Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Blaðsíða 37
„Ég var orðin eitthvað leið á bransan- um, var farin leiðast öll þessi ferða- lög og það að vera ætíð fjarri þeim sem mér þykir vænst um svo ég ákvað að taka mér smá frí frá öllu og eyða sumrinu hér heima,“ segir Tinna Bergsdóttir sem hefur verið að gera það gott sem fyrirsæta úti í heimi síðustu fimm árin. Þegar Tinna var 19 ára sigraði hún í Face North-fyr- irsætukeppni hér heima og í kjölfar- ið fór hún til New York að reyna fyrir sér í módelbransanum. Í dag er hún 24 ára og hefur m.a. setið fyrir í tíma- ritum á borð við Elle, Cosmopolitian, Dased and Confused, Marie Claire. I.D. og Harper Bazaar og starfað fyr- ir tískurisa eins og Levi’s, H&M, Dies- el og Converce. Tinna segist ekki hafa mikinn áhuga á hátísku, hennar per- sónulegi stíll sé meira „streetwear“ og sem betur fer sé hún oftast bókuð í slík verkefni. Hún hefur notið sum- arsins í botn með fjölskyldu og vinum og segist sjaldan hafa haft það eins gott og skemmtilegt eins og einmitt á Íslandi í sumar. Kolféll fyrir indlandi Það hafði aldrei hvarflað að Tinnu að hún væri efni í fyrirsætu fyrr en hún var stoppuð úti á götu og beðin um að taka þátt í Face North-fyrirsætukeppn- inni. „Mamma ýtti á mig að prófa því mig vantaði sjálfstraust. Áhugi minn á tísku var afar takmarkaður á þessum tíma en ég ákvað að slá til,“ segir hún og bætir við að hún hafi þroskast og eflst og lært að treysta á sjálfa sig eftir að hafa ferðast um heiminn endilang- an, oftast ein og óstudd. Eftir nokkra mánuði í New York fór Tinna til Ind- lands þar sem hún starfaði í rúmt ár. Þar bjó hún í stóru húsi ásamt hópi annarra fyrirsæta þar sem þær höfðu sinn eigin bílstjóra og öryggisverði. Hún segist hafa kolfallið fyrir Ind- landi en að henni hafi hins vegar líkað best á Bretlandi en þar hafi hún búið síðustu árin. „Planið var að vera í tvo mánuði á Indlandi en ég varð gjör- samlega ástfangin af landinu. Menn- ingin og fólkið er svo allt öðruvísi en það sem við eigum að venjast og þeg- ar maður er ungur gleypir maður þetta allt í sig og ég var alveg heilluð,“ segir hún og bætir við að það hafi ver- ið magnað að sjá bláfátækt heimilis- laust fólk skælbrosa allan liðlangan daginn og klæðast fallegum litríkum fötum þrátt fyrir fátæktina. „Menn- ingin þarna breytti sýn minni á lífið og því sem skiptir mig mestu máli. Í dag veit ég að peningar skipta ekki mestu heldur heilsan og fólkið sem manni þykir vænt um,“ segir Tinna sem ferðaðist á milli Japans og Ind- lands um tíma áður en hún settist að í Bretlandi. „Mér líkaði mjög vel í London en þaðan vann ég um alla Evrópu. Ég var samt komin með ógeð af borginni undir lokin og langar ekki að flytja þangað aftur í bráð.“ fann ástina á Íslandi Á Indlandi kynntist Tinna fyrrver- andi kærasta sínum en það samband stóð í þrjú ár. Indverski kærastinn, sem starfar einnig sem fyrirsæta,var talsvert eldri en Tinna en þau voru farin að búa saman í London áður en sambandinu lauk. Hún segir að brestir hafi verið komnir í samband- ið sem, skýrist best á því hversu ólík þau hafi verið. „Hann var eldri en ég og við komum úr svo ólíkri menn- ingu. Við vorum ekki á sama stað í líf- inu en hann vildi stofna fjölskyldu en ég er ekki tilbúin í að verða mamma strax. Þetta var bara orðið frekar ljótt undir lokin svo ég tók ákvörðun um að enda þetta,“ segir hún en Tinna er í dag í sambandi með Guðmundi Hall- grímssyni eða Munda eins og hann er kallaður. Mundi er ungur og upp- rennandi fatahönnuður sem hefur vakið mikla athygli en hann tók meðal annars þátt í tískuviku