Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2009, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2009, Blaðsíða 12
12 miðvikudagur 19. ágúst 2009 fréttir Á vefsíðu New York Post er að finna frásögn af atburði sem ekki gæti átt sér stað annars staðar en í landi hinna hugrökku og frjálsu. Tíu ára stúlka var sektuð um 50 dali af eftirlitsmönnum í Riverside-garði í New York fyrir að setja upp límonaði- sölustand á laugardaginn, en án leyfis. Sér til halds og trausts hafði stúlkan, Clementine Lee, Richard föður sinn. Á laugardaginn mun hafa verið verulega heitt í veðri og Clementine hafði dreymt um að opna sölustand síðan á síðasta ári og ákvað að nýta góða veðrið. „Það var svo heitt í veðri að ég hugði að fólk vildi fá sér sval- andi drykk,“ sagði Clementine í við- tali við New York Post. Fyrstu tuttugu mínúturnar blómstruðu viðskiptin og um tíu glös seldust auk smákakna sem feðginin höfðu bakað. En brátt skyggði á gleði Clemtine því fyrr en varði dreif þar að eftirlitsfulltrúa sem kröfðust þess að sjá leyfi hennar og voru þeir að sögn föður hennar nokkuð fjandsam- legir. Þrátt fyrir að hafa fengið stuðn- ing nokkurra vegfarenda sem fullyrtu meðal annars að Clementine hefði rétt til að nýta borgaraleg réttindi sín neyddust feðginin til að pakka saman. Áður en þau héldu heim á leið hafði þeim verið afhent stefna fyrir að hafa selt matvæli án leyfis. Eftir að New York Post hafði sam- band við yfirmann garða borgarinnar, Adrian Benepe, var sektin felld nið- ur. Benepe sagði að fulltrúarnir hefðu sýnt „slæma dómgreind“ og myndu fá endurmenntun í reglugerðum og færðir um vik í starfi. Benepe sagðist einnig hlakka til að kaupa límonaði af Clementine ef tækifæri byðist. Ungar stúlkur við sölustörf Framtakssemi Clementine fór fyrir brjóstið á eftirlits- fulltrúum. Mynd: photos.coM Lítill sveigjanleiki eftirlitsfulltrúa Riverside-garðs í New York: 10 ára stúlka sektuð fyrir límonaðisöluÍranar rétta fram sáttahönd Að sögn háttsetts embættis- manns í Teheran í Íran eru stjórnvöld landsins reiðubúin til viðræðna við Vesturlönd um kjarnorkuáætlun landsins verði viðræðurnar byggðar á gagn- kvæmri virðingu og án skilyrða. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slík yfirlýsing kemur frá írönsk- um stjórnvöldum, en að sögn skýrenda hafa vonir um sam- komulag við Vesturlönd dvínað í kjölfar umdeildra kosninga í Íran. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa gefið Írönum frest til sept- ember til að sjá villu síns vegar og njóta í samræmi við það. Ef Íranar sjá ekki að sér mega þeir vænta hertra þvingana. Átta sjóræn- ingjar í haldi Samkvæmt rússneskum frétta- stofum hafa Rússar handtekið átta manns sem rændu vöru- flutningaskipinu Arctic Sea. Þetta mun vera haft eftir Anatoly Serdyukov, varnarmálaráðherra landsins. Hvarf Arctic Sea vakti furðu stjórnvalda víða í Evrópu um tveggja vikna skeið en það hvarf af radar undir lok júlí. Meðal annars var talið að skipið hefði lent í höndum sjóræningja eða orðið bitbein mafíunnar. Sagði Serdyukov að á meðal ræningja skipsins væru einstaklingar frá Rússlandi, Eistlandi og Lett- landi. Hrossakaup á báða bóga Fréttastofa BBC telur sig hafa fundið sannanir fyrir svindli og spillingu