Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2009, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2009, Blaðsíða 29
á m i ð v i k u d e g i Þrefaldur Páll Óskar Páll Óskar og Monica Abendroth hörpuleikari halda tvenna tónleika á Menningarnótt í Listasafni Ein- ars Jónssonar, klukkan 16 og aftur klukkan 18. Þau munu flytja vinsæl- ustu lög Palla í sérstökum útsetning- um fyrir hörpuna, auk ýmis annars góðgætis af efnisskránni þeirra. Þetta er kjörið tækifæri til að hlusta á góða tónlist og upplifa listaverk Ein- ars Jónssonar um leið. Aðgangur er ókeypis svo það borgar sig að mæta tímanlega. Seinna um kvöldið verð- ur Páll Óskar í diskóstuði en hann endar stórtónleikana í Hljómskála- garðinum þar sem hann stígur á svið klukkan 22. fimmta ljÓða- hátíð Nýhils Höfundaforlagið og ljóðafabrikk- an Nýhil stendur fyrir ljóðahá- tíð 19. til 23. ágúst og hefst hún því í dag. Þetta er í fimmta skipti sem hátíðin er haldin og munu erlend skáld og íslensk lesa upp auk þess sem boðið verður upp á málþing, bókamarkað, vídeó- ljóðasýningu og „open-mic“- kvöld. Á meðal erlendra gesta há- tíðarinnar eru Dmitry Golynko, Mette Moestrup, Morten Sønd- ergaard og Palle Sigsgaard. Í hópi íslensku skáldanna sem lesa eru þau Haukur Már Helgason, Arn- grímur Vídalín, Halldóra Kristín Thoroddsen, Ingólfur Gíslason, Jón Örn Loðmfjörð, Kristín Svava Tómasdóttir og Haukur Ingvars- son. Sjá dagskrá hátíðarinnar á nyhil.blogspot.com. VoNarstjarNa á BatteríiNu Woodpigeon, Retro Stefson og Skakkamanage spila á tónleikum á Batteríinu (gamla Organ) á fimmtu- daginn. Woodpigeon kemur frá Kan- ada og er hugarfóstur söngvarans og lagahöfundarins Mark Hamilt- on. Hann vakti verðskuldaða athygli í heimalandinu fyrir sína fyrstu plötu, Songbook, og er stundum líkt við Sufjan Stevens, Fleet Foxes og Grizzly Bear. Önnur breiðskífa Woodpigeon, Treasury Library Can- ada, hefur hins vegar náð langt út fyrir Kanada og fengið glimrandi dóma hjá tónlistargagnrýnendum um heim allan og er hljómsveitin nú af mörgum talin nýjasta vonar- stjarna kandísku tónlistarbylgjunn- ar. Miðaverð er 1.000 krónur og er miðasala hafin á Midi.is. Já, myndin fjallar sem sagt um tvo geðsjúklinga sem taka fjölskyldu í gíslingu og dunda sér við að pynta hana sér til yndisauka og fróunar... saltkjöt og baunir, túkall. Flóknara er það nú ekki. Þetta hljómar eins og mynd sem þú gengur út af fyrir hlé. En af hverju eru góðir leikarar á borð við Tim Roth og Naomi Watts þarna? Af hverju er myndin næst- um tveir tímar? Af hverju er þetta til sýnis hjá Græna ljósinu? Af hverju er metnaðarfullur þýskur leikstjóri á borð við Michael Haneke að leik- stýra nákvæmri endurgerð á eigin ræmu sem hann gerði í Þýskalandi fyrir tíu árum? Hvað er svona mik- ilvægt? Hér veltir Haneke fyrir sér of- beldi í kvikmyndum og hvernig það eitt og sér hrífur með sér ófáan bíó- gestinn. Hann gerir áhorfandann samsekan snargeðveikum ódæðis- mönnunum sem eru í raun fulltrúar blóðþyrstra bíógesta. Í samræmi við það ræða þeir beint í linsuna, beint við áhorfandann, á hápunktum pyntingaferlisins. Óþverrarnir eru án efa ógeðfelldustu uppaviðbjóðir sem sést hafa á filmu. Mikið er um hæg undarleg skot með lítilli hreyfingu og langar senur sem sýna sársauka og sorg fórnar- lambanna. Andlegt ofbeldi er yfir- þyrmandi ólíkt hefðbundnum slík- um myndum þar sem menn verða helst að missa nokkra útlimi til að það teljist nógu hart. Klisjan að hafa sæta stelpu sem væflast um á nær- fötum er hér til staðar en hún er „venjulega“ vaxin í venjulegum nær- fötum, með ljót sár í andliti og ekki „skuggalega heit“ að hætti hryll- ingsmynda. Ýmislegt er hér frum- legra en í slíkum ofbeldismyndum en er það nóg? Þessa pælingu Haneke væri hægt að klára í stuttri stuttmynd eða tón- listarmyndbandi, samt væri hún sennilega enn þá langdregin. Upp- byggingin er hæg og svæfandi þrátt fyrir reglulegar blóðsúthellingar. Í lok dags sitjum við uppi með til- gangslítið sársaukaklám, ofbeldis- og sadistarunk, hallæri og kjaftæði ... listræna Sög 5. Afraksturinn birt- ist manni sem pervertísk ofbeldis- mynd sem hefur verið djössuð upp með smá artí flimmeri svo hún endi ekki bara á vídeóleigum í hjólhýsa- hverfum Wisconsin. Erpur