Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2009, Qupperneq 11
neytendur 30. september 2009 miðvikudagur 11
Lin Design • Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið • sími 533 2220 • www.lindesign.is
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf
Laugavegi 178, 105 Rvk
sími 551-3366 www.misty.is
opið mán-fös 10-18, lau 10-14
Teg. 86200 - létt fylltur
og flottur BC skálum á kr.
3.950,- mjúkar buxur í stíl á
kr. 1.950,-
Teg. 81103 - létt fylltur í BC
skálum á kr. 3.950,- buxur í
stíl á kr. 1.950
Teg. 82115 - mjög flottur
í CDE skálum á kr. 3.950,-
buxur í stíl á kr. 1.950,-”
Teg. 86200
Teg. 86200
Teg. 86200
Smáauglýsingasíminn er
smaar@dv.is
515
55
50
sé almenn barátta gegn svartri at-
vinnustarfsemi. Þeir sem eru félags-
menn hjá okkur eru yfirleitt þeir sem
eru með hlutina á hreinu,“ segir Jón
Bjarni.
Tekjur skerða barnabætur
Þeir sem kaupa eða selja svarta vinnu
eru dýrir fyrir samfélagið. Ekki er nóg
með að skattarnir skili sér ekki til rík-
isins heldur fá þeir sem ekki gefa upp
vinnu sína hærri vaxta- og barna-
bætur, eigi þeir á annað borð íbúðir
og eða barn.
Hjón sem eiga tvö börn; annað á
leikskólaaldri, hitt á grunnskólaaldri,
fá 395 þúsund krónur á ári í barna-
bætur. Bæturnar eru greiddar út árs-
fjórðungslega. Þetta er þó háð því að
tekjur þeirra séu minni en 3,6 millj-
ónir árið áður. Að öðrum kosti skerð-
ast bæturnar. Til að forðast skerð-
ingu barnabóta þurfa báðir foreldrar
að vinna á lágmarkslaunum, en byrj-
unarlaun afgreiðslufólks í verslunum
eru 149.200 krónur samkvæmt kjara-
samningi VR og Samtaka atvinnulífs-
ins. Þau laun nema 1.790.400 krón-
um á ári. Séu tekjurnar hærri en 1,8
milljónir á einstætt foreldri eða 3,6
milljónir á hjón skerðast bæturnar
nokkuð.
Meðallaun á Íslandi nema nálægt
300 þúsund krónum á mánuði. Vinni
annað foreldrið fyrir 300 þúsund
krónum á mánuði en hitt foreldrið á
lágmarkslaunum vinna þau saman-
lagt fyrir tæpum 5,4 milljónum króna
á ári. Ef þau eiga tvö börn, annað á
gunnskólaaldri, fá þau 305 þúsund
krónur á ári í barnabætur.
Vinni sá tekjuhærri einungis
svarta vinnu verða uppgefnar tekj-
ur þeirra hins vegar aðeins 1,8 millj-
ónir. Þá fá þau 395 þúsund krónur á
ári í barnabætur. Hjónin hafa því 90
þúsund krónur af ríkinu, að viðbætt-
um þeim sköttum sem hefðu átt að
renna í ríkissjóð. Fái hjónin atvinnu-
leysis- eða vaxtabætur nema svikin
enn hærri upphæðum, þar sem þær
ráðast af fyrri tekjum.
Fangelsisdómur og háar fjársekt-
ir geta beðið þeirra sem svíkja und-
an skatti.
Báðir aðilar ábyrgir
Gissur Pétursson hjá Vinnumála-
stofnun segir að svört vinna sé
landlægur ósiður. Hann bendir
fólki á að láta vita ef það veit um
að fólk kaupi eða selji svarta vinnu.
„Við fáum nokkuð af ábendingum í
gegnum heimasíðu stofnunarinnar
en þar er hægt að koma með nafn-
lausar ábendingar. Einnig fáum við
mikið af símtölum um að fólk mis-
noti kerfið. Það geta ýmist verið brot
á atvinnuleysistryggingalögunum
eða skattalögum,“ segir Gissur en
Vinnumálastofnun er í góðu sam-
starfi við ríkisskattstjóra sem felst
í því að skiptast á upplýsingum um
meint brot. Hann segir þó að stofn-
unin myndi gjarnan vilja vinna að
því að upplýsa skattsvikamál hrað-
ar og betur, sérstaklega þegar nú
reyni mjög á félagslegt framfærslu-
tryggingakerfi landsmanna. Samfé-
lagið þurfi svo sannarlega á pening-
unum að halda um þessar mundir.