í Kaupmanna- höfn ásamt þeim Steinunni Sigurðar- dóttur og Andersen&Lauth. „Ég hafði heyrt af Munda en hélt að þetta væri einhver eldri maður og svo loksins þegar við hittumst í ágúst í fyrra fann ég á mér að þessi strákur ætti eftir að verða mikilvægur partur af lífi mínu. Við hittumst aftur þegar hann kom til Bretlands til að setja upp Sirkus á Art Frieze hátíðinni og fórum svo að vera saman þegar ég kom næst heim en þá hafði ég slitið hinu sambandinu. Við Mundi eigum mjög vel saman og það er gaman að fylgjast með tískunni frá hans hlið en það er nýtt fyrir mér.“ Hættulegur Heimur Tinna segir margar hættur leynast í heimi tískunnar og að hún hafi ekki viljað hafa farið út að vinna yngri. „Þetta eru búin að vera alveg rosaleg fimm ár og ég fékk mikið áfall þegar ég byrjaði því ég vissi nákvæmlega ekkert um bransann. Ég var hins veg- ar heppin því að stelpan sem ég bjó með í New York tók mig að sér og kenndi mér á hlutina. Þetta er langt frá því að vera öruggur heimur og ég hef séð ýmislegt ljótt. Til dæmis í Tók- ýó, þar sem þeir vilja hafa stelpurnar sem yngstar og grennstar, eru sum- ar stelpurnar einungis 13 ára. Þær yngstu eru aðallega frá Rússlandi og Austur-Evrópu og eru jafnvel að vinna fyrir fjölskyldu sína og það getur verið hrikalegt að horfa upp á það hvernig þær fara með sig. Þetta eru bara börn en samt eru þær inni á skemmtistöð- unum, nota eiturlyf og sofa hjá bar- þjónum.“ Sjálf segist Tinna hafa ver- ið heppin, bæði með samstarfsfólk og sambýlinga. Mikil samkeppni sé milli stelpnanna sem komi fram í skemmdarverkum og öðru misgóðu. „Ég hef einu sinni lent í vafasömum aðstæðum þar sem ég varð virkilega hrædd. Þá var ég nýkomin til New York og hafði nælt í myndatöku sem átti að fara fram í kjallara hótels en þar var ekkert símasamband. Það var enginn þarna nema ég, önnur eldri fyrirsæta og svo ljósmyndarinn og að- stoðarmaður hans en þeir voru báðir að drekka. Ljósmyndarinn heimtaði stanslaust að ég færi úr öllum fötun- um en ég neitaði því og fljótlega var hann farinn að leita á hina fyrirsæt- una. Ég var alveg að fríka út en tókst að halda ró minni en greip fyrsta tækifæri og hljóp út þegar ég þótt- ist ætla á klósettið. Ég var orðin mjög hrædd og hringdi strax á skrifstofuna og gerði þeim grein fyrir að ég myndi ekki vinna með þessum manni aftur. Þá kom í ljós að margar stelpur höfðu kvartað undan honum en ég veit ekk- ert hvað varð um hina stelpuna sem hafði verið með mér í verkefninu,“ segir Tinna og bætir við að það sé algengt að stelpur sofi hjá hinum og þessum í von um að fá fleiri og betri verkefni. „Ég hef sérstaklega tekið eft- ir því að stelpur eru að sofa hjá bók- urunum sínum en þeir hafa virkilega mikil áhrif á okkar feril sem fyrirsæt- ur. Í London var ég með bókara sem reyndi stöðugt við mig, var alltaf að bjóða mér í partí, senda mér óviðeig- andi sms og segja mér hversu gaman það væri að taka myndir af mér. Ég gaf mig ekki og þá hætti hann snögglega að vera bókarinn minn og ég veit al- veg hvers vegna.“ feit með of Hátt enni Tinna segir aðra ástæðu þess að hún mæli gegn því að stúlkur byrji snemma í bransanum þá að þær verði að hafa byggt upp ákveðna sjálfsmynd áður en þær fari af stað. Kröfurnar séu miklar og þær megi vera viðbúnar því að verða rakkaðar niður. „Mitt ráð handa ungum stelp- um sem eru að feta sín fyrstu fótspor í þessu fagi er að vera þolinmóðar og alls ekki treysta öllum. Eins þarftu að vera með þykkan skráp því það er allt látið flakka í þessum heimi. Ég hef til dæmis verið spurð hvort ég væri ekki til í að fara í nefaðgerð því aðeins þannig gæti ég náð langt. Ég harðneit- aði því ég er með nefið hans pabba og vil ekki breyta því. Ég hef líka fengið að heyra aðra fáránlega hluti eins og að ég sé með of stórt enni, með mis- stór augu, að ég sé of feit eða of grönn en líka fullt af jákvæðum hlutum. Ég tek bara þetta góða og gleymi hinu en ef ég hefði verið yngri hefði þetta brotið mig niður.