Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2009, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2009, Blaðsíða 18
Miðvikudagur 19. ágúst 200918 heilsa I Opnar manneskjur eru fimmtíu pró- sent ólíklegri til að þróa með sér elli- glöp samkvæmt nýlegri rannsókn sem gerð var af vísindamönnum á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokk- hólmi. Þátttakendur í rannsókninni voru fimm hundruð talsins, af báð- um kynjum, allir 78 ára að aldri. Þátt- takendur lýstu sér einnig sem mann- eskjum sem ekki urðu stressaðar mjög auðveldlega. II Ef þú hleypur að meðaltali fjörutíu mínútur á dag í hverri viku lifurðu lengur og ert betur á þig kominn líkamlega og andlega eftir því sem þú eldist. Þetta er niðurstaða rann- sóknar sem vísindamenn í Kaliforn- íu gerðu þar sem bæði var fylgst með fólki sem hljóp reglulega og fólki sem aldrei hljóp yfir rúmlega tuttugu ára tímabil. III Rifsber geta lengt líf fólks. Hljóm- ar undarlega en er satt! Ástæðan er að rifsber eru trefjarík en trefjar geta minnkað líkurnar á hjartaáfalli. Hol- lensk rannsókn sýndi fram á að ef þú borðar í kringum fimmtán grömm af trefjum á dag, og eykur neysluna um tíu grömm á hverjum degi, minnka líkurnar á banvænu hjartaáfalli um sautján prósent. IV Ef þér finnst þú vera nokkuð yngri en þú ert í raun eru meiri líkur á því að þú fyllir öld í aldri. Hljómar kannski eins og það segi sig sjálft, en núna hefur þetta allavega verið staðfest í könnun sálfræðinga við University of Michigan þar sem þátttakendur voru fimm hundruð karlar og konur, sjötíu ára og eldri. V Lærðu að nota Facebook og Skype og haltu þannig heilasellunum og ung- um og heilbrigðum. Þeir af eldri kyn- slóðinni sem óttast ekki tækninýj- ungar tölvualdarinnar lifa nefnilega lengur. Margir allra elstu ellilífeyr- isþegarnir í Bandaríkjunum nota tölvur að jafnaði, hvort sem er í að senda tölvupósta eða leita gamalla vina með hjálp Google. VI Konur sem byrjuðu á breyt- ingaskeiðinu eftir 52 ára ald- ur lifa gjarnan lengur en aðr- ar konur. Minni líkur þar af leiðandi á hjartasjúkdómum er meginástæðan. VII Hér er reyndar ein vísbend- ing sem hljómar eins og álíka sjálfsögð sannindi og að vatn er blautt. Þeir sem halda dag- legum kaloríuskammti sín- um í 1400 til 2000 kaloríum halda að líkindum hjartanu í sér í fúnksjón á við mann- eskju sem er fimmtán árum yngri. Með öðrum orðum, innbyrtu kaloríur í afar hæfi- legu magni og þú lifir lengur. Rannsakendurnir við Wash- ington University School of Medicine, sem komu fram með þennan fróðleik, bættu reyndar við að þetta snúist ekki eingöngu um að borða minna heldur að fá sem mesta næringu úr hverri kaloríu. VIII Kona sem eignast barn eftir náttúru- legum leiðum eftir 44 ára aldur er um það bil fimmtán prósentum ólíklegri til að gefa upp öndina dag frá degi heldur en kona sem ekki er svona ástatt um. Rökfærslan fyrir þessu hjá rannsakendunum við University of Utah er að ef eggjastokkarnir í konu eru það heilbrigðir á þessum aldri er það vísbending um að hún sé með gen sem stuðli að langlífi. IX Ef hjartað í þér slær fimmtán sinn- um á fimmtán sekúndum í hvíld, eða sextíu sinnum á mínútu, ertu á góðri leið með að ná þriggja stafa tölu í aldri. Flestir hafa hvíldarpúls á bilinu sextíu til hundrað en því lægri sem hann er, þeim mun heilsuhraustari ertu. X Ef þú hrýtur muntu að líkindum lifa styttra en sá sem ekki hrýtur. Hrot- ur benda til þess að þú þjáist af kæfi- svefni en til lengri tíma litið getur hann orsakað háan blóðþrýsting, minnisglöp, þyngdaraukningu og þunglyndi. XI Konur sem eru full gildar um mið- hlutann eru fimmtungi líklegri til að deyja á undan jafnöldrum sínum sem státa af flötum maga. Þá gildir einu hvort kjörþyngdin sé á réttu róli eður ei. XII Sá sem lætur athuga D-vítamín magnið í blóði sínu við og við er á réttri braut í að fylla tugina tíu. Nægi- legt magn D-vítamíns í líkamanum minnkar líkurnar á alls kyns óskunda eins og krabbameini, hjartasjúkdóm- um og hvers kyns sýkingum. Byggt á greininni „12 surprising signs you’ll live to 100“ eftir Söndru Gordon sem birtist á á msnbc.com 14. ágúst síðastliðinn. Ef þig langar til að verða 100 ára ... Langar þig að lifa þangað til þú verður hundrað ára? Hér eru tólf vísbendingar sem benda til þess að svo gæti orðið. Vísbendingar sem gætu komið þér á óvart. Haust á fjöllum Grill- og haustlitaferð í Bása Leyndardómar Kerlingarfjalla - jeppaferð Hellar við Miklafell og Hverfisfljót Skráning í síma 562 1000 Heilsuhraust Af útliti þessarar konu að dæma gæti hún lifað til hundrað ára aldurs. „Ég er búinn að vera með opið í rúm- an mánuð núna,“ segir Guðmund- ur Erlendsson matreiðlsumaður á matarvagninum Grænt og grillað á Selfossi. Guðmundur hefur verið á miklu flakki frá því að hann opnaði en hefur nú loksins fengið góða stað- setningu á hinu svokallaða hallær- isplani. „Nú er bara farið að ganga mjög vel og viðskiptin eru vaxandi. Fólk tekur mér vel og þetta er góð viðbót við matarmenninguna hér á Selfossi.“ Í fyrstu var Guðmundur við sundlaugina en hann segir þá stað- setningu hafa verið afleita. Hann var þá færður á móts við Landsbankann við Tryggvaskála en fékk svo á end- anum draumastaðinn. Hægt er að fylgjast með Grænt og grillað á Face- book en vagninn er með sína eig- in síðu þar sem er að finna nýjustu matseðlana, myndir af Guðmundi og hans fólki og matnum sem hann matreiðir. Það er tilvalið fyrir ferðalanga og heimamenn að stoppa hjá Guð- mundi og fá sér hollan bita til til- breytingar. asgeir@dv.is Heilsusamlegur matarvagn á Selfossi. Grænt og grillað Guðmundur Erlendsson matreiðlsumaður Ásamt dóttur sinni við matar- vagninn Grænt og grillað á Selfossi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.