Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2009, Side 23
suðurland Miðvikudagur 30. september 2009 23
Nýtt gámasvæði
í Sveitarfélaginu Árborg
Nýtt svæði fyrir sorpmóttöku í Sveitarfélaginu Árborg verður
formlega opnað að Víkurheiði 1. október nk.
Starfsmenn á gámasvæðinu munu taka vel á móti íbúum og
aðstoða og leiðbeina við flokkun sorps.
Umhverfismál fá aukið vægi í sveitarfélaginu með tilkomu
nýs gámasvæðis og aukinnar flokkunar sorps. Aukin flokkun
leiðir til lægri kostnaðar við sorphirðu og urðun. Markmiðið
er að jafnvægi og sanngirni náist í málaflokknum þannig
að „sá sem mengar borgar”.
Fram til 1. desember 2009 verður ekkert gjald tekið fyrir
móttöku sorps á gámastöðinni.
Nánari upplýsingar fást í síma 480 1900
og á heimasíðu sveitarfélagsins, www.arborg.is
Opnunartímar gámasvæðisins:
Mánudaga til föstudaga kl. 09:00 – 18:30. Lokað í hádeginu.
Laugardaga kl. 09:00 – 17:30. Lokað í hádeginu.
Sunnudaga lokað.
Þrjú þúsund milljarða skaðabætur
legu setningu að hann hefði reynt að
hringja í vin sinn Gordon Brown, ráð-
herrann breska sem gekk frá Íslandi.“
Íslendingar á
hamfarasvæði
„Ég sé alltaf fyrir mér gömlu stjórn-
málamennina okkar, hvort sem það
er Hermann Jónasson, Bjarni Bene-
diktsson, Lúðvík Jósepsson, Stein-
grímur Hermannsson eða bara Davíð
Oddsson, ég held að viðbrögð þeirra
hefðu verið allt önnur en þau voru hér
fyrir ári. Þetta situr ennþá í mér, að-
gerðaleysið og að menn skyldu ekki
átta sig á því að þótt menn hefðu far-
ið glæfralega að í bönkunum sé
margur glæpur kominn upp
á borðið sem ekki tengist
því,“ bætir Guðni við. Bret-
ar hafi leikið Íslendinga
ferlega grátt. Evrópusam-
bandið standi með þeim,
sem og Alþjóðagjaldeyris-
sjóðurinn og í raun
allar þjóðir utan
Færeyinga og
Pólverja.
„Ég taldi,
á vettvangi
stjórn-
málanna,
allt fram
í miðjan
nóvem-
ber, að hér
hefðu orð-
ið náttúru-
hamfarir.
Að vísu af
mannavöld-
um... Hér heima hefðum við þurft
að fara að eins og þegar gaus í Vest-
mannaeyjum eða þegar snjóflóðin
féllu á Flateyri og Súðavík. Ísland var
skyndilega á hamfarasvæði og hér
þurftu menn að gera eitthvað til þess
að bjarga þessari þjóð, heimilunum
og atvinnulífinu og fara í aðgerðir. Því
miður hafa aðgerðir látið á sér standa
og menn hafa rifist hér um Icesave
og Evrópusambandið og þó að þetta
sé gott fólk og duglegt, Steingrímur J.
Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir,
þá er ráðaleysið algjört.“
gott að
vera
hættur
Guðni hef-
ur nokkuð
haldið sig
til hlés frá
því að hann
sagði fyrir-
varalaust af sér þingmennsku og for-
mennsku í Framsóknarflokknum fyrir
tæpu ári, skömmu eftir hrun bank-
anna. „Ég er á friðarstóli, sjáðu til,“
segir hann.
Í nýlegu viðtali í tímaritinu Þjóð-
málum útskýrir Guðni að afsögn hans
hafi átt sér nokkurn aðdraganda, jafn-
vel þótt hana hafi borið brátt að. Þarna
beri fyrst að telja innanflokksátök í
Framsóknarflokknum, sem kannski
hafi kristallast í samskiptum hans við
Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi for-
mann og ráðherra. Hann hafi aldrei
beinlínis verið í náðinni hjá Halldóri
og slíkt hafi ýtt undir deilur meðal
flokksmanna.
„Það er á margan hátt gott að vera
horfinn af vettvangi stjórnmálanna
eftir langan og skemmtilegan
tíma. Því auðvit-
að er enginn öf-
undsverður sem
nú starfar í stjórnmálum, hvort sem
hann er í stjórn eða stjórnarandstöðu.
Nú er enginn hlutur einfaldur.“
Gordon Brown
„Hvers vegna létu
menn þennan slátrara
fara svona með
Ísland?“ spyr Guðni.
Össur vaknaður Guðni er
ánægður með að Össur skuli hafa
látið í sér heyra við ráðherra Breta
og Hollendinga. „Of seint samt.“
Öðruvísi hefði farið Ef
einhverjir gömlu stjórn-
málamannanna hefðu verið
í brúnni hefði sennilega
strax verið tekið á Bretum af
hörku að mati Guðna.
Gott að vera hættur Guðni
segir tíma sinn í stjórnmálum
hafa verið langan og skemmti-
legan. Nú sé reyndar enginn
öfundsverður sem starfar í
stjórnmálum. mynd siGtryGGur