Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Blaðsíða 29
hafi haft áhrif á kommúnistann Hall-
dór Laxness meðan sagan um Þórð í
Kálfakoti var að brjótast í honum og
hafi haft áhrif á hina endanlegu mynd
af Bjarti í Sumarhúsum.
En þetta er nú bara reyndar bara
mín kenning, og ekki sérlega ígrund-
uð. Halldór var vissulega byrjaður að
hugsa um Þórð í Kálfakoti löngu áður
en málefni kúlakka komust í hámæli.
Hitt er aftur á móti víst að í mín eyru
fór Halldór hinum verstu orðum um
Bjart í Sumarhúsum, kallaði hann
„þurs“ og „afglapa“ og ég man ekki
hvað. Allavega endaði það ekki allt í
hinu niðurskrifaða viðtali, hreinlega
af því ég kunni ekki við að birta svo
eindregna fordæmingu hins roskna
höfundar á sögupersónu sinni.
Þótt ég sé hér að skemmta mér
við „name-dropping“, þá er þetta við-
tal mitt við Halldór síður en svo eina
dæmið þar sem höfundurinn lýsti
hreinlega andúð sinni á sögupersón-
unni Bjarti í Sumarhúsum. Og það er
alveg ástæðulaust að efast um að það
var svo sannarlega hvorki lof né prís
í garð hins íslenska heiðabónda sem
vakti fyrir Halldóri þegar hann skrif-
aði bókina. Þvert á móti. En þvílíkur
snillingur var Halldór að stíl og svo
fullur af samúð með persónum sín-
um (þegar út í verkið sjálft var kom-
ið) að einhvern veginn varð sú níð-
stöng sem hann hugðist reisa Bjarti í
Sjálfstæðu fólki að dýrðaróði til hans í
margra augum.
Frelsisþrá bóndans í
sumarhúsum?
Þar á meðal mínum, lengi vel. Eins
og ég drap á áðan, þá þurfti ég að lesa
Sjálfstætt fólk mörgum sinnum áður
en ég áttaði mig á því hvern mann
Bjartur í Sumarhúsum hafði í raun að
geyma. Ég trúði því, eins og Ögmund-
ur, Einar Már, Þorgrímur Einar og
margir fleiri, að Bjartur væri fyrst og
fremst tákngervingur frelsisþrárinnar.
Þótt hann væri kannski svolítið þver-
móðskufullur á stundum, þá bæri
honum lof og prís fyrir óaflátanlega
hvöt hans til að standa á eigin fótum,
öðrum óháður, já, hann var eiginlega
sjálfstæðishetja Íslands.
Svo rann það skyndilega upp fyr-
ir mér við fjórða eða fimmta lestur á
bókinni að ég hafði látið stílsnilldina
sem umlykur bóndann í Sumarhús-
um blinda mér gjörsamlega sýn.
Bjartur var ekki svolítið gallaður
en þó góður og ærlegur kall inn við
beinið.
Nei, hann er eitthvert versta
skrímslið í samanlögðum íslenskum
bókmenntum.
Lítum á feril Bjarts. Hann var
vinnumaður á Rauðsmýri í 17 ár og
það er gjarnan tekið til marks um
frelsisþrána sem bjó í brjósti hans að
öll þau ár hafi hann unnið sleitulaust
að því að brjóta af sér bönd kúgar-
anna og öðlast sjálfstæði. Gott og vel,
en það kemur skýrt fram í bókinni að
það var alls ekki dugnaður Bjarts og
elja þessi 17 ár sem gerði honum að
lokum kleift að hefja að lokum eigin
atvinnurekstur.
Nei, hann var keyptur til þess af
húsbændum sínum. Í staðinn tók
hann að sér konu sem hann elsk-
aði ekki og sem elskaði ekki hann.
Og sem bar undir belti barn ann-
ars manns. Með þessum ógeðfellda
kaupskap hófst atvinnurekstur Bjarts
í Sumarhúsum.
Þannig kom hann fótunum undir
„frelsi“ sitt.
Vék aldrei góðu að neinum
Og þótt konan, sem hann „tók að sér“
hefði þannig gert honum kleift að
opna sína eigin sjoppu – nei, afsakið,
stofna eigið býli – þá fór því fjarri að
hann sýndi henni þakklæti og skiln-
ing í raunum hennar. Aldeilis ekki.
Hann fór svívirðilega með þá konu,
virti hana einskis og bar að lokum
fulla ábyrgð á hræðilegum dauðdaga
vesalings konunnar. Og ekki lærði
Bjartur sína lexíu. Hann náði sér í
aðra konu sem hann virti engu meira
en hina fyrri, sama þó hún þrælaði
látlaust í fyrirtæki hans og bæri hon-
um fjölda barna í leiðinni. Nei, hann
vék aldrei góðu að þeirri konu, frekar
en öðru fólki.
