Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Blaðsíða 17
þætti og öll mál. En í grundvallar- atriðum erum við samstiga og sam- band okkar og vinskapur hefur þolað skoðanaágreining. Við gerum okk- ur að sjálfsögðu báðir grein fyrir því að okkur ber að rækja okkar hlutverk eins vel og við getum. Það er hann að gera og ég virði fullkomlega hans verk. Ég geri mér líka grein fyrir því hversu erfitt hlutskipti samninga- nefndin hafði. Síðan hljóta allir að skilja að Alþingi hefur hlutverki að gegna og verður að rísa undir sinni ábyrgð. Þetta er málefnalegt og á að vera reiðilaust. Þegar Obama varð forseti þurfti hann að draga til baka ýmsar ákvarðanir sem hann tók í flýti í upphafi og þá talaði hann um að sér hefðu orðuð á mistök. Þá var spurt hvort runnir væru upp nýir tímar, hvort tími sýndaróskeikulleika væri að líða undir lok í stjórnmálum. Krafan um óskeikulleika getur nefnilega verið mjög dýrkeypt, ekki síst á erfiðum tímum þegar oft þarf að hafa hraðar hendur. Við eigum að læra af sögunni. Ég var til dæmis að hlusta á Bjarna Benediktsson heit- inn, fyrrverandi formann Sjálfstæð- isflokksins, segja frá því hverjar væru skyldur alþingismanna. Þetta var þáttur frá sjöunda áratugnum. Hann orðaði þar fína hugsun betur en ég hefði getað gert. Og mér varð hugsað til þeirrar kynslóðar í Icesave-sam- henginu. Ég held að sú kynslóð hafi haft meiri skilning á því, en við, hvað það þýðir fyrir þjóð að geta staðið upprétt gagnvart öðrum þjóðum í fæð sinni. Hve mikilvægt það er að greina það, sem í sögunni gerir okk- ur að þjóð, sem aðrir taka mark á. Farið þið með málið býsna svalir inn í þingið og bíðið þess sem verða vill þar? Ég myndi ekki orða það þannig. Við skynjum alvöruna. Við tökum málefnalegan ágreining alvarlega en ég hygg að fullur og gagnkvæmur skilningur sé á því sem við erum að gera og það er engin valdabarátta á milli okkar Steingríms, aldeilis ekki. Þetta er af allt öðrum toga. Ríkisstjórn Geirs var sett af Hverfum aftur til janúarmánaðar. Búsáhaldabylting er í uppsiglingu og ríkisstjórnin er rúin trausti. Sagt er stundum að vinirnir Ögmundur og Össur Skaprhéðinsson séu arki- tektarnir ap samstarfi vinstri grænna og Samfylkingarinnar og að viðræð- ur hafi farið af stað nokkru áður en stjórn Geirs H. Haarde féll milli ykk- ar, nánar til tekið heima hjá Lúðvík Bergvinssyni og þar hafið þið ræðst við ásamt Steingrími J. Getur þú lýst þessu nánar? Það er alveg rétt að þetta átti lengri aðdraganda og fleiri komu að þessu. Í kringum áramótin var farin að gerj- ast sú hugsun að skipta þyrfti um stjórnarmynstur. Við höfðum boð- að þjóðstjórn í október. Steingrím- ur tók það formlega upp og lagði til að ellegar yrði kosningum hraðað. Þreifingar hófust og sýnt var að ríkis- stjórninni yrði ekki sætt. Ríkisstjórn Geirs H. Haarde fór ekki frá völdum. Hún var sett af. Fyrir utan Alþingis- húsið og um allt land var borin upp hávær krafa um róttækar breyting- ar, þar með talið á stjórnarsamstarf- inu. Þá var ljóst að Vinstri hreyfing- in - grænt framboð hlaut að koma að málum. Ég var því fylgjandi að efna til stjórnarsamstarfs við Samfylking- una. Ég er ekki alltaf sammála Sam- fylkingunni um alla hluti. En þegar ég horfi á kjósendur þessara flokka held ég að þeir séu iðulega að biðja um svipaða hluti. Og þannig á að meta stjórnmálaflokka. Hvað er það sem kjósendur þeirra eru að biðja um? Ég held að kjósendur þessara flokka séu á einu máli um að skapa hér velferðarsamfélag á norrænum nótum, sniðið að okkar þörfum. Það er þess vegna sem ég legg áherslu á að þessi ríkisstjórn starfi áfram. Réð vilji Framsóknarflokksins til þess að styðja minnihlutastjórn einhverju um þessar þreifingar? Ég var reyndar alltaf hlynntur því að Framsókn kæmi inn í stjórnina strax. Það lá nefnilega fyrir að Fram- sóknarflokkurinn, sem átti drjúgan hlut að máli í mótun stefnunnar sem leiddi okkur í ógöngur með mark- aðshyggju og einkavæðingu ásamt Sjálfstæðisflokknum, var að endur- nýja sig. Flokknum hefur tekist það bærilega finnst mér. Framsóknar- flokkurinn er að ná sambandi við sína gömlu rót og talar nú á félags- legum nótum, sem hann hefur ekki gert um skeið. Friedman, Hayek og þeir hinir... Hvað um Sjálfstæðisflokkinn? Sjálfstæðisflokkurinn þarf á mik- illi og langri hvíld að halda. Ég held að margir sjálfstæðismenn geri sér grein fyrir þessu. Enda þótt ég hafi verið talsmaður þess að hafa breiða samstöðu þingsins þegar kemur að þessum stóru málum er ég ekki reiðubúinn að hlusta á auðhyggjuna sem dúkkar stöðugt upp. Ég er sann- ast