Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Blaðsíða 33
helgarblað 14. ágúst 2009 föstudagur 33 Ég hætti með diskótekin í smá tíma en lagði þau aldrei alveg á hilluna. Ég hélt þessu alltaf við. Spilaði diskana og tók snúning heima á stofugólfinu,“ seg- ir Egilsstaðabúinn Kiddi um plötusnúðastarf- ið sem hann hefur nú tekið upp þráðinn í af fullum krafti. Hann gerði mikið af því að halda uppi stuðinu á mannamótum á árum áður, seg- ist ekki hafa verið nema svona 14-15 ára þegar hann byrjaði, og var eins og þeytispjald um alla Austfirðina þegar mest lét. „Ég hélt þessi flottu diskótek þar sem gólfin gjörsamlega fylltust af fólki. Og ég var mjög þekktur fyrir að fara sjálfur út á gólfið til að koma því af stað,“ segir Kiddi. Fyrir um tuttugu árum eða svo minnkaði er- illinn hjá kappanum í plötuspiluninni. „Þetta datt svolítið úr tísku. Þetta er alveg eins og með fötin, þetta fer hringinn og kemur því alltaf aft- ur,“ segir hann. Eftir að viðtal við Kidda í þætt- inum Dagsljósi var sýnt í Sjónvarpinu um miðj- an tíunda áratuginn birti aðeins til í þessum bransa. En Kiddi hafði samt ekki mjög mikinn tíma aflögu í tónlistina. Nóg var að gera í lík- kistusmíðinni sem er hans aðalstarf, auk þess sem foreldrar Kidda voru orðnir aldraðir og hann var þeim innan handar í mörgu sem þau þurftu aðstoð með í hinu daglega amstri. Fað- ir hans lést árið 2000 og móðir hans sex árum síðar og eftir það fór Kiddi að halla sér æ meira aftur að tónlistinni. Vakning eftir að Viðtalið fór á Youtube Þótt margir af þeim sem dilluðu sér við tónlist Kidda á árum áður væru orðnir ráðsett fjöl- skyldufólk, jafnvel komnir á gamalsaldur, er hann alltaf beðinn við og við um að mæta með diskasafnið til að búa til stuð á hinum og þess- um samkomum. Ekki skemmdi fyrir í þeim efnum þegar Dagsljósviðtalið var sett inn á vef- síðuna Youtube fyrir um þremur árum. „Það var aðalvakningin. Þar sáu hann all- ir,“ segir Kiddi með breitt bros á vör. „Það er of- boðslega gaman að geta hellt sér svona á fullu út í þetta. Það skiptir líka öllu máli að geta sett hugann og áhugann í þetta af fullu afli.“ Og þegar Kiddi spilar mætir hann ekki bara í ein- hverjum gallabuxum og stuttermabol. Hann fer alla leið með þetta og klæðir sig upp í for- láta diskóbúning. „Ég klæðist honum alltaf þegar ég held disk- ótek. Þetta er pallíettubúningur sem ég hann- aði sjálfur og saumaði,“ segir Kiddi. Fyrsti bún- ingurinn sem hann klæddist var frekar látlaus, eins konar „brún dragt“ með buxum og vesti í stíl, en hann skipti fljótlega yfir í búninginn sem hann notar enn í dag. „Ég hef átt hann núna í um tuttugu ár og hef aðeins betrumbætt hann í gegnum tíðina,“ segir Kiddi og bætir við að hann hafi ekki getað sýnt hann í sjónvarps- viðtalinu fræga því þá var hann í breytingu. „Það var kannski eins gott því ég var held- ur þybbinn í búninginn þá,“ segir hann og hlær. „Það sem mér finnst einna dásamlegast við búninginn er að ég verð aldrei of þybbinn eft- ir þetta. Það er ekki hægt að stækka búninginn og þá verður Kiddi bara að minnka sig,“ segir Kidda og skellir aftur upp úr. „Búningurinn er mín besta grýla hvað þetta varðar.“ boðnar 60 þúsund krónur fYrir skYrtuna Búningurinn, eða að minnsta kosti skyrtan, er augljóslega ekkert slor því á einni samkomu þar sem Kiddi skemmti síðasta vetur voru hon- um boðnir tugir þúsunda króna fyrir skyrtuna. Og það eftir bankahrun! „Þetta var skemmtun hjá Round Table félagsskapnum að utan. Og þarna var einn Norðmaður sem bauð sextíu þúsund krónur í skyrtuna mína! Hann féll al- veg fyrir búningnum mínum og talaði ekki um neitt annað en búninginn við vini sína þarna inni,“ lýsir Kiddi af mikilli innlifun. Kiddi var leynigestur á þessari samkomu, sem haldin var á Egilsstöðum, og segir þetta ógleymanlegt kvöld. „Ég stökk inn á sviðið og salurinn varð alveg trylltur. Menn flautuðu, öskruðu og veinuðu. Ég frétti síðar að Reykvík- ingar og einhverjir aðrir höfðu víst spurt heima- menn sem þarna voru: „Er til eitthvað svona á Austurlandi?“ Þeim var einfaldlega svarað: „Já, auðvitað eigum við okkar goð eins og þið!