvikudagur og fimmtudagur 12. - 13. ágúst 2009 dagblaðið vísir 112. tbl.99. árg. – verð kr. 347
neytendur
YFIRHEYRÐIR
OG MYNDAÐIR
fréttir
BÆJarStJÓri
grÆddi
tviSvar BeggJa megin BorðS í lÓðaBraSki
kÚlukÓngar
í endurreiSn
StJÓrnendur mileStone
gefa SpariSJÓðunum ráð 1,5 milljarðar
TVÍBURI
fÓlk
15 Sagtupp
forStJÓrinn
fékk Jeppa
HrÆÓdÝr
einBÝli Úti
á landi
ÓdÝruStu HÚS landSinS!
„Syni mínumvar rÆnt“
„og Þeir gerðu ekkert“
HÆttviðað Heiðra
minningu BiSkupS
„mér Þykir Þetta mJög leitt,“ Segir fÓrnarlamB áreitni BiSkupS
nSérStaki SakSÓknarinn lÆtur
mynda Þá ef Þeir Skyldu flÝJa
n fJÓrir af fimm farnir Úr landi
sviðsettar myndir
erlent
SkÓlar og
námSkeið
SérBlað
JÓHÖNNU
SIGURÐAR
2
2 föstudagur 14. ágúst 2009 fréttir
3
Samkvæmt gögnum sem DV hefur
undir höndum fékk stór hluti stjórn-
enda og stjórnarmanna Askar Capital
(Askar) kúlulán til hlutabréfakaupa í
bankanum. DV sagði frá því í mars að
Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi
forstjóri Askar, hafi fengið samtals
300 milljóna króna kúlulán í gegn-
um félag sitt Varnagla til hlutabréfa-
kaupa í bankanum.
Gögn sem DV hefur undir hönd-
um sýna að níu aðrir stjórnend-
ur hjá Askar og dótturfélögum, að
Tryggva undanskildum, fengu kúlu-
lán til hlutabréfakaupa. Þeir fengu
415 milljóna króna kúlulán í gegnum
eignarhaldsfélög sín. Tryggvi fékk
sem kunnugt er 300 milljóna króna
kúlulán. Þar af 150 milljónir króna
frá Askar og 150 milljónir króna frá
Glitni.
Lánin hafa tvöfaldast
Lán til stjórnenda Askar námu því
alls 715 milljónum króna. Þessi lán
höfðu í árslok 2007 hækkað um tæp-
an þriðjung í 925 milljónir króna
vegna vaxtakostnaðar og geng-
isbreytinga. Í árslok 2007 stóð
gengisvísitalan í 120 stigum.
Frá þeim tíma hefur hún
nærri tvöfaldast og stóð
í 234 stigum í gær. Miðað
við það nema þessi lán í
dag líklega nálægt tveimur
milljörðum króna.
Fjórir framkvæmda-
stjórar sem fengu kúlulán
til hlutabréfakaupa starfa
enn þann dag í dag hjá Ask-
ar og dótturfélaginu Avant.
Benedikt Árnason, núver-
andi forstjóri, fékk 90 milljóna
króna kúlulán. Sverrir Sverri-
son, framkvæmdastjóri eigna-
stýringar, fékk 50 milljóna króna
kúlulán. Yngvi Harðarson,
framkvæmdastjóri
áhættustýring-
ar, 50 milljóna
króna kúlulán
og Magnús
Gunnarsson,
framkvæmdastjóri Avant, fékk 20
milljóna króna kúlulán.
Askar Capital er í dag í meirihluta-
eigu skilanefndar Glitnis sem fer
með 53,3 prósenta hlut, Saga Capi-
tal með 18,1 prósents hlut og tíu aðr-
ir hluthafar fara með 28,6 prósenta
hlut. Félagið skilaði 12,4 milljarða
tapi árið 2008 og var eiginfjárhlutfall-
ið neikvætt um 5,2 prósent.
