Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2009, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2009, Page 2
Landsbanki Íslands á einungis 12. og 13. veðrétt í eitt af þremur fiskiskip- um útgerðarfélags Magnúsar Krist- inssonar, Bergs-Hugins, og þann fiskveiðikvóta sem þeim fylgir. Ís- landsbanki á hina veðréttina. Þetta kemur fram á veðbókarvottorðum skipanna þriggja, Smáeyjar, Vest- mannaeyjar og Bergeyjar. Skipin eru veðsett upp fyrir haus út frá veðbók- arvottorðunum að dæma og má ætla að veðin hafi rýrnað til muna sökum lækkunar á kvótaverði. DV greindi frá því í gær að Magn- ús ætti í samningaviðræðum við skilanefnd Landsbankans um af- skriftir um 50 milljarða króna skulda eignarhaldsfélaga sinna við Lands- bankann. Blaðið fullyrti að búið væri að ganga frá samkomulaginu um af- skriftirnar við Magnús. Páll Bene- diktsson, upplýsingafulltrúi Lands- bankans, bar það hins vegar til baka í gær að búið væri að ganga frá sam- komulaginu um afskriftirnar. Hann sagði hins vegar að viðræður ættu sér stað við Magnús um uppgjör skulda hans við bankann. Græða meira á að setja Magnús ekki í þrot Samkvæmt heimildum DV eru þess- ar viðræður hins vegar langt á veg komnar og fela þær meðal annars í sér að Magnús standi í skilum við bankann á þeim lánum sem hann er í persónulegum ábyrgðum fyrir á meðan meirihluti annarra skulda Magnúsar og eignarhaldsfélaga hans verði afskrifaðar. Skilanefndin þarf að afskrifa þessi lán vegna þess að veðin fyrir lánunum eru verðlaus og skilanefndin getur ekki náð fénu inn í þrotabúið og neyðist til að afskrifa hluta skuldanna því eignir Magnúsar duga hvergi nærri fyrir þeim. Frétt DV frá því í gær stendur því nema að því leyti að ekki er búið að ganga endanlega frá samkomulag- inu við Magnús og ekki er því búið að afskrifa hluta skulda hans endan- lega, þó nærri óhjákvæmilegt sé að það gerist á endanum. Geta ekki leyst útgerðina til sín Yfirlitið yfir veðböndin á útgerð Magnúsar sýna fram á að skilanefnd- in getur tæplega gengið að veðum sínum upp á rúmlega 80 milljónir króna í skipinu Smáey í útgerð Magn- úsar þar sem Íslandsbanki á veðrétti á undan þeim. Skilanefnd Lands- bankans er því í þeirri stöðu að veðin sem þrotabú gamla Landsbankans á í eignum Magnúsar eru ekki nema að litlu leyti í verðmætustu eignum Magnúsar: skipunum og kvótanum, og geta því ekki leyst þær til sín. Samkvæmt heimildum blaðsins felur samkomulagið meðal annars í sér að skilanefnd Landsbankans muni ekki ganga að veðum sínum í útgerð Magnúsar og að hann muni endurgreiða þær skuldir sem hann er í persónulegum ábyrgðum fyr- ir á næstu árum. Skilanefndin mun einnig leysa til sín allar aðrar eignir Magnúsar sem hún getur til að eiga upp í kröfur sínar gegn honum, að sögn Páls Benediktssonar, upplýs- ingafulltrúa Landsbankans. Líklegt er að þar sé meðal annars um að ræða Toyota-umboðið á Íslandi og eins Toyota-umboðið í Danmörku, sem er í eigu Magnúsar. Tapa á því að setja Magnús í þrot Því má segja að skilanefndin geti tapað meiru á því að gera veðkall hjá Magnúsi og setja hann í þrot frekar en að komast að samkomulagi við hann um að láta hann borga hluta skuldanna til baka á næstu árum í gegnum eignarhluta hans í útgerðar- félaginu. Ef skilanefndin setti Magn- ús í þrot myndu eignir Bergs-Hugins fara til Íslandsbanka að mestu leyti þar sem bankinn á veðrétti í þær eignir á undan Landsbankanum auk þess sem þessar eignir hafa rýrnað mikið í verði. Skilanefndin myndi því sennilega ekki fá neitt upp í kröf- ur sínar á hendur Magnúsi því skila- nefndin bindur mestar vonir við að fá upp í kröfur sínar út úr útgerðarfé- laginu á næstu árum. Slíkt samkomulag, eins og unn- ið er að við Magnús, þjónar því bet- ur hagsmunum og hlutverki skila- nefndarinnar: Að hámarka eignir bankans og reyna að fá eins mikið og mögulegt er fyrir útistandandi kröf- ur sínar. Því er líklegt að skilanefnd- in meti það sem svo að hún væri að vinna gegn hagsmunum kröfuhaf- anna og væri að kasta fjármunum á glæ með því að setja hann í þrot. 2 miðvikudagur 19. ágúst 2009 fréttir ÚTGERÐ MAGNÚSAR ER VEÐSETT ÍSLANDSBANKA InGI F. VIlhjálMsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is „Það þarf að afskrifa kröfuna af því að þú færð hana hvergi ann- ars staðar.“ Veðbandavottorð fyrir útgerð Magnúsar Kristinssonar sýnir fram á að Landsbankinn á 12. og 13. veðrétt í skipum hans og kvóta. Útgerðin er veðsett Íslandsbanka að mestu. Skilanefnd Landsbankans getur því ekki hirt til sín útgerðina til að eiga upp í tugmilljarða króna kröfur á hendur Magnúsi. Skilanefndin mun leysa til sín þær eignir Magnúsar sem hún getur. Viðskiptasaga Magnúsar við Landsbankann segir meira en mörg orð um lánastefnuna í bankanum á liðnum árum. Veðsett Íslandsbanka Eignir útgerðarfyrirtækis Magnúsar, Bergs-Hugins, eru veðsettar Íslandsbanka að mestu en ekki Landsbankanum. Skilanefnd Landsbankans getur því ekki gert veðkall í eignum útgerðarfyrirtæksins til að ná upp í tugmilljarða króna útistandandi kröfur á hendur Magnúsi og félögum tengdum honum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.