Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2009, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2009, Blaðsíða 23
Hver er maðurinn? „Plötuspilari hins opinbera og þriggja barna faðir frá Akranesi.“ Hvað drífur þig áfram? „Trúin á að dagurinn á morgun verði aðeins betri en dagurinn í dag.“ Hvar ertu uppalinn? „Á Akranesi og hjá Ríkisútvarpinu.“ Uppáhaldshljómsveit í æsku? „Þær voru svo margar. Ætli fyrsta hafi ekki bara verið Kiss, síðan kom Iron Maiden og svo Utangarðsmenn. Þetta var alltaf að breytast.“ Enn í dag? „Sá er færi síðastur úr plötusafninu er sennilega Neil Young.“ Hefði ekki verið sorglegt ef tónleikar Rásar 2 hefðu dottið upp fyrir? „Þeir duttu upp fyrir þarna eitt ár, 2006. Þetta er kannski ekki lífsnauðsyn- legt en gerir lífið aðeins skemmtilegra.“ Hvað hefur Rás 2 oft staðið fyrir tónleikum á Menningarnótt? „Þetta er í sjötta skipti.“ Hvað gerið þið ráð fyrir því að Hljómskálagarðurinn rúmi marga? „Þeir segja að 15.000 geti auðveldlega verið þar. En þetta er góður og skemmtilegur staður í hjarta borgarinn- ar.“ Sérðu fyrir þér að tónleikarnir verði þarna í framtíðinni? „Það verður eiginlega bara að koma í ljós á laugardaginn.“ Hvað finnst þér um þetta fyrirkomulag að hafa ekki eina risatónleika eins og venjan er? „Ég eiginlega veit það ekki heldur fyrr en á laugardaginn. Mér hefur alltaf fundist Menningarnótt stórskemmtileg og hún verður það örugglega áfram. Persónulega finnst mér þó að halda eigi eina risatónleika á Arnarhóli eða þar í kring þar sem öll hugsanleg tæki og tól eru notuð og fólk getur komið saman eitt kvöld á ári. Það myndast einhver sérstök stemning að standa í svona mannhafi þar sem nokkrir einstaklingar eru fókuspunkturinn.“ Hver kostar tónleikana í ár „Höfuðborgarstofa leggur sitthvað til, Síminn styrkir þetta og svo Rás 2. Það er samt algert kraftaverk að hafa komið þessu á laggirnar með þessu fjármagni. Þetta er aðeins brot af því sem hefur verið. Þetta er bara gert á hjartanu og viljanum. Og tónlistarmennirnir samþykktu að koma fram á 2009- forsendum.“ Ætlar þú að fylgjast með kvennalandsliðinu á em? „Já, örugglega.“ Oddný Blöndal MagnúSdóttiR, 18 ÁRA NEMI. „Já, þokkalega.“ gUðMUndUR BiRgiR HalldóRS- SOn, 34 ÁRA TóNlISTARMAðUR. „Þarf maður ekki að gera það?“ MagdalEna BiRgiSdóttiR, 18 ÁRA NEMI. „Ég geri ekki ráð fyrir því. Ég er ekki mikið í íþróttum.“ HallgRíMUR ÁSgEiRSSOn, 68 ÁRA gAMlINgI. Dómstóll götunnar ólafUR pÁll gUnnaRSSOn Allt útlit var fyrir að engir stórtónleik- ar yrði á Menningarnótt í ár þar sem markmiðið var að dreifa frekar mannfjöldanum á þrjú minni svið. Rás 2 fékk svo það verkefni að skipuleggja tónleika í Hljómskála- garðinum á síðustu stundu og settu ólafur Páll gunnarsson og hans fólk flotta tónleika á laggirnar eins og venjan er. gert á hjartanu og viljanum „Ég hugsa ekki, nei. Hef ekkert brjálaðan áhuga á þessu.“ BiRna ORRadóttiR, 15 ÁRA NEMI maður Dagsins Ekkert verður sagt með neinni ná- kvæmni hvenær halla tók undan fæti hjá Landsbankanum. Þó var svo komið snemma árs 2008 að alþjóð- lega matsfyrirtækið Moody‘s hafði dauðans áhyggjur af Icesave-reikn- ingunum og lét ekki segjast þótt Davíð Oddsson, þá seðlabanka- stjóri, legði á sig að verja vini sína í bankanum á fundi með hátt settum bankamönnum í London. Í trúnaðarplaggi Seðlabank- ans frá 12. febrúar í fyrra, sem ber merki þess að vara samið af Davíð og hugsanlega nánum samverka- manni hans í bankanum, stendur orðrétt: „Moody‘s hafði með sama hætti áhyggjur af öllum bönkunum, en þó einna mest af einum þætti, sem snýr að Landsbanka Íslands, en þar er um að ræða hve hinn mikli innlánsreikningur Icesave kunni að vera kvikur og háður trausti og trún- aði á markaði og ekki aðeins trausti á Landsbanka Íslands, heldur Ís- landi og íslenska bankakerfinu, og jafnframt hve samkeppni á þessum markaði færi nú mjög harðnandi vegna lokunar annarra markaða.“ Og hverju skyldi nú Davíð og samverkamenn hans í Seðlabank- anum hafa svarað ofangreindri gagnrýni og áhyggjum manna frá Moody‘s? „Seðlabanka- menn fóru yfir þau rök sem væru gegn því að þessi inn- lánsreikningur væri jafn ótraustur og Moody‘s hefðu áhyggjur af, en ekki er lík- legt að öllum efasemdum þeirra hafi verið eytt.