Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2009, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2009, Síða 40
FÖST INNI Í SJÁLFRI SÉR OG KOMST EKKI ÚT „Ég ákvað að hætta að skammast mín fyrir hver ég er og gera aðeins það sem ég held að komi til með að hjálpa mér að ná bata. Ég ákvað að stökkva út í djúpu laugina með vandamál mitt og sýna að það að vera með átrösk- un er ekkert til að skammast sín fyr- ir. Ég var leið á því að vera í felum og ákvað frekar að koma fram í dags- ljósið með vandamál mitt, líka til að sýna að það er von fyrir þá sem glíma við það sama. Ef ég get þetta, þá geta þetta allir,“ segir Supriya Sunneva Kolandavelu. Hún er 22 ára og hef- ur verið haldin átröskun síðan hún var sextán ára. 10. ágúst síðastliðinn byrjaði hún í meðferð við sjúkdómn- um og ákvað í kjölfarið að blogga um lífsreynslu sína á vefsíðunni uppleid. wordpress.com. Sótti huggun í mat Supriya fæddist 25. júlí árið 1987. Hún er hálfur Íslendingur og hálfur Indverji og ólst upp á Selfossi. Þeg- ar hún var fjórtán ára flutti hún út vegna heimilisvandamála og bjó hjá afa sínum og ömmu til átján ára ald- urs. Á því tímabili þróaði hún með sér átröskun. Fyrst um sinn lotugræðgi og ofþjálfun, sem fylgdi átröskun- inni, en síðustu tvö ár hefur hún líka barist við lystarstol. Hún segir marga mismunandi þætti hafa valdið því að hún fékk þessa sjúkdóma, meðal annars erfiða æsku. „Ég átti erfiðan uppvöxt sem olli því að ég sótti huggun í mat og var súkkulaðistykki og nammipoki mín leið til þess að hafa það notalegt. Þarna var strax komið hættumerki um að ég þyrfti að gera upp einhver mál en ég sá það ekki þannig. Ég skildi ekki mynstrið sem ég var kom- in inn í. Fannst ekkert óeðlilegt að borða svona mikið nammi. Þegar ég bætti á mig hrakaði sjálfsmynd minni enn frekar og mér fannst ég ekki vera nógu góð fyrir eitt eða neitt ef ég væri ekki grönn. Þegar ég grenntist fann ég fyrir því að fólk í kringum mig tók meira eftir mér og ég fékk hrós fyrir það hve vel ég leit út. Ég fór að tengja sjálfsmynd- ina mikið við í hvernig formi ég var og hræddist að ef ég fitnaði myndi ég breytast aftur í einmana og leiðu stelpuna sem ég var. Ég horfði ekki á það sem gerðist inni í mér. Það var auðveldara að laga það sem sást en ekki það sem átti sér stað inni í mér.“ Megrun fór út í öfgar Supriya segir óheilbrigt samband sitt við mat hafa orðið til þess að hún fór í megrun sem fór síðan út í öfgar. Hún byrjaði á því að telja hitaeiningar og var tilbúin að prófa hvaða skyndi- lausn sem er til að léttast. „Að lokum komst ég upp á lag- ið með að framkalla uppköst sem mér fannst fín lausn því þá gat ég verið grönn en samt haldið ofátinu áfram. Til þess að „laga“ átröskun- ina byrjaði ég á fullu í ræktinni og fannst að ef ég æfði nóg og borðaði rétt gæti ég náð jafnvægi aftur svo að átröskunin mín myndi hverfa. Það gerðist auðvitað ekki og ég byrjaði að stunda miklar ofæfingar og fylgdi mjög ströngu mataræði. Saman þró- aðist það í tveggja til þriggja tíma ákafar æfingar á hverjum degi ásamt svelti og/eða uppköstum. Undir lok- in sá ég ekki sjálfa mig í réttri mynd. Mér fannst ég ósköp venjuleg þeg- ar ég var greinilega orðin undir öllu sem getur talist eðlilegt. Ég var dauð- hrædd við að fitna þó að vigtin segði mér að ég mætti vel við