“ tók Michael Jackson á bræðslunni Einn af þeim stöðum sem Kiddi hefur spilað á upp á síðkastið er Borgarfjörður eystri, nán- ar tiltekið á tónlistarhátíðinni Bræðslunni sem þar hefur verið haldin í júlímánuði undanfar- in ár. Á meðal listamanna sem þar hafa kom- ið fram má nefna Damien Rice, Belle and Se- biastian, Emilíönu Torrini og Megas. Í ár voru stærstu nöfnin Þursaflokkurinn og Páll Óskar Hjálmtýsson sem kom fram með vinkonu sinni og samstarfskonu, Monicu Abendroth. „Það var alveg meiriháttar á Bræðslunni. Þeir tóku svo rosalega vel á móti mér að það var alveg dásamlegt! Það kæmi mér ekki á óvart ef maður yrði beðinnn um að koma aftur,“ segir Kiddi glaðbeittur en þetta var í fyrsta sinn sem hann spilar á Bræðslunni og í fyrsta sinn yfir höfuð sem hann fer á hátíðina. Stærstu tónleikarnir fara fram í Bræðslunni, skemmu niðri við sjóinn sem hátíðin heitir eft- ir, en Kiddi spilaði í félagsheimilinu í Borgar- firði þar sem hluti dagskrárinnar fór fram. „Ég heyrði á fólkinu að það hefði nú viljað að ég hefði verið á sviðinu með aðalskemmtikröft- unum í Bræðslunni. Ég fór þangað auðvitað að njóta tónleikanna og þá spurði fólk hvort það færi ekki að koma að mér,“ segir Kiddi svolítið montinn. Eins og hans var von og vísa lét hann ekki duga að spila diskana sína heldur tók hann líka dans til að starta stuðinu. „Og ég var með smá leyniatriði. Ég tók nefnilega Michael Jackson takta. Hann var eitt mitt aðalgoð þegar ég var að halda diskótekin í gamla daga. Ég setti disk í sem ég keypti strax eftir að hann dó og setti upp gleraugu sem eru alveg eins og gleraugun sem Jakson var oft með. Og þegar ég setti þau upp vissu allir hvað ég ætlaði að fara að gera. Salur- inn trylltist alveg hreint!“ segir Kiddi og bætir við að hann hafi aldrei upplifað annað eins. Kiddi er þó hógvær þegar hann er spurður hvort hann sé góður í Michael Jackson-döns- um. „Nei nei, ég þarf að æfa þetta miklu bet- ur upp. Ég tók svona eitt og eitt spor sem ég mundi. Svo bara þróast þetta upp hjá mér þeg- ar ég fer að gera meira af þessu. En af því að maður er með þessa dansbakteríu í fótunum eru þeir nokkuð fljótir að taka eftir.“ fYrirMYnd Páls óskars Eins og áður segir voru stórstjörnur á hátíðinni eins og Páll Óskar og Egill Ólafsson, söngv- ari Þursaflokksins. Kiddi náði ekki að hitta þá kumpána og segir hann Bjartmar Guðlaugs- son, tónlistarmann og góðvin sinn, hafa ávítt hann fyrir það. „Kiddi er þannig að hann vill alltaf standa sig í stykkinu,“ segir þúsundþjala- smiðurinn um sig í þriðju persónu. „Og af því að það var svolítið óljóst hvenær ég ætti að fara á svið dreif ég mig fljótlega niður í hús til að vera „standby“. Ég er ekki eins og stórstjörn- urnar, vil ekki láta bíða eftir mér. Ég vil standa mig í vinnunni,“ segir Kiddi ákveðinn. Kiddi segist hafa hitt Egil áður en Páll Óskar hefur aldrei orðið á vegi hans. Páll sá hins veg- ar Kidda spila fyrir margt löngu og skiljanlega man okkar maður lítið eftir því, enda Palli bara lítill peyi þegar það var. „Ég neita því ekki að ég hefði gaman af því að spjalla aðeins við hann. Kannski ekki síst vegna þess að ég frétti af því nýlega í gegnum vini mína, Bjartmar og Mæju, konuna hans, að ég er ein af fyrirmyndum Páls. Hann sá mig víst þegar ég var einhvers staðar að skemmta fyrir löngu en hann var þá bara níu ára gamall. Ég er auðvitað afskaplega stolt- ur af þessu,“ segir Kiddi með miklum ánægju- tón í röddinni. Hann er fljótur til svars þegar hann er spurður hvort hann spili lögin hans Páls eitt- Ein af fyrirmyndum „Það sem mér finnst einna dásamleg- ast við búninginn er að ég verð aldrei of þybbinn eftir þetta. Það er ekki hægt að stækka búninginn og þá verður Kiddi bara að minnka sig.“ dansarinn Að dansa er nokkuð sem Kiddi er ekki feiminn við. Hér stígur hann létt spor, með eins konar Bob Marley húfu, á samkomu í Hallormsstaðaskógi í fyrra. Kiddi heimsótti einmitt húsið sem Marley bjó lengst af í á Jamaíka á síðasta ári. MYnd gunnar gunnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.