Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2009, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2009, Blaðsíða 22
Merkilegt er það skiln-ingsleysi almennings á Íslandi að gera sér ekki grein fyrir að skuldir eru ekki sama og skuldir. Fólk ætlar hrein- lega vitlaust að verða þegar auðmenn í bágindum fá þá líkn í þjáningu hall- ærisins að felldar eru niður skuldir þeirra eða afborgunum frestað. Þeg- ar bankastjórn Íslandsbanka tók þá ákvörðun að fella niður 3.500 milljóna króna skuld Morgunblaðsins voru sárafáir alþýðumenn sem sýndu þeim gjörningi skilning. Veit fólk virkilega ekki að ekki er sama Moggi og múgur. Hætti Morgunblaðið að koma út blas- ir við landauðn og ördeyða á fiskimið- um. Mogginn er eini fjölmiðillinn sem heldur því á lofti að ekki verði skilið á milli sægreifa og fiskistofna. Falli greifinn hrynja stofnarnir. Almenningi kemur ekkert við hvernig málum er háttað með fiskinn í sjónum. Þannig hangir þjóðarhagur á því að Mogginn sé styrktur til þess þjóðþrifaverks að halda hátt á lofti merki íslensku sæ- greifanna. Þegar einstakir sægreifar lenda í nauðum er sjálfsagt að samfélagið komi til hjálpar. Í Vestmannaeyjum býr Magnús Kristinsson sem fórnað hefur miklu til að vernda eigin fiskitorfur. Til þess að skjaldborg hans um þorska, ýsur og ufsa væri sem öflugust keypti hann bílaumboð á 6.000 milljónir sem Landsbankinn lánaði honum fyrir. Í framhaldinu ákvað hann að eignast hluti í bönkum. Og Landsbankinn lánaði sægreifanum fyrir því líka. Þá fjárfesti hann í þyrlu sem örugglega hefur nýst til eftirlitsferða um fiski- miðin. Hirðir hafsins getur ekki notað hesta og fjórhjól eins og landbænd- urnir; það er augljóst. Ef spilaborgin byrjaði að hrynja gátu heilu fiskitorf- urnar orðið munaðarlausar. Þetta sá skilanefnd Landsbankans í hendi sér og ákvað að afskrifa í snatri stóran hluta þeirra 50 þúsund milljóna sem sægreifinn hafði tekið að láni í þágu skjaldborgarinnar. Landsbanka- menn varpa nú öndinni léttar. Til að standa undir niður- fellingu skulda sægreif- ans ganga þeir harðar að almenningi sem er ekkert of góð- ur til að borga sanngjarna vexti af lán- um sín- um og stuðla þannig að þjóðarhag. Varla dettur nokkrum manni í hug að Eyja- maðurinn knái þurfi að ferðast eins og almenningur. Nei, hann þarf á þyrlu að halda og fólk verður að sýna því skilning. Almenningur ber enga ábyrgð á fiskistofnum eða bílaum- boðum. Venjulegt fólk getur auðveld- lega dregið saman í útgjöldum til að standa undir eigin vöxtum og afborg- unum. Fólkið getur sparað við sig í kjöti og til dæmis borðað grjónagraut, hugsanlega með slátri. Hið forn- kveðna að þeir fiska sem róa á ekki lengur við. Nú gildir það eitt að sæ- greifarnir verði verndaðir með öllum tiltækum ráðum. Sjálfir verða þeir að berjast und- ir þeim gunnfána að þeir sleppa sem róa. Sægreif-inn í Eyj-um átti aldrei að þurfa að borga skuldir sínar fremur en aðrir auðmenn sem lögðu allt sitt undir til að almenningi gæti liðið betur. hirðir hafsins Spurningin „Veistu, ég er ekki einu sinni byrjuð að hugsa svo langt,“ segir Friðrika Hjördís Geirsdóttir fjölmiðlakona sem lenti í því að Range Rover- bifreið skemmdist gríðarlega í bruna fyrir utan heimili hennar á Laufásveginum í fyrrinótt. Talið er að bilun í rafkerfi bílsins hafi orsakað brunann en