Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2009, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2009, Blaðsíða 30
Magni Ásgeirsson, söngvari Á móti sól, er ekki skoðanalaus maður. Það vita þeir sem lesið hafa bloggsíðu kappans. Nú bregður aftur á móti svo við að Magni hefur ekki bloggað í tæpa fjóra mánuði. Hið eina sem gerst hefur á síðu söngvarans, hugs. blog.is/blog, er að hann setti inn auglýsingaveggspjald fyrir tónlistarhátíðina Bræðsluna sem Magni stendur fyrir ásamt öðr- um á heimaslóðunum á Borg- arfirði eystri. Síðasta færslan var skrifuð 26. apríl síðastliðinn, daginn eftir þingkosningarnar, þar sem Magni segist hafa verið frekar spenntur yfir þeim og líkir formanni Sjálfstæðisflokksins við Tortímandann. Hvort þessi þögn þýði að Magni sé með eitt- hvað stórt í burðarliðnum verður spennandi að sjá. „Ég hlakka alveg mjög mikið til að flytja til Keflavíkur og ég held að ég sé núna tilbúinn í að flytja í sveitina aftur,“ seg- ir söngvarinn og útvarpsmaðurinn Jóg- van Hansen. Hann mun flytja upp á há- skólasvæðið á Keili ásamt kærustunni sinni nú á næstu vikum en þau hafa búið í Reykjavík um nokkurt skeið. Jóg- van ætlar að breyta til og setjast á skóla- bekk. Hann mun hefja nám í almennri deild í haust og segir að það hafi ver- ið erfitt að ákveða að setjast á skóla- bekk aftur. „Það er ástæðan að ég flyt til Keflavíkur. Konan mín er kennari þar og við ætlum að búa á vellinum. Hún hjálpaði mér mikið þegar kom að þeirri ákvörðun að fara í skóla 30 ára gam- all, það var ekki beint auðveld ákvörð- un.“ Jógvan segir að hann kvíði því nú ekki að flytja suður með sjó. „Ég myndi aldrei flytja lengra frá Reykjavík, ég verð að geta keyrt í bæinn þegar ég vil. En að búa í svona litlu samfélagi er ekki nýtt fyrir mér, ég hef búið á minni stöðum en Keflavík.“ Jógvan þekkir þó nokkra Keflvíkinga og segir þá frábært fólk. Samhliðina náminu verður Jóg- van með útvarpsþátt á Kananum en vill halda því leyndu hvers konar þátt- ur það er sem hann verður með. „Ég ætla að lesa upp færeysku símaskrána og þá getur fólk hlegið að færeyskum nöfnum. Nei, ég segi svona, ég ætla að hafa þetta bara létt og skemmtilegt og reyna að spila svolítið af íslenskum listamönnum.“ Hann segir að það verði gaman að breyta aðeins til. „Það verð- ur mikil tilbreyting að hætta að klippa alla daga og setjast á skólabekk og tala í míkrófón,“ segir Jógvan hress að lok- um. bodi@dv.is FLYTUR Á „BEISINN“ Jógvan nýJasti útvarpsmaður Kanans: Svein Harald SeðlabankaStjóri 30 mIðvIkUdagUR 19. ágúst 2009 FóLkIð Hress og kátur Jógvan flytur til Keflavíkur en þar ætlar hann í háskóla og starfa sem útvarpsmaður. MYND KristiNN MagNússoN magNa ÆRaNdI þögN Sviðslistahópurinn Cobra Kai stendur fyrir uppákomu í Leik- hús-Batteríinu við Hafnarstræti næsta laugardagskvöld. Þar ætla þeir félagar að standa fyrir „til- hæfulausu ofbeldi“ og „hasar- teater“ eins og það er orðað á Facebook-síðu hópsins. Þar segir einnig að Cobra Kai geri fyrir leikhúsið það sem Patrick Swayze gerði fyrir níunda áratuginn, það sem Steven Seagal gerði fyrir þann tíunda og Skapti