Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Blaðsíða 20
20 föstudagur 14. ágúst 2009 fréttir Halldór Ásgrímsson, þáverandi ut- anríkisráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins, beitti sér fyrir því sumarið 2002 að Landsbankinn seldi einnig Líftryggingafélag Íslands (Lífís) til S-hópsins ásamt hlut bankans í vá- tryggingafélaginu VÍS. Landsbankinn vildi hins vegar halda Lífís eftir sem eign bankans en lét undan pólitískum þrýstingi Halldórs og seldi líftrygg- ingafélagið með VÍS til S-hópsins. Í S-hópnum voru meðal annarra fyrr- verandi ráðherra Framsóknarflokks- ins Finnur Ingólfsson og Ólafur Ólafs- son kenndur við Samskip. „Það hljóp pólitík inn í þetta þegar fagaðilarnir í Landsbankanum vildu fá að halda Lífís. Þá kom ákveðinn þrýstingur um að Lífís myndi fylgja með í kaupunum á VÍS. Það var ætlast til þess að mál- ið yrði klárað þannig,“ segir heimild- armaður DV sem vill ekki láta nafns síns getið. Samkvæmt heimildum DV voru pólitísk afskipti Framsóknarflokksins af VÍS-sölunni að mestu bundin við söluna á Lífís því Landsbankinn vildi ólmur annaðhvort kaupa S-hópinn út úr VÍS eða selja hlut sinn í félag- inu á tilteknu gengi. Landsbankinn átti helmingshlut í báðum félögun- um á móti S-hópnum og hafði annar aðilinn forkaupsrétt að hlutum hins ef hann ætlaði að selja. S-hópurinn hafði því forkaupsrétt að VÍS og Lífís líkt og Landsbankinn hefði haft ef S- hópurinn hefði viljað selja sig út úr félögunum tveimur. Lendingin í mál- inu varð hins vegar sú að Landsbank- inn seldi S-hópnum hluti sína í VÍS og Lífís. Samkvæmt heimildum DV voru forsvarsmenn Landsbankans ánægð- ir að selja hlut sinn í VÍS og töldu að þeir hefðu feng- ið gott verð fyrir hann, 6,8 milljarða króna á genginu 24, en hlut- urinn hafði verið keyptur fimm árum áður á 2 milljarða á genginu 7. Sölu- verðið var byggt á vönduðu verðmati samkvæmt heimild- um DV. Salan á VÍS löngum gagnrýnd Sala Landsbankans á hlut sínum VÍS árið 2002 hefur löngum verið gagn- rýnd, meðal annars af Sverri Her- mannssyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, fyrir það að hafa verið birtingarmynd helmingaskiptareglu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar- flokksins í stjórnartíð þeirra. S-hópur- inn vildi kaupa Landsbankann, líkt og kemur fram í gögnum einkavæðingar- nefndar, en þurfti að sætta sig við að fá aðeins að kaupa Búnaðarbankann því forysta Sjálfstæðisflokksins vildi vera í „talsambandi“ við Landsbankann og að aðilar tengdir flokknum fengju að kaupa hann. Lendingin hafi því orðið sú að eignarhaldsfélag Björgólfsfeðga, Samson, fékk að kaupa Landsbank- ann á meðan S-hópur Finns Ingólfs- sonar og Ólafs Ólafssonar fékk að kaupa Búnaðarbankann auk þess sem hann fékk einnig að kaupa bestu eign Landsbankans, VÍS-hlutinn, á undir- verði. Hugmyndin er þá sú að ákvörð- unin um að selja VÍS-hlut Lands- bankans til þessara tilteknu manna hafi verið pólitísk og eitt af skilyrðum Framsóknarflokksins fyrir áframhald- andi stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðis- flokkinn. Með sölunni frá Landsbank- anum til S-hópsins var hópurinn orðinn eini eigandi