Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2009, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2009, Blaðsíða 10
„Ég er algjörlega þeirrar skoðunar að það verði að fara í skuldaleiðréttingu hjá heimilum og fyrirtækjum. Fyrr störtum við ekki íslensku efnahags- lífi. Það er algjörlega ljóst að það mun verða kostnaður af því en það er kostn- aður sem við verðum að taka á okk- ur af hruninu,“ segir Tryggvi Þór Her- bertsson, hagfræðingur og þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Alþingi. 20 prósenta niðurfelling húsnæð- isskulda myndi kosta jafnmikið og rík- ið lagði í endurfjármögnun nýju rík- isbankanna þriggja; um 285 milljarða króna. Peningarnir hverfa ekki Árni Páll Árnason, félags- og trygginga- málaráðherra, sagði í samtal við RÚV í ágústbyrjun að ekki væri hægt að ráð- ast í almenna niðurfellingu skulda. Það myndi þýða að fólk sem ekki hafi stofnað til skulda myndi þurfa greiða lánin fyrir þá sem stofnuðu til þeirra. Peningarnir hverfi ekki. Tryggvi Þór er alls ekki sammála Árna Páli. Ástandið sé orðið þannig að óhjákvæmilegt sé að einhvers kon- ar niðurfelling á skuldum almennings eigi sér stað. Samkvæmt skýrslu Seðlabank- ans frá því í byrjun sumars myndi 20 prósent niðurfelling húsnæðisskulda almennings kosta um 285 milljarða króna. Í því samhengi má þess geta að heildarskuld íslenska ríkisins vegna Icesave er talin vera um 365 milljarðar króna á núvirði. Fyrsta afborgun ríkis- ins mun, að öllu óbreyttu, nema um 89 milljörðum króna. Óvíst að 20% dugi Spurður hvernig Íslendingar geti bætt skuldbindingum af 20 prósent niður- fellingu á sig svarar Tryggvi: „Höfum við efni á því að gera það ekki? Ástand- inu núna má líkja við spíral sem dreg- ur efnahagslífið niður ef ekkert verður að gert. Bæði heimili og fyrirtæki eru að kikna undan skuldabyrðinni núna. Það virðist engin von í sjónmáli um að gengi og annað slíkt styrkist þannig að hlutirnir horfi til betri vegar. Það ein- faldlega verður einhvern veginn að starta hagkerfinu,“ segir Tryggvi Þór og bætir við að almenn leiðrétting skulda heimilanna sé góð leið til þess en að slíka leið þyrfti vitanlega að útfæra vel og nákvæmlega. Tryggvi segir enn fremur ljóst að virkni 20 prósent niðurfellingar skulda heimilanna yrði allt önnur nú en hún hefði orðið í vor, hefði verið gripið til hennar þá. „Það er ekkert víst að þessi leið sé fær núna. Ástæðan er sú að hér hefur ekki verið tekið á hlutunum. Það er ekki víst að 20 prósent leiðin dygði,“ segir hann en viðurkennir að starfskraftar hans síðustu vikurnarar hafi allir farið í málefni tengd Icesa- ve. „Stjórnvöld mega hins vegar ekki stinga hausnum í sandinn. Þau verða að gera eitthvað í þessum hlutum.“ Á við endurfjár- mögnun ríkisbankanna Til að setja 285 milljarða króna í sam- hengi má þess geta að landsfram- leiðsla Íslendinga árið 2008 var fimm- föld á við þann kostnað sem myndi hljótast af 20 prósent niðurfellingu. Þá sagði Morgunblaðið frá því í mars að Kaupþing hefði lánað stærstu eigend- um sínum 478 milljarða króna í júní í fyrra, á þávirði. Þau lán eru umtalsvert hærri en kostnaður vegna 20% niður- fellingar á húsnæðisskuldum almenn- ings á íslandi, yrði slíkt ákveðið. Þá má geta þess að 285 milljarðar eru nánast sama upphæð og ríkið lagði í endur- fjármögnun nýju bankanna þriggja í sumar. Erfiður vetur fram undan Tryggvi telur að haustið geti orðið mjög erfitt fyrir marga. Sumarið hafi verið mjög gott hér sunnanlands og mörgum sem hann þekki hafi tek- ist að gleyma áhyggjunum um stund. „Nú er fólk að vakna til veruleikans aftur. Fólk er byrjað að vinna og vet- urinn er fram undan. Ég held að þetta sé að verða mjög þungt,“ segir hann. Aðspurður segir hann að niðurfelling skulda sé líka að hluta réttlætismál fyr- ir almennig. Gjaldþrot stakra heimila rati sjaldnast í fjölmiðla og margir séu í vandræðum. Tryggvi segir enn fremur að stjórn- málamönnum á Íslandi hafi ekki tek- ist að gefa þjóðinni neina framtíðar- sýn. „Valdhafarnir segja að það sé búið að gera svo mikið. Það er ekki rétt. Það er ekki fyrr en fólk finn- ur fyrir að- gerðun- um, sem búið er að gera nógu mik- ið,“ segir Tryggvi Þór. Umsjón: BaldUr GUðmUndsson, baldur@dv.is / neytendur@dv.is 10 miðvikudagur 19. ágúst 2009 neytendur Kammakarlo Barnaföt Bæjarlind 12 Kópavogi s.554-5410 www.kammakarlo.is ÚTSALAN í fullum gangi! „Það er ekki fyrr en fólk finnur fyrir aðgerðun- um sem búið er að gera nógu mikið.“ Tryggvi Þór Herbertsson, hagfræðingur og alþingismaður, segir að stjórnvöld megi ekki stinga hausnum í sandinn þegar kemur að skuldavanda heimilanna. Ráðast verði í almenna niðurfell- ingu húsnæðisskulda. Hann segir bæði fyrirtæki og heimili vera að kikna undan skuldabyrðinni og hefur áhyggjur af komandi vetri. Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra segir ekki hægt að ráðast í almenna niðurfellingu skulda. LÁNAAFSKRIFTIR NAUÐSYNLEGAR BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is KoSTNAÐUR vIÐ ýmSAR AÐGERÐIR - í milljörðum króna - 20% niðurfelling húsnæðislána 285 milljarðar kr. landsframleiðsla 2008 1.465 milljarðar kr. lán Kaupþings í fyrra til eigenda bankans 478 milljarðar kr. Kostnaður vegna Icesave 356 milljarðar kr. Endurfjármögnun nýju bankanna 280 milljarðar kr. Peningarnir hverfa ekki Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra segir almenna skuldaniðurfærslu ekki koma til greina. Enn sömu skoðunar Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður segir nauðsynlegt að ráðast í skulda- niðurfellingu hjá almenningi. Mótmæli við Landsbankann Þingmaður óttast að veturinn verði mörgum þungur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.