Gjalddagi á næsta ári
„Það liggur ekki fyrir ennþá hvað
gert verður við þessi lán og engin
ákvörðun hefur verið tekin um þau.
Það kemur í ljós á næsta ári,“ seg-
ir Benedikt Árnason, forstjóri Askar
Capital, um lán til starfsmanna sem
enn starfa hjá Askar og tengdum fé-
lögum. Hann segir að gjalddagi sé
á lánunum árið 2010. „Þar sem allt
hlutafé var niðurfellt er mjög líklegt
að félögin geti ekki staðið við sín-
ar skuldbindingar þegar kemur að
gjalddaga,“ segir Benedikt. Flest lán-
in hafi verið tekin hjá Glitni.
„Þeir sem látið hafa af störf-
um eiga ekki lengur sín félög,“ segir
hann. Þar er um að ræða sex fyrrver-
andi stjórnendur Askar þar á meðal
Tryggva Þór Herberts-
son, fyrrverandi
forstjóra fé-
lagsins.
Benedikt
segir að
þessi
kaup
hafi
ekki
áhrif
á
rekstur Askar. „Félögin voru keypt án
endurgjalds. Það er þó engin skuld-
binding sem hvílir á Askar um að
greiða þessi lán til baka þegar þar að
kemur. Lánin eru inni í félögunum
sem þá kunna að fara á hausinn ef
þau standa ekki við skuldbindingar
sínar,“ segir hann.
Orkar tvímælis í dag
Í samtali við DV segir Tryggvi Þór
Herbertsson, alþingismaður og fyrr-
verandi forstjóri Askar Capital, að öll
lánin hafi verið veitt þegar stjórnend-
urnir komu til starfa í árslok 2006. Það
hafi verið eigendur Askar og stjórnin
sem veitti samþykki fyrir þeim. Þegar
hann lét af störfum keypti Askar bréf-
in af félaginu Varnagla sem Tryggvi
átti. Samkvæmt samkomulagi við
starfsmenn þurftu þeir að eiga bréf-
in í þrjú ár til að ávinna sér rétt til að
eignast þau. „Ég kem á sléttu út úr
þessu persónulega: Ég tapaði engu
og græddi ekkert,“ segir Tryggvi.
Að mati Tryggva er það ekki
ósanngjarnt að stjórnendur geti lát-
ið af störfum án þess að greiða lánin
sín til baka. „Þetta var ekki almenn-
ingshlutafélag. Félagið var í eigu
Wernersbræðra og því er almenning-
ur ekki að borga þetta. Þetta er tekið
af ellefu milljarða króna eigin fé sem
þeir settu inn í félagið á sínum tíma,“
segir hann. Svona samningar hafi
verið hluti af þeim starfskjörum sem
voru í gangi á þessum tíma og voru
notaðir til að fá fólk til starfa. „Þetta
orkar allt saman tvímælis í dag þeg-
ar hlutirnir eru eins og þeir eru. Á
þeim tíma var þetta notað til að laða
að starfsmenn og þar á meðal mig,“
segir Tryggvi Þór.
