Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2009, Side 20
Miðvikudagur 30. september 200920 suðurland
Í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi
hafa Bjarni Harðarson og fjölskylda
opnað menningarsal inn af bóka-
búðinni og kaffihúsinu. „Við skynj-
uðum þörfina fyrir sal af þessu tagi,
enda hefur hér oft verið rætt um
þörfina á því að klára menningarsal
sem byrjað var að steypa og reisa og
er ennþá ókláraður í hótelinu hér í
bæ. Við höfum spreytt okkur á því
að halda hérna litlar samkomur,
tónleika, fundi og upplestra,“ segir
Bjarni.
Hann segir að starfið á staðnum
muni svo smám saman færast í auk-
ana þegar nær dregur jólabókaver-
tíðinni. „Tilfellið er að menningin
þarf ekki svo mikið pláss. Hún þarf
fyrst og fremst andrúm,“ bætir hann
við.
Menningarsalurinn þjónar svo
einnig hlutverki fornbókaverslunar,
sem Bjarni sér sjálfur um að fóðra,
eins og hann orðar það.
Menningarsalur
og fornbækur
„Við opnuðum salinn núna á miðju
sumri og rétt á meðan við vorum að
klára að smíða og fylla í hillurnar brá
svo við að við þurftum að taka inn
fleiri bækur og fylla á, því hér seld-
ust bækurnar jafnvel þótt sag væri á
gólfum,“ segir Bjarni sem lætur vel af
viðskiptum sumarsins.
Hann kveðst bera inn nokkra
kassa af gömlum bókum í hverri
viku. Margar fái hann gefins en
drjúgan hluta kaupi hann, ýmist af
fólki sem kemur með bækur í stað
þess að henda þeim eða úr dánar-
búum.
„Sjaldnast getum við borgað mik-
ið fyrir bækurnar, en á móti kemur
að við seljum bækurnar á hóflegu
verði. Sennilega er meðalverðið
hérna nálægt sjö hundruð krónum
á hverja bók.“
kynlífsbyltingin
Hann tekur nokkur vel valin dæmi.
„Hérna er ég með áætlun Viðreisn-
arstjórnarinnar, ef einhvern langar
að lesa um það hvernig menn tók-
ust á við efnahagskreppu árið 1960.“
Hann dregur fram veglega bók. „Hér
er svo ein undantekning, ófáanleg
bók í frábæru ásigkomulagi um ætt-
ir Síðupresta. En hún kostar líka 22
þúsund krónur.
Svo er ég hérna með mjög fræga
bók sem heitir Rauða kverið handa
skólanemum, sem ég held að sé
fyrsta bókin þar sem ungum drengj-
um var sagt að þeir mættu fróa sér
eins oft og þeir vildu. Fram að þessu
hafði því verið haldið að ungum
drengjum að þetta væri algjörlega
bannað ef ekki beinlínis hættulegt.
Þetta er hluti af ´68-byltingunni,
kemur reyndar hérna út árið 1971
og er gefin út af Sambandi íslenskra
námsmanna erlendis. Þetta er mjög
byltingarkennd bók sem margir
muna eftir.“
Bjarni kveðst einnig hafa hald-
ið til haga lítilræði af því sem áður
kölluðust erótískar bókmenntir.
„Þetta er vitanlega útdauður stíll.
Þetta eru svona volgir textar, ef svo
má segja. Sumar af þessum bókum
voru reyndar seldar hálfleynilega.
En internetið hefur tekið alfarið við
þessum markaði.“
súrrealísk saMkeppni
Bjarni segir bókabúðina, kaffihús-
ið og menningarsalinn vera fjöl-
skyldufyrirtæki. „Reksturinn er al-
farið í höndum konunnar minnar,
Elínar Gunnlaugsdóttur. Hún held-
ur þessu gangandi á meðan ég fæ
að leika mér hérna í fornbókahlut-
anum og fóðra hann með bókum,“
segir Bjarni.
„Við höfum á undanförnum árum
náð því með útsjónarsemi að taka
hingað inn allt jólabókaflóðið. Þá er
auðvitað dálítið þétt raðað hérna. Í
þessu erum við að keppa við versl-
anir sem eru í raun réttri í eigu rík-
isins. Þetta er auðvitað hálfsúrreal-
ískt rekstrarumhverfi, auk þess sem
hinn aðalkeppinauturinn er þúsund
milljarða maðurinn, Jón Ásgeir Jó-
hannesson, sem selur jólabækurn-
ar hérna í sömu götu, án álagning-
ar. Svo er reikningurinn fyrir þeirri
álagningu auðvitað sendur almenn-
ingi eftir jólin. Við höfum núna ver-
ið að taka við reikningi álagning-
arlausrar verslunar undanfarinna
ára.“
lítil fyrirtæki lifi
Bjarni segir að sér hafi dottið í hug að
rölta yfir í bankann í næsta húsi eftir
jólin og segjast hreinlega hafa gleymt
að leggja á bækurnar. Nú verði bank-
inn bara að hjálpa honum út úr vand-
anum. „En svona virkar þetta auðvit-
að ekki.
Við höfum á hinn bóginn selt jóla-
bækurnar einfaldlega á því verði sem
auglýst er í Bókatíðindum. Við erum
ekkert að þykjast eða hlaupa fram úr
okkur. Með þessu móti höfum við náð
á bilinu tuttugu til þrjátíu prósentum
af bókaverslun á svæðinu fyrir jólin.
Það dugar okkur. Yfir árið erum við
síðan með talsvert hærra hlutfall.
Svo bíðum við bara eftir að hið nýja
Ísland rísi og þá á framtíð lítilla fyrir-
tækja að geta orðið björt. Ég held að
litlu fyrirtækin verði þau sem dragi
Ísland aftur á flot. Þessum litlu fyrir-
tækjum var heldur aldrei hleypt eins
langt í skuldasöfnun og þeim stærri.
Það var passað ágætlega upp á það.“
sigtryggur@dv.is
Í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi hafa Bjarni Harðarson og fjölskylda hans opnað menningarsal til þess að halda
smærri viðburði, upplestra, fundi og tónleika. Þar hefur Bjarni einnig komið fyrir fornbókaverslun og er sáttur.
Menningarsalur
í fornbókaverslun
Í menningarsal „Þörfin fyrir
slíkan sal var fyrir hendi,“ segir
Bjarni Harðarson. myndir SiGTryGGUr
„Í þessu erum við að
keppa við verslanir sem
eru í raun réttri í eigu
ríkisins.“
Ein ágæt Bóksalinn útskýrir
innihald erótískra bókmennta,
sem vikið hafa fyrir interneti.
Sunnlenska Í bókakaff-
inu er nú menningarsalur
og fornbókaverslun.