Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Blaðsíða 12
12 föstudagur 14. ágúst 2009 fréttir
AfborgAnir lánA hjá ríkissjóði
Ár Afborganir lána VLF* Afb lána%/VLF
1998 38 milljarðar 588 milljarðar 6,4%
1999 38 milljarðar 632 milljarðar 6,1%
2000 44 milljarðar 684 milljarðar 6,4%
2001 30 milljarðar 772 milljarðar 4,0%
2002 48 milljarðar 816 milljarðar 5,9%
2003 48 milljarðar 841 milljarðar 5,7%
2004 37 milljarðar 929 milljarðar 4,0%
2005 75 milljarðar 1026 milljarðar 7,3%
2006 52 milljarðar 1168 milljarðar 4,5%
2007 38 milljarðar 1301 milljarðar 2,9%
2008 117 milljarðar 1472 milljarðar 7,9%
*Verg landsframleiðsla er algengasta leiðin til þess að mæla landsframleiðslu. Einnig er
hægt að mæla hreina landsframleiðslu og eru þá afskriftir og skuldir dregnar frá.
AnnAs sigmundsson
blaðamaður skrifar: as@dv.is
Skuldir Íslands eru 70 prósentum hærri en skuldir Argentínu þegar landið fór í greiðslufall 2002, ef miðað er
við hlutfall af vergri landsframleiðslu. Lilja Mósesdóttir, hagfræðingur og þingmaður vinstri grænna, segir
að staða íslenska þjóðarbúsins sé svipuð og hjá þróunarlöndum. Hún leggur til einhliða upptöku gjaldmiðils
sem yrði mun ódýrari en að viðhalda gjaldeyrisvaraforða. Niðurfelling skulda kemur síður til greina þar
sem lífeyrissjóðir Íslendinga eru taldir „digrir“.
Íslenska þjóðin stendur í dag fyrir
erfiðustu efnahagslegu stöðu sem
hún hefur þurft að glíma við frá upp-
hafi lýðveldistíma. Lilja Mósedóttir,
hagfræðingur og þingmaður vinstri
grænna, segir í grein sem fylgir með
umfjölluninni að með því að sam-
þykkja Icesave geri Alþjóðagjald-
eyrissjóðurinn ráð fyrir að við séum
á mörkum þess að vera sjálfbær
með 240 prósent skuldir í hlutfalli
við verga landsframleiðslu. Erlend-
ar skuldir í dag nema um 165 pró-
sentum af vergri landsframleiðslu
ef Icesave-samningurinn verður
samþykktur. Til þess að setja þetta
í samhengi námu erlendar skuld-
ir Argentínu árið 2002 þegar land-
ið fór í greiðlsufall 140 prósentum
af vergri landsframleiðslu. Erlendar
skuldir íslenska ríkisins verði því 70
prósent meiri en voru hjá Argentínu
ef við samþykkjum Icesave.
Lilja nefnir einnig að svo geti far-
ið að helsta verkefni fjárlaganefnd-
ar á næstu árum verði að endur-
fjármagna gjaldfallin lán þar sem
ríkissjóður muni einungis komast
yfir að borga vexti og nauðsynleg-
ustu afborganir af erlendum lán-
um. Að hennar mati þurfi að koma
til meiri niðurfelling á erlendum
skuldum. Það sé þó ekki mikill vilji
til þess þar sem lífeyrissjóðir okk-
ar séu það „digrir“, líkt og hún orð-
ar það.
Lítill bati verður á krónunni
Seðlabanki Íslands tilkynnti í gær um
óbreytta 12 prósent stýrivexti. Sagði
í rökum peningastefnunefndar að
ástæða óbreyttra stýrivaxta væri að
gengi krónunnar væri mun lægra en
það sem nefndin teldi viðunandi. Í
peningamálum kemur fram að litlar
breytingar verði á gengi krónunnar
á næstu árum og því er spáð að árið
2012 muni ein evra kosta 160 krón-
ur. Það er ekki mikil breyting frá því
sem nú er en í dag kostar ein evra
180 krónur. Til samanburðar kostaði
ein evra 82 krónur í júlí 2007 þegar
úrvalsvísitalan rauf 9.000 stiga múr-
inn og útrásin náði hámarki sínu.