Gjaldeyrisbraskarar
Þrír fyrrverandi starfsmenn Ask-
ar Capital komust í fréttirnar í mars
þar sem þeir voru ásakaðir um að
blekkja viðskiptavini bankans sem
héldu sig vera í viðskiptum við bank-
ann en voru í raun í viðskiptum við
félag í eigu þremenninganna. Um var
að ræða gjaldeyrisviðskipti en Ask-
ar Capital átti í slíkum viðskiptum í
kjölfar gjaldeyrishafta af hálfu hins
opinbera. Málinu var vísað til Fjár-
málaeftirlitsins. Einn þeirra, Þórður
Geir Jónasson, fyrrverandi forstjóri
Lánasýslu ríkisins og fyrrverandi
framkvæmdastjóri Áhættu og Fjár-
2 þriðjudagur 11. ágúst 2009 fréttir
Tryggvi Þór Her-
bertsson
annas siGmundssOn
blaðamaður skrifar: as @dv.is
Stjórnendur fengu kúlulán
Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi forstjóri Askar: 300 milljónir
Benedikt Árnason, núverandi forstjóri Askar: 90 milljónir
Haukur Harðarson, fyrrverandi stjórnarformaður Askar: 70 milljónir
Bogi nils Bogason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármála hjá Askar: 50 milljónir
dr. sverrir sverrisson, framkvæmdastjóri Eignastýringar Askar: 50 milljónir
Tómas sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Fasteignafjárfestingaráðgjafar Aska
r: 50 milljónir
Yngvi Harðarson, framkvæmdastjóri Áhættustýringar Askar: 50 milljónir
magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Avant: 20 milljónir
Þórður Geir Jónasson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Áhættu og Fjármögnunarráðgja
far Askar: 20 milljónir
Þórður Gíslason: 15 milljónir
samtals: 715 milljónir króna
staða í árslok 2007: 925 milljónir króna
staða í dag: Um 2000 milljónir króna
Stjórnendur
loSnuðu við
kúlulánin
Orkar tvímælis í dag
Tryggvi Þór Herbertsson,
alþingismaður og fyrrverandi
forstjóri Askar, segir að lánin
orki vissulega tvímælis í dag.
Engin ábyrgð Enginn stjórnandi, sem
hefur látið af störfum hjá Askar, hefur
þurft að greiða kúlulán sitt til baka.
LJósmYndari: HEiða HELGadóTTir „Ég lít ekki lengur á tannlækna sem
lækna. Þetta eru bara viðgerðar-
menn sem vinna bara þegar þeim
hentar. Eini munurinn á þessum
viðgerðarmönnum og til að mynda
bílaviðgerðarmönnum er að það er
vakt allan sólarhringinn hjá Félagi ís-
lenskra bifreiðaeigenda. Ég hefði get-
að látið laga bílinn þarna um nóttina
en fékk ekki aðstoð fyrir barnið mitt,“
segir Sigurður Þ. Ragnarsson veður-
fræðingur, betur þekktur sem Siggi
Stormur.
Sigurður er afar ósáttur við tann-
lækna þegar hann fékk ekki neina
þjónustu fyrir sárþjáðan son sinn á
frídegi verslunarmanna. Hans eig-
in tannlæknir sagðist vera í sólbaði
og gæti því ekki aðstoðað. Sigurður
greip þá til eigin ráða og gerði sjálf-
ur aðgerð á tannholdi sonarins til að
lina stöðuga verki hans.
Verkjalyf dugðu ekki til
Fjölskylduferð Sigurðar út úr
bænum um verslunarmannahelgina
tók óvæntan endi á mánudeginum,
frídegi verslunarmanna, þegar tíu ára
sonur hans fékk tannverk sem ágerð-
ist mjög. Sigurður segir son sinn mjög
harðan af sér og því hafi þau hjónin
afráðið að flýta heimferð þegar hann
kvartaði undan miklum verk í tönn.
„Hann var farinn að kvarta mikið og
verkjalyf dugðu ekkert. Á heimleið-
inni var verkurinn orðinn þvílíkur og
hann grét stöðugt langleiðina í bæ-
inn,“ segir Sigurður.
Þegar til Reykjavíkur var komið
hafði hann strax samband við neyð-
arþjónustu tannlækna. Þar kom sím-
svari með þeim skilaboðum að neyð-
arþjónustan væri aðeins opin milli
klukkan ellefu og eitt þá um hádeg-
ið en klukkan var orðin tvö þegar Sig-
urður hringdi. Á símsvaranum var
honum bent á að hafa samband við
slysadeild ef um alvarleg tilvik sé að
ræða. Þar fékk hann þau svör að ekki
sé boðið upp á tannlæknaþjónustu á
spítalanum.
