Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Blaðsíða 16
Ögmundur Jónasson, heilbrigðis-
ráðherra og einn helsti forystumað-
ur Vinstrihreyfingarinnar - græns
framboðs, er einn af arkitektum rík-
isstjórnar VG og Samfylkingarinn-
ar. Hann teflir mannréttindum gegn
eignatjóni af völdum bankahrunsins
og telur þau vera undirstöðu velferð-
arstjórnmálanna.
Sumir telja að þjóðþinginu beri bók-
staflega skylda til þess að setja fyrir-
vara við þungar skuldbindingar telji
það að þær sligi efnahagslífið og að
innviðir efnahagslífsins bogni undan
þunganum og ógni öryggi þjóðarinn-
ar. Fylgir þú þessari röksemd?
Þetta er hárrétt og hverju orði
sannara. Og ég held að ekkert ann-
að þjóðþing í heiminum geti gert at-
hugasemdir við slíka fyrirvara. Þegar
Bretar og Hollendingar, sérstaklega
Bretar, eru með fordæmingar í okkar
garð ættu þeir að ganga varlega um
sali. Þeir töldu að neyðarlögin sem
sett voru hefðu mismunað mönn-
um í þágu íslenskra þegna. Það kann
að vera. En hvað gerðu þeir sjálf-
ir með hryðjuverkalögunum þegar
þeir frystu eigur íslensks banka, stór-
sködduðu efnahag þjóðarinnar og
fjármálastofnana sem þeir bókstaf-
lega felldu. Þetta afsakar ekki mann-
skapinn sem er valdur að ógæfu okk-
ar. En ég er að benda á að Bretar hafa
ekki hreinan skjöld. Hvert samfélag
reynir að verja sína innviði.
Svo er það annað, og ég endur-
tek að við eigum að standa við okk-
ar skuldbindingar. Allir eru nú upp-
teknir af eignarréttinum af því að
einstaklingar, stofnanir og sjóðir eru
að tapa innistæðum sínum eftir að
hafa leitað uppi hærri vexti en buð-
ust annars staðar. Þetta er slæmt rétt
eins og annað tjón sem menn verða
fyrir. En það eru til annars konar rétt-
indi. Við köllum þau mannréttindi.
Það er réttur öryrkjans og láglauna-
mannsins og réttur mannsins sem
þarf að leggjast inn á krabbameins-
deild Landspítalans eða liggja þar í
nýrnavél. Þegar við förum að meta
réttindin, eignarréttindin annars
vegar og mannréttindin hins vegar
vaknar spurningin um það hvar við
stöndum í pólitíska litrófinu. Hvaða
hagsmuni ætlum við að verja? Ætl-
um við að setja í forgang rétt eigna-
mannsins sem er að missa eigur sín-
ar eða hins sem er að gera kröfu til
þess að njóta mannréttinda. Þessu
þurfum við öllu að tefla saman. Þjóð
sem lendir í þrengingum og verður
fjárvana, hún forgangsraðar. Ég vil
forgangsraða undir fánanum sem
þessi ríkisstjórn hóf að húni um vel-
ferðarsamfélagið.
Fellur ríkisstjórnin ef Icesave fer ekki í
gegn um þingið?
Ég held að allir geri sér grein fyr-
ir því að hrár Icesave-samningurinn
fer ekki í gegn um þingið. Það er al-
veg deginum ljósara. Það eru ýmsir
sem vilja fella samninginn. Ég segi
fyrir sjálfan mig að ég hefði helst vilj-
að fá þennan samning út úr sögunni.
Ég geri mér jafnframt grein fyrir því
að það gæti mistúlkast sem svo að
við vildum ekki gangast við skuld-
bindingum okkar, sem aftur gæti haft
alvarlegar afleiðingar fyrir okkur. Og
þá leita ég að öðrum kostum. Eru til
einhverjir millileikir þar sem við tök-
um upp viðræður við þessi ríki? Það
er vert að skoða. Nú er á vinnslu-
borðinu hvort hægt sé að finna fyr-
irvara sem eru ásættanlegir fyrir Aþ-
ingi. Ég vonast til þess að um þetta
geti orðið víðtæk sátt.
Átökin innan VG
Tekst þú á við Steingrím J. Sigfússon
um völd og áhrif innan VG? Margir
velta því fyrir sér hvort framganga
þín í Icesave beri þessu vitni?
Þetta er af og frá. Ég neita því ekki
að ágreiningurinn reynir mjög á okk-
ur báða og félaga okkar. Þetta mega
hins vegar ekki verða átök um per-
sónur en því miður er alltaf tilhneig-
ing til að persónugera málefnalegan
ágreining. Þeir sem þekkja til sam-
bands okkar Steingríms J. Sigfús-
sonar vita hins vegar miklu betur.
Við höfum verið samherjar og vin-
ir í áralangri baráttu þótt við höfum
ekki alltaf verið sammála um alla
16 föstudagur 14. ágúst 2009 helgarblað
Jóhann hauksson
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Þurfum Hreina
sa visku
„Ég neita því ekki að
ágreiningurinn reynir
mjög á okkur báða og
félaga okkar... Þeir sem
þekkja til sambands
okkar Steingríms J. Sig-
fússonar vita hins veg-
ar miklu betur.“
Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra teflir djarft til þess að draga úr nauðung Icesave-samninganna.
Hann gengur fram fyrir skjöldu og telur að breið samstaða á Alþingi um fyrirvara við samninginn sé mest
um verð. Þvert á viðtekin viðhorf telur Ögmundur að með því að fara eins langt gegn Icesave-samningnum
og frekast er unnt megi bjarga stjórnarsamstarfinu. Í samtali við Jóhann hauksson útskýrir Ögmundur
það sjónarmið baráttumannsins að þjóð með góða samvisku nái betri samningum.
að nálgast hið rétta „Þetta snýst
ekki um að vantreysta einum eða
neinum. Ég vil að Ísland geti staðið
við skuldbindingar sínar en ég vil líka
vera sannfærður um að við séum að
gera rétt.“ myndir BraGi Jósefsson