því,“ segir Supriya. Hún gerði sér grein fyrir að um sjúkdóm væri að ræða þegar hún byrjaði að kasta upp eftir máltíðir og var tilbúin til að gera hvað sem er til að grennast. „Þegar ég byrjaði í laumuspilinu vissi ég að þetta var vandamál og sjúkdómur. Ég vildi engan veginn fá hjálp því mér leið eins og ég hefði stjórn á hlutunum og sjúkdómurinn gaf mér ákveðna huggun í annars erfiðum heimi. Ég sé í dag hvernig ég hef leyft líf- inu að snúast um að koma mér í form og vera í formi, mataræðið og heils- una, þó að ég vissi vel að ekkert við það sem ég gerði var heilsusamlegt.“ Föst inni í sér Supriya kláraði stúdentspróf vor- ið 2007 og flutti í kjölfarið til Kaup- mannahafnar þar sem hún býr með kærasta sínum og átján mánaða dótt- ur. Hún segist hafa upplifað mikið bakslag eftir að dóttir hennar fædd- ist, bæði andlega og líkamlega. „Ég var nýflutt til ókunnugs lands og nýorðin móðir. Hér hafði ég ekki vinina með mér og var mjög ein- mana. Eftir meðgönguna grenntist ég mikið og fann að ég varð grennri og grennri. Það huggaði mig mjög að vera svona grönn og það varð mitt hald og traust. Félagslega einangr- aðist ég og fóru dagarnir í þunglyndi og vanlíðan og svo svelti og/eða upp- köst. Ég átti erfitt með að fara út úr húsi og eðlilegir hlutir voru orðnir erfiðir. Rétt áður en ég byrjaði í með- ferðinni var ég farin að finna fyrir öndunarerfiðleikum, miklum svima, máttleysi og miklu þunglyndi. Ég var orðin virkilega hrædd um líf mitt, fannst ég á tímabili geta dottið nið- ur og dáið hvenær sem var. Mér leið eins og ég væri föst inni í sjálfri mér og ég komst ekki út. Ég sá ekki fram á neinn bata, sá ekki að einhver gæti hjálpað mér. Ég týndi sjálfri mér al- veg. Það er ekki aðeins sjúkdómur- inn sem hafði áhrif á mig heldur til- finningarnar sem ég tók aldrei á og sorgin inni í mér sem ég leyfði mér aldrei að finna fyrir sem hefur verið að éta mig að innan.“ Hætt að trúa á sjálfa sig Sjúkdómurinn hefur ekki aðeins haft hrikaleg og lífshættuleg áhrif á Supr- iyu heldur einnig fólkið sem stendur henni næst. „Fólk í kringum mig hefur haft miklar áhyggjur og sérstaklega mað- urinn minn. Ég sagði ekki frá vanda- málinu og fólk horfði á mig hverfa meira og meira með hverjum deg- inum. Ég get eiginlega ekki ímynd- að mér hvað það er erfitt að horfa upp á einhvern sem maður elskar fara svona illa með sig og líða eins og maður geti ekkert gert í því. Það er líklega það sem maðurinn minn hefur upplifað og var hann farinn að tipla mikið á tánum í kringum mig og gera allt sem hann gat, þó hann hafi ekki getað gert mikið. Að horfa upp á skapsveiflur fram og til baka, grátinn og vanlíðanina hefur mikil áhrif á sambandið og sambúðina og það hefur verið virki- lega erfitt fyrir hann. Ég tel mikilvægt fyrir aðstandendur að leita sér hjálp- ar rétt eins og sjúklingurinn sjálfur. Það sem ég held að hafi haft verst áhrif er að ég var alveg hætt að trúa á sjálfa mig og mína góðu eiginleika sem lágu bara í dvala þegar ég var sem verst. Þegar ég trúði ekki að ég gæti gert betur var ómögulegt fyrir mig að reyna.