Upptekinn í sólbaði
Sigurður dó ekki ráðalaus og
hringdi í læknavaktina í Kópavogi en
fékk sömu svör. Þar var honum hins
vegar bent á að hringja beint í eigin
tannlækni og fletti Sigurður honum
upp í símaskránni.
„Þegar hann svaraði sagðist hann
vera heima í sólbaði. Ég lýsti ástand-
inu á drengnum og að hann væri há-
grátandi en hann var ekki tilkippileg-
ur að gera neitt og benti mér bara á
tannlæknafélagið en ég sagði honum
að neyðarvaktin væri ekki opin leng-
ur. Ég bætti því líka við að ég teldi að
tannlæknum ætti að vera kunnugt
um að maður ákveður ekki fyrirfram
hvenær maður verður veikur,“ segir
Sigurður.
Þarna var Sigurður orðnn mjög
áhyggjufullur en gafst ekki upp.
Hann hringdi í nokkra tannlækna
af handahófi í símaskránni en eng-
inn svaraði. Auk þess reyndi hann að
hafa uppi á vinum og kunningjum
sem þekktu einhvern tannlækni per-
sónulega en ekkert gekk upp.
„Ég var gjörsamlega kominn í
öngstræti. Ég gat ekki farið inn í nótt-
ina með barnið hágrátandi,“ segir
Sigurður sem ákvað loks að gerast
tannlæknir um stund til að lina þján-
ingar drengsins.
Kallar þá „tannviðgerðarmenn“
Sonur Sigurðar var þá aðfram-
kominn af verkjum. „Hann sagði við
mig með grátstafinn í kverkunum:
„Pabbi, þú mátt bara gera hvað sem
er.“ Svo illa leið honum,“ segir Sig-
urður. „Ég skoðaði tönnina og sá að
það voru miklar bólgur við hana og
þrýstingur á taugarnar við tönnina.
Ég fór því bara í aðgerð, setti áhöld
í sótthreinsun og tók til sótthreins-
andi munnskol og bólgueyðandi lyf.
Ég hreinsaði þetta allt upp og skar
og barnið grét vitanlega mjög mikið
á meðan. Ég sá síðan að það kæmi
ekkert annað til greina en að stinga á
meinið og opna það. Við þetta létti á
þrýstingi við tönnina og barnið hætti
loks að gráta. Þetta réð því úrslitum,“
segir hann.
Eiginkona Sigurðar og móð-
ir drengsins fór síðan með hann til
tannlæknis eftir helgina þar sem
tönnin var dregin úr og fullorðin-
stönn kom í ljós þar undir.
„Undir niðri beið ég alltaf eftir að
tannlæknirinn minn myndi hringja
aftur. Ég hefði alveg getað verið klín-
ík-dama fyrir hann,“ segir Sigurður
og reynir að slá á léttari strengi. Hon-
um er þó mikið niðri fyrir. „Framveg-
is kalla ég þessa menn ekki annað
en tannviðgerðarmenn. Það hefur
ekkert með læknisfræði að gera að
grípa ekki inn í þegar börn þjást af
verkjum. Ég veit að þessir menn eru
ekki ríkisstarfsmenn en það eru bif-
vélavirkjar ekki heldur,“ segir Sig-
urður. Hann á erfitt með að skilja af
hverju ekki er haldið úti bakvakt um
helgar þar sem hægt er að ná í vakt-
hafandi tannlækni í farsíma.
Sigurður heldur í vonina um að
enn séu til tannlæknar sem sinna
starfinu af hugsjón en ekki peninga-
græðgi, eins og hann kemst að orði.
fréttir 11. ágúst 2009 þriðjudagur
3
Ekkert álit á tannlæknum Sigurður
Þ. Ragnarsson hefur misst allt álit á
tannlæknum eftir að hafa gengið
ítrekað á lokaðar dyr þegar hann
leitaði eftir aðstoð fyrir þjáðan son sinn
sem er á ellefta ári.
