Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Blaðsíða 41
helgarblað 14. ágúst 2009 föstudagur 41
Smáauglýsingasíminn er
515 5550
smaar@dv.is
VERNDAÐU EINKALÍFIÐ Á FACEBOOK
8. EKKI AUgLýsA
EINKALÍFIÐ
Í þessu ráði er líka farin sama leið og í ráði
2 nema þú klikkar á Fréttaveita og veggur
(News Feed and Wall) til tilbreytingar. Þar inni
er flipi sem heitir Aðgerðir innan Facebook
(Actions Within Facebook) sem er ansi góður
flipi. Þar getur þú valið hvaða aðgerðir sem
þú framkvæmir eru sýnilegar vinum þínum
þegar þeir skrá sig inn á Facebook. Sumu vill
maður nefnilega bara halda fyrir sig. Til dæmis
alls kyns virkni í hinum ýmsu stefnumóta-
þjónustum sem finnast á Facebook - algjör
óþarfi að afi og amma geti séð þá sem þú ert
skotin/n í fyrr en þú býður þeim heim í kaffi.
9. AUgLýsINgABANN
Á Facebook er hægt að vera aðdáandi alls milli
himins og jarðar - allt frá hreins lofts og nudds til
þekktra tónlistarmanna og fínna veitingastaða.
Þegar þú vafrar á Facebook eru oft auglýsingar
hægra megin þar sem ýmsar vörur og þjónusta
eru kynnt. Þá sérðu stundum að vinir þínir eru
aðdáendur þessarar þjónustu. Ef þú ferð sömu
leið og í ráði 8 nema klikkar á flipann Facebook
auglýsingar (Facebook Ads) getur þú valið hvort
þú viljir taka þátt í slíkum auglýsingum og láta
vini þína vita að þú nýtir þér þjónustuna eða
vöruna sem verið er að auglýsa.
10. PAssAÐU þIg Á FyRIRtæKjUNUm
Þegar þú segir já við að taka skemmtilegt próf samþykkir þú
svokallaða viðbót, application á ensku. Þannig gefur þú fyrirtæki
sjálfkrafa leyfi til að sjá upplýsingar um þig og vini þína. Þetta
geturðu svo sannarlega takmarkað enda óvíst hversu æskilegt það
er að eitthvert fyrirtæki í Kína eða Noregi fari að nýta sér upplýs-
ingar um þig, kannski í rannsóknar- eða auglýsingaskyni, og græði
á þér án þess að þú vitir það. Veldu valmöguleikann Stillingar fyrir
viðbætur (Application settings) í bláu Facebook-stikunni efst á
síðunni. Þar færðu yfirlit yfir allar viðbætur sem þú hefur samþykkt
og getur breytt aðgangi fyrirtækja að upplýsingunum þínum eða
einfaldlega eytt viðbótinni sem þú notar væntanlega afar sjaldan.
Þannig getur þú samþykkt viðbót, tekið skemmtilegt próf, fengið
niðurstöðurnar og birt á síðunni þinni og eytt síðan viðbótinni.
Velkomin í Hólaskóg
Skemmtilegar skoðunarferðir
á götuskráðum fjórhjólum um
náttúruperlur Þjórsárdals og
nágrennis, jafnt sumar sem vetur.
Sími: 661-2503
eða 661-2504
www.icesafari.is