Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Side 10
10 föstudagur 14. ágúst 2009 fréttir Í Frakklandi er í uppsiglingu nýtt álitamál sem varðar klæðnað múslímskra kvenna. Sundfatnaðurinn búrkiní, sem var sérstaklega hannaður með það fyrir augum að múslímskar konur gætu farið á strönd- ina og í sund, hugnast ekki frönskum stjórnvöldum og hefur blandast inn í umræður og vangaveltur um bann við klæðnaði múslímskra kvenna sem hylur ásjónu þeirra. Búrkiní Bannað í sundlaugum Það má eflaust til sanns vegar færa að Frakkland sé komið í djúpu laugina í viðleitni sinni til að tak- marka notkun klæðnaðar sem tengist íslömskum trúarbrögð- um í landinu. Þrjátíu og fimm ára franskri konu, Carole, sem tekið hefur upp íslamska trú var meinað að fara í sund íklædd svonefndu búrkiní og hefur í kjölfarið hótað mögulegri málsókn. Carole fæddist inn í hefð- bundna franska fjölskyldu en snerist til íslamstrúar sautján ára og að eigin sögn hafði hún fest kaup á búrkiní þegar hún var í fríi í Dúbaí. Í júlí fékk Carole athuga- semdalaust að fara í sund íklædd búrkiní í Emerainville, austur af höfðuðborginni París. Í þessum mánuði kvað við annan tón og fór hún bónleið til búðar og var mein- aður aðgangur og bar starfsfólk sundlaugarinnar við heilbriðgðis- sjónarmiðum. Hylur allan líkamann Búrkiní, sem var hannað af Aheda Zanetti sem er af líbönsku og ástr- ölsku bergi brotinn, hefur slegið í gegn í arabaheiminum, en verið litið hornauga víða í hinum vest- ræna heimi. Búrkiní hylur allan líkamann, en þrátt fyrir að nafnið skírskoti til hins afganska búrka er engin skýla fyrir ásjónu þess sem því klæðist. Atvikið er nýjasti kaflinn í bar- áttu bókstafstrúarmanna íslams og franska ríkisins sem hefur nú þegar bannað notkun andlitsskýla í opinberum skólum og gæti hugs- anlega bannað slíkt hið sama á al- mannafæri. Carole sakaði starfsmenn sundlaugarinnar um ólöglega mismunun og hafði án tafar sam- band við bæði lögreglu og fjöl- miðla. „Þetta er einfaldlega að- skilnaðarstefna,“ sagði Carole og bætti við að hún myndi berjast til að ná breytingum í gegn. Hún úti- lokaði ekki að hún kynni að flytja frá Frakklandi ef hún hefði ekki erindi sem erfiði. Umkvörtunum Carole vísað frá Lögreglan vísaði umkvörtunum Carole á bug á þeim forsendum að starfsfólk sundlaugarinnar hefði einungis framfylgt reglum sem væru við lýði í öllum almennings sundlaugum landsins; að konur ættu að klæðast sundfatnaði og karlmenn sundskýlum frekar en stuttbuxum, sem taldar eru lík- legri til að hýsa bakteríur. Bæjar- yfirvöld í Emerainville vísa alfarið á bug að málið tengist íslamstrú með einum eða öðrum hætti og snerti einungis reglugerðir sem sneru að heilbrigðissjónarmið- um. Bæjarstjórinn, Alain Keylor, sagði að búrkiní væri „ekki ís- lamskur sundfatnaður“ og að „þessa tegund fatnaðar væri hvergi að finna í Kóraninum“. Aðskilnaður kynja í sundi En það er fleira en notkun búrk- inís í sundlaugum sem valdið hefur deilum því á undanförnum árum hafa stjórnmálamenn víða í Frakklandi mótmælt hugmynd- um um að tekinn yrði upp sér- stakur kvennatími í sundlaugum, en múslímar hafa gert aðskilnað kynjanna í sundlaugum og öðrum íþróttamannvirkjum að baráttu- máli. Að mati þeirra stjórnmála- manna sem mótmælt hafa eru slíkar hugmyndir aðför að þeim gildum franska lýðveldisins að all- ir séu jafnir. Þegar bær á Rínar-Alpasvæð- inu gerði tilraun með sérstakan sundtíma kvenna á síðasta ári í almenningssundlaug fordæmdi bæjarráðsmaður úr flokki Nicol- asar Sarkozy tilrauninni og sagði að með henni væri svæði almenn- ings yfirtekið á trúarlegum for- sendum. Herská ögrun Sem fyrr segir hyggja stjórnvöld leita leiða til að takmarka notk- un klæðnaðar sem hylur með öllu ásjónu íslamskra kvenna og þing- nefnd íhugar nú hvort taka eigi upp lög sem banni konum í Frakk- landi með öllu að klæðast slíkum fatnaði á almannafæri. Ástæða þeirra hugleiðinga er tilkomin vegna beiðni um fimmtíu þing- manna um að notkun andlitsskýla verði takmörkuð. „Þú getur kannski séð and- lit konunnar í þessum fáránlega sundfatnaði en augljóst er að um herskáa ögrun er að ræða,“ sagði André Gerin þingmaður, sem fer fyrir áðurnefndri þingnefnd. André Gerin sagði ennfremur að að baki klæðnaðinum lægi pól- itísk stefna og byggði þá fullyrð- ingu á þeirri staðreynd að Carole fór rakleitt til lögreglunnar. „Þetta er án efa upphafið að nýju vanda- máli,“ sagði Gerin og mun nefndin, að sögn hans, beina sjónum sínum að „þrýstingi bókstafstrúarmanna“ á reglur sem varða íþróttaklæðnað í Frakklandi. Tákn um þýlyndi Nicolas Sarkozy, forseti Frakk- lands, reitti bókstafstrúarmenn til reiði í júní þegar hann tók afstöðu með banni við notkun niqab- klæðnaðar kvenna á almannafæri. Til að bæta gráu ofan á svart sagði forsetinn að slíkur klæðnaður væri ekki trúarlegt tákn heldur tákn um þýlyndi kvenna og ætti sem slíkt „ekkert erindi í Frakklandi“. Erlendir öfgasinnar hafa brugðist ókvæða við fyrirætlunum franskra stjórnvalda. „Í gær var það hijab og í dag er það niqab,“ sagði Abu Musab Abdul Wadud, leiðtogi al-Kaída-hópsins Isla- mic Maghreb, en hann hótaði að hópurinn myndi grípa til hefnd- araðgerða til varnar „heiðri dætra sinna og systra“ gegn Frakklandi og hagsmunum landsins. Kolbeinn þorsTeinsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is „Þetta er einfaldlega aðskilnaðarstefna,“ sagði Carole og bætti við að hún myndi berj- ast til að ná breyting- um í gegn. Umdeildur sundfatnaður Frönsk kona hyggst berjast fyrir rétti sínum til að fara í sund í búrkiní. Mynd: AFP búrkiní-sundfatnaður Nafnið er dregið af afgönskum búrka-fatnaði, en hylur ekki andlitið. Mynd: AFP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.