Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Blaðsíða 45
14. ágúst 2009 föstudagur 45 guðjón heldur til grimsby Crewe Alexandra, lið Guðjóns Þórðar- sonar í fjórðu efstu deild á Englandi, leikur gegn Grimsby á laugardaginn. Sigur virðist nauðsyn fyrir Guðjón til að lyfta brúnum stuðningsmanna þar á bæ sem bauluðu duglega á liðið eftir tap í fyrstu umferðinni gegn smáliðinu Dagenham & Redbridge. Það vonast væntanlega flestir Íslendingar eftir sigri Guðjóns og hans manna fyrir utan einn. A-dómarinn Einar Örn Daníelsson er nefnilega heitur stuðningsmaður Grimsby og vonast að sjálfsögðu eftir þremur stigum sinna manna. Íslendingaslagur Í Championship Önnur umferð Champ- ionship-deildarinnar á Englandi - þeirrar næstefstu - fer fram um helgina en þar eru á ferðinni fjögur Íslendingalið. Einn Íslendingaslagur er á dagskrá þar sem Kári Árnason og hans nýju félagar í Hull taka á móti Heiðari Helgu- syni og hans félögum Í QPR. Kári var á bekknum í síðasta leik en það er von- andi að landarnir fái að takast á. Aron Einar Gunnarsson og félagar í Covent- ry sem unnu góðan sigur í fyrstu umferð á Ipswich heimsækja Barnsley á meðan Reading á stórleik gegn Newcastle. Þar verður Brynjar Björn Gunn- arsson væntanlega í byrjunarliði en Ívar Ingimarsson er enn meiddur. „Das Duell über 100m in Berlin,“ stendur á risastórum auglýsinga- skiltum úti um alla Berlínar-borg prýtt myndum af fljótustu mönn- um heims, Jamaíkamanninum Usain Bolt og Bandaríkjamannin- um Tyson Gay. Verið er að auglýsa heimsmeistaramótið í frjálsum sem hefst í Berlín á laugardag- inn en þetta er fyrsta stóra frjálsí- þróttamótið sem haldið er þar síð- an 1936. Það ár vann hinn þeldökki Jesse Owens fjögur gull og gerði allt vitlaust þegar hann neitaði að heilsa Hitler að nasistasið. Það er engin spurning um hver kóngurinn sé í spretthlaupum í dag. Usain Bolt er fljótasti maður sem nokkurn tíma hefur sést og með guðgefna hæfileika og ótak- markaðan hroka að vopni mætir hann til Berlínar að sýna Gay hvor sé fljótari. Þeir félagar hafa ekki mæst síðan Bolt sló óvænt heims- metið á móti í New York fyrir 14 mánuðum. Gay hefur hlaupið ein- staklega vel í ár og segir Bolt langt því frá betri en hann sjálfur. Lengi beðið Margir héldu kannski að Usain Bolt hefði verið að skjótast fyrst fram á sjónarsviðið rétt fyrir Ólympíuleik- ana þar sem hann setti heimsmet í 100 og 200 metra hlaupum. Svo var nú ekki þrátt fyrir að það var hans fyrsti stórtitill í 100 metra hlaupi. Fyrir tveimur árum á HM í Osaka í Japan var Tyson Gay kóngurinn. Hann vann bæði 100 og 200 metr- ana á meðan hinn ungi Usain Bolt hirti silfrið í 200 metrunum en það hefur ávallt verið hans aðalgrein. Þegar Bolt bætti svo óvænt heimsmetið fyrir 14 mánuðum var beðið með eftirvætingu eftir ein- vígi þeirra í Peking í fyrra. Aldrei varð neitt úr því vegna þess að Gay meiddist fyrir mótið, náði ekki að æfa almennilega og komst ekki einu sinni í úrslitahlaup á Ólymp- íuleikunum. Því hefur verið beðið með eftirvæntingu eftir einvíginu í Berlín og verður loks úr því skorið endanlega hvor er fljótari. Gay heitur Þrátt fyrir að búist sé við og líklegt þyki allt eins að Bolt stingi Gay og aðra keppinauta sína af hughreyst- ir það marga að Gay er búinn að vera heitur í ár. Fyrir mánuði bætti hann besta tíma ársins þegar hann hljóp á 9,77 sekúndum og jafnaði þar Ameríkumet sitt. Bolt hefur ekki hlaupið jafnhratt í ár en það má ekki gleyma að heimsmet hans er 9,86 sekúndur. Litlar tölur en himinn og haf er þarna á milli. Í 200 metra hlaupinu er hvorki Gay né nokkur annar talinn eiga möguleika. Gay bætti sinn besta tíma í maí á þessu ári þegar hann hljóp á 19,58 sekúndum á móti í New York. Tvö hundruð metrar- arnir eru þó aðalsmerki Bolts og er heimsmet hans töluvert betra en besti árangur Gay, 19,30 sekúnd- ur sem hann setti í Peking. Verð- ur því aðallega horft til 100 metra hlaupsins í einvíginu. Ég á séns „Fólk elskar einvígi,“ segir hinn hrokafulli en hæfileikaríki Bolt sem hefur haldið sig nokkuð fjarri fjölmiðlum að undanförnu. Ty- son Gay reynir að spá sem minnst í alla auglýsingaherferðina og hef- ur í aðdraganda mótsins verið að reyna að þróa hlaupastíl sinn svo hann geti náð meiri hraða. „Bolt er ekkert miklu betri en ég,“ segir Gay. „Ég trúi því alveg að ég eigi séns í að vinna hann. En það verð- ur erfitt.“ Gay sem er afar hógvær og hlé- drægur maður, nokkuð sem Bolt þekkir ekki. „Mér þykir vænt um að fólk hafi einfaldlega ekki gleymt mér og að ég sé settur bara nálægt þeim stalli sem Bolt er á finnst mér frábært. Það væri frábært að geta komið heiminum á óvart í Berlín en fólk verður að átta sig á hversu ótrúlegur Bolt er. Hann er öðruvísi en allir aðrir sem hafa sést. Hann breytti íþróttinni,“ segir Tyson Gay. Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum hefst í Berlín um helgina en þetta er fyrsta stóra frjálsíþrótta- mótið sem hefur verið haldið þar síðan 1936. Fátt er notað meira í auglýsingaherferð fyrir mótið en einvígi fljótustu manna heims, Usains Bolt og Tysons Gay, sem mætast í 100 og 200 metra hlaupum. „Das Duell über 100m in Berlin“ er handan við hornið. Einvígið í BErlín TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Á séns Tyson Gay hefur trú á sér og segist eiga möguleika í hinn magnaða Bolt. Ótrúlegur Bolt breytti íþróttinni, segir Gay. Fljótastur allra Usain Bolt á heimsmetin í 100 og 200 metra hlaupum og fær endanlega tækifæri til að sýna að hann er fljótastur í Berlín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.