í forsetakosningunum í Afganistan. Að sögn BBC hafa þúsundir kosningaspjalda geng- ið kaupum og sölum og þús- undir Bandaríkjadala hafa verið boðnar í mútur fyrir atkvæði. Einnig hefur kjörnefnd lands- ins verið sökuð um að gera ekki nóg til að koma í veg fyrir brotin. Opinberir starfsmenn, sem eiga að vera hlutlausir, hafa ver- ið virkir í að draga ólöglega taum frambjóðenda. Að mati vestrænna embættis- manna er ekki talið að hrossa- kaupin hafi áhrif á úrslitin því þau séu stunduð af svo mörgum frambjóðendum. Mynd: AFp Mynd AFp Mynd: AFp Sharon Keller, yfirdómari áfrýjun- ardómstóls Texas-ríkis, mætti fyr- ir dóm á mánudaginn og stend- ur frammi fyrir ásökunum um vanrækslu í starfi. Sharon Keller neit- aði að taka við beiðni um að fresta, á síðustu mínútu, aftöku dauðadæmds manns. Réttarfarsnefnd ríkisins hefur kært Keller fyrir að hafa farið í bága við ferli réttarins með tilliti til aftöku- dags í máli Michaels Wayne Richard, sem var á dauðadeild, neita honum um aðgang að opnum dómstól og virða ekki rétt hans til áheyrnar. Efasemdir um eitursprautu Forsögu málsins má rekja aftur til 25. september 2007, en að morgni þess dags hafði hæstiréttur Banda- ríkjanna viðrað efasemdir um hvort notkun eitursprautna samrýmdist stjórnarskrá landsins. Sú aðferð er notuð í aftökum Texas-ríkis og hafði verið samþykkt í hæstarétti að úr- skurða um hvort um væri að ræða grimmilega og óvanalega refsingu. Í ljósi þess hófu lögmenn Michaels Wayne Richard kapphlaup við tím- ann til að leggja fram beiðni um frest- un á aftöku hans sem stóð fyrir dyrum það kvöld. En lögfræðingarnir lentu í vandræðum vegna tölvumistaka. Þess má geta að í júní 2008 stað- festi hæstiréttur Bandaríkjanna rétt- mæti notkunar eitursprautu við af- töku og úrskurðaði að aðferðin væri réttmæt og mannúðleg. Lokað klukkan fimm Klukkan 20 mínútur í fimm þenn- an örlagaríka dag höfðu lögfræðing- ar samband við ritara réttarins og spurðu hvort mögulegt væri að hafa opið fram yfir klukkan fimm því þeir ættu í tölvuvandræðum og hugsan- lega yrðu þeir seinir fyrir með nauð- synlega pappíra. Aðstoðarritarinn hafði samband við yfirmann sinn, Edward Marty, sem hafði samband við Sharon Kell- er sem þá var komin heim til sín til að ræða við mann vegna viðgerða á heimili hennar. Samkvæmt umkvörtun réttarfar- snefndarinnar neitaði Sharon Kell- er að verða við þeirri beiðni og var Michael Wayne Richards tekinn af lífi sama kvöld. Ber af sér sakir Í svörum sínum hélt Sharon Kell- er því fram að hún hafi verið spurð hvort skrifstofa ritara væri opin fram yfir klukkan fimm og að hún hafi „sagt nei í samræmi við langa hefð“. Lögfræðingar Richards hafa gefið í skyn að Keller dómari hafi af ásettu ráði fyrirskipað að dómshúsinu yrði lokað klukkan fimm þrátt fyrir að hún vissi af þeirri áfrýjun sem reynt var að koma í gegn á síðustu stundu. David Berchelmann yngri um- dæmisdómari var skipaður yfir rétt- arhöldin og getur réttarfarsnefnd fylkisins gripið til aðgerða sem byggj- ast á niðurstöðum hans, allt frá frá- vísun ákæra gegn Sharon Keller til brottreksturs hennar. dýrkeyptar 20 mínútur „Þessi aftaka fór fram vegna þess að æðsti glæpadómstóllinn mátti ekki vera að því að hafa opið í 20 mínútur