Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2009, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2009, Síða 24
Miðvikudagur 30. september 200924 suðurland „Ég kom þarna oft sem barn og man vel eftir honum afa mínum,“ seg- ir Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri. Það var afi Jónasar, Jónas Kristjánsson, sem stofnaði Náttúru- lækningafélag Íslands og veitti heilsu- stofnuninni forstöðu. „Hann starfaði þarna nánast fram í andlátið, til árs- ins 1960, þá níræður,“ heldur Jónas áfram. Jónas dvaldi sjálfur á stofnuninni í fyrrahaust, sér til hressingar og heilsu- bótar. „Ég hef verið á miklu heilsu- striki síðan, hef lést um 25 kíló og er um það bil að verða gegnsær.“ Stofnunin, sem stundum hef- ur verið kölluð Heilsuhælið í Hvera- gerði, er í raun sjúkrastofnun sem er í eigu Náttúrulækningafélags Íslands á sama hátt og sjúkrahúsið Vogur er í eigu SÁÁ. Ríkið greiðir fyrir sjötíu prósent af rekstrinum en sjúklingur- inn greiðir sjálfur þrjátíu prósent. Fleiri í Fyrirbyggjandi meðFerð „Hér er alltaf troðfullt og aðsókn- in er mikil og stöðug,“ segir Ól- afur Sigurðsson, framkvæmda- stjóri stofnunarinnar. „Hér hefur fólk aðgang að læknum og hjúkrunarfræð- ingum auk þess sem hjá okkur starfa sjúkraþjálfar- ar, sjúkra- nuddarar, nálastungu- læknir, sál- fræðingar, næringarfræð- ingar og íþrótta- kennarar.“ Ólafur segir skjólstæðinga stofn- unarinnar gjarnan koma í kjölfar sjúk- dóma eða aðgerða á borð við krabba- mein og hjartaaðgerðir, til þess að ná tökum á offituvandamálum og jafnvel eftir að hafa tekist á við lífskrísur af ýmsum toga. „Það verður samt æ algengara að fólk leiti hingað til þess að fyrir- byggja sjúkdóma. Sumir eru mjög skynsamir og byrja að koma til okkar strax upp úr þrítugu, einvörðungu til þess að varðveita heilsuna. Í dag er reyndar mun meiri áhersla á heilbrigðan lífs- stíl en áður var og líkamsrækt- arstöðvar eru vel sóttar.“ Sumir borga SjálFir Stofnunin í Hveragerði rúmar 160 vistmenn á hverjum tíma. Ríkið tekur þátt í rekstri 120 rúma, en stofnunin heldur nokkrum plássum til haga til þess að taka á móti fólki í snatri, og einnig fyrir þá sem kjósa að koma og borga alfarið sjálfir fyrir sína vist. „Það eru læknar sem vísa fólki hingað til okkar. Við höfum ekkert Engir hluthafar sem heimta arð Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands hefur verið starfrækt í Hveragerði í bráðum 55 ár. Ólafur Sigurðsson framkvæmdastjóri segir það sífellt algengara að fólk leiti til stofnunarinnar til þess að fyrirbyggja sjúkdóma auk hefðbundinnar meðferðar í kjölfar sjúkdóma og aðgerða sem margir þekkja. Framkvæmdastjórinn Ólafur Sigurðsson hrærir í leirnum. myndir SiGTryGGUr nálastungur Sérfræðingur í nála- stungumeðferð starfar hjá NLFÍ. Bráðum gegnsær Jónas Kristjánsson dvaldi í Hveragerði síðasta haust og hefur grennst feiknarlega. Afi Jónasar, einnig Jónas Kristjánsson, stofnaði Náttúrulækn- ingafélag Íslands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.