Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2009, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2009, Blaðsíða 6
6 miðvikudagur 19. ágúst 2009 fréttir Fjórir fulltrúar borgarinnar vörðu klukkustund með kennurum: Fjölmenni kenndi á klukku „Ég hefði nú frekar viljað nota tím- ann í annað,“ segir Jóhann Björnsson, heimspekikennari við Réttarholts- skóla. Hann segir að nýverið hafi fjór- ir fulltrúar Reykjavíkurborgar komið í Réttarholtsskóla til að kenna kennur- unum á stimpilklukku. Jóhann undr- ast bæði hversu marga þurfti til að kenna á nýju stimpilklukkuna og að heil klukkustund hafi farið í kennsl- una. „Þetta er víst ekki svona stimp- ilklukka eins og var í Hraðfrystihúsi Keflavíkur þegar ég var að alast upp þar sem fólk smellti svona pappír í klukku og fékk stimpil. Nei, þetta er svona stimpilklukka þannig að maður getur stimplað sig inn og út hvar sem er og hvenær sem er í gegnum tölvu og síma og ég veit ekki hvað,“ seg- ir Jóhann og veltir einnig upp hvort Reykjavíkurborg greiði fyrir símtölin sem fari í að stimpla sig inn og út. „Ég verð reyndar að viðurkenna að ég fylgdist ekkert allt of vel með. Ég var nefnilega með hugann við heimspekikennsluna í vetur sem mér finnst nú skipta aðeins meira máli,“ segir hann. Reykjavíkurborg er þessa dagana að taka upp nýtt stimpilklukkukerfi hjá skólunum og hefur kerfið verið til reynslu í nokkrum þeirra síðan í vor. „Okkur er sagt að þetta sé til þess að við getum betur fylgst með því hvað við vinnum mikið en ég sé þetta bara þannig að fulltrúar Reykjavíkurborg- ar treysta ekki kennurum til að vinna vinnuna sína.“ Jóhann gerir málið að umtalsefni á bloggsíðu sinni þar sem hann seg- ir: „Við menntaráð Reykjavíkur segi ég bara „fokk jú“ leyfið okkur að vinna vinnuna okkar í friði.“ Við vinnslu fréttarinnar náðist ekki í neinn hjá menntasviði borgarinnar sem gat gefið skýringar á málinu. erla@dv.is Tímasóun Jóhann Björnsson telur að tíma kennara sé betur varið í að undirbúa kennsluna en að læra á stimpilklukku. Skattayfirvöld, þar á meðal Toll- stjóraembættið, geta gengið að eig- um manna sem fluttar hafa verið á kennitölur maka, barna, ættingja eða annarra, nái stjórnarfrumvarp fram að ganga sem Alþingi hefur nú til afgreiðslu. Álfheiður Ingadóttir, sem sæti á í efnahags- og skattanefnd, segir að fram hafi komið í nefndinni að inn- heimtumenn ríkisins, þar á með- al Tollstjóraembættið, geti krafist gjaldþrotaúrskurðar sem hver annar kröfuhafi, náist ekki til þeirra með heimildum til kyrrsetningar eigna. Í 65. grein gjaldþrotalaga segir meðal annars að lánardrottinn getur krafist að bú skuldarans verði tekið til gjaldþrotaskipta ef skuldarinn hefur strokið af landi brott eða fer annars huldu höfði og ætla megi að það sé sökum skulda. Lagafrumvarpið sem nú er til meðferðar á Alþingi og í nefndum þess snertir möguleika stjórnvalda til að kyrrsetja eignir vegna skattskulda. „Til tryggingar greiðslu væntanlegrar skattkröfu, fésektar og sakarkostn- aðar í málum er sæta rannsókn hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins er heimilt að krefjast kyrrsetningar hjá skattaðila,“ eins og segir í lagafrum- varpinu. Býr sig undir aukin umsvif Tollstjóra, sem innheimtumanni ríkissjóðs, verður heimilt að krefj- ast kyrrsetningar hjá skattaðila eða öðrum þeim sem kunna að bera fésektarábyrgð til að tryggja væntanlegar skatt- kröfur ef hætta þykir á að eignum verði skotið undan eða þær glatist eða rýrni í verði,“ eins og segir í umsögn fjárlagaskrifstofu fjármála- ráðuneytisins með frumvarpinu. Fjármálaráðuneytinu sýnist óvissa ríkja um það í hve miklum mæli stjórnvöld þurfi að grípa til ofangreindra úrræða á næstunni. „Skattyfirvöld kunna að þurfa að taka til rannsóknar ýmis mál þar sem á þau kynni að reyna í kjölfar efna- hagshrunsins síðastliðið haust. Ef um nokkurn fjölda mála af þessum toga yrði að ræða gæti þurft að fjölga starfsmönnum við innheimtu- aðgerðir tollstjóra tímabundið um einn til tvo. Um er að ræða tiltölulega lítinn kostnaðarauka fyrir málaflokk- inn sem gert er ráð fyrir að rúmist innan útgjaldaramma ráðuneytisins. Sérstakar aðstæður Í umsögn um frumvarpið segir að ákveðin hætta skapist á að eignum sé komið undan enda sé skattaðilum oftast ljóst þegar við upphaf með- ferðar máls að til endurákvörðun- ar opinberra gjalda muni koma auk fésektar sé grunur uppi um refsiverð brot. „Sú hætta er ekki síst talin til staðar nú við þær sérstöku aðstæð- ur sem hér ríkja. Af þeim sökum er talið nauðsynlegt að veita skattyfir- völdum auknar heimildir til varnar því að þeir aðilar sem málið varðar geti komið sér undan greiðslum op- inberra gjalda og mögulegra fésekta vegna skattalagabrota með því að færa eignir sínar í hendur annarra.