Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2009, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2009, Qupperneq 37
Hver er maðurinn? „Jóhann Þorvaldur Bergþórsson, stærðfræð- ingur, forritari og tónsmiður hjá Dexoris.“ Hvað drífur þig áfram? „Mikil sköpunargleði og ástríða fyrir tölvuleikjum.“ Hvar ertu uppalinn? „Reykjavík.“ Hver eru helstu áhugamálin? „Tónlist, kvikmyndir og stærðfræði- jöfnur.“ Við hvað starfaðir þú hjá Landsbankanum? „Ég var hjá vefdeild Landsbankans.“ Var bankahrunið þá lán í óláni fyrir þig? „Já, það má segja það.“ Hvaðan kemur nafnið Dexoris? „Það kom bara upp úr engu Út á hvað gengur leikurinn Peter und Vlad? „Gengur út á það að smala kindum.“ Eru aðrir leikir í bígerð? „Já. Við erum að þreifa fyrir okkur núna og sjá hvernig þetta gengur en erum með nokkrar hugmyndir í gangi og sumar þeirra komnar vel á veg.“ Er flókið að búa til tölvuleik? „Það er merkilega flókið já. Það kom mér á óvart hvað það er í mörg horn að líta.“ Ætlar þú að leggja tölvuleikja- gerð fyrir þig? „Það er spurning. Ef þetta gengur vel gæti það verið.“ Hver er þinn uppáhaldstölvu- leikur? „The Secret of Monkey Island.“ Ertu sátt/-ur við að viljayfirlýsing um álvEr við Húsavík vErði Ekki framlEngd? „Ég er ósáttur við það. Mér finnst að í ljósi efnahagsástandsins eigum við að halda þessum möguleika opnum.“ GuðstEinn inGimarsson 53 áRa SJáLfSTæðuR aTVInnuREkanDI „Mjög sáttur. Það er komið mikið meira en nóg af þessum álverum.“ HjaLti ELíasson 55 áRa RafVIRkI „Ég er ekki sáttur við það. Mér finnst að það eigi að kýla þetta í gegn.“ DaVíð axEL GunnLauGsson 35 áRa SEnDIBíLSTJóRI „Ég hef enga skoðun á því. Ég hafði ekki einu sinni heyrt af þessu.“ BErGLinD GoLDstEin 34 áRa húSMóðIR dómstóll götunnar jóHann Þ. BErGÞórsson stofnaði tölvuleikjafyrirtækið Dexoris eftir að hafa misst hlutastarf sitt hjá Landsbankanum eftir hrun. Dexoris sendi nýlega frá sér sinn fyrsta leik fyrir iPhone og iPod Touch sem seldur er í vefverslun apple Bankahrunið lán í óláni „Ég er sátt við það. Ég vil ekki álver þarna.“ siGrÚn m. siGurðarDóttir 52 áRa SöLukona maður dagsins Fyrir fáeinum árum lék allt í lyndi. Best heppnaða frjálshyggjutilraun veraldar hafði verið gerð á Íslandi. Flest opinber fyrirtæki höfðu ver- ið einkavædd, skattar fyrirtækja og ríkra hafði verið lækkaður. Fjár- magnstekjuskattur var lækkaður. Fjármagnsflóðið út í atvinnulífið, sem af þessu leiddi, lyfti öllum bát- um, litlum sem stórum. Nýfrjálsir bankar, sem fjármagn- aðir höfðu verið með rússagulli að hluta, var gefinn laus taumur- inn og útrásin hófst. Þúsund nýir bankamenn með 1 upp í 20 millj- ónir króna á mánuði hækkuðu neyslustigið svo um munaði. All- ir nutu góðs af. Þaggað var niður í efasemdamönnum með gríðarlegri dúsu vaxandi skatttekna af banka- starfseminni . Vandalaust varð fyr- ir 300 þúsund manna þjóð að reka 6 háskóla. Nýtt tæknisjúkrahús var smámunir. Tónlistarhöll var byggð fyrir smáaurana sem Björgólfur Guðmundsson var með í skyrtuvas- anum í barnaafmælum. Á þessum tíma hefði verið óhugs- andi að ræða aukna misskiptingu gæða. Framsóknarflokkurinn kall- aði stjórnarstefnuna velferðarpól- itík. Gagnrýni óhugsandi Sjálfstæðismenn hittu vini sína auðkýfingana, ýmist í einkaþotum eða um borð í snekkjum í Mónakó og lögðu á ráðin um einkavæðingu orkulindanna og orkufyrirtækjanna. Hólmsteinn trúboði í HÍ skrifaði greinar í virt erlend blöð og sagði frá því að hinn vitri forsætisráð- herra ætti aðeins eitt eftir á sjötta degi sköpunarverks síns, að einka- væða orkulindirnar. Tugmilljónirn- ar streymdu nokkrum misserum síðar í flokkssjóðina, 30 milljónir frá FL Group og 25 milljónir frá Lands- bankanum. Á þessum tíma var gagnrýni óhugsandi. Háskólar urðu þegj- andalegir og skrifuðu pantaðar skýrslur gegn hæfilegri þóknun. Best væri að háskólar yrðu þjónar atvinnulífsins og lögfræðingastétt- in skrifaði lög fyrir stjórnarherrann