Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2009, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2009, Blaðsíða 3
fréttir 19. ágúst 2009 miðvikudagur 3 Hálft ár er síðan nýir hluthafar tóku við rekstri Morgunblaðsins. Lestur þess eykst ekki enn, tekjusamdráttur er mikill sem og prentkostnaður. Forsvarsmenn félagsins leggjast nú á eitt að koma í veg fyrir að nýtt hlutafé brenni upp og boða breytingar. Þungt undir fæti hjá Mogga „Nú stendur yfir umfangsmikil stefnumótunar- og skipulagsvinna hjá Árvakri hf.“ Þetta segja Óskar Magnússon, útgáfustjóri Árvakurs, og Sigurbjörn Magnússon, stjórnar- formaður félagsins, í samtali við DV en neita að ræða frekar fjárhag og rekstur félagsins. Vitað er að margir þættir eru mót- drægir útgáfu dagblaða um þessar mundir og forsvarsmenn Árvakurs hf. neita því ekki að stefnumótunar- vinnan miði að sparnaði í rekstri. DV hefur heimildir fyrir því að innan tíðar kunni að draga til tíð- inda og starfsmönnum verði kynnt- ar niðurstöður stefnumótunar- og skipulagsvinnunnar. Eftir því sem næst verður komist fela þær í sér frekari fækkun starfsmanna. Fyrri útgefendur Morgunblaðsins höfðu þegar í nóvember sagt upp um 30 starfsmönnum í sparnaðarskyni. Svo mjög var þrengt að fjárhag Ár- vakurs undir lok árs að launagreiðsl- ur töfðust til hluta starfsmanna í byrjun desember síðastliðinn. Tap félagsins á síðastliðnu ári var enda um 600 milljónir króna. Risar hreyfa sig hægt Seint gekk að koma saman hlut- hafahópi til þess að bjóða í Árvak- ur og taka við rekstri félagsins í upphafi árs. Úr varð að viðskipta- bankinn, Glitnir, gekk sjálfur í mál- ið, en skuldir félagsins við bank- ann námu að líkindum vel á fimmta milljarð króna í byrjun mars. Samist hafði svo um að bankinn legði félag- inu til rekstrarfé og héldi útgáfunni gangandi þar til mál skýrðust um nýja eigendur. Lausafjárþörf Árvak- urs um hver mánaðamót er er áætl- uð um 150 milljónir króna. Brýnt þykir að lækka rekstrarkostnaðinn og gerðu áætlanir fyrri stjórnenda ráð fyrir allt að 840 milljóna króna viðsnúningi frá tapi síðasta árs til lokauppgjörs þessa árs. DV hefur áður sagt frá því að Íslandsbanki og Landsbanki gengu að tilboði nýrra eigenda gegn niðurfellingu um þriggja milljarða króna af skuldum félagsins. Hart í ári hjá fjölmiðlum Vitað er að samdráttur auglýsinga- tekna er verulegur í fjölmiðlum vegna kreppunnar hér á landi. Að jafnaði er um þriðjungssamdrátt að ræða hjá miðlum 365, en mestur er hann hjá Fréttablaðinu eða yfir 40 prósent. Ætla má að samdrátturinn sé viðlíka mikill hjá Morgunblað- inu. Lestur Morgunblaðsins hefur ekkert aukist frá því í könnun Capac- ent fyrir liðlega ári. Þá var lesturinn í lágmarki en jókst nokkuð eftir það. Í nýrri lestrarkönnun Capacent er lestur Morgunblaðsins engu meiri en hann var í maí í fyrra. Fréttablað- ið hefur umtalsverða yfirburði hvort sem litið er á lestur eftir kyni, aldri eða búsetu. Lestrartölurnar benda til þess að nýjum eigendum hafi ekki gengið sem skyldi að afla nýrra áskrifenda. Loks hefur allur kostnaður hækk- að með lækkandi gengi krónunn- ar. Þetta á einkum við um innflutt- an dagblaðapappir, blek og og aðrar rekstrarvörur í prentiðnaði. Nýtt fé uppurið? Þótt hvorki Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Árvakurs, né Ósk- ar Magnússon, útgáfustjóri félags- ins, vilji neitt um málið segja benda heimildir DV afdráttarlaust í þá átt að frekari niðurskurður sé fram undan hjá Árvakri. Niðurskurður- inn felst óhjákvæmilega í uppsögn- um þar sem launakostnaður er lang- stærsti hluti rekstrarkostnaðar. Hlutafélagið Þórsmörk eignaðist Morgunblaðið eftir kapphlaup við að minnsta kosti tvo aðra sem buðu í Árvakur snemma árs. Helstu eig- endur Árvakurs eru Þórsmörk ehf undir stjórn Sigurbjörns Magnús- sonar, stjórnarformanns Árvakurs hf. Í stjórn þess félags sitja auk Sig- urbjörns þau Ásdís Halla Bragadótt- ir, Gunnar Dungal, Ásgeir Bolli Krist- insson og fleiri. Stærstu hluthafar Árvakurs eru Guðbjörg Matthías- dóttir í Vestmannaeyjum, Þorsteinn Már Baldvinsson í Samherja, Pétur H. Pálsson hjá Vísi hf í Grindavík, Gísli Baldur Garðarsson og fleiri. Viðbúið er að hluthafar, sem söfnuðu allt að 600 milljónum króna til að ná Morgunblaðinu til sín, ger- ist nú órólegir og krefjist aðgerða áður en