Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Blaðsíða 46
Blóðþyrsta Bender-fjölskyldan Bender-fjölskyldan var fjölskylda raðmorðingja. Fjölskyldan átti verslun og gisti- heimili í Neosho-sýslu í Kansas í Bandaríkjunum árið 1872 til 1873. Gistiheimilið var sóðalegur staður sem hét Wayside-gistihúsið. Fjölskyldan samanstóð af John Bender, eiginkonu hans Marli og börnunum John yngri og Kate. Almennt er talið að Kate hafi verið driffjöðurin í morðunum sem fjölskyldan framdi. Lesið um Bender-fjölskylduna í næsta helgarblaði DV. AfbrýðisAmi læknirinn Buck Ruxton hélt að hann hefði framið hinn fullkomna glæp eftir að hann hafði myrt eiginkonu sína og þjónustustúlku og losað sig við líkamsleifar þeirra. En hann fór villur vegar. Buck Ruxton fæddist í Mumbai, sem þá hét Bombay, á Indlandi og hét upphaflega Buktyar Rustomji. Árið 1930 flutti hann til Englands og setti á laggirnar eigin lækna- stofu í Lancaster. Hann var vel metinn og vinsæll og þekktur fyr- ir að fella niður gjöld ef sjúklingar höfðu ekki ráð á að greiða þau. Hann bjó í óvígðri sambúð með Isabellu og áttu þau þrjú börn. Isa- bella var lífsglöð kona sem naut þess að fara út á lífið. Buck var hinsvegar tilfinningalega óstöð- ugur og afbrýðisamur svo jaðraði við geðveiki og sannfærðist um að Isabella ætti í leynilegu ástarsam- bandi. Afbrýðisemi Bucks jókst í réttu hlutfalli við vinsældir Isabellu og átti hann til að missa stjórn á skapi sínu á bak við luktar dyr. Í einu æð- iskasti, 15. september, 1953, kyrkti Buck Isabellu með berum hönd- um. Þjónustustúlkan sameinast Isabellu Sagan segir að Mary Rogerson, þjónustustúlka hjónanna, hafi fyr- ir slysni orðið vitni að morðinu. Hvort sem það er rétt eða ekki ákvað Buck að taka enga áhættu og því fór hún sömu leið og Isabella. Eftir að hafa myrt konurn- ar bretti Buck upp ermarnar og flutti lík þeirra inn á baðherbergi og hófst handa við að hluta líkin sundur. Buck beitti læknisþekk- ingu sinni og á fagmannlegan máta sundurlimaði hann líkin og vafði líkamshlutunum inn í dagblað líkt og slátrarar gerðu við kjötborðið. Hann fjarlægði húðina á fingrum þeirra og allt sem hugsanlega gæti orðið til þess að kennsl yrðu borin á líkin. Í skjóli nætur bar hann af- raksturinn út og setti í farangurs- geymslu bifreiðar sinnar. Fleygt í afskekkt gil Buck var ágætlega kunnugur við skosku landamærin þar sem byggð var strjál og um nóttina ók hann sem leið lá til Gardenholme Linn, suður af Edinborg. Þar vissi hann af gili einu sem var svo afskekkt að litlar líkur voru á mannaferðum þar. Það var afleitt veður þegar Buck staðnæmdist á brún gilsins og öfl- ugar vindkviður og regn börðu á bílnum. Buck lét það ekki á sig fá en hófst handa við að dreifa inn- pökkuðum líkamshlutunum um gilið. Þegar hann ók heim á leið hlýtur hann að hafa verið sannfærður um að hafa framið hinn fullkomna glæp og hann spann í huganum upp fjar- vistarsönnun ef á þyrfti að halda. Stöðvaður af lögreglu Þegar læknirinn afbrýðisami ók inn í bæinn Kendal í Westmorland varð hann fyrir því óláni að aka á hjólandi vegfaranda. Sá slapp þó ómeiddur frá árekstrinum en var ekki sáttur við aksturslag lælnis- ins og lagði því á minnið skráning- arnúmer og gerð bifreiðarinnar og hafði síðan samband við lögregl- una. Án efa hefur Buck svitnað þeg- ar hann var stöðvaður af lögregl- unni við vegartálma í Milnthorpe og varpað öndinn léttar þegar hon- um var fyrirskipað að hafa sam- band við lögregluna vegna slyssins daginn eftir, en ekkert leitað í bif- reiðinni. En það átti eftir að vera skammgóður vermir. Mary Rogerson saknað Adam var ekki lengi í Paradís og ekki leið á löngu þar til lögregl- an hafði samband við Buck vegna Mary Rogerson, vegna fyrirspurnar af hálfu móður hennar. Buck sagði að Mary hefði ekki komið til vinnu í tvo daga og lét lögreglan það gott heita. En tveimur dögum síðar hafði lögreglan aftur samband og þá vegna Isabellu sem saknað var af vinafólki. Buck sagði að hún hefði sennilega farið til Blackpool með elshuga sínum. Enn og aftur tók lögreglan orð Bucks trúanleg, hann var jú þrátt fyrir allt læknir. En uppfrá við skosku landa- mærin gerðist það sem Buck hafði síst átt von á. Göngugarpur hafði rekist á nokkra böggla innpakk- aða í dagblöð og við nánari athug- un kom hið óhugnanlega innihald í ljós. Svo margir voru bögglarnir að lögreglan hélt í fyrstu að um væri að ræða fimm lík, en nánari rann- sókn í Edinborgarháskóla leiddi í ljós að um var að ræða tvö kven- mannslík; annað af ungri konu og hitt af konu á fimmtugsaldri. Eftir að lögreglan athugaði skrár um fólk sem saknað var var aðeins spurning um tíma hvenær hana bæri niður hjá Buck Ruxton. Mistök læknisins Sérstaklega var tvennt sem lækn- irinn afbrýðisami hafði gert og var íhugunar virði. Hann hafði pakkað líkamshlutunum inn í staðardag- blöð og eins hafði það verið mein- leg óheppni fyrir hann að hafa ekið á hjólandi vegfaranda í Kendal á leiðinn heim nóttina örlagaríku. Auk þess var með snilldarleg- um réttarvísindum hægt að færa sönnur fyrir því að líkin sem fund- ust væru af Mary og Isabellu. Örlög Bucks voru ráðin en engu að síður lifði hann í voninni um að góður lögfræðingur gæti forðað honum frá gálganum. Honum varð ekki að ósk sinni og var hengdur að morgni 12. maí, 1936. UMsJóN: KoLBeiNN þorsteiNssoN, kolbeinn@dv.is Eftir að hafa myrt konurnar bretti Buck upp ermarnar og flutti lík þeirra inn á baðherbergi og hófst handa við að hluta líkin sundur. 46 föstudagur 14. ágúst 2009 sakamál Buck Ruxton Gerði afdrifarík mistök í kjölfar morðanna. Isabella, sambýliskona Bucks Galt fyrir lífsgleði sína með lífinu. Mary Rogerson Var hugsanlega vitni að morðinu á isabellu. auglýsingasíminn er 512 70 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.