Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Blaðsíða 4
Sandkorn
n Stjörnulögfræðingurinn Sveinn
Andri Sveinsson fagnaði 46 ára
afmæli sínu á Tenerife á miðviku-
daginn. Afmælisóskirnar létu ekki
á sér standa,
ekki síst á
Facebook.
Ekki vantaði
fegurðardís-
irnar sem
köstuðu
kveðju
á Svein
Andra og
má þar nefna fyrirsætuna Ásdísi
Rán, söngfuglinn Önnu Mjöll
og alheimsfegurðardrottning-
una Lindu P. Sveinn Andri er svo
sannarlega herramaður og gaf það
strax út að hann ætlaði að svara
hverri einustu kveðju. Það gekk
ekki betur en svo að í miðjum
klíðum fékk Sveinn Andri meld-
ingu frá stjórnendum Facebook
sem bönnuðu honum að halda
áfram að svara kveðjunum. Lög-
fræðingurinn þorði ekki annað en
að hlýða netlöggunni enda lent í
því fyrir stuttu að vera hent út af
samskiptasíðunni.
n Útrásarvíkingarnir fá nú að
kenna á reiði manna hver á fætur
öðrum. Þannig urðu Hreiðar Már
Sigurðsson og Karl Wernersson
báðir fyrir því að rauðri olíu var
slett á hvíta veggi húsa þeirra að-
faranótt fimmtudags, fráleitt þeir
fyrstu til að lenda í þessu og senni-
lega ekki þeir síðustu. Væntanlega
er ekki gaman að vakna og sjá að
ráðist hefur verið á hús manns
og þurfa að auki að láta mála yfir
skemmdirnar. Gárungarnir velta
hins vegar fyrir sér hvort það sé
ekki einfaldast fyrir fyrrverandi
útrásarvíkinga að mála hús sín
rauð og vona að skemmdarvarg-
arnir eigi ekki fyrir málningu í
öðrum lit.
n Ólafur Arnarson hefur verið
duglegur við að skrifa úttektir á
vefinn Pressan.is eftir að hann
sendi frá
sér bókina
Sofandi að
feigðarósi.
Nýlega velti
hann fyrir
sér hvernig
utanþings-
stjórn myndi
líta út ef
svo ólíklega færi að ríkisstjórnin
springi út af Icesave og þingmenn
kæmu sér ekki saman um aðra
ríkisstjórn. Hann fór í Háskóla
Íslands til að finna sér forsætis- og
menntamálaráðherra í rektornum
Kristínu Ingólfsdóttir og meðal
annarra má nefna Katrínu Péturs-
dóttur, Hermann Guðmundsson,
Höllu Tómasdóttur, Gylfa Arn-
björnsson og Rögnu Árnadóttur
sem fengi að sitja áfram. Í utan-
þingsstjórnina velur hann svo tvo
fyrrverandi þingmenn Sjálfstæð-
isflokksins, Þorstein Pálsson og
Vilhjálm Egilsson.
4 föstudagur 14. ágúst 2009 fréttir
365 miðlar greiða ekki afborganir af lánum sínum á þessu ári. Félagið er of skuld-
sett segir forstjóri þess Ari Edwald en samið hefur verið um skuldir við lánveit-
endur félagsins. Aðallega Nýja Landsbankann. Félagið tapar á Fréttablaðinu og ef
staða blaðsins versnar þarf að bregðast við því segir Ari.
365 greiðir
ekki af lánum
365 miðlar, sem meðal annars reka
Fréttablaðið, Stöð 2 og Bylgjuna svo
eitthvað sé nefnt, greiða ekki afborg-
anir af lánum sínum á þessu ári.
Þetta kemur fram í bréfi sem forstjóri
365 miðla, Ari Edwald, sendi starfs-
mönnum í gær og DV hefur undir
höndum.
Forstjórinn boðaði til fundar
með starfsmönnum 365 í gær þar
sem farið var yfir stöðu fyrirtækisins.
Samdægurs sendi Ari síðan starfs-
mönnum póst þar sem hann stiklaði
á stóru í rekstri félagsins og þeirra
miðla sem það rekur. DV hefur það
bréf undir höndum og bar það sem
þar kemur fram undir forstjórann.