“ Hjálpa hver annarri Í meðferðinni sem Supriya sækir sér nú er mikið stuðst við tólf spora kerfið og tekist á við átröskun eins og hverja aðra fíkn. Hún er í hópi með níu öðr- um konum sem mæta þrisvar í viku í fyrirlestra og æfingar til að skoða og takast á við tilfinningar sínar. Mikil heimavinna fylgir meðferðinni sem og einstaklingsviðtöl í hverri viku þar sem persónuleg mál hverrar og einn- ar eru tekin fyrir og konunum hjálp- að að vinna úr sínum málum. Kon- urnar mega ekki vigta matinn, ekki telja hitaeiningar eða stunda lík- amsrækt oftar en tvisvar í viku. Eng- in boð og bönn eru varðandi matar- æði heldur eiga konurnar að læra að koma á heilbrigðu sambandi við mat og læra að lifa lífinu á milli máltíða eins og Supriya segir. Á hverjum degi skila konurnar matardagbók þar sem þær skrifa um tilfinningarnar sem þær upplifðu í tengslum við hverja máltíð. Á milli máltíða er konunum kennt að dreifa huganum svo dagur- inn snúist ekki um mat. Supriya kann vel við sig í þessum félagsskap sem hefur hjálpað henni mikið. „Ég hef komist að því að þó við séum með ólíkar átraskanir eru hugsanirnar og tilfinningarnar ótrú- lega líkar. Við hjálpum hver annarri og fáum líka sjálfar hjálp. Allar erum við þarna með sama markmið, að sigrast á átröskuninni og verða ham- ingjusamar og lífsglaðar manneskjur. Við berum sjálfar ábyrgð á eigin bata og fáum þá hjálp sem við þurfum.“ Lærir að lifa á ný Supriya segir bata sinn snúast um að hún læri að elska sjálfa sig upp á nýtt. „Batinn felst í því að takast á við til- finningarnar og sætta mig við hvern- ig mér líður en ekki dempa tilfinn- ingarnar með átröskun. Að ná bata er eins og að læra að lifa á ný. Að sjá að það er líf handan við hornið og ég þarf ekki að vera 47 kíló til þess að geta upplifað það. Það koma alltaf upp vandamál og erfiðleikar en núna er ég að læra að taka á þeim á heilbrigðan hátt. Batinn felst líka í að fyrirgefa sjálfum sér fyrir mistökin og losa sig við sektarkenndina. Þetta er eins og að læra að elska sjálfan sig upp á nýtt. Mér finnst ég vera að læra nýja hluti um mig sjálfa og sé hálfókunnuga stelpu sem ég vissi ekki að ég hefði í mér. Það er í rauninni eins og maður sé að læra að ganga á ný og hafi líka öðlast algerlega nýja sýn á lífið. Það er yndislegt og kemur alveg í staðinn fyr- ir gleðitilfinninguna við að borða eða sjá töluna fara niður á vigtinni.“ „Ég verð aldrei fullkomin“ Supriyu gengur vel í meðferðinni en hún verður samt að passa sig að fara ekki aftur í sama farið. „Ég verð að passa mig að verða aldrei of viss um mig, halda að ég geti þetta og þurfi ekkert að spá í þetta. Ég verð aldrei fullkomin en það er samt mjög jákvæður hlutur að átta sig á því. Ég hef fallið nokkrum sinnum eftir að ég byrjaði en ég finn að þeg- ar ég gefst ekki upp verður þetta auð- veldara. Vissulega þarf ég að passa 40 miðvikudagur 30. september 2009 fréttir LiLja Katrín gunnarSdóttir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is Supriya Sunneva Kolandavelu er 22 ára og hefur verið haldin átröskun síðan hún var sextán ára. Fyrir tæplega tveimur mánuðum byrjaði hún í meðferð við sjúkdómnum og bloggar um baráttuna. Supriya byrjaði ung að leita huggunar í mat vegna erfiðrar æsku. Á tímabili var hún orðin svo illa haldin af átröskun að hún hélt að hún væri dauðvona. Mæðgurnar saman Eftir að Supriya fæddi dótturina Sigurrósu Sögu upplifði hún mikið bakslag. Eftir að hún byrjaði í meðferð hefur hún öðlast nýja sýn á lífið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.