fyrir þann áttunda. Hópinn skipa Björn Leó Brynjarsson, Halldór „Dóri DNA“ Halldórsson, Hjörtur Jóhann Jónsson, Rostislav Tumanov og Snorri Engilbertsson sem lék eitt aðalhlutverkið í bíómyndinni Astrópíu. Miðaverð er 1.000 krón- ur og eru miðapantanir í síma 897 0496. Sýningin er hluti af ArtFart. SwaYzE, SEagaL og CoBRa kaI „Ég keppi bara við sjálfan mig og fyrri hlaup,“ seg- ir Svein Harald Öygard, seðlabankastjóri og mar- aþonhlaupari. Hann hefur skráð sig til þátttöku í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka um helgina þar sem hann ætlar að hlaupa hálfmaraþon. Svein Harald á hins vegar átta maraþon að baki og er besti tími hans þrjár klukkustundir og tíu mínútur. Hans persónulega met þegar kemur að hálfmar- aþoni er hins vegar klukkutími og tuttugu og sex mínútur. Svein Harald hefur sést á hlaupum um göngu- stíga borgarinnar að undanförnu enda hefur hann æft stíft. Hann er ekki í neinum vafa um hverjir helstu kostir hlaupanna eru. „Þetta er frábær leið til að slaka á,“ segir hann og tekur þar með und- ir með fjölda langhlaupara. Gera má því skóna að starf Sveins Haralds í seðlabank- anum sé heldur streituvaldandi en hitt og því nauðsynlegt að hreinsa hugann reglulega. Svein Harald hefur einnig ferð- ast mikið á undanförnum árum þar sem hann heimsækir sífellt nýja staði. „Hlaupin henta mér vel til að kynnast nýju umhverfi og skoða mig um. Ég hef hlaupið víða í Reykjavík en er enn að leita að bestu hlaupaleiðinni,“ segir hann. Meðal hlaupa sem Svein Har- ald á að baki er hálfmaraþon í Drammen í Noregi sem hann fór fyrir fjórum árum á klukkustund og fimmtíu mínútum, og heilt maraþon í New York í Bandaríkj- unum sem hann hljóp á fjórum klukkutímum og nítján mínútum Frá unglingsárum hefur Svein Harald ver- ið liðtækur íþróttamaður. Á sínum yngri árum lagði hann stund á sleggjukast og þótti bera af, en hlaupin tóku fljótt yfir. Hann byrjaði sextán ára að keppa í átta hundruð metra hlaupi og hefur síð- an reynt að hlaupa reglulega. Svein Harald er 49 ára gamall og hefur hann því hlaupið með hléum í rúma þrjá áratugi. Gríðarleg þátttaka er í Reykjavíkurmaraþoninu í ár og samkvæmt nýjustu tölum hafa 3006 skráð sig, tíu prósentum fleiri en tóku þátt í fyrra. Skráðir þátttakendur eru frá 42 löndum, og hleypur Svein Harald sem fulltrúi Noregs. Erlendir þátttakendur eru skráðir 914 og koma þeir flestir frá Bandaríkj- unum, Þýskalandi og Bretlandi. erla@dv.is svein Harald Öygard seðla- bankastjóri tekur þátt í reykjavíkurmaraþoninu á laugardag og ætlar að hlaupa hálfmaraþon. Hann á átta maraþon að baki og hefur hlaupið síðan hann var sextán ára. svein Har- ald hefur hlaupið víða um reykjavík og finnst hlaupin góð leið til að kynnast nýju umhverfi. maRaþoN- hLaUpaRI í SEðLaBaNkaNUmslakar á Svein Harald Öygard segir hlaupin frábæra leið til að slaka á en væntanlega getur hann lítið slappað af í Seðlabankanum. MYND raKel ÓsK Hleypur í reykjavík Svein Harald hefur tekið þátt í maraþonhlaupum víða um heim og bætist nú Ísland við í hópinn. MYND guNNar guNNarssoN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.