“ Eignir skráðar á maka og ættingja DV hefur undanfarna mánuði greint frá fjölda dæma um eignamenn sem fært hafa eigur sínar yfir til maka, sem virðist vera tíðast. Flestir þeirra voru yfirmenn eða millistjórnendur hjá föllnu bönkunum. Þannig var Benz-sportbíll sem í eigu Þórarins Sveinssonar, fyrrver- andi framkvæmdastjóra eignastýr- ingar hjá Kaupþingi, skráður á eig- inkonu hans, Líneyju Sveinsdóttur, í byrjun nóvember í fyrra, rúmum mánuði eftir bankahrunið. Bíllinn var til sölu á vormánuðum á bílasölu í höfuðborginni. Þórarinn neitaði því að hann hefði flutt bifreiðina yfir á konu sína í því augnamiði að skjóta undan eignum gagnvart hugsanleg- um kröfuhöfum. Nöfn annarra, sem hér eru tekin dæmi um, hefur DV fjallað um áður og eru tekin sem dæmi um eign- ir sem fluttar hafa verið yfir á maka eða ættingja. Tekið skal fram að með dæmunum er ekki felldur dómur um vanskil eða undanskot. Enbýlishús og lúxusbílar DV hefur greint frá fjölda einstaklinga sem flutt hafa hús og bifreiðar yfir á maka eða aðra ættingja. Ekki er þar með sagt að þeir standi ekki í skilum og greiði lánardrottnum eða skatta. Þingið hraðar nú afgreiðslu lagabreytinga sem auðveldar skattrannsóknastjóra og innheimtumönnum ríkissjóðs að kyrrsetja eignir þar sem grunur leikur á undanskoti. Unnt verður að rifta samningum um flutning eigna til maka eða ættingja allt að tvö ár aftur í tímann finnist engar eignir upp í kröfur og komi til gjaldþrotaskipta í kjölfarið. Óvíst er hversu mikið þessu ákvæði yrði beitt. Hert að fólki sem reynir undanskot Jóhann haukSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is „Til tryggingar greiðslu væntanlegrar skatt- kröfu, fésektar og sakarkostnaðar í mál- um er sæta rannsókn hjá skattrannsóknar- stjóra ríkisins er heimilt að krefjast kyrrsetning- ar hjá skattaðila.“ Eignir kyrrsettar Álfheiður Ingadóttir, VG, segir ljóst að innheimtu- menn ríkissjóðs geti rift gjörningum allt að tvö ár aftur í tímann þar sem tilraun hefur verið gerð til að koma eignum undan. Bakkavör 26 Styrmir Þór Bragason, forstjóri MP verðbréfa, afsalaði sínum hluta eignarinnar á Bakkavör 26 til eiginkonu sinnar. Láland 5 Bjarki Diego, framkvæmda- stjóri fyrirtækjasviðs Kaupþings, afsalaði eiginkonu sinni sínum helmingi af húsi þeirra í Lálandi 5 14. október. Í janúar var hún aftur orðin þinglýstur meðeigandi. auðarstræti 3 Erlendur Hjaltason, annar forstjóri Exista, afsalaði sínum hluta hússins á Auðarstræti 3 og lét skrá á konu sína. Viðbragðsáætlun 1. september Gert er ráð fyrir því að við- bragðsáætlun vegna svína- flensufaraldurs, H1N1, fyrir skóla landsins verði tilbúin fyrir 1. september. Þá verða flestir skólar landsins hafnir. Á fundi samráðsnefndar sóttvarnalækn- is, ríkislögreglu- stjóra og fulltrúa ráðuneyta, sem haldinn var í gær, kom fram að allt skólastarf í landinu geti hafist með eðlilegum hætti þrátt fyrir heimsfaraldur. Inflú- ensufaraldurinn sé tiltölulega vægur og engar forsendur fyrir skorðum við skólahaldi. Þó eru skólastjórnendur hvattir til að brýna hreinlæti fyrir nemend- um og ef grunur kvikni um smit skuli hinn veiki halda sig heima í sjö daga. Catalina ákærð Catalina Mikue Ncogo hefur verið ákærð fyrir innflutning á rúmlega 400 grömmum af kókaíni. Í ákærunni kemur fram að hún er talin tengj- ast tveimur belgískum kon- um sem dæmdar voru til tíu mánaða fangelsisvistar fyrir að flytja kókaín til landsins í vor. Fréttavefurinn Vísir.is greindi frá þessu í gær. Catalina komst í fréttirnar þegar DV greindi frá því að hún ræki vændishús á Hverf- isgötu, í húsi við hliðina á lögreglustöðinni í Reykjavík. rasmussen kem- ur í heimsókn Anders Fogh Rasmussen, fram- kvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins og fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, kemur í opinbera heimsókn til Ís- lands á morg- un, fimmtudag. Rasmussen hefur ekki áður heim- sótt aðildarríki Atlantshafs- bandalagsins sem framkvæmdastjóri samtak- anna og verður Ísland því fyrsta landið sem hann heimsækir í þessu hlutverki. Meðan á heimsókn Rasmuss- ens stendur fundar hann með Jóhönnu Sigurðardóttur forsæt- isráðherra, Össuri Skarphéð- inssyni utanríkisráðherra, Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, for- seta Alþingis, og utanríkismála- nefnd Alþingis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.