og sæi um túlkun þeirra. Dómstólar voru mannaðir fólki með rétt flokks- skírteini. Þó má minnast Þjóðhagsstofn- unar sem snemma á áratugnum gerði athugasemdir við efnahags- stefnu stjórnvalda. Stofnunin var lögð niður. Prófessor í HÍ lagði fram gögn um að skattpíning alþýðu færi vax- andi og ójöfnuður ykist hraðar en annars staðar á byggðu bóli. Hann var úthrópaður á Alþingi. óþægindi sannleikans En svo hrundi allt. Hólmsteinn hringsnerist og fann sökudólga í útlöndum. Allt fór úrskeiðis eftir að Davíð Oddsson sleppti stjórnar- taumunum árið 2004. Já, meira að segja forsetinn var á bandi hinna illu afla sögðu menn. Frá þessu þarf að segja og þess vegna hefur nú hinu virta Morg- unblaði verið valinn nýr ritstjóri. Skrifa þarf söguna rétt. Þarf Morg- unblaðið til dæmis ekki að koma í veg fyrir þjóðin festi sér í minni ósannindi þau sem Jóhanna Sig- urðardóttir var með á vörunum í ræðu um síðustu helgi? Þar sagði hún orðrétt: „Árið 1993 voru ríkustu 1% fjöl- skyldna landsins með um 4% hlut- deild í ráðstöfunartekjum. Árið 2007 eru orðin alger umskipti því þá eru 1% ríkustu fjölskyldnanna með um 20% ráðstöfunartekna. Eitt prósent með fimmtung ráðstöfun- artekna. Ekki nóg með það. Ríkustu 10 prósentin tvöfölduðu hlutdeild sína í ráðstöfunartekjunum á sama tíma og höfðu um 40% ráðstöfun- artekna árið 2007. Aðrar íslenskar fjölskyldur, 90% fjölskyldna í land- inu, skiptu 60% teknanna á milli sín árið 2007. Þetta eru ótrúlegar breytingar á skömmum tíma – og þær voru afleið- ing markvissrar stefnu Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks – stefnu misskiptingar.“ Eiginlega er þetta meiri og erfið- ari staðreyndir en venjulegur Íslend- ingur, þjakaður af bankahruni, getur kyngt í einu lagi. Hugsanlega mun nýr ritstjóri Morgunblaðs allra landsmanna leið- rétta þessi ósköp með eftirminnileg- um hætti. Hann gerir það áreiðanlega ekki í samræmi við viðhorf biskupsfrúar- innar af Kantaraborg sem leidd var í allan sannleika um þróunarkenningu Darwins á nítjándu öld. Henni var sagt maðurinn og aparnir ættu sér sameiginlegan forföður. „Við skulum biðja til guðs að þetta sé ekki satt,“ sagði biskupsfrúin. „En sé þetta satt skulum við biðja þess heitt og inni- lega að takast muni að þegja yfir því.“ Sannleikurinn um vaxandi ójöfnuð kjallari myndin 1 notaði peninginn til að borga yfirdráttinn neytendafrömuðurinn Dr. Gunni borgaði yfirdrátt sinn með greiðslu fyrir auglýsingu á vegum Iceland Express. 2 jóhannes í Bónus sendir Hannesi kveðskap Jóhannes Jónsson í Bónus sendi hannesi hólmsteini Gissurarsyni prófessor skilaboð í bundnu máli. 3 „Þjóðinni til skammar“ kvótalausi sjómaðurinn ásmundur Jóhannsson hefur verið dreginn fyrir dóm fyrir að róa til fiskjar. 4 óléttri konu nauðgað á heimili sínu Lögreglan í Lundúnum leitar nú að hópi manna sem grunaðir eru um að hafa nauðgað óléttri konu á heimili hennar. 5 Vefsafnið kemur upp um útrásardekur Björgvins færslur af heimasíðu Björgvins G. Sigurðssonar, sem var viðskiptaráðherra í hruninu, eru aftur aðgengilegar eftir að Landsbókasafnið opnaði vef með öllum færslum af þjóðarléninu .is frá 2004. 6 Love skotin í óvini Bandaríkjanna Courtney Love, ekkja rokkarans kurts Cobain, segir að hugo Chavez, forseti Venesúela, sé kynþokkafullur. 7 Hreinar kjaftasögur Eigandi World Class segir að frétt á Eyjunni.is um að vændiskona hafi starfað á stöðinni sé byggð á uppspuna. mEst lEsið á DV.is jóHann Hauksson útvarpsmaður skrifar „En sé þetta satt skulum við biðja þess heitt og innilega að takast muni að þegja yfir því.“ umræða 30. september 2009 miðvikudagur 37 Björgólfur takefusa, framherji kR, hlaut í gær viðurkenningu fyrir að skara fram úr á lokaþriðjungi Pepsi-deildarinnar í knatt- spyrnu. Björgólfur skoraði fimm mörk í lokaumferðinni og varð þar með markahæstur á mótinu. mynD BraGi Þór jósEfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.