Mynd RóbERt REynisson
ERla HlynsdóttiR
blaðamaður skrifar: erla@dv.is
„Hann sagði við mig
með grátstafina í
kverkunum: „Pabbi, þú
mátt bara gera hvað
sem er.“
SKAR Í TANNHOLD
SÁRÞJÁÐS SONAR
sigurður Þ. Ragnarsson
mögnunarráðgjafar Askar, fékk 20
milljóna króna kúlulán. Hann þurfti
ekki að greiða það þegar hann lét af
störfum hjá Askar. Þremenningarnir
stunduðu viðskiptin í gegnum félag-
ið Advato sem þeir starfa hjá í dag.
dómsmál í Pittsburg
Í síðustu viku sagði RÚV frá því
að íslenska fjárfestingarfyrirtækið SS
Buyco, sem Askar er í forsvari fyrir,
hefði höfðað dómsmál í Pittsburg í
Bandaríkjunum vegna meintra van-
efnda samstarfsaðila í byggingar-
verkefni. Fólst verkefnið meðal ann-
ars í byggingu hótela, sem áætlað
var að myndi kosta um 300 milljón-
ir dollara eða sem nemur nálægt 38
milljörðum íslenskra króna miðað
við núverandi gengi. Í samtali við
RÚV sagði Jóhann Friðrik Haralds-
son, starfsmaður Askar, að Askar
hefði séð um fjármögnun verkefn-
isins. Jóhann Friðrik vildi ekki gefa
upp hverjir væru eigendur SS Buyco.
Samkvæmt ársreikningi félagsins
fyrir árið 2008 nam tap þess um 700
þúsund krónum íslenskra. Heild-
areignir þess var fjárfestingareign í
byggingu að verðmæti 842 milljón-
ir króna. Þetta félag er því ekki stór
hluthafi í þessu verkefni.
Fjárfestingarbankinn Askar Capit-
al hóf starfsemi sína í upphafi ársins
2007. Bankinn er með höfuðstöðvar
í Reykjavík og var með skrifstofur í
Lúxemborg, Lundúnum, Búkarest og
Hong Kong.
„Ég lít ekki lengur á tannlækna sem
lækna. Þetta eru bara viðgerðar-
menn sem vinna bara þegar þeim
hentar. Eini munurinn á þessum
viðgerðarmönnum og til að mynda
bílaviðgerðarmönnum er að það er
vakt allan sólarhringinn hjá Félagi ís-
lenskra bifreiðaeigenda. Ég hefði get-
að látið laga bílinn þarna um nóttina
en fékk ekki aðstoð fyrir barnið mitt,“
segir Sigurður Þ. Ragnarsson veður-
fræðingur, betur þekktur sem Siggi
Stormur.
Sigurður er afar ósáttur við tann-
lækna þegar hann fékk ekki neina
þjónustu fyrir sárþjáðan son sinn á
frídegi verslunarmanna. Hans eig-
in tannlæknir sagðist vera í sólbaði
og gæti því ekki aðstoðað. Sigurður
greip þá til eigin ráða og gerði sjálf-
ur aðgerð á tannholdi sonarins til að
lina stöðuga verki hans.
Verkjalyf dugðu ekki til
Fjölskylduferð Sigurðar út úr
bænum um verslunarmannahelgina
tók óvæntan endi á mánudeginum,
frídegi verslunarmanna, þegar tíu ára
sonur hans fékk tannverk sem ágerð-
ist mjög. Sigurður segir son sinn mjög
harðan af sér og því hafi þau hjónin
afráðið að flýta heimferð þegar hann
kvartaði undan miklum verk í tönn.
„Hann var farinn að kvarta mikið og
verkjalyf dugðu ekkert. Á heimleið-
inni var verkurinn orðinn þvílíkur og
hann grét stöðugt langleiðina í bæ-
inn,“ segir Sigurður.
