Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2009, Blaðsíða 25
Miðasala hafin á Ísland - noreg Miðasala á síðasta leik
Íslands í undankeppni HM 2010 er hafin á midi.is. Íslendingar munu mæta
Norðmönnum á Laugardalsvelli 5. september næstkomandi og með sigri
geta Íslendingar skilið Norðmenn eftir eina á botninum í riðlinum. Landsliðið
hefur mætt Noregi 26 sinnum og hefur unnið sjö sinnum, þrisvar gert jafntefli
en Norðmenn unnið sextán sinnum. Miðaverðið er hægt að nálgast á midi.is.
UMsjóN: tóMas þór þórðarsoN, tomas@dv.is
sport 19. ágúst 2009 Miðvikudagur 25
2 dálkar = 9,9 *10
Fyrir bústaðinn og heimilið
„Þetta eru engin
geimvísindi sko“
Emil Hallfreðsson skrifaði nýlega undir lánssamning við enska
liðið Barnsley. Hann segir deildina ekki vera nein geimvísindi
þegar hann er spurður hvort hann muni ekki mæta einhverjum
stjörnum á vellinum. Hann fékk fá tækifæri hjá liði sínu Regg-
ina á Ítalíu og er bjartsýnn á að fá að spila hjá Barnsley. Hann
saknar pítsustaðarins Zizza á Englandi en hann var fastakúnni
þar þegar hann var hjá Tottenham.
Boði logason
blaðamaður skrifar bodi@dv.is
„Það er mjög gott að vera kominn
aftur til Englands, móttökurnar sem
ég hef fengið hjá klúbbnum eru góð-
ar og hér er unnið fagmannlega, sem
hentar mér vel,“ segir Emil Hallfreðs-
son, landsliðsmaður Íslands í fót-
bolta sem fór fyrir nokkrum dögum
að láni til enska Championship-
deildar liðsins Barnsley. Emil er
ekki óvanur Englandi því hann gekk
í raðir Tottenham árið 2005. Þaðan
lá leiðin til Svíþjóðar til Malmö en
var svo seldur til Lyn í Noregi árið
2007. Þar staldraði hann stutt við
því ítalska liðið Reggina keypti hann
óvænt nokkrum dögum eftir að hann
skrifaði undir. Emil er nú kominn aft-
ur til Englands, um óákveðinn tíma
að minnsta kosti.
saknar pítsustaðarins Zizza
Það er ekki nýtt fyrir Emil að spila
á Englandi en eins og fyrr segir var
hann á mála hjá Tottenham um
nokkurt skeið. „Ég hef enga reynslu
frá Tottenham. Það eina sem það
skildi eftir sig er kunningsskapur við
pítsustaðinn Zizza. Munurinn á ít-
alska boltanum og enska er enginn.
Það eru ellefu menn á móti ellefu að
spila fótbolta og þetta snýst um að
vinna leikinn. Annars er mesti mun-
urinn að hér er rigning en á Ítalíu er
sól og blíða. En ég er íslenskur og ætti
því að vera vanur kulda og byl,“ segir
Emil kátur.
Draumurinn á spáni
Deildin sem Emil spilar í er sú næsta
fyrir neðan úrvalsdeildina í ensku
knattspyrnunni. Ef Emil og liðsfélagar
hans standa sig vel í vetur mun liðið
fara upp í úvarvalsdeildina. Emil hef-
ur fulla trú á því enda sé góður mór-
all í hópnum og þjálfarinn sé góður.
En þó er draumur Emils að spila fyr-
ir Atletico Madrid á Spáni eða Paris
St. German í Frakklandi. Aðspurður
hvort hann ætli að fara þangað einn
daginn segir Emil: „Já, ef guð lofar“.
Aðspurður hvort það séu ekki
einhverjar stjörnur í deildinni sem
hann mun mæta á vellinum í vetur
segir Emil hlæjandi: „Þetta eru eng-
in geimvísindi sko, þetta er bara fót-
bolti.“
Mikinn metnað
fyrir hönd landsliðsins
Emil getur þó ekki gert upp á milli at-
vinnumennskunnar og að spila fyrir
landsliðið. „Það er jafnskemmtilegt,
ég hef unun af atvinnu minni.“ Ís-
lenska landsliðið mætir Noregi í síð-
asta leik liðsins í undankeppni HM
2010 nú 5. september. Emil segist
vera með mikinn metnað fyrir hönd
landsliðsins og leikurinn gegn Nor-
egi leggst vel í hann. „Hann leggst
mjög vel í mig, landsliðið er á upp-
leið og vonandi náum við að halda
áfram ágætu gengi liðsins frá í síð-
asta leik á móti Slóveníu.“
Hann segist ætla að fylgjast með
stelpunum okkar í Finnlandi þar sem
þær keppa á EM í lok mánaðarins.
„Ég mun horfa á alla leiki íslensku
stelpnanna og ég styð þær heils hug-
ar. Ég vona að þær standi sig sem
best, ég veit að þær munu gera það.“
Ætlar að enda ferlinn hjá HK
Emil mun eflaust standa sig vel í Eng-
landi en hann veit ekki hvort hann
muni verða hjá Barnsley áfram á
næsta tímabili. „Eftir tímabilið tekur
við tveggja mánaða sumarfrí og svo
sjáum við til hvað gerist eftir það. Það
verður vonandi eitthvað gott.“ Það er
ekki hægt að sleppa landsliðsmann-
inum knáa án þess að spyrja hvort
hann ætli að enda ferlinn þegar at-
vinnumennskunni ljúki. Hann úti-
lokar Haukana, enda uppalinn FH-
ingur. „Ég held að það verði í HK með
Gulla fyrir aftan mig í búrinu, við töl-
uðum um það að minnsta kosti í síð-
asta landsleik,“ segir Emil kampakát-
ur að lokum.
„Það eina sem það
skildi eftir sig er kunn-
ingsskapur við pítsu-
staðinn Zizza.“
Draumurinn á spáni Emil ætlar að
spila fyrir atletico Madrid eða Paris st.
German áður en ferlinum lýkur.
Mikinn metnað fyrir
hönd landsliðsins Emil
hefur mikinn metnað
fyrir hönd landsliðsins og
er bjartsýnn á hagstæð
úrslit í leiknum gegn
Noregi 5. september.
WWW.SVAR.IS
SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000
SKÓLATILBOÐ!
ALLT AÐ 8 KLST
RAFHLÖÐUENDING
FÁST Í ÖLLUM
REGNBOGANS LITUM