Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2009, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2009, Page 3
fréttir 30. september 2009 miðvikudagur 3 Árið 2007 borgaði Milestone 8,5 milljóna uppgjör vegna skattamála Werners Rasm- ussonar. Synir Werners, Karl og Steingrímur, voru eigendur Milestones. Greiðsl- an var vegna kaupa Lyfja og heilsu á Ingólfsapóteki. Werner segist ekkert kannast við greiðsluna. Bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir létu eignarhaldsfé- lagið Milestone borga uppgjör upp á 8,5 milljónir króna vegna skatta- mála föður síns, Werners Rasm- ussonar, árið 2007. Karl og Stein- grímur voru eigendur Milestones. Greiðslan er tilkomin vegna sölu Werners á Ingólfsapóteki til Lyfja og heilsu árið 2007. Lyf og heilsa var svo aftur í eigu Milestones þar til í fyrra þegar eignarhaldsfélag í eigu þeirra bræðra keypti lyfjabúðirnar. Þetta kemur fram í endurskoð- endaskýrslu Ernsts og Youngs sem unnin var að beiðni umsjón- armanns með nauðasamningum Milestones, Jóhannesi Albert Sæv- arssyni. Skýrslan var kynnt fyr- ir kröfuhöfum Milestones í byrjun mánaðarins. Þeir höfnuðu nauða- samningum Milestones og verð- ur bú félagsins tekið til gjaldþrota- skipta. Orðrétt segir í skýrslunni um greiðsluna til Werners á árinu 2007: „Gjaldalykill 5651 „Annar kostnað- ur á vsk.“ Gjaldfærðar eru 8.500.000 kr. vegna uppgjörs við Werner Rasmusson vegna skattamála hans. Er vegna sölu Werners á Ingólfsap- óteki til Lyfja og heilsu.“ Skrítið að Milestone hafi borgað þetta Endurskoðendur Ernsts og Youngs vöktu athygli á greiðslu Milestones til Werners með öðrum atriðum sem þeim þóttu athugaverð í bók- haldi Milestones á árunum 2007 til 2009. Tilgangurinn var að benda Jóhannesi og mögulega væntanleg- um skiptastjóra þrotabúsins á atriði sem gætu þarfnast frekari skoðun- ar. Óeðlilegt þótti að Milestone væri að greiða skatta föður eigendanna því undir eðlilegum kringumstæð- um ætti slíkt að vera eignarhaldsfé- laginu óviðkomandi. „Það er sann- arlega ekki hlutverk Milestones að ganga í þessi mál fyrir Werner,“ seg- ir heimildarmaður DV sem þekkir vel til starfsemi félagsins. Af einhverjum ástæðum var það hins vegar Milestone sem greiddi skattauppgjör Werners. Spurningin er hvort þessi gerningur sé riftanleg- ur samkvæmt gjaldþrotalögum en Werner telst nákominn þeim Karli og Steingrími samkvæmt skilningi gjaldþrotalaga og því er mögulegt að hægt sé að rifta honum. Riftanlegir gerningar Gerningurinn er einn af fjölmörg- um í viðskiptasögu Milestones sem Jóhannes Albert telur vera riftanlega í skýrslu um starfsemi Milestones sem hann kynnti fyr- ir kröfuhöfum félagsins í byrjun mánaðarins. Í skýrslu Jóhannesar er mestu púðri eytt í að ræða um tilfærslu eigna Milestones yfir til Moderna Finance árið 2008, meðal annars á Sjóvá og Askar Capital. Eins og hann rekur í skýrslunni áttu viðskiptin með eignir Mile- stones sér stað á milli félaga sem voru í eigu Milestones og því hafi eigendur Milestones verið að koma eignum frá félögum sem þeir áttu og yfir í önnur félög sem einnig voru í þeirra eigu. „Það er því mat um- sjónarmanns að eignir Milestones hafi verið færðar undan félaginu án raunverulegs endurgjalds og að um gjafagerning í skilningi 131 gr. hafi verið að ræða milli nákominna að- ila. Slík ráðstöfun er riftanleg nema leitt sé í ljós að skuldari hafi verið gjaldfær og það þrátt fyrir afhend- ingu gjafarinnar,“ segir Jóhannes í skýrslunni. Werner kannast ekki