aukalega á aftökudag,“ sagði Andrea Keilen, framkvæmdastjóri verjenda- þjónustu Texas í viðtali við frétta- stofu ABC í október 2007. Tveir dómarar við áfrýjunardóm- stólinn sögðu í sama mánuði að þeir hefðu verið reiðubúnir til að vinna lengur umræddan dag og hefðu ekki verið meðvitaðir um að Sharon Kell- er hefði neitað að láta áfrýjunar- beiðnina ganga fram. Sem fyrr segir hafði hæstiréttur landsins viðrað, þann dag, efasemdir um réttmæti notkunar eitursprautu við aftökur og sagði annar dómar- anna, Paul Womack, að um hefði verið að ræða mikilvægt mál og hann hefði viljað vera viðstaddur ef ýjað yrði að efasemdum hæstaréttar. Kæra án fordæmis Það eru nánast engin fordæmi þess að landssamband verjenda í glæpa- málum í Bandaríkjunum leggi fram kæru vegna máls af þessum toga en sú varð raunin í október 2007 þeg- ar kæra var lögð fram við réttarfars- nefnd Texas-fylkis. Þáverandi forseti landssam- bandsins, Carmen Hernandez, var á þeim tíma ómyrk í máli vegna máls- ins. „Aðeins nálvæm og heilstæð rannsókn á þessu máli mun nægja,“ sagði Carmen og bætti við að með- ferð máls Richards og dauði hans yrðu áfram óásættanleg. harka gegn glæpum Sharon Keller dómari er þekkt fyr- ir staðfasta afstöðu þegar kemur að réttlæti og hafa gagnrýnendur henn- ar gefið henni nafnið „Sharon Killer“, en um helmingur allra dauðarefsinga í Bandaríkjunum á síðasta ári átti sér stað í Texas. Sharon rifjaði upp, í svörum sín- um vegna málsins, mál Michaels Wa- yne Richard. Hann var dæmdur fyrir kynferðislega árás og morð á konu árið 1986, nokkrum mánuðum eftir að hann losnaði úr fangelsi. Sharon Keller tiltók að þegar hann var tekinn af lífi hafði hann fengið tvenn réttarhöld og mál hans endurskoðað þrisvar sinnum. Að mati Sharon Keller byggjast fullyrð- ingar um að Richards hafi ekki feng- ið „aðgang að opnum dómsölum eða meinuð áheyrn samkvæmt lögum“ ekki á staðreyndum. dómarinn (t.v.) og sá dauðadæmdi Sharon Keller er sökuð um að hafa brotið á rétti Michaels Wayne Richard. Mynd: AFp Fyrir dómstóli í Texas í Bandaríkjunu hófst á mánudaginn mál sem á sér nánast engin fordæmi. Þar hefur sharon Keller, yfirdómari áfrýjunardómstóls Texas-fylk- is, verið ákærð í fimm liðum fyrir vanrækslu í starfi í máli dauðadæmds manns sem síðan var tekinn af lífi. Dómari fyrir rétt „Þessi aftaka fór fram vegna þess að æðsti glæpadómstóllinn mátti ekki vera að því að hafa opið í 20 mínútur auka- lega á aftökudag.“ KoLBEinn þorstEinsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is aftökur í Bandaríkjunum frá 1976 Tíu afkastamestu fylkin Alls hefur 1.171 aftaka farið fram í Bandaríkjunum frá 1976, þar af 439 aftökur í Texas. (Heimild: deathpenaltyinfo.org) aftökur á heimsvísu 2008 10 afkastamestu ríkin (Heimild: Hands Off Cain) Texas – 439 Virginía – 103 Oklahóma – 91 Flórída – 67 Missouri – 67 Georgía – 45 Norður-Karólína – 43 Alabama – 43 Suður-Karólína – 42 Ohio – 31 Kína – að minnsta kosti 5.000 Íran – að minnsta kosti 346 Sádi-Arabía – að minnsta kosti 102 Norður-Kórea – 63 Bandaríkin – 37 Pakistan – að minnsta kosti 36 Írak – að minnsta kosti 34 Víetnam – að minnsta kosti 19 Afganistan – að minnsta kosti 17 Japan – 15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.