Börnin sín fór hann skelfilega
með, lagði á þau hendur og níddist á
þeim á alla mögulega lund. Hrylling-
urinn sem einkenndi samskipti hans
við Ástu Sóllilju og drengina er eigin-
lega óbærilegur, strax maður og svipt-
ir hulu stílsnilldarinnar frá augunum.
Bjartur í Sumarhúsum víkur aldrei
góðu að nokkrum manni. Hann seg-
ir aldrei neitt fallegt við nokkra sál.
Hann leggur aldrei neinum lið né
hjálpar neinum, nema hann telji sig
geta haft eitthvert gagn af því. Kaflinn
þegar hann þekur frá konu sem hafði
ekki unnið sér annað til saka en reyna
að gleðja hann með góðu kaffi sýnir á
átakanlegan hátt hve vondur maður
hann var.
Sömuleiðis meðferðin á vesalings
kúnni.
Hann er ekki einu sinni góður við
hundinn sinn.
Hann hugsar aldrei um þarfir ann-
arra en sjálfs sín. Allt skal lúta valda-
þrá hans – því það má alveg eins líta
á drifkraftinn í lífi hans sem valdafíkn
eins og „frelsisþrá“.
sVo Vondur og illa
innrættur maður
Einhver gæti hugsanlega sagt honum
til afbötunar að líf hans sé svo erfitt,
lífsbaráttan svo hörð, að hann hafi
brynjað sig svona hressilega – enginn
megi fá færi á hans innri manni. Það
kann að vera rétt en þó eru ótal dæmi,
bæði í bókmenntum og raunveruleik-
anum, um fólk sem lifir erfiðu lífi en
hefur þó hjartagæsku til að víkja stöku
sinnum góðu að öðru fólki.
Það gerir Bjartur aldrei.
Í raun og veru er Bjartur svo vond-
ur og illa innrættur maður að það
er með mestu ólíkindum að menn
skuli enn taka sér nafn hans í munn
í jákvæðum tón – og vilja líkja sér við
hann líkt og ágætir menn eins og Þor-
grímur Einar gera.
Í rökfræði er stundum sagt að það
sé til marks um rökþrot ef menn fara
að líkja andstæðingum sínum við
Adolf Hitler. Þar með skjóti menn
svo ærlega yfir markið að það sé ekki
hægt að taka neitt mark á þeim eftir
það, því enginn geti verið jafnslæmur
og Adolf Hitler.
Ég ætla nú ekki að lenda í þessari
gildru, með því að líkja þeim sérstak-
lega saman, Bjarti í Sumarhúsum og
Adolfi Hitler. En mér finnst eiginlega
að þeir sem vilja brúka Bjart til stuðn-
ings sínum sjónarmiðum í pólitík eða
lífinu almennt, þeir séu á hálum ís.
Með því að líkja sér eða skoðunum
sínum við þennan „afglapa“ og „þurs“
eins og skapari hans komst meira að
segja sjálfur að orði.
eru útrásarVíkingarnir
bjartur?
Og þá er meira að segja alveg horft
framhjá því að allur atvinnurekstur
Bjarts var gjörsamlega mislukkaður.
Ef líkja á Bjarti við eitthvað í samtíma
vorum, þá væru það kannski einna
helst – þó ótrúlegt megi virðast – út-
rásarvíkingarnir. Þeir vildu líka um-
fram allt vera sjálfstæðir og upphaf og
endir sumra útrásarvíkinga var engu
félegri en hjá Bjarti í Sumarhúsum.
Hann gat lengi vel varla séð fyrir sér
og sínum, þrátt fyrir að keypt hafi ver-
ið undir hann kot, en þegar hann hóf
allt í einu útrás með húsbyggingunni
misráðnu, þá fór allt út um þúfur.
Heimsstyrjöldinni var kennt um,
rétt eins og útrásarvíkingar nútím-
ans kenna heimskreppunni um sín-
ar ófarir.
Og Bjartur hrökklaðist aftur á
nýtt örreitis kot. Við skulum ekki fara
þangað með honum. Það er vond vist
nálægt Bjarti í Sumarhúsum.
helgarblað 14. ágúst 2009 föstudagur 29
SKRÍMSLIÐ Í SUMARHÚSUM
jón sigurðsson Enginn veit hvernig
Jón forseti hefði kosið í Icesave-málinu.
halldór laxness Nóbelsskáldið vildi svara fegraðri mynd Knuts Hamsun af
smábónda með kúgaranum Bjarti í Sumarhúsum.
Kammakarlo Barnaföt
Bæjarlind 12 Kópavogi
s.554-5410
www.kammakarlo.is
ÚTSALAN
í fullum gangi!