Skattsvik þýði að auknar byrðar falli
á þá sem heiðarlegir séu.
Gissur bendir ennfremur á að
bæði seljandinn og kaupandinn
séu ábyrgir þegar um er að ræða
svört viðskipti. „Það er samfélags-
leg skylda allra að koma í veg fyr-
ir misnotkun,“ segir hann og bæt-
ir við að stofnunin vakti vel þær
ábendingar sem berist. Mikilvægt
sé að þær séu eins nákvæmar og
frekast er kostur. Það auðveldi úr-
vinnslu.
Lífeyririnn verður minni
„Það var mikill sigur unninn í vor
þegar þær reglur voru tímabund-
ið settar að menn fái hundrað pró-
sent endurgreiðslu af vinnu iðnað-
armanna. Stundarhagur neytandans
í því að svíkja undan skatti, og þar
með að borga ekki virðisaukaskatt-
inn, var þar með felldur út. Þetta var
bundið við íbúðarhúsnæði en nú
gildir þetta líka um sumarhúsin og
húsnæði í eigu sveitarfélaga,“ bend-
ir Jón Bjarni á. Hann segist telja að
þetta hafi skilað nokkru en tölur um
það liggi því miður ekki fyrir. „Ég hef
heyrt marga tala um að þetta sé þarft
og gott framtak,“ segir hann. Hann
segir að Samtök iðnaðarins hafi enn-
fremur lagt það til við iðnaðarmenn
að þeir hjálpi fólki við að fylla út þá
reikninga sem þarf til að fá virðisauk-
ann endurgreiddan. Það sé í raun
sáraeinfalt.
Jón Bjarni segir að svört atvinnu-
starfsemi leiði til þess að meira þurfi
að skera niður nú í kreppunni en
annars hefði verið. Sjóðirnir séu
veikari. Lífeyririnn sem menn eigi
inni þegar þeir hætta að vinna verði
vitanlega lægri en hjá þeim sem alltaf
hafa gefið alla sína vinnu upp.
Hann bendir ennfremur á að þeir
sem kaupi svarta vinnu eigi engan
rétt ef einhver galli komi upp. Á sama
hátt eigi þeir sem meiðast við vinnu,
sem ekki er gefin upp til skatts, engan
rétt á sjúkra- eða slysabótum lífeyris-
sjóðanna. Svört vinna geti því komið
í bakið á fólki.
Berjast gegn svartri vinnu Jón Bjarni
Gunnarsson er aðstoðarframkvæmda-
stjóri Samtaka iðnaðarins. Samtökin
hafa staðið fyrir herferð gegn svartri
vinnu.
Komdu upp
um skattsvikara
n Á vinnumalastofnun.is má senda nafnlausar ábendingar ef grunur leikur á um
brot í atvinnuleysistryggingakerfinu.
n Nákvæmar upplýsingar auka líkurnar á því að upp um svikin komist.
n Einnig má hringja í Vinnumálastofnun (s. 5154800) ef grunur leikur á um
bótasvik.
n Á skattrann.is, vef skattrannsóknarstjóra, má senda inn nafnlausar ábendingar
ef grunur leikur á um skattsvik.
Þetta er hægt að gera
fyrir 40 milljarða
n Minnka skattaálögur á einstaklinga um 36%
n Afnema tryggingagjaldið
n Fjármagna rekstur Landspítalans í eitt ár
n Byggja hátæknisjúkrahús
n Reka alla almenna heilsugæslu í landinu í tvö ár
n Greiða laun allra grunnskólakennara í Reykjavík í 4 ár
n Bjóða upp á ókeypis skólamáltíðir fyrir 40 þúsund grunnskólanemendur
í 13 ár
n Leggja hefðbundinn þjóðveg hringinn um landið
n Tvöfalda allar einbreiðar brýr á landinu, tvöfalda Hvalfjarðargöng
og byggja Sundabraut
n Tvöfalda Suðurlandsveg, bora Vaðlaheiðargöng, byggja höfn í Bakkafjöru
og kaupa nýjan Herjólf
n Fjármagna rekstur Alþingis í 17 ár
n Fjármagna rekstur Háskóla Íslands í 3 ár
n Fjármagna rekstur Landhelgisgæslunnar í 14 ár
n Standa straum af öllum vaxtagreiðslum hins opinbera vegna erlendra lána
í kjölfar efnahagshrunsins
* HVERT þESSARA dæMA koSTAR uNdiR 40 MiLLJARðA kRóNA. AF VEF SAMTAkA iðNAðARiNS.