trygg- ingafélagsins. Heim- ildir DV herma hins vegar að salan hafi ekki farið fram al- veg eins og Sverr- ir hef- ur haldið fram. S-hóp- urinn seldi VÍS síðan til eignarhalds- félagsins Ex- ista fyrir tæpa 32 milljarða árið 2006. Hlut- urinn sem S-hóp- urinn keypti af VÍS var því á endanum seldur á meira en tvö- falt hærra verði en S-hópurinn hafði keypt hann á. Fjárlaganefnd tortryggði VÍS-söluna árið 2005 Fjárlaganefnd Alþingis spurði Ríkis- endurskoðun tveggja gagnrýninna spurninga um sölu Landsbankans á hlut bankans í vátryggingafélag- inu VÍS til S-hópsins í júní árið 2005. Þetta kemur fram í svörum Ríkisend- urskoðunar við spurningum fjárlaga- nefndar Alþingis, sem Magnús Stef- ánsson framsóknarmaður stýrði, sem dagsett er 7. júní 2005. Samantektina við spurningum fjárlaganefndar er að finna í gögnum einkavæðing- arnefndar um söluna á Landsbankanum og Búnaðarbankanum sem forsætisráðu- neytið veitti fjöl- miðlum aðgang að fyrr á árinu. Ljóst er af samantektinni að fjárlaganefnd Al- þingis tortryggði söl- una á VÍS mjög. Valgerður var ekki spurð um VÍS- söluna Í saman- tektinni, þar sem er að finna svör Rík- isendur- skoðun- ar við 34 spurning- um fjár- laganefnd- ar, er meðal annars spurt hvort Rík- isendurskoðun hafi spurt Valgerði Sverrisdóttur viðskiptaráðherra um hennar skoðanir á sölu Landsbankans þegar einkavæðing ríkisbankanna var rannsökuð - stofnunin skrifaði skýrslu um einkavæðingu ríkisfyrirtækja á ár- unum 1998 til 2003. Í svari Ríkisend- urskoðunar við þeirri spurningu kem- ur fram að stofnunin hafi ekki rætt við Valgerði um söluna á VÍS eftir að hafa fengið skýringar frá framkvæmda- nefnd um einkavæðingu um VÍS-söl- una. Rannsókn Ríkisendurskoðunar á VÍS sölunni fór því fram án þess að rætt væri við einn lykilleikmanninn á bak við söluna, en Valgerður sat í ráðherranefnd um einkavæðingu og fulltrúi hennar, Sævar Þór Sigurgeirs- son, sat í framkvæmdanefndinni um einkavæðingu. Úr gögnunum frá Ríkisendurskoð- un má lesa að fjárlaganefnd Alþingis hafi þótt það skrítið að ekki hafi ver- ið rætt við Valgerði út af sölunni á VÍS. Þetta sjónarmið skýrist hugsanlega meðal annars af því að að einhverj- ir í nefndinni töldu pólitískar ástæð- ur liggja á bak við það að hluturinn í VÍS var seldur til S-hópsins. Á fundi fjárlaganefndar þar sem rætt var um söluna á VÍS kemur segir: „Einn nefndarmanna sagði afstöðu Ríkis- endurskoðunar og skýringar á sölu bankans á hlut sínum í VÍS vera útúr- snúning í ljósi þess að ríkið hafi átt ráð- andi þátt [innskot blaðamanns: hlut] í bankanum. Því blasi við að stjórnvöld hafi haft puttana í þessari sölu.“ Ann- ar nefndarmaður ítrekaði að enn væri skortur á skýringum á VÍS-sölunni og að niðurstöður Ríkisendurskoðunar um söluna á VÍS-hlutnum hefðu ver- ið „mjúkar“, að því er segir í gögnum einkavæðingarnefndar. Þetta orðalag þýðir væntanlega að nefndarmaður- inn hafi ekki fundist Ríkisendurskoð- un beita sér af fullri hörku í rannsókn- inni á sölunni á VÍS. Salan á VÍS ekki tortryggð Hitt svar Ríkisendurskoðunar sem snertir söluna á VÍS-hlutnum snýr að því hvort stofnunin hafi tortryggt söluna á VÍS frá Landsbankanum. Af