Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2009, Side 12
12 miðvikudagur 30. september 2009 fréttir
Fréttamaður BBC hafði ekki erindi sem erfiði á blaðamannafundi:
Þýska í Þýskalandi
Fastlega er gert ráð fyrir því að Guido
Westerwelle verði utanríkisráðherra
næstu ríkisstjórnar Þýskalands. Eitt-
hvað fór fyrir brjóstið á Westerwelle,
þegar hann hélt sinn fyrsta blaða-
mannafund í kjölfar kosninganna á
sunnudaginn, að fréttamaður breska
ríkisútvarpsins BBC bar fram spurn-
ingu á ensku.
Fréttamaður BBC fékk ofanígjöf frá
Westerwelle sem benti blaðamannin-
um á hvar þeir væru staddir. „Hérna
erum við í Þýskalandi,“ sagði West-
erwelle sem er leiðtogi FDP, flokks
frjálsra demókrata, sem verður að öll-
um líkindum hluti samsteypustjórnar
Angelu Merkel, kanslara Þýskalands.
Fréttamaður BBC spurði Wester-
welle hvort hann væri tilleiðanlegur
að svara fyrirspurn sem borin væri
fram á ensku. Westerwelle svaraði að
bragði, á þýsku: „Ef þú vildir vera svo
vænn, þetta er blaðamannafundur í
Þýskalandi.“
Hinn breski fréttamaður lét ekki
slá sig út af laginu og spurði hvort
Westerwelle gæti svarað á þýsku
spurningu sem borin væri fram á
ensku.
En Westerwelle var greinilega
ekki á því að sýna sveigjanleika: „Í
Bretlandi er til þess ætlast að fólk tali
ensku og í Þýskalandi er svipað uppi
á teningnum, það er ætlast til þess að
fólk tali þýsku.“
Fréttamaður BBC nýtti sér túlk til
að bera fram spurningu um að hvaða
leyti utanríkisstefna Þýskalands
myndi breytast með Westerwelle sem
utanríkisráðherra.
Á fréttaveitu Reuters segir að
Guido Westerwelle hafi forðast að
svara spurningu fréttamannsins, en
sagt: „Bara svo það sé ljóst, mér yrði
ánægjuefni að fá mér te með þér fyr-
ir utan blaðamannafundinn og þá
getum við talað einungis ensku. En
hérna erum við í Þýskalandi.“
Guido
Westerwelle
Hugnast ekki
fyrirspurnir á
ensku á þýskri
grundu.
Gloria Arroyo, forseti Filippseyja,
opnaði dyr forsetahallarinnar til
að leggja sitt af mörkum til aðstoð-
ar fórnarlömbum hamfaranna sem
riðið hafa yfir eyjarnar. Vitni segja
að það hafi verið ótrúleg sjón að sjá
íbúa eins fátækasta hluta höfuðborg-
arinnar, Manila, streyma inn í Malac-
anang-höllina í von um matvæli, lyf
og skjól.
Í yfirlýsingu sem Gloria Arroyo
sendi frá sér sagði hún að þeir sem
þyrftu skjól fengju það þar sem því
yrði komið við, í byggingum hallar-
innar og í tjöldum sem komið yrði
upp á milli bygginganna.
„Ef þörf krefur mun starfsfólk okk-
ar gefa eftir vinnustaði sína til að út-
vega meira pláss fyrir þá sem þess
þurfa,“ sagði Arroyo.
Tala látinna var í gær komin yfir
240, en að minnsta kosti tvær millj-
ónir hafa orðið fyrir einhverjum
skakkaföllum vegna flóðanna. Hátt í
fjögur hundruð þúsund manns hafa
neyðst til að leita skjóls í þar til gerð-
um neyðarbúðum.
Gefa laun sín
En Gloria Arroyo lét ekki nægja að
opna dyr forsetahallarinnar fyrir
þurfandi því hún fyrirskipaði einnig
ráðherrum landsins að gefa laun sín
til fórnarlamba hamfaranna.
Á ríkisstjórnarfundi í gær sagði
Gloria Arroyo að ráðherrar skyldu
„gefa tveggja mánaða laun sín til að-
stoðar og uppbyggingar“ og bætti við
að hún væri ekki undanþegin þeim
fyrirmælum.
Ráðherrar hreyfðu ekki neinum
mótmælum vegna fyrirmælanna og
fullvíst talið að enginn muni skorast
undan. Þess ber þó að geta að ekki
er um himinháar upphæðir að ræða
því laun ráðamanna landsins virðast
meira til málamynda.
Forseti og varaforseti Filippseyja
eru með 50.000 pesóa í mánaðar-
laun, sem samsvara um 132.000
krónum, og ráðherrar eru með um
30.000 pesóa, eða um 80.000 krónur.
