Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2009, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2009, Side 14
Miðvikudagur 19. ágúst 200914 heilsa ÞRAUTAKÓNGUR í hundafimi TRX-þjálfunarkerfið á uppruna sinn að rekja til bandaríska sjóhersins og hefur slegið í gegn í Bandaríkjun- um. Einar Carl Axelsson, nuddari og einkaþjálfari, segir að í æfingunum vinni fólk með eigin líkamsþyngd í stað lóða og þurfi engin hjálpartæki önnur en „strappa,“ eða nælonbönd sem nýtt eru í hinum mismunandi æfingum. Einar Carl leiðbeinir á fyrsta TRX- námskeiðinu sem haldið er á Íslandi en það hefst i Heilsuakademíunni í september og er þegar byrjað að bóka í tímana. TRX-æfingarnar byggja upp jafn- vægis og djúpvöðvakerfi líkamans ásamt því að auka liðleika, styrk og sprengikraft. Þjálfunarkerfið býður upp á allt að þrjú hundruð útfærslur af æfingum fyrir alla vöðva líkamans, eftir getu hvers og eins. Hversu erfið- ar æfingarnar eru byggist á hvernig fólk beitir líkamanum. Þannig geta bæði byrjendur og lengra komnir tekið þátt í sama tímanum þar sem fólk aðlagar æfingarnar eigin getu. Einar Carl er einn þeirra sem sótt hafa leiðbeinendanámskeið TRX hjá Hreysti en Heilsuakademían býður ein upp á TRX. Einfaldleikinn er það sem heillar við æfingarnar, segir Ein- ar Carl. Íris Huld Guðmundsdóttir, einn eigenda Heilsuakademíunnar, segist viss um að TRX verði nýja æðið á Ís- landi. „Ég hef ekki prófað þetta enn- þá en þetta lítur út fyrir að vera mjög spennandi,“ segir hún. erla@dv.is Fjórir fyrrverandi starfsmenn Kaupthing Singer & Friedland- er (KSF) bankans í Bretlandi ætla að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka næsta laugardag. „Ástæðan er sú að vinur okkar Jam- es Gribbles, sem vann með okkur í KSF, lenti í hræðilegu slysi í nóvem- ber 2008 á ferð sinni um Afríku og lamaðist hann,“ segir Þóra Helga- dóttir, hagfræðingur og fyrrver- andi starfsmaður KSF. Ásamt henni munu þeir Oliver, Richard og Henri taka þátt í hlaupinu á laugardaginn. Ætlunin er að safna áheitum fyrir styrktarsamtök sem foreldrar James stofnuðu fyrir hann og bera nafnið Puffin Magic Foundation. HlAUpA í lUNdAbúNiNGUm „James sem er Ástrali kom til fyrst til Íslands árið 2004 og fór þá á lunda- veiðar. Veiddi hann lunda sem hann skírði Pétur. Í kjölfarið keypti hann lundabrúðu sem hefur fylgt honum á ferðum um allan heim síðan. Brúðan situr nú við hlið hans á endurhæfingarstöðinni í Ástralíu,“ segir Þóra. Líklegt er að þau muni vekja töluverða athygli í hlaupinu á laugardaginn. Að sögn Þóru ætl- ar Oliver að hlaupa heilt maraþon en Þóra, Richard og Henri ætla að hlaupa 10 kílómetra í lundabúning- um. Hún segir að Bretarnir þrír sem ætli að hlaupa með henni hafi allir áður komið hingað til lands nokkr- um sinnum vegna starfa sinna fyrir KSF og þeir séu mjög hrifnir af landi og þjóð. ÓsKAR efTiR áHeiTUm Reykjavíkurmaraþon hefur verið þekkt fyrir það á síðustu árum að bjóða hlaupurum upp á að styrkja ýmis góðgerðarsamtök með áheit- um. Framtak Þóru og félaga á því vel heima í þessu hlaupi. Hafa þau skorað á vini og vandamenn að styrkja samtökin með áheitum. „James lenti í hræðilegu slysi í lok síðasta árs og lamaðist. Hann slas- aðist þegar hann var að ferðast í Sambíu. Það leið yfir James vegna hita og hann féll aftur fyrir sig í harð- an sandinn en við fallið brotnuðu tveir hryggjarliðir og hann varð fyrir mænuskaða. Í kjölfarið missti Jam- es allan mátt fyrir fyrir neðan axlir. James er nú búsettur í Sydney og er í stífri endurhæfingu sem hefur skil- að góðum árangri en hann hefur endurheimt nokkurn mátt í hönd- um og fótum. Það er einstakt að fylgjast með framförum James sem hefur tekist á við þessa miklu áskor- un með ótrúlegum styrk,“ segir Þóra sem vonast eftir dyggum stuðningi við þetta góða framtak þeirra. Þeir sem vilja styrkja samtökin er bent á vefsíðuna puffinmagic.org.au. as@dv.is Þóra Helgadóttir hagfræðingur, ætlar ásamt þremur Bretum að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni næsta laug- ardag. Þrjú þeirra munu hlaupa í lundabúningum til styrktar samtökum fyrrum vinnufélaga þeirra sem lamaðist í slysi í Afríku í vetur. James Gribbles var mikill aðdáandi íslenska lundans. lundabúningum Ætla að hlaupa í Í TRX er unnið með eigin líkamsþyngd í stað lóða og lagar fólk æfingarnar að getu: Einfaldar æfingar úr sjóhernum DV0908189402 Nýtt æði Fyrstu námskeiðin á Íslandi fara af stað í september en TRX hefur slegið í gegn í Bandaríkjunum. MyNd Hreysti Lundaaðdáandi James Gribbles með lunda þegar hann kom fyrst til Íslands árið 2004. Lamaðist James Gribbles lamaðist þegar það leið yfir hann vegna hita á ferðalagi hans í Sambíu í Afríku. Hann féll aftur fyrir sig og við það brotnuðu tveir hryggjarliðir og varð hann fyrir mænuskaða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.