Eyvindarson Listrænt sadistahallæri Þessi frumraun Þóru Tómasdóttur sem leikstjóri fjallar um sigurför ís- lenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Ferðin hefst með ósigri Íslands gegn Slóveníu og leiðir okkur á Evrópu- mótið í Finnlandi. Til að fylla fram- vinduna enn frekar er tekinn sérstak- ur fókus á nokkra leikmenn: Margréti Láru, Grétu Mjöll Samúelsdóttur, Söru Björk Gunnarsdóttur, Eddu Garðarsdóttur, Hólmfríði Magnús- dóttur og Katrínu Jóns. Fréttaþulur Ríkissjónvarpsins tengir saman kafl- ana með fréttalestri af gengi liðsins. Mig grunar að það sé tekið upp sér- staklega fyrir myndina því hann tal- ar um kvennalandsliðið sem „lands- liðið“ án þess að taka fram kynið á undan, eins og er frekar gert með karlaliðin. Myndin sýnir eilítið fram á hvernig viðeigandi orðanotkun er hluti af leið kvennafótbolta til þeirrar viðurkenningar sem honum ber. Í því samhengi er frábært að sjá karlkyns þjálfarann tala í kvenkyns fyrstu per- sónu fleirtölu, „við gætum allar gert betur“ o.s.frv. Uppbygging myndar og fókus á leikmenn er fínn þótt fyrstu viðtölin gerist hægt og vanti brodd. En mynd- in er í heild frekar hröð, hér eru engir dauðir punktar og hún sækir á eftir því sem fram líður. Útlit er fínt og dram- atískt í upphafsatriði en rennur síðan í ákveðinn farveg sjónvarpsmynda- áferðar. Einnig vantar nákvæmari „íþróttalegri“ tökur í leikjasenum að fráskildum stærri leikjunum eins og í Frakklandi. Myndin gerir vel í að halda sér frá alvarlegu fótboltar- únki og höfða þannig til fleira fólks en bara hörðustu fótboltamanna. Myndin dregur ekkert úr því að stelp- ur eru stelpur, gera hluti oft öðru- vísi og hver sem er hlýtur að hrífast af metnaði og ákveðni liðsins. Flott dæmi um það er kombakkið gegn Slóvenum eftir tap fyrir þeim sem við sjáum í upphafi myndar. Hann er líka frábær boltinn og hasarinn sem birtist í 6-0 leiknum gegn Grikk- landi. Nóg að gerast þar. Hinsveg- ar er hljóðið ekki nógu gott, hnökr- ar í upptöku og vont mix bitnar á því sem stelpurnar hafa að segja. Tónlist er fín þótt hún hljómi stundum eins og eitthvað af lagernum sem er mát- að við atriðin í skyndi en ekki samið sérstaklega. Kannski eru hljóðgæðin líka að draga úr tónlistinni. Það vantar meira af persónuleg- um samskiptum stelpnanna í sætu og súru enda nær myndin sínum hæstu hæðum þar. Til dæmis um- ræðan um það hvernig Mogginn not- aði mynd af Grétu Mjöll nefbrotinni, hvernig stelpurnar detta í risavaxinn nammisekk eftir ósigur, barnið sem truflar fund þjálfara með liðinu og það er líka fyndið að sjá Írastelpurnar dettandi á hálffrosnum Laugardals- vellinum í októberleik. Þegar þeim er bannað að nota ákveðna tegund af spennum í leik fara af stað um- ræður í kvennaklefanum sem maður hefði viljað heyra orð fyrir orð. Frá- sögn Grétu Mjallar um hvernig hún dettur úr baráttunni sökum meiðsla nær hæðum. Sagan af kærustupar- inu í landsliðinu sem er þar að auki í sitt hvoru liðinu utan landsliðs er of spennandi til að fara ekki dýpra í það. Þrátt fyrir tæknilega hnökra vant- ar ekki hjarta í myndina. Fótbolta- og kvikmyndastelpur skila hér af sér gríðarlega mikilvægu stykki sem á erindi við alla, ekki síst þeirra sem vilja leiðrétta stöðu kvennafótbolta á Íslandi. Maður sér hve miklu stelp- urnar fórna, of oft fyrir hálftómum áhorfendapöllum eins harðasta víg- is karlrembu og pungfýlu. Stelpurnar okkar munu ná að sigra það vígi með því einfaldlega að gera það sem þær gera best, að spila góðan bolta. Því ís- lenska kvennalandsliðið er nefnilega ekkert „kjellingakjaftæði“. Erpur Eyvindarson Stelpurnar okkar mikilvæg mynd sem á erindi við alla. MYND Rakel ÓSk SiguRðaRDÓttiR fÓkus 19. ágúst 2009 miðVikudagur 29 Fyndnir leikir Tilgangslítið sársaukaklám segir gagnrýnandi. Funny Games leikstjóri: michael Haneke aðalhlutverk: Naomi Watts, Tim Roth, michael Pitt, Brady Corbet kvikmyndir Heimildar- myndin stelpurnar okkar leikstjóri: Þóra Tómasdóttir kvikmyndir ekkert „kjelliNga- kjaftæði“ MYND ODDvaR hVað heitir lagið? „Henni líkar ekki þrældómur, hún mun ekki sitja og sníkja. En þegar ég er þreyttur og ein- mana hún leiðir mig í rúmið.“ Svar: Rebell Yell með Billy idol

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.