tryggingafélag Friðriku rannsakar nú orsakir skemmdanna. Ætlar þú að fá þér annan range rover? Sandkorn n Þessar vikurnar er fjöldi veiði- manna við laxveiðiár landsins. Eric Clapton tónlistarmaður mun að vanda hafa mætt þetta árið. Fræg flökkusaga er af því þegar hann, einu sinni sem oft- ar, kom á vegum Árna Baldurs- sonar leigutaka. Kunningi Árna bað hann að fá goðið til að árita gítar sinn sem var auðsótt. Gít- arsnillingurinn tók síðan til við að spila á hljóðfærið við gríðarlega hrifningu annarra gesta veiðihúss- ins. Clapton hafði tek- ið nokkur lög og var í miðri Laylu þegar Árni geispaði, stóð upp og sagðist vera farinn að leggja sig. n Ástandið í atvinnulífinu er víða erfitt nú þegar haustar. Þetta á ekki síst við um fjölmiðl- ana. Morgunblaðið, undir rit- stjórn Ólafs Stephensen, hefur átt náðuga daga und- anfarna mánuði eftir að felldar voru nið- ur skuldir upp á 3.500 milljónir króna af rík- isbankanum Glitni. Nýir hlut- hafar, undir forystu Guðbjargar Matthíasdóttur úr Vestmanna- eyjum, lögðu þá nokkur hundr- uð milljónir í púkkið. Nú heyrist að það fé sé brunnið upp og sælan sé að baki.. n Útilokað er að Íslandsbanki leggi til meira fé í rekstur Morg- unblaðsins umfram þá rúmlega þrjá milljarða sem afskrifaðir voru. Það er því líklegt að Ósk- ar Magnússon útgefandi horfi bænaraugum til Vestmannaeyja í þeirri von að Guðbjörg Matthí- asdóttir opni að nýju pyngju sína og sjái til þess að málgagn hennar og annarra íslenskra sægreifa haldi áfram að koma út. En þótt ekkjan í Eyjum sé örlát eru líklega takmörk fyrir öllu. Mogginn er með fjölda gullkálfa á fóðrum á ritstjórn- inni og líklegt er að horft verði til þess að fækka þeim. Fullyrt er að fram undan séu á næstu vikum gríðarlegar og sársauka- fullar aðgerðir í því skyni að snúa við óheillaþróuninni í Há- degismóum. n Ari Edwald, forstjóri 365, ætti að fá hreinskilnisverðlaun árs- ins fyrir að senda öllum starfs- mönnum sínum póst þar sem hann gerir grein fyrir stöðu fyr- irtækisins og upplýsir að Lands- bankinn hafi sýnt það umburð- arlyndi að fresta afborgunum af lánum. Rækilega hefur verið tekið til innan 365 með fækkun fólks og annarri hagræðingu. Eftir brotthvarf Þorsteins Pálssonar ritstjóra var til dæmis ekki gripið til þess að ráða nýjan mann og þannig sparaðar yfir 2 milljónir á mánuði. Þá er búið að leggja af einkaskrifstofu hans og heil umbrotsdeild á nú athvarf þar. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda.“ n Friðrika Hjördís Geirsdóttir sjónvarpskokkur um það ef börn hennar hefðu verið í Range Rover-bifreið sem kviknaði í og brann til kaldra kola. Orsökin hugsanlega rafmagnsbilun. – Visir.is „Getur Michael Jordan troðið?“ n Segir Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillz eða Þykki, þegar fólk spyr hann hvort hann geti sungið. – DV. „Af sjálfsögðu.“ n Margrét Lára Viðarsdóttir aðspurð hvort raunhæft sé að ætla að íslenska kvennalandsliðið leiki til úrslita á EM í knattspyrnu sem fram fer í Finnlandi síðar í mánuðnum. – DV. „Í nýju tölvunum er komin önnur tækni.“ n Hafþór Helgason, framkvæmdastjóri Tölvutek, um að það margborgi sig að kaupa fartölvu með nýjustu tækni því þær séu mun öflugri og ekki endilega dýrari. – DV. „...helvíti mikill dynkur.