Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2009, Blaðsíða 29
suðurland Miðvikudagur 30. september 2009 29
Heilsubænum verður ekki fórnað
gegn nýtingu á jarðvarmaorku. Ekki
megi taka óþarfa áhættu í þessum
efnum. „Það er mikill munur á yf-
irborðsvatni úr hverunum hérna í
bænum sem hefur síast í gegnum
jarðlög á löngum tíma og svo því
vatni sem sótt er djúpt í jörðu og
inniheldur mikið af mengandi efn-
um.“
lifa á Heilsutengdri
þjónustu
„Það er áherslan á heilsutengda
þjónustu sem við einfaldlega get-
um ekki fórnað. Hér hafa Hver-
gerðingar um árabil byggt samfé-
lag þar sem rík áhersla er á heilsu,
umhverfi og menningu. Allt okkar
starf til fjölda ára hefur byggt und-
ir þessa ímynd bæjarins og því get-
um við ekki fórnað,“ heldur Aldís
áfram.
Þessa ímynd eigi bærinn reynd-
ar að mörgu leyti undir nýtingu
jarðvarma. Snemma á síðustu öld
hafi fólk tekið að baða sig í hvera-
leirnum sér til heilsubótar. „Fyrst
um sinn kom fólk hingað, dvaldi í
tjöldum og stundaði leirböð. Þegar
fram í sótti kom svo Náttúrulækn-
ingafélag Íslands og setti á laggirn-
ar heilsustofnun sem var grund-
völlurinn að stofnun sem á engan
sinn líka og er með stærstu vinnu-
stöðum á Suðurlandi.“
Annar stór heilbrigðistengdur
vinnustaður í Hveragerði er dvalar-
heimilið Ás. Þar fer nú fram tilraun
með nýja hugmyndafræði í rekstri
dvalarheimila sem Hveragerðisbær
aðstoðar við að koma á laggirn-
ar. „Stefnan gengur undir nafninu
Eden og gengur út á að halda lífs-
gæðum í hámarki. Þarna getur fólk
ræktað sitt grænmeti í beðum sem
eru aðgengileg úr hjólastól. Þar
heldur heimilisfólk hænur og hug-
myndir eru uppi um að bæta fleiri
húsdýrum við.“
grænn bær
Þessu til viðbótar segir Aldís sveit-
arfélagið hafa lagt mikið upp því
að halda umhverfi bæjarins eins
snotru og mögulegt er. „Þetta er
náttúrlega grænn bær og verður
alltaf fallegri eftir því sem gróður-
inn sækir í sig veðrið. Við viljum
líka að bærinn sé þekktur fyrir gott
og fallegt umhverfi, bæði náttúru-
legt og manngert.“
Aldís segist finna fyrir því í ríkum
mæli hve bæjarbúar séu ánægð-
ir með hvernig haldið hefur verið
á þessum málum. „Hvergerðingar
eru stoltir af bænum sínum og þykir
hann fallegur, vænn og grænn. Eina
aðkastið sem umhverfisstjóri bæj-
arins verður fyrir liggur í kossum,
faðmlögum og þökkum. Það held
ég að hljóti að vera einsdæmi.“
Það er vegna þessara hluta sem
það hefur orðið stefna bæjarstjórn-
arinnar að leggjast gegn áformum
um Bitruvirkjun. „Það blasir við að
slíkri virkjun myndi fylgja gríðarleg
mengun, í það minnsta á vinnslu-
tíma. Við getum ekki útsett okkur
fyrir tilraunastarfsemi með líf og
heilsu fólks í heilu bæjarfélagi.“
sigtryggur@dv.is
Hveragerði Bærinn er á há-
hitasvæði og jarðvarmavirkjanir
eru í grenndinni. mynd SIGTRyGGUR
Tilraunaborhola Ríkjandi
vindátt sér til þess að gufa frá
Hellisheiði og Nesjavöllum berst
sjaldan yfir bæinn. mynd SIGTRyGGUR