Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2009, Page 26
Miðvikudagur 30. september 200926 suðurland
Vatnsfimi - líkams- og heilsurækt í vatni
• Morgun- og kvöldhópar
• Meðgönguhópur
• Gigtarhópur
• Eldri borgarahópu
Gönguhópur – Vatns og heilsu
• Göngu- og styrktarþjálfun og fjallgöngur
Kerrupúl
• Nýtt á Selfossi.
Elísabet Kristjánsdóttir – íþróttafræðingurSigrún Hreiðarsdóttir – íþróttafræðingur Ásdís Björg Ingvarsdóttir – íþróttafræðingur
Sjá tímatöflu og nánari upplýsingar inná www.vatnogheilsa.is
Vatn og heilsa býður uppá
Elfar Guðni Þórðarson er einn þeirra
listamanna sem hafa komið sér fyrir í
gamla frystihúsinu á Stokkseyri. „Þetta
er í senn vinnuaðstaðan mín og sýn-
ingarsalurinn,“ segir Elfar, sem undan-
farin ár hefur helgað sig myndlistinni
einvörðungu. „Hérna áður kenndi ég
hérna og var til sjós.“
Elfar segir myndlistaráhugann hafa
kviknað á áttunda áratugnum. „Það
var í rauninni með kynnum mínum af
Steingrími St. Th. Sigurðssyni listmál-
ara sem bjó hérna um skeið. Reyndar
má segja að ég hafi kannski ekki skil-
ið list Steingríms fyllilega í upphafi, en
þegar fram liðu stundir fékk ég meiri
innsýn í list hans. Við áttum svo eft-
ir að vinna mjög mikið og náið saman
við Steingrímur og fórum margar ævin-
týraferðir saman.“
Þegar hann hafi svo byrjað sjálfur að
mála hafi ekki verið aftur snúið. „Senni-
lega ruglaðist ég bara gjörsamlega.“
Miðhæðin í frystihúsinu
Elfar festi kaup á miðhæðinni í frysti-
húsinu og hefur verið þar með sína
aðstöðu ásamt dætrum sínum tveim-
ur. „Það hefur orðið aukin áhersla á
listir og menningu hérna á staðnum á
síðustu árum.
Það eru fleiri listamenn í húsinu
auk þess sem Sjöfn Har er með sinn
sýningarsal og vinnuaðstöðu hér í
næsta húsi.“ Á Stokkseyri er einnig að
finna orgelsmíðaverkstæði. „Áhersl-
urnar hafa kannski breyst með minni
sjósókn, en það er vert að halda því til
haga að það er ennþá fiskvinnsla hér í
hluta hússins. En hér er líka Drauga-
safnið til húsa, fyrir handan eins og
það er nefnt.“
Elfar er ánægður með aðsóknina í
sumar. „Ég hef að jafnaði opið hérna
um helgar og svo hef ég reynt að hafa
opið alla daga yfir sumartímann og
einnig þegar ég er með sýningar yfir
vetrartímann.“ Hann segist hafa orðið
var við aukna aðsókn. „Eins og reynd-
ar flestir sem starfa í grennd við ferða-
þjónustuna hafa fundið.“
illviðrið við höfnina
Eitt af fyrstu málverkunum sem Elfar
málaði blasir við þegar gengið er inn
í salinn. Þetta er mynd af gríðarlegu
illviðri í Stokkseyrarhöfn, bátar eru
á víð og dreif og briminu skolar yfir.
„Þetta veður gekk yfir árið 1977. Þá var
ég með vinnuaðstöðu þar sem veit-
ingastaðurinn Í fjöruborðinu er núna
til húsa. Veðrið geisaði hér beint fyrir
utan. Fjórir bátar slitnuðu frá bryggju,
einn þeirra endaði hreinlega uppi á
bryggju og þrír röðuðu sér hér niðri
í fjöru.“ Elfar segist reyndar gjarnan
mála hafið og hið ægifagra Þjórsár-
hraun sem rann til sjávar á svæðinu.
Mikill meirihluti verka Elfars er
olíumálverk. „Ég hef þó notast við
akrýlmálningu og vatnsliti þegar ég er
að ferðast.“
aftur að steingríMi
„En aftur að Steingrími St. Th. Sig-
urðssyni í Roðgúl, hann kom eins
og stormsveipur inn í frekar rólegt
samfélag sem Stokkseyri var. Ég var
á þessum tíma að vinna við smíðar
í frystihúsinu og einn daginn sá ég
þennan nýja mann í Roðgúl vera að
mála úti og það gekk mikið á. Ég var
nú frekar feiminn og heimóttarlegur
en eitthvað gaf ég mig að honum því
mig langaði að sjá hvað hann væri að
gera og hvernig myndir hann mál-
aði.“
„Það er skemmst frá því að segja
að þetta fannst mér eitthvað skrítið,
mikið af litum úti um allt og allt var
þetta gert með tilþrifum. Kannski
fannst mér þetta ekki nógu gott eða
flott og akkúrat á þessum tímapunkti
ákvað ég að prófa að mála mynd,“
segir Elfar.
sigtryggur@dv.is
Elfar Guðni Þórðarson myndlistarmað-
ur hefur hreiðrað um sig á miðhæð gamla
frystihússins á Stokkseyri með vinnuað-
stöðu og sýningarsal. Húsið gengur undir
nafninu Menningarverstöð. Enn er fisk-
vinnsla í hluta hússins.
steingríMur í roðgúl
aðaláhrifavaldurinn
Gamla stúdíóið Á vinnustofunni í frysti-
húsinu hefur Elfar komið fyrir sinni fyrstu
vinnustofu, smárri í sniðum. mynd SIGTRyGGUR
Sýningarsalurinn Elfar
við eitt verka sinna.
Glerlist Dóttir Elfars, Valgerður
Þóra, er einnig með vinnuað-
stöðu og sýningarsal í húsinu.