við málið Werner Rasmusson segist að- spurður ekki kannast við greiðsl- una frá Milestone og að hann hafi ekki heyrt af því að gerð hafi verið athugasemd við færsluna í skýrslu Ernsts og Youngs. „Ég get ekki svar- að þessu. Ef þig vantar einhverj- ar svona upplýsingar er það helst endurskoðandinn minn því ég færi ekki mína reikninga sjálfur. Ég hef ekki verið í neinum viðskiptum við Milestone eða verið tengdur Mile- stone sem slíku og veit þar af leið- andi ekki hvað er um að ræða,“ seg- ir Werner. Skiptastjóri þrotabús Mile- stones, Grímur Sigurðsson, mun á næstunni þurfa að taka afstöðu til þess hvort hann muni rifta ein- hverjum af þeim gerningum sem rætt er um í skýrslum Ernsts og Youngs og Jóhannesar Alberts. Eins mun hann þurfa að taka af- stöðu til þess hvort forsendur séu fyrir málshöfðunum á hendur eig- enda Milestones vegna þess hvern- ig þeir stýrðu félaginu. En reiknað er með því að kröfuhafarnir fái ein- ungis sex prósent upp í kröfur sínar því eignirnar eru einungis 5 millj- arðar á móti 80 milljarða skuldum. Samkvæmt heimildum DV munu kröfuhafarnir alfarið láta skipta- stjórann meta hvort höfða eigi mál gegn Karli og Steingrími vegna við- skipta Milestones og þeirra fjár- muna sem þeir munu þurfa að af- skrifa hjá sér út af stöðu félagsins. MILESTONE BORGAÐI SKATTA FYRIR WERNER „Það er sannarlega ekki hlutverk Mile- stones að ganga í þessi mál fyrir Werner.“ IngI F. VIlhjálMSSon blaðamaður skrifar ingi@dv.is 8,5 milljónir vegna skattauppgjörs Werner Rasmusson segist ekki kannast við greiðslu Milestones á 8,5 milljóna skattauppgjöri fyrir hann árið 2007. Steingrímur Wernersson Í skýrslu Ernsts og Youngs um viðskipti eignarhaldsfélags Steingríms og Karls bróður hans er bent á fjölmörg atriði sem þykja athugaverð. Milestone til ítarlegrar rannsóknar Eignarhaldsfélagið Milestone er nú til ítarlegrar rannsóknar hjá sérstökum saksóknara efnahagshrunsins, Ólafi Haukssyni, auk þess sem skiptastjóri þrotabús félagsins þarf að taka afstöðu til þess hvort viðskiptagerningum þess verði rift. „BEINAR hóTANIR uM OFBELdI“ vélar auk þess sem Ragn- ar hefði fengið upptökutæki svo hann gæti tekið upp sam- töl og símtöl. Undir þetta tók Ingi Ragnar Ingason, þáver- andi framleiðandi þáttanna, í vitnisburði sínum. Vilhjálm- ur tók þá fram gögn um vitn- isburð hans í sakamáli sem höfðað var gegn Benjamín þar sem hann hefði sagt að Ragn- ar hefði verið sjö sinnum með falda myndavél, sagði Ingi þá að hann teldi 2 til 3 skipti vera nær lagi. Félagi hjá löggunni Fram kom að Ingi hafði daginn fyrir myndatökurnar við hafn- arvigtina reifað það óformlega við „gamlan félaga sem vinnur hjá lögreglunni“ hvort lögregl- an gæti átt einhverja aðkomu að þessu máli en ekkert orðið af því. Þegar Vilhjálmur spurði hver þessi gamli félagi væri og hvað hann gerði kom svarið: „Hann heitir Stefán Eiríksson og starfar sem lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins.“ Ragnar og Annþór Síðasta vitnaheyrslan var sú sem vitnað var til hér í upphafi, vitnaheyrsla gegnum síma yfir Ragnari Magnússyni. Sá vitn- isburður var að mestu í sam- ræmi við vitnisburð annarra í málinu en undir lokin fékk Vil- hjálmur svör við spurningum sem hann virtist hafa leitað eftir um nokkurt skeið. Vilhjálmur: Þekkirðu Ann- þór Kristin Karlsson? Eruð þið vinir? Ragnar: Já, við erum kunn- ingjar. Vilhjálmur: Hefur Annþór handrukkað fyrir þig? Ragnar: Aldrei nokkurn tíma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.