Þegar til Reykjavíkur var komið
hafði hann strax samband við neyð-
arþjónustu tannlækna. Þar kom sím-
svari með þeim skilaboðum að neyð-
arþjónustan væri aðeins opin milli
klukkan ellefu og eitt þá um hádeg-
ið en klukkan var orðin tvö þegar Sig-
urður hringdi. Á símsvaranum var
honum bent á að hafa samband við
slysadeild ef um alvarleg tilvik sé að
ræða. Þar fékk hann þau svör að ekki
sé boðið upp á tannlæknaþjónustu á
spítalanum.
Upptekinn í sólbaði
Sigurður dó ekki ráðalaus og
hringdi í læknavaktina í Kópavogi en
fékk sömu svör. Þar var honum hins
vegar bent á að hringja beint í eigin
tannlækni og fletti Sigurður honum
upp í símaskránni.
„Þegar hann svaraði sagðist hann
vera heima í sólbaði. Ég lýsti ástand-
inu á drengnum og að hann væri há-
grátandi en hann var ekki tilkippileg-
ur að gera neitt og benti mér bara á
tannlæknafélagið en ég sagði honum
að neyðarvaktin væri ekki opin leng-
ur. Ég bætti því líka við að ég teldi að
tannlæknum ætti að vera kunnugt
um að maður ákveður ekki fyrirfram
hvenær maður verður veikur,“ segir
Sigurður.
Þarna var Sigurður orðnn mjög
áhyggjufullur en gafst ekki upp.
Hann hringdi í nokkra tannlækna
af handahófi í símaskránni en eng-
inn svaraði. Auk þess reyndi hann að
hafa uppi á vinum og kunningjum
sem þekktu einhvern tannlækni per-
sónulega en ekkert gekk upp.
„Ég var gjörsamlega kominn í
öngstræti. Ég gat ekki farið inn í nótt-
ina með barnið hágrátandi,“ segir
Sigurður sem ákvað loks að gerast
tannlæknir um stund til að lina þján-
ingar drengsins.
Kallar þá „tannviðgerðarmenn“
Sonur Sigurðar var þá aðfram-
kominn af verkjum. „Hann sagði við
mig með grátstafinn í kverkunum:
„Pabbi, þú mátt bara gera hvað sem
er.“ Svo illa leið honum,“ segir Sig-
urður. „Ég skoðaði tönnina og sá að
það voru miklar bólgur við hana og
þrýstingur á taugarnar við tönnina.
Ég fór því bara í aðgerð, setti áhöld
í sótthreinsun og tók til sótthreins-
andi munnskol og bólgueyðandi lyf.
Ég hreinsaði þetta allt upp og skar
og barnið grét vitanlega mjög mikið
á meðan. Ég sá síðan að það kæmi
ekkert annað til greina en að stinga á
meinið og opna það. Við þetta létti á
þrýstingi við tönnina og barnið hætti
loks að gráta. Þetta réð því úrslitum,“
segir hann.
Eiginkona Sigurðar og móð-
ir drengsins fór síðan með hann til
tannlæknis eftir helgina þar sem
tönnin var dregin úr og fullorðin-
stönn kom í ljós þar undir.
„Undir niðri beið ég alltaf eftir að
tannlæknirinn minn myndi hringja
aftur. Ég hefði alveg getað verið klín-
ík-dama fyrir hann,“ segir Sigurður
og reynir að slá á léttari strengi. Hon-
um er þó mikið niðri fyrir. „Framveg-
is kalla ég þessa menn ekki annað
en tannviðgerðarmenn. Það hefur
ekkert með læknisfræði að gera að
grípa ekki inn í þegar börn þjást af
verkjum. Ég veit að þessir menn eru
ekki ríkisstarfsmenn en það eru bif-
vélavirkjar ekki heldur,“ segir Sig-
urður. Hann á erfitt með að skilja af
hverju ekki er haldið úti bakvakt um
helgar þar sem hægt er að ná í vakt-
hafandi tannlækni í farsíma.