“ n Kristján Loftsson um þegar Penthrite- sprengja sprakk í hval sem búið var að draga á land og byrjað að skera. Talið var að hún hefði sprungið í sjó. – DV. Niðurlæging almennings Leiðari Hátt í 50 milljarða króna fyrirhuguð niðurfelling á skuldum Magnús-ar Kristinssonar ævintýramanns er enn ein niðurlægingin sem al- menningur er látinn undirgangast á Íslandi endurreisnarinnar. Hreinsunarstarfið eftir efnahagshrunið er að taka á sig mynd og niðurstaðan er ein mesta ósanngirni sem hægt var að hugsa sér. Þeir sem sólunduðu lánsfé í góðærinu og rúst- uðu efnahag landsins sleppa best. Almenn- ingur, sem gerði ekkert rangt, er arðrændur, hús fyrir hús. Og enn stendur yfir tilraun til þess að klína sökinni á almenning. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði í Kastljósi Ríkissjónvarpsins 6. ágúst síð- astliðinn að íslenska þjóðin væri ekki saklaust fórnarlamb í núverandi aðstæðum. „Við verð- um sem þjóð að þora að horfa í spegilinn. Við verðum að horfa í augun á okkur sjálfum og þora að viðurkenna að við klúðruðum mál- um. Við fórum illa að ráði okkar. Við skemmd- um orðstír okkar erlendis.“ Rétt er að taka skýrt fram við Steingrím, Björgólf Guðmundsson og aðra sem hafa vísað ábyrgðinni til þjóðarinnar í heild að al- menningur réð engu um þá leið sem var farin. Almenningur var stöðugt blekktur af stjórn- völdum, fjármálafyrirtækjum og eftirlitsað- ilum. Fólki var skipulega talin trú um að öll gagnrýni á starfsemi bankanna væri ekki að- eins röng, heldur lögð fram af annarlegum ástæðum útlendinga. Þar sem almenningi var neitað um lykilupplýsingar um stöðu mála er ómögulegt að telja hann samsekan um það sem gerðist í fjármálakerfi landsins. Ef áformað væri að réttlætið næði fram að ganga vegna efnahagshrunsins yrðu embætt- isfærslur Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur rannsakaðar með mögu- lega refsingu í huga. Hins vegar þjónar það ekki hagsmunum Samfylkingarinnar. Rétt- lætið er ekki hagsmunir hinna seku. Nú standa yfir stöðugar tilraunir til að sefa réttláta reiði almennings. Svar valdastéttar- innar við heilbrigðri tortryggni fólks er oft rakalaus þjóðernishyggja. „Það þarf að tala kjark í þjóðina,“ skrifaði Jón Sigurðsson, fyrr- verandi formaður Framsóknarflokksins, í leiðara Fréttablaðsins á mánudag, þar sem hann taldi að í núverandi aðstæðum væri réttast að forrita almenning með þjóðarstolti og þjóðarmetnaði. Sú samstaða sem kallað var eftir á fjölda- fundi á Austurvelli síðastliðinn fimmtudag jafngildir þrælasiðferði. Engum ætti að vera ráðlagt að sýna samstöðu um að vera rang- lega sviptur ævisparnaði sínum í fasteign, að vera ranglega settur í vistarband vegna hækk- andi fasteignalána, að börnin þeirra verði ranglega látin borga fyrir mistök annarra og að hinir ábyrgu losni á sama tíma einir undan afborgunum skulda. Samstaða er andstæða þeirrar árvekni og þess aðhalds sem almenningur hefur hags- muni af að sýna stjórnvöldum til að fyrir- byggja að hann verði aftur svæfður og látinn fljóta þannig að feigðarósi. Venjulegir borg- arar bera almennt enga ábyrgð á efnahags- hruninu og deila ekki hagsmunum þeirra valdamanna sem vilja rakalausa samstöðu fyrir ranglátri niðurlægingu. jón trausti reynisson ritstjóri skrifar. Réttlætið er ekki hagsmunir hinna seku. bókStafLega 22 miðvikudaGur 19. ágúst 2009 umræða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.