nýtt hlutafé tapast. JóHaNN HaukssoN blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Lestur Morgunblaðsins hefur ekkert aukist frá því í könnun Capacent fyrir liðlega ári. Úr áætlunuM uM endurreisn árvakurs: Upphæðir í milljónum króna - Ekki er víst að áætlanir þær sem settar voru fram í byrjun árs standist lengur 2008 2009 2010 2011 2012 2013 Tekjur 3.700 4.300 4.500 4.600 4.700 4.900 Gjöld 4.200 4.000 4.000 4.000 4.100 4.100 EBITDa -570 271 456 588 681 813 Lán í byrjun árs Lán vegna prentsmiðju Glitnir / Íslandsbanki 2,70 milljarðar kr. Önnur veðlán Glitnir / Íslandsbanki 0,45 milljarðar kr. Fjárfestinga-/ rekstrarlán Glitnir / Íslandsbanki 0,33 milljarðar kr. Fjárfestinga-/ rekstrarlán Landsbankinn 0,90 milljarðar kr. Samtals 4,43 milljarðar króna Íslandsbanki og Landsbanki afskrifuðu milljarða þegar nýir hluthafar tóku við rekstri Árvakurs. Útgáfustjóri Morgunblaðsins Óskar Magnússon kýs að ræða ekki niðurskurðar- hugmyndir við blaðamann DV en segir skipulags- og stefnumótunarvinnu í gangi. Í Hádegismóum Margt er mótdrægt Morgun- blaðnu þessa dagana. Prentkostnaður er mikill, auglýsingatekjur rýrna, lestur blaðsins stendur í stað eða minnkar og samkeppni eykst. Viðbúið er að gripið verði til frekari uppsagna í sparnaðarskyni. ÚtgerÐ MagnÚsar er veÐsett ÍslandsBanka Magnús kaupir sér flugvél Þrátt fyrir skuldastöðu Magnúsar hjá gamla Landsbankanum og þrátt fyrir það afskrifa þurfi tugi milljarða af skuldum hans við bankann keypti Magnús sér nýlega flugvél ásamt tveimur öðrum Eyjamönnum, þeim Guðmundi Alfreðssyni og Arnari Richards. Magnús er mikill flugáhugamaður og notaði meðal annars þyrlu til að ferðast til og frá Vestmannaeyjum þar til rétt fyrir bankahrunið í haust. Frá þessu er greint á vefsíðu flugfélags Selfoss. Á síðunni segir um flugvélakaupin: „Ein af þeim flugvélum, sem hafa verið hvað lengst með aðsetur á Selfossflugvelli, fékk nýja eigendur þann 29. júlí síðastliðinn. Hér er verið að tala um TF-EOS sem er af gerðinni Piper PA-28-151 Cherokee Warrior. Nýir eigendur eru frá Vestmannaeyj- um og heita Guðmundur Alfreðs- son, Arnar Richards og Magnús Kristinsson. Má segja að hlutirnir hafi gengið nokkuð hratt fyrir sig, en nýir eigendur fréttu að vélin væri til sölu og voru ekkert að hika við hlutina heldur skelltu sér beint upp á land að skoða hana og leist svo vel á gripinn að 2 dögum seinna komu þeir aftur, keyptu flugvélina og flugu henni til Eyja.“ Lán án tryggra veða Viðskiptasaga Magnúsar við Lands- bankann segir meira en mörg orð um lánastefnu íslenskra banka á síð- ustu árum og þá sérstaklega Lands- bankans. Magnús og félög hans virð- ast hafa fengið milljarða króna að láni í bankanum án almennilegra veða, sennilega oft á tíðum í eignar- haldsfélögum og fyrirtækjum Magn- úsar sem nú eru orðin verðlaus. En Magnús var hluthafi í Landsbank- anum og kann að vera að hann hafi fengið lán frá bankanum til að kaupa hlutinn. Lögfræðingur sem þekkir vel til í íslenska bankakerfinu, sem ekki vill láta nafn síns getið, segir að afar erfitt sé að glíma við menn sem eru í svipaðri stöðu og Magnús „Þegar kemur að því að þú ert með félag sem er í eigu manns sem gat vals- að um bankann og tekið lán hægri og vinstri án þess að forsvarsmenn bankanna krefðust neinnar ábyrgð- ar frá eiganda félagsins, félagið er greinilega eignalaust og það er eng- inn í persónulegum ábyrgðum fyrir félagið þá gerist bara eitt á endan- um: Félagið fer í þrot. Hvað ger- ist þá í bankanum? Það þarf að af- skrifa kröfuna af því að þú færð hana hvergi annars staðar,“ segir lögfræðingurinn. Heimildir DV herma að ekki standi til hjá Íslandsbanka að sækja að Magnúsi og Berg-Hugin vegna skuldastöðu útgerðarmannsins við bankann. Skuldastaða Magnúsar við Íslandsbanka virðist því vera allt önnur og betri en skuldastaða hans við þrotabú gamla Landsbankans. Útgerðarfélagið þykir ágætlega rek- ið og Magnús hefur staðið í skilum við Íslandsbanka eftir því sem næst verður komist. Magnús mun því halda áfram útgerðinni í Eyjum á næstu árum þó svo að hann muni missa aðrar eignir út úr viðskipta- veldi yfir til gamla Landsbankans. Líklega verður þetta þó með miklu eftirliti skilanefndar Landsbank- ans og væntanlega Íslandsbanka einnig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.