Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Qupperneq 39

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Qupperneq 39
helgarblað 14. ágúst 2009 föstudagur 39 Umsjón: Ásgeir Jónsson, Kristján H. Guðmundsson, Tómas Þ. Þórðarson Björgólfur Thor – Clive owen Breska sjarmatröllið Clive Owen myndi leik a Björgólf Thor. Þeir mega eiga það báðir að vera hávaxnir, myndarlegir og í góðu formi. Hel st eiga þeir þó það sameiginlegt að Clive Owen e r oftar en ekki hættulegur í myndum sínum, hvor t sem það sé góðu eða vondu köllunum. Björgól fur Thor er líka hættulegur. Þá heilli þjóð þó h ann noti ekki einu sinni vopn til þess. Pálmi haraldsson: Tim roTh Maður les lífsreynslu úr andlitsdráttum Pálma. Það gerir maður líka í tilvikiki Tim Roth. Pálmi er líklega nokkuð hærri en Roth, en hey: fyrst Ingvar E. Sigurðsson þótti nógu líkur þeim Erlendi rannsóknarlög- reglumanni sem lýst er í Mýrinni þá er Roth hæfur til að koma Pálma til skila á hvíta tjaldinu. Ótvíræðir leiklistarhæfileikar hans ættu líka að duga vel til og rúmlega það til að leika útrásarvíkinginn sem kenndur er við Fons. jóhanna sigurðardóTTir- hellen mirren Hin glæsilega Hellen Mirren myndi leika Jóhönnu Sigurðardóttur. Það væri tilkall til Óskarsverðlauna, ekki spurning. Þetta er bara eins og skrifað fyrir Óskarinn. Fyrsti kvennfosætisráðherra á Íslandi og fyrsti opinberlega samkynhneigði forsætisráðherra heims. Sem hefur verið í pólitík um áraraðir og lét þau eftir minni- legu orð falla „Minn tími mun koma“. Ef það er ekki Óskarsverðlaunastöff þá er það ekki til. geir h. haarde - jim Carrey sem grinCh Þegar Geir H. Haarde gegndi ennþá embætti forsætisráðherra gerðu blogggárungar í því að líkja honum við Jim Carrey í hlutverki Trölla eða The Grinch. Sökum þess hve breytt bros þeir félagar hafa. Það liggur því ljóst við að fá Carrey strax í gervið og í hlut- verkið til að fyrirbyggja allan misskilning. Fólk myndi strax kveikja hver væri þar á ferð. sTeingrímur j. sigfússon: jón gnarr sem georg Bjarnfreðarson Jón Gnarr myndi ekki þurfa að skapa nýjan karakter fyrir þetta hlutverk. Hann myndi einfaldlega fara í gervi Georgs Bjarnfreðarsonar sem hann hefur túlkað svo eftirminnilega í Næturvaktinni og Dagvaktinni. Þar með væri Steingrímur nánast lifandi kominn. Reyndar þyrfti að taka út samkynhneigðarfaktorinn. árni maThiesen - james woodsJames Woods ætti ekki að eiga í teljandi erfiðleikum með að ná frekar köldu yfirbragði fjármálaráðherrans fyrrverandi. Það er ekki ósvipað andlitsfallið á þeim og Woods yrði án efa sterkur sem dýralæknirinn sem gerði allt vitlaust án þess að vita af því í samskiptum sínum við Breta í kringum hrun Landsbankans. auKaPersÓNurNar ólafur ragnar grímsson – leslie nielsen Á meðan hruninu stóð og löngu fyrir það stóð forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson alveg glórulaus á Bessastöðum og horfði á allt hrynja í kringum sig. Það tekst engum betur að gera en Leslie Nielsen eins og frægt var í beint á ská myndunum. Báðir með aulabros á vör á meðan allt brennur til kaldra kola. ólafur Þ. hauksson - kevin james Ólafur Þ, sérstakur saksóknari, er ekki svo ólíkur Kevin James úr þáttunum The King of Queens. Í nýjustu mynd sinni lék James verslunarmiðstöðvarlöggu sem fór fram af fádæma fífldirfsku og að því er virtist getuleysi, en leysti samt málin. Það er ekki laust við að Ólafur komi upp í hugann þegar hugsað er um myndina. Sveita- jeppinn virðist oft á tíðum nokkuð týndur í haug spillingarinnar sem fjárglæframenn og spilltir pólitíkusar skildu eftir sig. En gæti verið að það sé bara pókerfeis? ingiBjörg sólrún gísladóTTir - meryl sTreeP Landið hrundi korteri eftir að hún komst lo ksins í stjórn en mínútu áður en það gerðist veik tist hún alvarlega. Öflugasti stjórnmálamaður Samfylkingarinnar þurfti að sitja á hliðarlín unum meðan landið brann. Hennar hlutverk gæfi mannlega þætti myndarinnar mikið vægi. Það þýðir ekkert minna en að fá stórleikkonun a Mer- yl Streep í hlutverk Ingibjargar. Hún hefur bæði leikið þingmann í myndinni Lions for Lamb s og konu sem glímir við erfið veikindi í One Tru e Thing. Þetta er tilkall til Óskars í aukahlutv erki. davíð oddsson - jaCk niCholsson Meðan Davíð gegndi starfi seðla- bankastjóra var honum stundum líkt við Jókerinn úr Batman. Myndir af honum í því gervi gerðu vart við sig í bloggheimum og mörgum þótti það eiga vel við. Þar sem Davíð var óhræddur við að segja skoðanir sínar á opinberum vettvangi og gerði allt vitlaust með yfirlýsingum sínum í Kastljósinu og á fleiri stöðum. Það virtist stundum sem hann væri jafnstjórnlaus og óútreiknanlegur og Jókerinn sjálfur. Þar sem Heath Ledger er of ungur til að leika Davíð var það afsjálfsögðu hinn þraulreyndi Jack Nicholsson sem færi með hlutverkið. En hann lék jókerinn eftirminnielga í fyrstu Batman-myndinni. eva joly: dr.ruTh (og angelina jolie)Engin önnur kemur til greina í hlutverk Evu Joly. Þessar skeleggu konur eru sláandi líkar í útliti. Vonandi fyrirgefurðu samlíkinguna, frú Joly, ef þú ert að lesa þetta þar sem kynlífsfræðingurinn er töluvert minni og eldri en þú. Mögulegt væri að fá handritshöfundinn til að vega þetta upp með því að skrifa alla vega eina senu sem gerist þegar Joly er ung og Angelina Jolie myndi þar leika „frænku“ sína. stjÓrNmálameNNirNir Björgvin g. sig- urðsson – maTThew BroderiCk Ungur og óreyndur gekk Björgvin G. Sigurðsson í gegnum bankahrunið hér heima og virtist stundum ekki hafa glóru hvað væri að gerast. Honum svipaði mikil til níunda áratugs persónunniar Ferens Bueler sem Matthew Broderick lék. Náttúr- lega aldrei jafntöff en Broderick er líka orðinn söngleikjalúði í dag þannig hann hentar afar vel sem fyrrverandi viðskiptaráðherrann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.