Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Blaðsíða 44
44 föstudagur 14. ágúst 2009 Kveðjum stelpurnar EM-fararnir í íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu verða í sviðsljósinu á laugardaginn þegar þær mæta Serbíu í fyrsta leik undankeppni heimsmeistaramótsins á Laugardalsvelli klukkan 14.00. Fær landinn þar tæki- færi til að berja stelpurnar okkar augum í síðasta skiptið áður en þær halda á vit ævintýranna í Finnlandi á Evrópumótinu. Síðast þegar þjóðirnar mætt- ust valtaði íslenska landsliðið yfir það serbneska, 5-0, á Laugardalsvellinum en á þeim leik var sett áhorfendamet. Við hvetjum alla til að fjölmenna og kveðja stelpurnar með stæl. UMSjón: tóMaS þór þórðarSon, tomas@dv.is Þeir fótboltaunnendur sem sjá sér ekki fært að fylgjast með íslenska boltanum á sumrin eru nú hver af öðrum að vakna úr sumarlöngum dvala. Uppáhald allra landsmanna, enska úrvalsdeildin eða hin deild- in okkar hér heima, hefst á laugar- daginn og er tíu leikjum að vanda vel pakkað inn á tveimur dögum. DV spáði fyrir um lokastöðu deildarinn- ar í síðasta helgarblaði og heldur því fram að Chelsea verði meistari. Það er mikið af spurningamerkj- um við upphaf deildarinnar eins og svo oft áður. Hvað gera meistar- ar Manchester United án Ronald- os? Missti Liverpool of mikið með Alonso? Er Carlo Ancelotti nægilega góður þjálfari fyrir ensku úrvals- deildina? Hvaða lið verður spútniklið ársins? Ætlar Stoke í alvöru að halda áfram að byggja leik sinn á löngum innköstum? Fær Jói Kalli að spila? Og ætlar Tottenham enn eina ferðina að sjá til þess að stuðningsmenn verði með tárin í augunum fram í maí? Það eru níu langir mánuðir þar til við fáum svör við öllu þessu en þang- að til eru 380 leikir sem þarf að spila og við þökkum pent fyrir að fá að fylgjast með því. Innrásin í efstu fjögur DV spáði því í síðasta helgarblaði að einokun þeirra fjóru stóru yrði rofin í ár. Ríkisbubbarnir í Manchester City koma með ógnvænlegt lið til leiks og spáði DV því að það myndi skjóta sér í fjórða sætið á meðan Arsenal dytti niður í það fimmta. City hefur auð- vitað verið afar duglegt á leikmanna- markaðinum á meðan Arsene Weng- er hefur ekkert gert hjá Arsenal nema selja tvo sterka menn. Hvert? Jú til Arsenal. Þú kaupir ekki liðsanda segja margir. Vissulega. Það er mikið verk fyrir höndum hjá Mark Hug- hes að púsla liðinu saman og það tók hann nú nægilega langan tíma í fyrra. Ef Chelsea er til dæmis bor- ið saman við City varðandi peninga plús árangur er einn augljós mun- ur. Chelsea byggði sitt veldi á traust- um undirstöðum. Fyrir í liðinu voru heimsklassa landsliðsmenn og leið- togar á borð við John Terry og Frank Lampard. Þetta City-lið er þó afskap- lega vel mannað og það einfaldlega skal, já skal blanda sér í baráttuna. Jói Kalli kominn aftur Þrír Íslendingar leika í ensku úr- valsdeildinni í ár. Því miður færri en Norðmenn sem hafa aldrei skilið af hverju Íslendingar eru svo oft fleiri en þeir í þessari bestu deild heims. Hermann Hreiðarsson ákvað að vera áfram hjá Portsmouth sem DV spáði fallbaráttu enda liðið misst afskap- lega mikið og ekkert keypt þrátt fyr- ir að milljarðamæringur hafi nýver- ið keypt liðið. Grétar Rafn Steinsson verður að vanda í hægri bakverð- inum hjá Bolton sem DV spáði að myndi enda rétt fyrir neðan miðju. Kaup Bolton fyrir tímabilið virka mjög skynsamleg og gæti Bolton átt gott tímabil í ár. Þriðji Íslendingurinn, Jóhann- es Karl Guðjónsson, kom upp með einu skemmtilegasta liði síðasta árs á öllu Englandi. Burnley heillaði marga með framgöngu sinni í báð- um bikarkeppnum þar sem það náði hreint ótrúlegum úrslitum. Þjálfar- inn Owen Coyle virðist einstaklega hæfur í að ná mönnum upp á tærnar fyrir leiki og er fyrir löngu kominn í guðatölu þar á bæ. Afar líklegt þykir þó að okkar maður muni verma tré- verkið eins og hann gerði svo mikið í fyrra en Jói Kalli er baráttuhundur og mun gefa sig allan í verkefnið þeg- ar hann fær tækifærið. DV spáir þó Burnley falli enda leikmannahópur- inn engan veginn nógu góður fyrir ensku úrvalsdeildina. Evrópubaráttan Eins og alltaf snýst allt fyrir neðan efstu fjögur um að ná Evrópusæti. Það er í raun það eina sem mörg lið geta stefnt að enda á enginn séns í stórliðin á toppnum. Í fyrra gerðist loksins eitthvað óvænt þegar Fulham krækti sér í Evrópusæti með vasklegri framgöngu allt tímabilið þar sem heimavöllur var þeirra virki. Baráttan var þó mjög hörð og má búast við því sama í ár. Everton og Aston Villa eru alltaf líklegir kandídatar í þá baráttu en ef City ætlar að blanda sér í bar- áttu efstu fjögurra liðanna gefur auga leið að þá fer hinum Evrópusætun- um að fækka. Lið eins og West Ham og Tott- enham sem áttu lengi möguleika á Evrópusæti í fyrra vilja eflaust gera betur og svo er alltaf beðið eftir ein- hverju liði sem spilar fram úr getu eins og Fulham í fyrra. Það gæti vel orðið Blackburn í ár með Stóra Sam í brúnni, jafnvel Bolton þó afar tæpt sé. Eitt er þó allavega morgunljóst að fram undan eru frábærir mánuðir af frábærum fótbolta, frábærum mörk- um og umdeildum atvikum. Liðin ykkar hefja leik um helgina og er ekki annað hægt en að lyfta glasi og bjóða góða skemmtun. Tímabilið 2009/2010 í ensku úrvalsdeildinni – deild allra landsmanna – hefst með pomp og prakt um helg- ina. Nokkra áhugaverða leiki má finna og eru meðal annars stórleikir bæði laugardag og sunnudag. DV mun fylgjast grannt með enska boltanum að vanda og hita upp fyrir hverja helgi með tippkeppni og fleiru skemmtilegu. Allt klárt á EnglAndi TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Laugardagur 15. ágúst 11.45 Chelsea - Hull 14.00 Blackburn - Man. City 14.00 Aston Villa - Wigan 14.00 Bolton - Sunderland 14.00 Portsmouth - Fulham 14.00 Stoke - Burnley 14.00 Wolves - West Ham 16.30 Everton - Arsenal Sunnudagur 16. ágúst 12.30 Man. Utd - Birmingham 15.00 Tottenham - Liverpool lEikir hElgArinnAr Klár í bátana Magnaði framherjinn Fernando torres er aðeins ein af þeim fjölmörgu ofurstjörnum fótboltans sem fara af stað í ensku úrvalsdeildinni um helgina. H&N-MyNd AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.