Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2009, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2009, Page 4
4 miðvikudagur 19. ágúst 2009 fréttir Kostnaður Íslandsbanka vegna Reykjavíkurmaraþonsins, sem fram fer á laugardaginn, verður á bilinu 15-18 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum frá markaðsdeild bankans. Íslandsbanki er aðalstyrkt- araðili hlaupsins og stór hluti af þessari upphæð er styrktarsamning- ur við Íþróttabandalag Reykjavíkur og áheit á starfsmenn og viðskipta- vini sem renna til góðgerðafélaga. Í svari Íslandsbanka við fyrirspurn DV um kostnað vegna kostunar á hlaup- inu, segir að bankinn hafi lagt mikla áherslu á að halda birtingar- og kynningarkostnaði í lágmarki. Tekist hafi að draga verulega úr útgjöldum miðað við árið í fyrra. Síðustu ár lagði Glitnir mikla áherslu á kynningar og auglýsingar í kringum Reykjavíkur- maraþonið. Það kostar 3.200 krónur í 10 kíló- metra hlaupið, 4.100 krónur kost- ar að hlaupa hálfmaraþon og 5.900 krónur kostar að hlaupa maraþon. Skráningargjöldin hækka þegar nær dregur hlaupinu. Í svari bankans kemur enn frem- ur fram að ekkert af þátttökugjöld- unum rennur til Íslandsbanka. ÍBR ber allan kostnað og fær allar tekj- ur af hlaupinu. Íslandsbanki styrkir ekki eitt ákveðið málefni með bein- um hætti, heldur heitir á starfsmenn og viðskipti sína sem geta valið sér málefni og hlaupið til góðs. „Ís- landsbanki er stoltur af því að taka þátt í því að skapa faglega umgjörð um Reykjavíkurmaraþonið sem auk þess að vera stór fjölskylduhátíð vek- ur áhuga erlendra hlaupara,“ segir í svari bankans. valgeir@dv.is Reykjavíkurmaraþon Glitnir hefur verið aðalstyrktarðili hlaupsins undanfarin ár. Nú er það Íslandsbanki. Íslandsbanki dregur úr útgjöldum við Reykjavíkurmaraþonið: Kostnaður 15 til 18 milljónir króna Uppdópuð á stolnum bíl Kona á fertugsaldri sem lögregl- an hafði afskipti af um helgina hafði eitthvað villst út af vegi réttvísinnar. Fyrir það fyrsta var hún undir áhrifum fíkniefna og til að gera illt verra var bíllinn sem hún keyrði um á ekki henn- ar eigin heldur stolinn. Enn- fremur var talsvert þýfi að finna í bílnum sem lögreglan hefur nú komið í hendur réttra eigenda sinna. Eins og gefur að skilja varð ökuferð konunnar á þess- um bíl ekki lengri. Annar ökumaður var tek- inn undir áhrifum fíkniefna á sunnudagsmorgun, það var karlmaður á þrítugsaldri. Smáauglýsingasíminn er 515 5550 smaar@dv.is Sautján stútar Alls voru sautján ökumenn teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Flestir voru teknir á sunnudag eða tíu talsins, fimm voru teknir við ölvun- arakstur á laugardag og tveir á föstudag. Tólf af sautján ölvuðum ökumönnum luku bíltúr sínum þegar lögreglan stöðvaði ferð þeirra í Reykja- vík, þrír voru teknir í Hafn- arfirði einn í Kópavogi og annar í Garðabæ. Karlar voru í miklum meirihluta, fjórtán gegn þremur konum. Nær helmingur ók of hratt Lögreglan stóð samtals 27 ökumenn að hraðakstri í Smárarima og Sóleyjarrima í Grafarvogi í Reykjavík á mánudag. Þetta er nærri helmingur allra ökumana sem áttu leið um götuna. Þrjátíu kílómetra há- markshraði gildir í báð- um götunum. Meðalhraði í Smárarima var hins vegar 42 kílómetrar á klukkustund og í Sóleyjarrima keyrðu öku- menn á 48,5 kílómetra hraða að meðaltali. Efnahagur hefur áhrif Fjárhagsstaða foreldra, búseta og félagslegar aðstæður eru far- in að hafa vaxandi áhrif á það hvernig börnum gengur í grunn- skólum, að því er fram kemur í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir Norrænu ráðherranefndina. Í skýrslunni er skoðaður árangur grunnskólanemenda á Norður- löndum. Finnar standa sig best í grunnskólamálum og eru taldir tveimur árum á undan öðrum þjóðum hvað varðar námsár- angur og kennslu. Norðmenn, Danir og Íslendingar eru allir undir meðaltali OECD-ríkjanna. Stjórnendur Straums-Burðaráss hafa lagt það til við kröfuhafa bank- ans að þeir og