Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Blaðsíða 40
40 föstudagur 14. ágúst 2009 helgarblað Íslenskum Facebook-notendum fer sífellt fjölgandi og eiga sumir mörg þúsund vini á samskiptasíðunni. Sum vináttu- böndin eru traustari en önnur og því óþarfi að deila hverju klikki á Facebook með öllum heiminum. Danska upplýsinga- tæknifyrirtækið Komfo hefur gefið út tíu ráð fyrir notendur Facebook til að vernda einkalíf sitt á síðunni. Lilja Katrín Gunnarsdóttir VERNDAÐU EINKALÍFIÐ Á FACEBOOK Áður en þú lest þessi ráð ættirðu fyrst a ð fara í gegnum vinalistann þinn og ath uga hve marga af vinum þínum þú þekkir í raun og veru. Ótrúlega marg ir á Facebook eiga haug af vinum og ha fa kannski samskipti við tíu pró- sent af þeim í besta falli. Því er sniðugt a ð nýta sér ráðin tíu sem danska upplýsi ngatæknifyrirtækið Komfo hefur gefið út. Með því að nýta sér ráðin tíu e r hægt að takmarka upplýsingaflæði til vissra einstaklinga eða hópa sem þú vilt ekki að viti gjörsamlega allt um þ ig og þína hagi. Þá er líka hægt að hindr a að stórfyrirtæki um allan heim taki upp á því að nota upplýsingar um þ ig í auglýsingaherferðir án þess að þú fá ir krónu fyrir. Ef þú vilt gera Face- book-tilvist þína og þinna nánustu örug gari ættirðu að renna yfir ráðin - þú tap ar ekkert á því, bara græðir. 1. SEttU VININA Í hópA Taktu frá eina kvöldstund og skiptu vinum þínum niður í hópa. Þannig getur þú búið til einn hóp fyrir vinnufélaga, einn fyrir fjöl- skyldu, einn fyrir gamla elskhuga og þar fram eftir götunum. Síðan getur þú ákveðið hvaða hópar hafa aðgang að hvaða upplýsingum á prófílnum þínum. Til að búa til slíka lista klikk- ar þú á valmöguleikann Vinir (Friends) í bláu Facebook-stikunni efst á upphafssíðunni. 3. EKKI DEILA myNDUNUm mEÐ öLLUm Til að stjórna hverjir hafa aðgang að myndun- um þínum getur þú klikkað á valmöguleikann Síðan mín (Profile) í bláu Facebook-stikunni efst á upphafssíðunni. Því næst velur þú flipann sem heitir Myndir (Photos) og síðan á Friðhelgi albúms (Album Privacy). Þar getur þú valið hverjir geta skoðað myndirnar sem þú setur inn á Facebook. Ef þú vilt líka stjórna því hverjir sjá myndir vina þinna af þér ferðu sömu leið og sagt er frá í ráði númer 2. Í framhaldinu velur þú valmöguleikann Síðan mín (Profile) og breytir stillingum fyrir Merktar myndir af mér (Photos Tagged of You). 4. VERNDAÐU VEggINN þINN Svo þú getir stjórnað hverjir sjá það sem skrifað er á vegginn þinn ferðu sömu leið og í ráði númer 2. Í framhaldinu velur þú valmöguleikann Síðan mín (Profile) og breytir stillingum fyrir Innlegg á vegg (Wall Posts). Góð hugmynd fyrir þá sem eiga marga vini sem þeir eru í litlu sem engu sambandi við. Þá geta þeir ekki njósnað um þig hvenær sem þeir vilja. Það eru nefnilega lúmskt margir sem stunda það á Facebook. 5. FELDU UppLýS- INgAR Um þIg Ef þú átt fjölmarga vini á Facebook sem þú vilt ekki að viti tölvupóst- fangið þitt, símanúmer eða heimilis- fang er þetta dýrmætt ráð. Þú getur nefnilega falið þessar upplýsingar fyrir vissum aðilum. Þá ferðu sömu leið og í ráði númer 2. Síðan velur þú valmöguleikann Síðan mín (Profile) og því næst flipann Tengslaupp- lýsingar (Contact Information). Þar getur þú afmarkað sýnileika þessara persónuupplýsinga eins og þú vilt. 6. SýNILEIKI Í FACEBOOK-LEIt Ef þú ferð sömu leið og í ráði 2 enn eina ferðina og klikkar á Leit (Search) getur þú ráðið því hverjir geta fundið þig með hjálp Facebook-leitar. Viltu að vinir vina vina þinna á Facebook geti fundið þig á Facebook eða einhver sem þú hittir einhvern tímann á bar og fékkst ekki frið fyrir? Notaðu þá þetta ráð - þá þarftu ekki að fá valkvíða yfir því hvort þú átt að hafna eða samþykkja vinabeiðnir frá fólki sem þú vilt ekki vera vinur en vilt ekki vera það ókurteis að hafna því. 7. SýNILEIKI Í gOOgLE-LEIt Í sama valmöguleika og í ráði 6 getur þú breytt stillingum fyrir opinbera leit. Þannig getur þú forðast það að nafnið þitt og Facebook-síða poppi upp í leitarvélum eins og Google. 2. StjóRNAÐU AÐgANgI VINANNA Til að stjórna hvaða Facebook-upplýsingar vissir vinir geta séð klikkar þú á valmöguleik- ann Stillingar fyrir friðhelgi (Privacy Settings) í bláu Facebook-stikunni efst á upphafssíðunni. Þá koma upp valmöguleikarnir Síðan mín (Profile), Leita (Search), Fréttaveita og veggur (News Feed and Wall) og Viðbætur (Applicat- ions). Inni í hverjum þessara möguleika getur þú breytt stillingum fyrir vini og afmarkað upplýsingaflæði frá þér til þeirra. Á þessari síðu getur þú blokkað út suma vini - það er nú samt fullgróft nema viðkomandi brjóti alvarlega af sér í þinn garð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.