Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2009, Page 28
Miðvikudagur 30. september 200928 suðurland
IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ
„Ekkert bæjarfélag á landinu er
jafnvant nýtingu á jarðhita og
Hveragerði,“ segir Aldís Hafsteins-
dóttir, bæjarstjóri í Hveragerði.
„En það er einmitt þess vegna sem
við gerum okkur svo vel grein fyr-
ir kostum og göllum þessarar orku-
vinnslu.“
Aldís segir að í ljósi þess að
Hvergerðingar byggi lifibrauð sitt
á heilsutengdri þjónustu væri óðs
manns æði að taka áhættu með því
að virkja á Bitrusvæðinu. „Við höf-
um barist mjög hart gegn þessum
áformum og munum halda þeirri
baráttu áfram með öllum tiltækum
ráðum.“
Þetta segir hún að sé fyrst og
fremst vegna nálægðar Bitru við
bæinn. Aðeins séu um fjórir kíló-
metrar í nálægustu holurnar, sam-
kvæmt því sem áformað er. „Vand-
inn er sá að ríkjandi vindátt mun
sjá til þess að gufan muni streyma
yfir bæjarfélagið. Við getum ekki
tekið þá áhættu að fórna hagsmun-
um manna og lífríkis með þessum
hætti.“
Mengun úr iðruM jarðar
Í samanburði bendir hún á að bor-
holur í Hverahlíð, á Nesjavöllum
og Hellisheiði séu vissulega ná-
lægt, en sama ríkjandi vindátt sjái
til þess að gufuna leggi sjaldnast
yfir bæinn. „Það er til tækni til þess
að hreinsa mengun úr þessari gufu
sem sótt er í iður jarðar og þrykkt
út í loftið. En menn verða að byrja
á því að setja slíkan búnað upp
við aðrar borholur og sýna þannig
fram á að þessi tækni virki,“ segir
Aldís.
Hún bætir við að það sé ekki
stefna Hveragerðisbæjar að leggjast
HeilsubænuM verður ekki fórnað
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði,
segir að bæjarfélagið muni hvergi gefa eftir í bar-
áttu sinni gegn virkjunaráformum í Bitru. Bærinn
byggist á heilsusamlegri ímynd sem aldrei megi
fórna. Virkjunin yrði of nálæg og mengunarhætt-
an of mikil til þess að slíkt megi réttlæta.
Bæjarstjórinn Aldís Hafsteinsdóttir
segir sjáfsagt að nýta jarðvarma. Ekki
megi þó fara of nálægt mannabyggð
vegna mengunarhættu. mynd SIGTRyGGUR