Þeir þrír hagfræðingar sem DV
ræddi við voru allir sammála um
að það þyrfti að skipta krónunni út.
Lilja Mósesdóttir nefndi líka þá leið
að taka einhliða upp annan gjald-
miðil. Það yrði ódýrara fyrir okkur
en að fá lán fyrir stórum gjaldeyris-
varasjóði.
gætum borgað
Þórólfur Matthíasson, prófessor í
hagfræði við Háskóla Íslands, seg-
ir það velta á ýmsu hvort ríkissjóð-
ur hafi burði til að borga meira af
lánum en sem nemur þremur til
átta prósentum í hlutfalli við verga
landsframleiðslu. Það er það hlut-
fall sem ríkissjóður hefur gert á
undanförnum árum eins og sést
í töflu sem fylgir með umfjöllun.
„Það fer eftir því til hvers lánin verði
notuð. Ef þau eru notuð til fjárfest-
ingar eru þær væntanlega að skapa
tekjur til að borga niður lánin. Því
er mjög afstætt og erfitt að svara því
hvort við getum staðið undir meiri
skuldbindingum en sem nemur
þremur til átta prósentum af vergri
landsframleiðslu,“ segir hann. Að
mati Þórólfs eigum við þó að geta
staðið skil á efnahagslegum skuld-
bindingum okkar gegn því skilyrði
að allt fari ekki á versta veg. Hann
MiklU skUlDUgrA En
ArgEnTínA Við fAllið
Einungis vextir af skuldbindingum íslendinga myndu nema um 80 milljörðum króna á ári.
Ísland er í skuldafeni Skuldir
Íslendinga sem hluti af vergri
landsframleiðslu eru meiri en hjá
Argentínu við greiðslufall landsins.
Aðeins vextirnir af skuldunum munu
nema um 80 milljörðum króna á ári.
hElsTU lán íslEnDingA
- lán og greiðslur sem ríkissjóður áætlar að inna af hendi og það sem hefur verið gert
732 milljarða króna lán frá Bretum og Hollendingum til að borga Icesave
321 milljarða króna lán frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi til að styrkja
gjaldeyrisforðann.
270 milljarða króna lán ríkissjóðs vegna taps Seðlabankans á endurhverfum
viðskiptum.
270 milljarða króna lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
200 milljarðar settir inn í peningamarkaðssjóði gömlu bankanna haustið 2008.
140 milljarða króna á að nota til að styrkja eiginfjárhlutfall Nýja Landsbankans.
25,4 milljarða króna lán frá Póllandi.
25 milljarða króna á að nota til að styrkja eiginfjárhlutfall Íslandsbanka.
7,2 milljarða króna lán frá Færeyingum.
Þessar upphæðir nema 1.991 milljarði króna miðað við núverandi gengi. Algengt er að
miða við fimm prósent vexti af lánum. Undantekningin hér er lán til að styrkja gjaldeyris-
forðann frá Norðurlöndunum, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Póllandi. Talið er að vextir af
þeim séu 1,5 prósent þar sem Seðlabankinn fær vexti af gjaldeyrisvaraforðanum. Samtals
vextir af þessum 1991 milljarði króna nema samt 79 milljörðum króna á ári. Það er 68
prósent af þeim 117 milljörðum sem ríkissjóður borgaði af lánum árið 2008. icesave mótmælt Mikill mannfjöldi safnaðist saman í gær á Austurvelli til að láta í
ljós gremju sína á Icesave samningunum. LjósmyndAri rAkeL sigurðArdóttir