sagna undrandi eftir allt sem á hefur gengið þegar ég heyri menn af frjálshyggjuvæng stjórnmálanna tala enn eins og ekkert hafi í skor- ist. Hinu opinbera sé ekki treystandi, fara verði með allt út á markaðstorg- ið, lifandi og dautt. Læra menn ekk- ert af reynslunni? Þarna er komið að valdinu. Vald er margslungið. Það er formlegt en vald er líka fólgið í því hvernig þjóð hugsar. Það sem gerð- ist hér á undanförnum tíu til fimmt- án árum hefði aldrei getað gerst fyr- ir nokkrum áratugum vegna þess að þjóðfélagið hugsaði allt öðruvísi. Á fyrstu árum síðustu aldar hefði frjálshyggjan aldrei komist upp með það sem tókst að gera undir aldar- lokin. Samfélagið hefði ekki leyft það. Tíðarandinn var allt annar. En svo mættu þeir með allar hersveit- irnar, Friedman, Hayek, Bucanan og hvað þeir heita. Þeir plægðu jörðina, sáðu í hana og síðan sáum við upp- skeruna á veisluborðum auðvalds- ins og margir dáðust að, fengu jafn- vel dálítið með. Þessi tími einkennist af gagnrýnisleysi. Það gildir um fjöl- miðla, háskólasamfélagið, það gild- ir um stjórnmálin og það gildir síð- ast en ekki síst um atvinnulífið sjálft, verkalýðshreyfingu og atvinnurek- endur. Eftir situr þjóð með timbur- menn og laskaða sjálfsmynd. Hugs- unarhátturinn í þjóðfélaginu er að breytast en við verðum hvert og eitt að temja okkur að horfa gagnrýnum augum á samtíð okkar. Þetta sáum við í kosningunum í vor. Fólk vill opið og heiðarlegt þjóðfélag, ekki mark- aðshyggju græðginnar. Okkar er að skapa skilyrði fyrir betra samfélagi. Ríkisstjórn Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkingar- innar varð til á þessum forsendum. Okkur ber skylda gagnvart kjósend- um til að standa undir væntingunum sem gerðar eru til okkar. Siðbótin og samviskan Stjórnvöld sæta gagnrýni fyrir það hversu seint tiltektin gengur, endur- nýjunin, siðvæðingin, að uppræta siðleysi og spillingu... Ég held að slík gagnrýni eigi rétt á sér. En gagnrýnin á ekki bara að beinast að stjórnvöldum. Hún á að beinast að öllum þeim sem hafa ein- hver ráð á hendi. Við fáum fréttir af því sem er að gerast í skilanefndum bankanna, botnlausri spillingu þar sem menn eru að skammta sér tugi þúsunda fyrir hverja klukkustund sem þeir eru innstimplaðir, eru í lystiferðum og senda háa reikninga. Við fáum fréttir af innheimtubréfum upp á fjórðung úr milljarði. Hver er skýringin? Jú þetta er eitthvert hlut- fall af skuld sem til innheimtu er. Mér finnst þetta endurspegla ákveð- inn hugsunarhátt. Ég geri það sem ég kemst upp með. Ég geri það sem venjan og reglan leyfir. Þetta er gert í stað þess að beita eigin dómgreind og taka bara tvö þúsund kall fyrir að senda eitt innheimtubréf en ekki 250 milljónir. Við eigum að hugsa hver um sig: Hvað leyfist mér að gera? Það er kallað siðferði. Erum við þjóð með slæma samvisku? Við þurfum sjálf að breyta hlut- skipti okkar. Ef við förum út til ann- arra þjóða og stofnana og segjum að við séum þjóð sem virðir sínar skuld- bindingar og tekur alvarlega það sem hún hefur gert af sér breytum við hlutskipti okkar, þá breytum við andrúmsloftinu og þá breytast einn- ig þær samningsniðurstöður sem við getum fengið. Það verða til nýjar aðstæður þegar liggjandi maður rís á fætur. Við vitum ekki alveg hvað gerist. Við verðum að taka okkur saman í andlitinu. Við verðum að hætta að koma fyrir eins og þjóð með slæma samvisku. For- senda þess er að við bætum fyrir brot okkar. Þá verður samviskan hrein. helgarblað 14. ágúst 2009 föstudagur 17 „Það væri mjög eftir- sóknarvert að okkur auðnaðist að afgreiða þetta með 63 atkvæð- um gegn engu. Ég finn fyrir góðum vilja úr öllum áttum, frá öllum stjórnmálaflokkum að reyna að taka þannig á málinu. Það gera sér allir grein fyrir að þetta eru gríðarlegar fjár- skuldbindingar. Þetta snýst líka um orðspor Íslendinga.“ „Við fáum fréttir af því sem er að gerast í skila- nefndum bankanna, botnlausri spillingu þar sem menn eru að skammta sér tugi þúsunda fyrir hverja klukkustund sem þeir eru innstimplaðir, eru í lysti- ferðum og senda háa reikninga. Við fáum fréttir af innheimtubréfum upp á fjórðung úr milljarði.“ Samherjar í gegn um súrt og sætt „En í grundvallaratriðum erum við (Steingrímur) samstiga og samband okkar og vinskapur hefur þolað skoðanaágreining.“ Uns sekt er sönnuð „Við verðum að sýna að það stendur ekki á okkur að koma þeim í járn, sem að lögum, eiga að vera með þannig skraut á sér. Þetta segi ég ekki vegna refsigleði heldur vegna þess að við þurfum að virða réttarríkið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.