Engar afborganir
„Allir sem til þekkja vita að 365 miðl-
ar eru of skuldsett. Fyrirtækið er
ekki að greiða afborganir af lánum
á þessu ári. Við höfum hins vegar
samið um allar skuldir við lánveit-
endur félagsins sem eru aðallega
Nýi Landsbankinn og að litlu leyti
Íslandsbanki,“ segir í bréfinu sem
Ari Edwald sendi starfsmönnum 365
í gær. Í samtali við DV segir Ari Ed-
wald að algengt sé að fyrirtæki séu
ekki að greiða niður höfuðstól lána
um þessar mundir. „ Við höfum frá-
gengna samninga um alla okkar fjár-
mögnun. Þeir samningar hafa ekki
gert ráð fyrir afborgunum á þessu
ári,“ segir Ari spurður um málið.
„Þessi lán eru til nokkurra ára með
nokkrum skilyrðum þegar tíminn
vindur fram og það eru bara skil-
yrði sem við teljum okkur geta stað-
ist. Miðað við þá vexti sem eru í dag
og efnahag félagsins myndi það ekki
ganga upp til lengri tíma að hafa ekki
betri afkomu en við höfum í dag, en
samt sem áður er árangurinn langt
yfir væntingum.“
Umrædd lán eru samkvæmt Ara
tæknilega á Rauðsól sem keypti miðl-
ana 3. nóvember í fyrra en unnið er
að sameiningu þessara félaga undir
nafni 365 miðla, þá verði ekkert eign-
arhaldsfélag í kringum 365. Rauðsól
er í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.
Ari segir bankana ánægða með rekst-
ur félagsins, sem fram hafi komið við
vinnu í kringum lánasamningana.
Tapa á Fréttablaðinu
Ari segir í bréfi sínu að óvissan snú-
ist sem fyrr um hvað gerist í umhverf-
inu sem hefur áhrif á eftirspurn og
hvernig gengi krónunnar þróist. Nið-
urstaðan sé þó misjöfn eftir miðlum.
„Við erum að tapa á Fréttablaðinu,
en þar munar mest um janúar og að
hluta febrúar. Síðan þá höfum við
haft nokkuð góð tök á stöðunni, en
engu að síður er tap í júní og júlí,“ seg-
ir í bréfinu. Ari segir 365 enn standa
við leiðrétta áætlun Fréttablaðsins
sem gerir ráð fyrir að árið í heild sé
án taps. „Við vissum að sumarið yrði
erfitt en gerum ráð fyrir að árstíða-
sveiflan í því rétti sig af með haust-
inu. Ef ástandið versnar hins vegar
frá áætlun þyrfti að bregðast við með
einhverjum hætti,“ segir í bréfinu.
Spurður um þennan þátt segir Ari að
365 eins og önnur fyrirtæki á Íslandi
sé háð efnahagsástandinu og ekki sé
hægt annað en að vona að hlutirnir
fari að ná eðlilegum dampi. „En ég vil
á þessum tímapunkti ekki úttala mig
í því í hverju það felst,“ segir Ari þeg-
ar hann er spurður hvernig tekið yrði
á því.
4,4 milljarðar í skuldir
Spurður um skuldir 365 og stöðu þess
segir Ari skuldirnar vera þær sem yf-
irteknar voru við kaup Rauðsólar á
fyrirtækinu í nóvember. „Þá var félag-
ið keypt á 5,9 milljarða og það voru
1500 milljónir greiddar í peningum
og 4,4 milljarðar í yfirteknum skuld-
um. Og það eru skuldirnar með þeim
vöxtum sem þær skuldir hafa safnað
síðan. Þannig er staðan,“ segir Ari
Fram kemur í bréfinu að tekjur 365
miðla hafi verið nálægt áætlun fyrstu
sex mánuðina, eða um 3,9 milljarð-
ar króna, sem sé samdráttur um 550
milljónir króna frá fyrra ári. Ebitdan,
það er afkomu fyrirtækja áður en tek-
ið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxta-
tekna, skattgreiðslna og afskrifta, sé
230 milljónir króna fyrstu sex mánuði
ársins en verið 135 milljónir króna
samkvæmt áætlun. Ari segir þetta
góðan árangur í ljósi aðstæðna. Fjár-
festir sem DV ræddi við segir að þegar
230 milljónir fáist upp í afborganir og
vexti sé það ansi lítið.