ýmsir lykilstarfsmenn bankans fái 10,8 milljarða króna í bónusa á næstu fimm árum sam- kvæmt heimildum DV. Greiðsl- urnar eiga að bætast við fastar launagreiðslur stjórnendanna og lykilstarfsmannanna. Starfsmanna Straums bíður það verkefni að vinna að því á næstu árum að fá hámarks- verð fyrir eignir bankans. Stjórnend- urnir vilja fá bónusana fyrir að leiða þessa vinnu. Stjórnendur bankans kynntu þessar hugmyndir á fundi með kröfuhöfum fyrr í mánuðinum. Kröfuhöfunum mun hafa blöskr- að hversu miklar kröfur um bónus- greiðslur stjórnendurnir gerðu. Straumur var yfirtekinn af Fjár- málaeftirlitinu 9. mars síðastliðinn og í kjölfarið lét William Fall af störf- um sem forstjóri og Óttar Pálsson var skipaður í staðinn. Skilanefnd og slitastjórn voru skipuð yfir bank- ann í kjölfarið. Hugmyndin komin frá toppunum Samkvæmt hugmyndum stjórn- endanna, meðal annarra forstjór- ans Óttars Pálssonar og Andrews Bernardt, eiga starfsmenn bankans að fá 2,7 milljarða að lágmarki fyrir að stýra bankanum og áðurnefnda 10,8 milljarða ef þeim gengur vel að hámarka virði eignanna. Óttar var spurður um hugmyndina um bónsugreiðslurnar á áðurnefndum kröfuhafafundi og staðfesti hann að stjórnendur bankans hygðust fara fram á slíka bónusa, samkvæmt heimildum DV. Óttar Pálsson segir að hugmynd- irnar um greiðslurnar séu komnar frá stjórnendum bankans og að skila- nefndin hafi ekki komið að þeim. Hann segir hins vegar að ekki sé um tillögur að ræða heldur „forsendu sem stuðst er við við áætlanagerð“ um framtíð bankans. „Kröfuhafarn- ir geta svo algerlega ákveðið hvernig launastrúkturinn verður eftir að þeir taka við bankanum eftir nauðasamn- inga,“ segir Óttar og bætir því við að þeir geti einnig ákveðið hverjir starfi áfram í bankanum og hverjir ekki. Starfsmenn Straums eiga að vera 45 talsins á næstu árum og má áætla að um helmingur af bónusgreiðsl- unum eigi að renna til æðstu stjórn- enda bankans. Æðstu stjórnend- urnir gætu því haft nokkur hundruð milljónir króna í bónusa hver á næstu fimm árum, samkvæmt þess- um hugmyndum. Aðrir starfsmenn ósáttir Samkvæmt heimildum DV eru einn- ig margir af lægra settum starfs- mönnum Straums alls ekki sáttir við þessar tillögur og telja að bón- usgreiðslurnar séu of háar og úr samhengi við það ástand sem ríkir í samfélaginu í dag. „Það er alls ekki einhugur um þetta hjá öllum starfs- mönnum Straums. Mörgum finnst þetta stórfurðulegt. Það þarf ekkert að ræða það frekar... Þegar við sáum þetta urðum við agndofa miðað við hvernig ástandið í þjóðfélaginu er. Þetta stimplar alla inni í bankanum sem gráðuga einstaklinga... Ég efast um að það þurfi að borga mönnum hálfan milljarð fyrir að vinna þessa vinnu,“ segir starfsmaður Straums, sem vill ekki láta nafn síns getið. Samkvæmt heimildum DV er talið ólíklegt að kröfuhafar bank- ans samþykki bónusgreiðslurnar til stjórnendanna og má telja líklegt að dregið verði úr þeim. ingi f. vilHjálmsson og AnnAs sigmundsson blaðamenn skrifa: ingi@dv.is og as@dv.is Forsvarsmenn fjárfestingabankans Straums-Burðaráss hafa lagt það til við kröfuhafa að þeir fái tæpa 11 milljarða í bónusa ef vel gengur að hámarka virði eigna bankans. Þeir vilja fá 2,7 milljarða króna að lágmarki fyrir þessa vinnu. Lægra settir starfs- menn bankans eru ósáttir við þessar hugmyndir og kröfuhafar bankans. Ólíklegt er að kröfuhafarnir muni sætta sig við tillöguna. STARFSMENN STRAUMS ÓSÁTTIR VIÐ BÓNUSANA „Þegar við sáum þetta urðum við agndofa miðað við hvernig ástandið í þjóðfélag- inu er. Þetta stimplar alla inni í bankanum sem gráðuga einstakl- inga...“ forsvarsmenn straums vilja háa bónusa Forsvarsmenn Straums-Burðaráss vilja að kröfuhafar bankans greiði þeim tæplega 11 milljarða króna í bónusa á næstu fimm árum ef vel gengur að hámarka virði eigna bankans. Nokkrir af lykilstjórnendum bankans myndu þá líklega fá um helming upphæðarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.