“ Orðhengilsháttur og lagastagl Nú stendur Davíð á Austurvelli og mótmælir hverju? Að þjóðinni sé ætlað að bera ábyrgð á innistæðum í útlöndum? Á sama tíma ryðst fram á ritvöllinn Kjartan Gunn- arsson, helsti útsendari sér- hagsmunanna í Landsbankan- um og bankaráðs- maður þar fram að hruni og fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks- ins í aldarfjórð- ung. Hann heldur því fram að ekki hafi verið nein ríkisábyrgð á Landsbankanum, að ekki hafi verið nein ríkisábyrgð á innlánsreikning- um hans erlendis og að ríkið beri enga ábyrgð á Tryggingarsjóði inni- stæðueigenda. Allt er þetta orðhengilsháttur manns sem reynir að koma sér und- an ábyrgð og ætti að biðja þjóðina afsökunar eins og fjármálaráðherra nefndi í Hólaræðu sinni um síðustu helgi. Eftir að Davíð og hans menn sáu með eigin augum rauðblikkandi ljósin í London var stórkostlegt og vítavert gáleysi af hálfu stjórnvalda að leyfa Landsbankamönn- um að halda áfram að gera strandhögg á sparifjármark- aði í Bretlandi og Hollandi. Fram- vindan var öll með leyfi, vitund og vilja stjórnvalda löngu eftir að þeim varð ljóst hvert stefndi og hver þjóðarhættan var. Þetta tómlæti var svo al- varlegt að mikil hætta var á fullri sök fyrir dómi sem leitt hefði til skaðabóta og kröfu um að Íslend- ingar bæru allan kostnað. Hundurinn sagði ekki ég... Það er hreint bull hjá Kjartani að Davíð og önnur stjórnvöld hafi enga ábyrgð borið á athæfi hans í Landsbankanum. Í fyrsta lagi er Tryggingarsjóður innstæðueigenda sjálfseignarstofnun í skjóli ríkisins. Viðskiptaráðherra velur í öðru lagi 3 fulltrúa í stjórn sjóðsins. Í þriðja lagi ber ráðherra lögum samkvæmt að setja reglugerð um sjóðinn, meðal annars um tryggingu á innistæðu. Auk þess hlutaðist ríkið til um að gera Icesave-samning við full- trúa innistæðueigenda í Hollandi og Bretlandi sem í raun höfðu sama rétt og innistæðueigendur hjá Landsbankanum á Selfossi. Samn- ingurinn felur í sér lán sem Hol- lendingar og Bretar veita Trygg- ingarsjóði innstæðueigenda sem notað er til að endurgreiða bresk- um og hollenskum sparifjáreigend- um það sem þeim bar að lögum. Lánið þurfu nágrannar okkar að veita vegna þess að íslensk stjórn- völd höfðu sýnt vítavert gáleysi og forsómað að fjármagna sjóðinn eða grípa til sérstakra annarra ráðstaf- ana meðan inn í landið streymdu 1.000 milljarðar króna frá breskum og hollenskum sparifjáreigendum. Lánin fengust aðeins gegn ríkisá- byrgð. Kjartan og Davíð rísa upp til þess eins að segja: Við berum enga ábyrgð, við þurfum ekki að borga. Þeir vita betur og bera mikla ábyrgð sem þeir reyna nú að koma sér undan. Á flótta undan ábyrgðinni kjallari 1 Stofnaði auði með kúluláns- gróða Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital, var ein þeirra sem innleystu mikinn kúlulánsgróða í góðærinu. Síðan lagði hún fé í stofnun Auðar Capital. 2 tugmilljarða skuldir Magnús- ar afskrifaðar Magnús Kristinsson hefur samið við landsbankann um afskriftir stórs hluta 50 milljarða króna skuldar hans. 3 Höfnuðu hæfasta umsækj- andanum Meirihluti sveitarstjórnar Rangárþings eystra klofnaði vegna ráðningar skólastjóra grunnskólans á Hvolsvelli. 4 Jessica of full fyrir Romo Slúðurmiðlar halda því nú fram að ástæðan fyrir sambandsslitum Tony Romos og Jessicu Simpson hafi verið drykkja söngkonunnar. 5 Hvalurinn sprakk á planinu Sprengja úr veiðiskutli sprakk ekki fyrr en hvalskurðarmenn voru að vinna við hvalinn í hvalstöðinni í Hvalfirði. 6 Hornsteinar davíðs og afmæli foreldranna Davíð Oddsson lagði sitt hvorn hornsteininn að byggingum á afmælisdögum foreldra sinna. 7 Samstarfskonur giftar sama manninum Tvær konur í kínverskri verksmiðju áttu fleira sameiginlegt en þær töldu í fyrstu, enda giftar sama manninum. mest lesið á DV.is JóHann HaUkSSOn útvarpsmaður skrifar „Það er hreint bull hjá Kjartani að Davíð og önnur stjórnvöld hafi enga ábyrgð borið á athæfi hans í Lands- bankanum.“ umrÆða 19. ágúst 2009 miðvikudagur 23 mynDin Mikil umferð síðdegis Þótt Reykjavík sé ekki ýkja fjölmenn borg hvað íbúa varðar getur umferðin verið þétt og hæg á háanna- tímum. Mynd RóBERt REyniSSOn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.