Sigurður heldur í vonina um að
enn séu til tannlæknar sem sinna
starfinu af hugsjón en ekki peninga-
græðgi, eins og hann kemst að orði.
fréttir 11. ágúst 2009 þriðjudagur 3
Ekkert álit á tannlæknum Sigurður
Þ. Ragnarsson hefur misst allt álit á
tannlæknum eftir að hafa gengið
ítrekað á lokaðar dyr þegar hann
leitaði eftir aðstoð fyrir þjáðan son sinn
sem er á ellefta ári.
Mynd RóbERt REynisson
ERla HlynsdóttiR
blaðamaður skrifar: erla@dv.is
„Hann sagði við mig
með grátstafina í
kverkunum: „Pabbi, þú
mátt bara gera hvað
sem er.“
SKAR Í TANNHOLD
SÁRÞJÁÐS SONAR
sigurður Þ. Ragnarsson
mögnunarráðgjafar Askar, fékk 20
milljóna króna kúlulán. Hann þurfti
ekki að greiða það þegar hann lét af
störfum hjá Askar. Þremenningarnir
stunduðu viðskiptin í gegnum félag-
ið Advato sem þeir starfa hjá í dag.
dómsmál í Pittsburg
Í síðustu viku sagði RÚV frá því
að íslenska fjárfestingarfyrirtækið SS
Buyco, sem Askar er í forsvari fyrir,
hefði höfðað dómsmál í Pittsburg í
Bandaríkjunum vegna meintra van-
efnda samstarfsaðila í byggingar-
verkefni. Fólst verkefnið meðal ann-
ars í byggingu hótela, sem áætlað
var að myndi kosta um 300 milljón-
ir dollara eða sem nemur nálægt 38
milljörðum íslenskra króna miðað
við núverandi gengi. Í samtali við
RÚV sagði Jóhann Friðrik Haralds-
son, starfsmaður Askar, að Askar
hefði séð um fjármögnun verkefn-
isins. Jóhann Friðrik vildi ekki gefa
upp hverjir væru eigendur SS Buyco.
Samkvæmt ársreikningi félagsins
fyrir árið 2008 nam tap þess um 700
þúsund krónum íslenskra. Heild-
areignir þess var fjárfestingareign í
byggingu að verðmæti 842 milljón-
ir króna. Þetta félag er því ekki stór
hluthafi í þessu verkefni.
Fjárfestingarbankinn Askar Capit-
al hóf starfsemi sína í upphafi ársins
2007. Bankinn er með höfuðstöðvar
í Reykjavík og var með skrifstofur í
Lúxemborg, Lundúnum, Búkarest og
Hong Kong.
Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is
SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR
BIFREIÐAVERKSTÆÐI
„Ég er múslími og nemi í háskólan-
um og fannst mjög erfitt að finna
tíma til að biðja á milli kennslu-
stunda svo ég hafði samband við
Stúdentaráð og spurði hvort við
gætum fengið herbergi til að biðja,“
segir Jarret Michael Iovine, nem-
andi í Háskóla Íslands. Í kapellu há-
skólans í aðalbyggingu skólans hafa
25 múslímar fengið aðstöðu til að
bi ja nú þegar ramadan-tímabilið
efst 22. ágúst.
