Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2009, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2009, Blaðsíða 16
Miðvikudagur 19. ágúst 200916 heilsa „Í grunninn eru þetta bara jógastöð- ur í upphituðum sal,“ segir Jóhanna Karlsdóttir, jógakennari hjá Sport- húsinu í Kópavogi. Þó að fræðin á bak við Hot Yoga hljómi einföld við fyrstu útskýringu Jóhönnu þá ligg- ur mun meira þar að baki. „Hitinn í salnum gerir manni það auðveldara að komast í vissar stöður og líkaminn verður betur undirbúinn, liðleikinn verður meiri í vöðvunum og liðirnir betur í stakk búnir.“ Hot Yoga, eða Fire Yoga eins og það er einnig kallað, er fundið upp af Indverjanum Bikram Choudhury. Bikram hefur þróað þetta æfingaferli sitt í mörg ár og er þetta orðið frægt líkamsræktarform um allan heim. „Bikram byrjaði sjálfur í jóga þegar hann var þriggja ára gamall en þegar hann var 17 ára slasaðist hann mjög illa á hné þegar hann var að keppa í ólympískum lyftingum,“ segir Jó- hanna en Bikram var greint frá því að hann myndi sennilega ekki geta gengið aftur eftir slysið. „Hann leit- aði þá til jógameistara síns sem lét hann gera sérstakar æfingar í upp- hituðum sal.“ Jóhanna segir Bikram svo hafa byrjað sjálfan að þróa þessar jógaæfingar þegar hann var tvítugur og fluttist til Bandaríkjanna. Í dag samanstendur Hot Yoga- tími af 26 sérvöldum jógastöðum eða -æfingum og tveimur öndunar- æfingum. Hver tími er 90 mínútur á lengd en hann fer fram í sal sem er hitaður upp í 37 til 40°C og með raka- stig í kringum 40 prósent. Rakinn og hitinn eiga að hita upp líkamann, liði hans og vöðva, sem gerir fólki kleift að komast dýpra og betur í þær stöð- ur sem verið er að vinna með hverju sinni. Jóhanna segir það kerfi sem Bikram þróaði ná til allra vöðvahópa líkamans. „Þetta miðast allt út frá hryggnum og að styrkja líkamann út frá honum.“ Það var á ferðum sínum um Taí- land sem Jóhanna kynntist Hot Yoga en hún hefur komið þangað tæplega tíu sinnum og henni þykir vænt um land og þjóð. „Það er einstaklega bjart og fallegt land þar sem fólk er brosandi allan daginn. Ég dvaldi þarna í þrjá mánuði þar sem ég fór í tvo Hot Yoga-tíma á dag.“ Jóhanna segir að brennslan við æfingarnar komi mjög á óvart og að ein átta kíló hafi runnið af henni þessa þrjá mán- uði sem hún dvaldi úti. „Þessar æf- ingar vinna líka í því að opna liðamót líkamans betur og það eykur blóð- og orkuflæði til muna sem skilar sér strax í betri líðan.“ Jóhanna var mikið í fimleikum þegar hún var yngri en hún fór meðal annars til Bandaríkjanna á skólastyrk þar sem hún keppti með háskólalið- inu. „Grunnurinn úr fimleikunum hjálpar mér mikið í þessu og ég áttaði mig á því þegar ég fór að læra þetta að ég hafði verið að gera margar af þessum æfingum á jafnvægisslánni þegar ég var yngri,“ en Jóhanna end- aði meðal annars í öðru sæti í fylkja- keppni með háskólaliði sínu. Hægt er að nálgast allar frekar upplýsingar á sporthusid.is asgeir@dv.is Jóhanna Karlsdóttir kennir svokallað Hot Yoga í Sporthúsinu. Búið er að koma upp sérstaklega upphituðum sal í Sporthúsinu en Jóhanna dvaldi í Taílandi í þrjá mánuði til þess að læra fræðin á bak við þessa sérstöku tegund jóga. Jóga í upphituðum sal „Á mánudag voru 4.132 manns búnir að skrá sig í hlaupið en það er fimm prósenta auking frá því á sama tíma í fyrra,“ segir Frímann A. Ferdinandsson, framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur sem sér um skipulagningu Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka. Alls tóku 11.265 manns þátt í hlaupinu í fyrra en haldist sú aukning sem fram kom á mánudag má gera ráð fyrir því að þátttakendur verði um það bil 11.830. „Við gerum ráð fyrir því að þátttakendur verði örlítið fleiri í ár. Við reiknum með því í bolakaupum og í medalíum og númerum.“ Frímann segir að almennt hafi verið aukning í hlaupum innanlands í sumar og því við því að búast að fleiri skrái sig til leiks í ár. „Það virðist almennt vera hlaupavakning á landinu.“ Þetta er í 16. skipti sem Reykjavíkurmaraþonið er haldið en eins og venja er er keppt í þremur vegalengdum. Maraþoni, hálfmaraþoni og í tíu kílómetra hlaupi. Nýjung er í tíu kílómetra hlaupinu en að þessu sinni verða sérstakir hlaupastjórar merktir með litum sem hlaupa hringinn á ákveðnum tíma. „Við erum svo með þriggja kílómetra skemmtiskokk og svo Latabæj- arhlaupin fyrir krakkana sem eru tveir kílómetrar, einn og hálfur og sjö hundruð metrar.“ Skráningu á netinu lýkur í dag en hægt er að ská sig í Laugardalshöllinni á föstudaginn milli tíu og sjö. asgeir@dv.is Reykjarvíkurmaraþonið fer fram um helgina: 5 prósenta aukning í skráningu Reykjavíkurmaraþonið Fer fram á laugardaginn. Mynd HalldóR Kolbeins Jóhanna Karlsdóttir Lærði Hot Yoga í þrjá mánuði í Taílandi. Upphitaður salur Sérstökum sal hefur verið komið upp í Sporthúsinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.