Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2009, Qupperneq 33
suðurland Miðvikudagur 30. september 2009 33
umboðsaði l i
Það styttist í nýja samgönguleið á milli Vestmannaeyja og
Suðurlands með Landeyjahöfn.
Sparisjóður Vestmannaeyja hefur þjónað Vestmannaeyingum síðan
1942 og síðar sunnlendingum öllum, með afgreiðslur í Hveragerði,
Selfossi og Höfn í Hornafirði.
Sparisjóðurinn Vestmannaeyjum Bárustíg 15 900 Vestmannaeyjum sími 488 2100
Sparisjóðurinn Suðurlandi Austurveg 6 800 Selfoss sími 480 2200
Sparisjóðurinn Suðurlandi Sunnumörk 810 Hveragerði sími 480 2200
Sparisjóðurinn Höfn Hafnarbraut 35 780 Hornafirði sími 470 8700
Sparisjóðurinn Djúpavogi Marklandi 1 765 Djúpivogur sími 470 8710
Sparisjóðurinn Breiðdalsvík Selnes 38 760 Breiðdalsvík sími 470 8720
jarðarberjasultu. „Við erum nú að-
allega að framleiða til að senda í
búðir en fólk getur stoppað hérna
hjá okkur ef það vill.“
Gott hráefni
Þótt uppskeran í jarðarberjarækt-
inni sé ekki með besta móti eru
gæðin vissulega til staðar. „Við
erum svo norðarlega og sumar-
ið svo stutt að uppskeran hérna er
ekki næstum því jafngóð og sunn-
ar. Hins vegar er það nú með jarð-
arberin eins og aðra íslenska afurð
að þau eru mjög bragðgóð.“
Eiríkur telur að það séu fyrst og
fremst aðstæður sem skapi þetta
góða bragð. „Það er auðvitað hreint
íslenskt vatn sem hefur mikið að
segja og hreina loftslagið. Síðan er
það hægur vöxtur. Þó að uppsker-
an sé minni verður afurðin betri. Á
meðan annars staðar er þetta keyrt
áfram og látið vaxa eins hratt og
mögulegt er.“
BýfluGur sem vinnumenn
Einir helstu samstarfsaðilar Eiríks
eru nokkuð óhefðbundnir. Það eru
nefnilega býflugur sem lifa í gróð-
urhúsunum og frjóvga plönturnar.
„Þetta er í mörgum gróðurhúsum
hérlendis. Menn nota þetta alveg
óspart,“ en Eiríkur segir býflugurn-
ar harðduglegar. „Þær eru blíðar,
elskulegar og vinna vinnuna sína
vel. Þær endast svo sem ekki lengi
en maður verður bara að endurnýja
þær reglulega,“ en býflugurnar eru
innfluttar.
Lífið með býflugunum gengur
vel fyrir sig. „Ég veit ekki til þess að
það hafi nokkurt óhapp komið upp.
Enginn verið stunginn eða eitthvað
þannig. Sjálfsagt eru margir dauð-
hræddir við þær en það er engin
ástæða til.“
vel tekið í íslenskt
Þó að það þrengi að hjá Eiríki eins
og öðrum í þessu erfiða árferði seg-
ir hann að mjög vel sé tekið í ís-
lenska framleiðslu. „Sérstaklega
eftir hrun. Þótt maður geti ekki
keppt í verði við það sem er innflutt
virðast margir velja íslenskt. Enda
er það vönduð og tær vara. Maður
var smeykur um að þessar dýrari
vörur eins og jarðarberin yrðu eft-
ir nú þegar verðlag hækkar en svo
varð ekki,“ segir Eiríkur að lokum.
asgeir@dv.is
Ánægður viðskiptavinur Bjarni
Bjarkason, arkitekt og lífskúnstner,
stóðst ekki mátið og gæddi sér á
íslenskum jarðarberjum í sumar.
Mynd Magnús MÁr Haraldsson
Mynd Magnús MÁr Haraldsson