svari stofnunarinnar að dæma er ekki að sjá að hún hafi tortryggt söl- una. Í svari Ríkisendurskoðunar kem- ur fram að stofnunin hafi leitað skýr- inga á VÍS-sölunni hjá Halldóri J. Kristjánssyni, þáverandi bankastjóra Landsbankans, og að hann hafi sagt að bankinn hefði viljað selja hlutinn lengi og að hann hefði fengið gott verð fyrir hann. Sala hlutarins í VÍS hafi hentað Landsbankanum vel og einn- ig S-hópnum sem átti hinn helming- inn í VÍS á móti bankanum. Skýringar Halldórs J. á því af hverju salan á VÍS hefði farið fram á fagleg- um forsendum nægðu því Ríkisend- urskoðun að mestu til að svara fyr- irspurn fjárlaganefndar þegar hún spurðist fyrir um söluna á VÍS fyrir fjórum árum síðan. Tortryggni fjár- laganefndar út af sölunni leiddi held- ur ekki til þess að salan yrði rannsök- uð nánar og ofan í kjölinn. Frá þeim tíma sem þessi samskipti áttu sér stað á milli fjárlaganefndar og Ríkisendur- skoðunar hafa opinberir aðilar ekki spurst fyrir um VÍS-söluna svo vitað sé þrátt fyrir þá gagnrýni sem sett hef- ur verið fram á þessa sölu. Svo virðist sem Rannsóknarnefnd Alþingis hafi heldur ekki rannsakað þessa hana. Fullt tilefni virðist hins vegar vera til þess að rannsaka söluna á VÍS og Lífís því það hefur aldrei verið gert. Samkvæmt heimildum DV hafði Framsóknarflokkurinn bein afskipti sölunni á Lífís, og þá sérstaklega Hall- dór Ásgrímsson. Þessi beinu pólitísku afskipti af sölunni á VÍS voru hins veg- ar ekki eins mikil, samkvæmt heim- ildum DV, en gaumgæfileg rannsókn mun væntanlega leiða það betur í ljós. „Það hljóp pólitík inn í þetta þegar fagaðil- arnir í Landsbankanum vildu fá að halda Lífís. Þá kom ákveðinn þrýst- ingur um að Lífís myndi fylgja með í kaupunum á VÍS.“ HALLDÓR BEITTI SÉR FYRIR S-HÓPINN Bein pólitísk aðkoma Framsóknarflokksins að sölunni á VÍS árið 2002 var mest við söluna á líftryggingafé- laginu Lífís. Halldór Ásgrímsson beitti sér fyrir því að Landsbankinn seldi S-hópnum Lífís. Fjárlaganefnd Alþingis tortryggði söluna á VÍS árið 2005 og spurði Ríkisendurskoðun út í hana. Meðlimir í fjárlaganefnd voru ekki sáttir við svörin sem hún fékk. Ríkisendurskoðun ræddi aldrei við Valgerði Sverrisdóttur um söluna á VÍS, samkvæmt gögnum einkavæðingarnefndar. IngI F. VIlHjÁlmSSon blaðamaður skrifar ingi@dv.is Halldór beitti sér fyrir S-hópinn Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, beitti sér fyrir því að Landsbankinn seldi Lífís einnig til S-hópsins með VÍS árið 2002. Bankinn vildi halda Lífís eftir á þeim forsendum að banki ætti frekar samleið með líftryggingafélagi en vátryggingafélagi. Ríkisendurskoðun ræddi ekki við Valgerði Ríkisendurskoðun ræddi ekki við Valgerði Sverris- dóttur á sínum tíma um aðkomu hennar að sölunni á hlutabréfum Landsbankans í VÍS eða Lífís. Ríkisendurskoðun og Halldór j. Í svörum Ríkisendurskoðunar við spurn- ingum fjárlaganefndar um söluna á VÍS, frá árinu 2005, er vitnað í Halldór J. Kristjánsson, þáverandi bankastjóra Landsbankans, og komist að þeirri niðurstöðu að salan á hlut bankans hafi ekki verið eins tortryggileg og haldið hefur verið fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.