Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2009, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2009, Blaðsíða 8
8 miðvikudagur 19. ágúst 2009 fréttir Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkilauf Smáauglýsingasíminn er515 5550 smaar@dv.is Bjarki Freyr Sigurgeirsson var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp í Hafn- arfirði. Hann á langan afbrotaferil að baki og braust hann meðal annars í þrígang inn til afa síns og ömmu. Eiturlyfjaneysla Bjarka varð til þess að barnsmóðir hans fór frá honum með unga dóttur þeirra. Nágrannar höfðu mikið ónæði af hávaða og öskrum frá íbúðinni. MANNDRÁP Í GLÆPAHREIÐRI Bjarki Freyr Sigurgeirsson, síbrota- maður sem verður 31 árs á sunnu- dag, var í gær úrskurðaður í gæslu- varðhald vegna gruns um að hafa orðið manni að bana í iðnaðarhúsi við Dalshraun í Hafnarfirði. Innbrot á heimili afa síns og ömmu er meðal þess sem Bjarki hefur verið dæmdur fyrir á liðn- um árum auk þess að brjótast inn á hárgreiðslustofu afa síns. Í dómi kemur fram að samkvæmt lækni hjá Samtökum áhugafólks um áfengis- og vímuefnavand- ann megi að mestu rekja afbrota- hegðun Bjarka til vímuefnaneyslu hans. Alblóðugur í annarlegu ástandi Bjarki er grunaður um að hafa veitt fórnarlambinu þungt höfuð- högg eftir að þeir neyttu fíkniefna saman. Lögreglan rannsakar mál- ið sem manndráp. Tilkynning um málið barst lögreglu um klukkan hálf tólf á mánudagskvöld. Íbúi í húsinu við Dalshraun hringdi á lögreglu eftir að hafa komið að hinum látna. Þegar lögreglan kom á staðinn var Bjarki handtekinn fyrir utan húsið. Hann var alblóð- ugur og segir lögregla hann hafa verið í annarlegu ástandi. Ekki var hægt að yfirheyra Bjarka á þeim tíma, hann var færður á lögreglu- stöðina þar sem hann var látinn sofa úr sér vímuna og var hann yf- irheyrður síðdegis í gær. Látni maðurinn fannst í her- bergi sem Bjarki leigði á efri hæð hússins. Hann var með höfuð- áverka sem taldir eru hafa dregið hann til dauða. Rannsóknarlög- reglumenn voru að störfum í hús- inu í fyrrinótt og fram eftir degi. Áhugalaus um barnið sitt DV náði tali af barnsmóður Bjarna en saman eiga þau fimm ára stúlku. „Hún þekkir ekkert pabba sinn. Hann hefur ekki séð barnið sitt í fimm ár. Hann hefur bara ekki haft áhuga á barninu,“ segir hún. Þau Bjarki bjuggu saman um hríð og segir hún að hann hafi þá tek- ið sig virkilega á og reynt að vera edrú. Það hafi hins vegar gengið upp og ofan. Þegar hann var undir áhrifum eiturlyfja varð hann bæði afskaplega afbrýðisamur og jafn- vel ofbeldishneigður. „Hann varð mjög afbrýðisamur ef ég talaði við stráka sem ég þekkti,“ segir hún. Barnsmóðir Bjarka minnist hluta meðgöngunnar með hryll- ingi en hún segir hann þá hafa veist að henni með ofbeldi. Stuttu eftir að stúlkan fæddist yfirgaf móðirin Bjarka þar sem hún gat ekki afbor- ið hegðun hans og neyslu. „Ég sleit þessu bara. Barnið mitt er meira virði,“ segir hún. Hún hefur engin samskipti haft við Bjarka síðustu ár. Hún seg- ist hins vegar hafa rekist á hann í Mjóddinni í sumar og hann þá sagst vera á flótta. Heyrði öskur á kvöldin Nokkur herbergi hafa verið leigð út í húsinu að undanförnu. Nágrann- ar sem DV ræddi við voru sammála um að mikil óregla hafi verið í kring- um húsið í Dalshrauni undanfarið. Einn þeirra sem DV ræddi við hafði ekki heyrt af manndrápinu, en sagði að mikill hávaði hafi komið frá húsinu undanfarin kvöld. „Það hafa borist öskur þaðan þrjár næt- ur í röð,“ segir nágranni sem búið hefur í húsinu um vikutíma. Annar nágranni, sem rekur fyr- irtæki skammt frá húsinu, segist lengi hafa haft grunsemdir um að húsið væri dópgreni. Margsinnis hafi verið vesen á íbúum í húsinu, en lögreglan lítið aðhafst. „Þetta er óþjóðalýður,“ segir hann um ná- granna sína. Hann telur að íbúar í húsinu hafi fæstir verið í fastri vinnu, enda oftast heima á daginn og nokkur gestagangur í húsinu. Greinilegt er að mikil óregla hafi verið á sumum íbúum í húsinu. Á bílaplaninu fyrir framan hús- ið eru nokkrir númerslausir bíl- ar og segir nágranninn að menn hafi mikið verið að sýsla með þá og varahluti úr þeim. Einnig hafi lok- uð kerra á bílaplaninu vakið at- hygli hans, hún hafi verið mikið í notkun undanfarið og segist hann gruna að hún hafi verið notuð til að flytja þýfi. Rændi lyfjum af Landspítalanum Bjarki á að baki langan sakafer- il og var meðal annars dæmdur í 7 mánaða fangelsi fyrir margvís- leg brot árið 2006. Þá hafði hann stolið pakka af svæfingalyfinu Ket- amín á Landspítalanum í Fossvogi en lyfið var um tíma vinsælt meðal fíkla sem ofskynjunarlyf. Þá braust Bjarki einnig inn á hársnyrtistofu afa síns þar sem hann stal 30 þús- und krónum. Haustið 2006 var hann dæmd- ur í 30 daga fangelsi fyrir að hafa stolið 14 þúsund krónum í reiðufé og 5 bandaríkjadollurum á Land- spítalanum. Þá hefur hann síðustu 10 ár oft gengist undir sættir vegna fíkniefnalagabrota og margoft ver- ið tekinn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. vALGEIR ÖRN RAGNARSSON OG ERLA HLyNSdóttIR blaðamenn skrifa: valgeir@dv.is og erla@dv.is „Hún þekkir ekkert pabba sinn. Hann hefur ekki séð barnið sitt í fimm ár.“ Í varðhaldi Bjarki Freyr Sigurgeirsson var færð- ur í Héraðsdóm Reykjavíkur í gær þar sem hann var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. MyNd RAkEL óSk SIGuRðARdóttIR Á vettvangi Lögreglan rannsakaði vettvang- inn í gær. Hún telur Bjarka og hinn látna hafa verið þar saman við fíkniefnaneyslu. MyNd RóBERt REyNISSON Leigði á efri hæðinni Bjarki leigði herbergi á efri hæð hússins þar sem maðurinn fannst látinn. MyNd RóBERt REyNISSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.