Þess ber að geta að launin eru engu
að síður góð með tilliti til launa á Fil-
ippseyjum. Flestir ráðherranna eru
vellauðugir vegna eigin viðskipta.
Hafa rétt á að kvarta
Að sögn fréttaritara BBC hefur fólk
kvartað yfir því hve hægt gangi að
koma aðstoð til fólks og að aðstoðin sé
engan veginn næg. Arroyo forseti hef-
ur ekki tekið illa í þessar umvandan-
ir og sagði að fólk í neyð hefði fullan
rétt á að kvarta. Hún bað fólk engu að
síður að gera sér í hugarlund stærð-
argráðu hamfaranna og sagði að allir
legðust á eitt.
Höllin sem nú hefur verið opnuð
fyrir þeim sem eiga um sárt að binda
er einna best þekkt fyrir skósafn sem
Imelda Marcos, fyrrverandi forseta-
frú, skildi eftir þegar bundinn var endi
á 20 ára valdatíma eiginmanns henn-
ar, Ferdinands Marcos. Í skósafni Im-
eldu voru yfir 3.000 skópör.
Allajafna býr Gloria Arroyo, forseti
Filippseyja, í höllinni, og þar tekur hún
á móti erlendum þjóðhöfðingjum.
Götumynd frá Manila Forseti
landsins leggur sitt af mörkum
til aðstoðar fórnarlömbum.
opnar höllina
fyrir fátækum
Í yfirlýsingu sem Gloria Arroyo sendi frá sér sagði
hún að þeir sem þyrftu skjól fengju það þar sem
því yrði komið við, í byggingum hallarinnar og í
tjöldum sem komið yrði upp á milli bygginganna.
Forseti Filippseyja opnar dyr sínar fyrir fórnarlömbum hamfaranna. Að auki hefur
hún farið þess á leit við ríkisstjórn landsins að hún láti persónulega sitt af hendi
rakna til aðstoðar og uppbyggingar. Forsetinn hyggst ganga á undan með góðu for-
dæmi og gefa tveggja mánaða laun til hjálparstarfsins.
Kolbeinn þorsteinsson
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
karzai skásti
kosturinn
Hvað sem öllu öðru líður verður al-
þjóðasamfélagið sennilega að sætta
sig við að Hamid Karzai verði forseti
Afganistan til næstu fimm ára. Lítill
vafi leikur á kosningasvindli og spill-
ingu innan ríkisstjórnar landsins og
jafnvel talið að fjölskylda forsetans
sé viðriðin fíkniefnasmygl.
Hvað sem því líður hafa Banda-
ríkjamenn og bandamenn þeirra
komist að þeirri niðurstöðu að hann
sé skásti kosturinn og ekki líkur á
annarri niðurstöðu þó kosið yrði að
nýju.
Þetta er ekki talinn ákjósanlegur
jarðvegur fyrir fyrirhugaðan aukinn
sóknarþunga Bandaríkjamanna í
landinu og ekki talið líklegt til að
hrífa evrópska bandamenn Banda-
ríkjanna.
kosið um morð
á forseta
Stjórnendur samskiptanetsins Face-
book óvirkjuðu viðbót þriðja aðila
sem gerir notendum kleift að stofna
til kosninga. Ástæða aðgerða stjórn-
enda samskiptasíðunnar var kosn-
ing þar sem spurt var hvort drepa
ætti Barack Obama Bandaríkjafor-
seta.
Leyniþjónusta Bandaríkjanna,
sem hefur það hlutverk með hönd-
um að gæta öryggis forsetans, setti
málið umsvifalaust í rannsókn. Send
var fyrirspurn til stjórnenda Face-
book sem þá þegar hafði fjarlægt
kosninguna.
Svarmöguleikar við spurningu
um hvort drepa ætti Barack Obama
voru; „já“, „kannski“, „ef niðurskurð-
ur hans í heilbrigðisgeiranum bitnar
á mér“ og „nei“.
keypti skartgripi
og myndavélar
Eyjarskeggjum venesúelsku eyj-
unnar Margarita var komið í
opna skjöldu þegar leiðtogi Líbíu,
Moammar Gaddafi, birtist ásamt
fylgdarliði sínu í verslunarleiðangri.
Gaddafi ráfaði á milli verslana
og keypti sér skartgripi og stafræn-
ar myndavélar en gaf sér þó einnig
tíma til myndatöku með uppveðr-
uðu starfsfólki verslana.
Ástæða veru Gaddafis í Venesú-
ela er ráðstefna leiðtoga ríkja Suð-
ur-Ameríku og ríkja Afríku og hefur
hann notað tækifærið til að fordæma
„heimsvaldastefnu“ auðugra ríkja.