“ Tinna segir mikið djamm í bransanum og að hún hafi tekið þátt upp að vissu marki. „Ég ætla ekki að neita fyrir það að hafa djamm- að. Á Indlandi var mikið um risapar- tí í stórum villum og eins í New York. Ég hef lent í partíum með Mick Jagger, Beyonce, Leonardo De Caprio og álíka stjörnum og hvern- ig ætlarðu að segja nei við því?” segir hún brosandi en bætir við að þótt hún hafi fundið mikið til stjarnanna koma í byrjun kippi hún sér lítið upp við svo fræg nöfn í dag enda séu stjörnurnar bara fólk eins og við hin. Tinna viður- kennir einnig að fíkniefni fari oft sam- an með tísku en að hún hafi haldið sig fjarri öllu slíku. Í gegnum allan glam- úrinn hafi hún passað upp á jarðteng- inguna og sambandið við fjölskyld- una. „Þrátt fyrir að hafa ekki búið heima síðan ég var 19 ára hef ég alltaf verið í mjög góðu sambandi við fjöl- skylduna sem er mér mjög mikilvægt. Mamma og pabbi eru náttúrlega í skýjunum að hafa fengið mig heim í svona langan tíma enda fannst þeim eins og þau hefðu týnt mér. Þau og systkini mín höfðu samt öll heimsótt mig en sambandið á milli okkar er mjög sterkt og á milli okkar ríkir full- kominn trúnaður. Ég segi mömmu og pabba allt,“ segir hún og bætir við að hún hafi fundið á sér þegar eldri syst- ir hennar eignaðist sitt fyrsta barn. „Þrátt fyrir fjarlægðina fann ég á mér að eitthvað var að gerast og hringdi í hana til að athuga hvort allt væri ekki í lagi. Hún var bara hissa enda ekki komin með hríðar eða neitt. Hálftíma síðar hringdi mamma í mig og sagði að systir mín hefði misst vatnið og væri komin upp á sjúkrahús.“ framtÍðin óráðin Tinna er tvístígandi varðandi framtíð- ina. Hún segist ánægð á Íslandi en að heimur tískunnar heilli, upp að vissu marki allavega. Fyrir utan verkefni hér heima sem feli meðal annars í sér lítið hlutverk í kvikmynd stefni hún til New York í haust í eitt verkefni og mögulega annað í Tókýó í vetur. „Ég vil ekki plana langt fram í tímann og tek bara einn dag í einu,“ segir hún og bætir við að það blundi í henni löng- un til að leggja fyrirsætuskóna á hill- una. „Ég hef áhuga á öllu sem tengist tísku en sé mig ekki sem fatahönnuð eða ljósmyndara eftir fyrirsætuferil- inn, þá væri ég frekar stílisti. Kannski er kominn tími til að breyta til og setj- ast á skólabekk,” bætir hún við og segir sálfræðina heillandi. „Ég var komin með mjög mikinn leiða á fyr- irsætustarfinu í vor og var tilbúin að að hætta og ég á ekkert draumaverk- efni eftir svo ég get hætt ánægð. Upp- haflega langaði mig til að ferðast um heiminn, sjá framandi lönd og kynn- ast nýju fólki og það hef ég gert svo nú er bara að bíða og sjá hvað framtíðin býður upp á.“ Indíana Ása Hreinsdóttir helgarblað 14. ágúst 2009 föstudagur 37 „Ég hef lent í partíum með Mick Jagger, Bey- once, Leonardo De Caprio og álíka stjörn- um og hvernig ætlarðu að segja nei við því?” „Það getur verið hrikalegt að horfa upp á það hvernig þær fara með sig. Þetta eru bara börn en samt eru þær inni á skemmtistöðunum, nota eiturlyf og og sofa hjá barþjónum.” tinna Bergsdóttir Hefur upplifað margt þrátt fyrir ungan aldur. glæsileg Tinna hefur ferðast um allan heim í starfi sínu sem fyrirsæta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.