Ebitda áætlun ársins hjá 365
hljóðar upp á um 650 milljónir króna
samanborið við niðurstöðu á síðasta
ári upp á 400 milljónir króna og rúm-
ar 900 milljónir árið 2007. „Þannig
að við drögum dám af því höggi sem
þessi markaður hefur orðið fyrir en
þessi bati frá síðasta ári sýnir að við
erum að ná miklum árangri að glíma
við aðstæðurnar,“ segir Ari Edwald
að lokum.
Sigurður MikaEl jónSSon
blaðamaður skrifar: mikael@dv.is
„Við höfum auglýst síðan í vor en okk-
ur vantar enn tvo eða þrjá kennara til
starfa,“ segir Heiðrún Óladóttir, skóla-
stjóri Grunnskólans á Þórshöfn þar
sem eru þrettán kennarastöður. Skól-
inn verður settur 24. ágúst og hefur
Heiðrún því viku til stefnu til að manna
stöðurnar. Í því erfiða atvinnuárferði
sem ríkir er hún hálfundrandi á því að
fleiri hafi ekki sótt um. „Ég er hálfhissa
á þessu. Ég hef ekki lent í þessu svona
slæmu áður,“ segir hún. Heiðrún hefur
þó alls ekki gefið upp vonina og held-
ur áfram að leita að kennurum.
Tæplega 140 kennarar voru skráð-
ir atvinnulausir í júnímánuði en ekki
liggja fyrir gögn um hversu margir
þeirra eru atvinnulausir nú. Kristinn
Breiðfjörð Guðmundsson, formað-
ur Skólastjórafélagsins og skólastjóri
Foldaskóla, segir að vel hafi gengið
að manna grunnskóla á höfuðborgar-
svæðinu og suðvesturhorninu en hef-
ur enn ekki handbærar upplýsingar
um stöðuna í grunnskólum úti á landi.
Þó liggur fyrir að einhver hluti kenn-
ara er enn án atvinnu.
Eiríkur Jónsson, formaður Kennara-
sambands Íslands, segir það lensku
í erfiðu efnahagsárferði að þá gangi
betur en ella að manna skólana. Í
góðæri flýi kennaramenntaðir lágu
launin í skólunum og voru dæmi um
að kennarar færu að vinna í bönkun-
um. Nú hefur dæmið hins vegar snú-
ist við og margir kennaramenntaðir
fastréðu sig hjá skólunum strax í vor
til að tryggja sér vinnu. Hann harmar
að það þurfi efnahagslægð til að kenn-
arastöður séu fullmannaðar.
Að sögn Eiríks hafa mun færri leitað
aðstoðar Kennarasambandsins nú í
haust en síðustu ár sem hann telur
merki um betri atvinnustöðu.
Hins vegar verður ekki að fullu ljóst
hver staðan í skólum landsins er fyrr
en skólahald er hafið. Þá verða einnig
teknar saman nýjar tölur yfir atvinnu-
lausa kennara.
Kennarar með tilheyrandi menntun
hafa iðulega þótt veita kennslustarf-
inu frekari gæðastimpill en þegar leið-
beinendur sinna starfi þeirra eins og
algengt hefur verið í góðærinu. Ólaf-
ur Loftsson, formaður Félags grunn-
skólakennara, vekur athygli á að nið-
urskurður í menntakerfinu hefur hins
vegar þau áhrif nú að kennarastöð-
um hefur á stöku stað verið fækkað og
jafnvel þó að nemendum fjölgi hefur
ekki verið bætt við kennurum.
erla@dv.is
Betri staða í höfuðborginni Betur hefur gengið að manna stöður á höfuðborgar-
svæðinu en sums staðar á landsbyggðinni.
Enn hefur ekki tekist að manna allar kennarastöður við Grunnskólann á Þórshöfn:
Undrandi á kennaraskorti
auðmaðurinn og eigandinn Jón
Ásgeir Jóhannesson á Rauðsól sem
keypti 365 3. nóvember í fyrra. Keypti
félagið á 5,9 milljarða króna.