Öllum velkomið að
biðja með múslímum
Jarret er frá Bandaríkjunum og hef-
ur dvalið á Íslandi í sextán mánuði
þar sem hann lærir finnsku, rúss-
nesku og íslensk málvísindi í há-
skólanum. „Þau buðu mér að hafa
bænasvæði í kapellunni þar sem við
megum biðja á meðan háskólinn er
opinn,“ segir Jarret. Hann segir allt
annað líf að geta stundað trú sína
á milli kennslustunda. Kapellan er
notuð undir kennslustundir í guð-
fræðideildinni en er öllum frjálst að
nýta aðstöðuna þegar tímar eru ekki
í gangi. Hann segir að öllum trúar-
hópum sé velkomið að biðja með
þeim. „Kapellan er náttúrlega fyrir
kristna trú en hún er sjaldan notuð
af þeim. Það eru ekki margir gyð-
ingar eða búddistar í háskólanum
en öllum er meira en velkomið að
biðja með okkur.“
25 múslímar í Háskóla Íslands
Jarret stóð ekki einn að því að fá að
nota aðstöðuna. „Ég fékk aðstoð frá
Félagi múslíma á Íslandi sem hjálp-
aði mér að setja upp aðbúnaðinn og
kóraninn og fleira. Það geta 25 stúd-
entar beðið á sama tíma en ég hugsa
að við verðum á milli 10 og 15 sem
nýtum okkur aðstöðuna.“
María Finnsdóttir, formaður
hagsmunanefndar í Stúdentaráði,
segir að Jarret hafi haft samband
við þau með þessa ósk sína og því
hafi verið fundin lausn á málinu.
„Þetta er hugsað sem lausn fyrir
þau á þessu tímabili en þetta tíðk-
ast víða erlendis í háskólum og flug-
völlum, svokölluð bænaherbergi,“
segir María. Guðfræðideildin veitti
samþykki fyrir aðstöðunni. Aðspurð
hvort nemendur sem eru kristinnar
trúar, sem er meirihluti nemenda,
hafi gagnrýnt aðstöðuna segir María
það ekki hafa komið til tals. „Kristnir
hafa aldrei beðið um það neitt sér-
staklega, en er að sjálfsögðu vel-
komið að nota sömu aðstöðu. Það
eru allir velkomnir að biðja saman
eða hugleiða,“ segir María.
Kapellan er guðshús
„Það er alveg frábært að háskólinn
komi til móts við þeirra þarfir,“ segir
Salmann Tamimi, formaður Félags
múslíma á Íslandi. „Við metum það
rosalega mikils að gera þeim kleift
að biðja, því þetta hefur svo mikið
að segja í svona háskólaumhverfi.“
Hann segir að það sé gott að fá að
byrja einhvers staðar og því sé kap-
ellan frábær staður til að byrja á en
múslímar biðja fimm sinnum á dag.
Salmann segir ekkert að því að
biðja í kristinni kapellu. „Alls ekki,
við getum beðið hvar sem er og tök-
um tillit til annarra sem eru mót-
fallnir því, þetta eru allt guðshús,“
segir Salmann og bendir á að kap-
ellan í Fossvogi sé notuð við jarð-
arfarir múslíma og þá sé krossinn
hulinn. Ekki er langt síðan Salmann
fagnaði því í samtali við DV að tjöld
væru komin í sundlaugar Reykjavík-
ur en samkvæmt íslam mega mús-
límar ekki bera sig fyrir öðrum.
Nýlega fengu nemendur við Háskóla Íslands sem
eru íslamstrúar aðstöðu í kapellunni í aðalbyggingunni til að
biðja nú þegar ramadan hefst í lok þessa mánaðar. Jarret Mich-
ael Iovine, nemandi í skólanum, bað um að fá aðstöðu til að geta
beðið á milli kennslustunda. Hann segist ánægður með aðstöð-
una en 25 múslímar í skólanum eiga kost á að biðja þar.
MÚSLÍMAR BIÐJA Í
HÁSKÓLAKAPELLU
Boði logason
blaðamaður skrifar bodi@dv.is
„Þetta er hugsað sem
lausn fyrir þau á þessu
tímabili.“
KáturJarret er ángæður með að geta iðkað trú sína í skólanum en áður þurfti hann
að hlaupa heim til að biðja.
Kapellan í Háskóla Íslands Kapellan er notuð í kennslustundir hjá guðfræðideild-
inni en nú fá múslímar að biðja í henni.
alltaf flottur Salmann Tamimi,
talsmaður múslíma á Íslandi, þakkar
Háskóla Íslands fyrir að koma til móts við
nemendur sem eru íslamstrúar.