Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2009, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2009, Side 2
Sigurður Helgason rjúpnaskytta var heimsóttur af tveimur vopnuðum lögreglumönnum í skotheldum vestum eftir að sást glitta í startbyssu hans á bensínstöð N1 í Mosfellsbæ. Hann hafði verið að þjálfa rjúpnaveiðihund sinn með startbyss- unni og var óvart með hana í vasanum. Lögreglan segir það bera vott um kæruleysi að fullorðinn maður skuli vera með byssu í vasanum inni á bensínstöð. Hann segist sjálfur vera í sjokki. hitt málið Þetta helst - þessar fréttir bar hæst í vikunni frændi lærir njósnir Ríkisendurskoðun hefur lokið rann- sókn á því hvort Varnarmála- stofnun hafi sniðgengið lög við kaup á tugmilljóna búnaði í ratstjárstöðvar, en skýrslan verður birt eftir nokkra daga. Heimildir eru fyrir því að ekki hafi alltaf verið fylgt settum reglum eða gætt viðeig- andi sjónarmiða við ráðningar á starfsfólki að stofnuninni. Þannig er menntaður óperusöngvari og frændi forstjórans í leyniþjónustu- þjálfun í Bretlandi á vegum Varnar- málastofnunar. borgar ígildi þriggja bíla Sá sem tók bílalán í erlendri mynt og nýtir sér úrræði Árna Páls Árna- sonar félagsmálaráðherra um greiðslujöfnun get- ur þurft að borga lánið þrefalt til baka. Þrem- ur árum verður að óbreyttu bætt við upp- haflegan lánstíma en að honum loknum þarf fólk að skila bílnum ellegar borga eftirstöðvar að fullu. Þetta þýðir að sá sem tók 2,5 milljóna króna lán þarf, mið- að við gengi krónunnar nú, að greiða 7,3 milljónir króna, ef hann vill eignast bílinn. Honum býðst hins vegar að skila bílnum eftir að hafa borgað 6,5 milljónir króna, eða andvirði tveggja og hálfs bíls. ingibjörg tapaði miklu á jóni Ársreikningur eignarhaldsfélags Ingibjargar Pálmadóttur frá ár- inu 2007 sýnir mjög skuldsett félag sem átti aðallega hlutabréf í félögum sem í dag eru gjaldþrota eða ramba á barmi þess að fara í þrot. Reikna má með að lán félagsins hafa hækkað töluvert vegna gengisbreytinga frá hruni, meðal annars hefur lán félagsins í Kaupþingi hækk- að um tæpan milljarð. Staða félagsins hefur breyst mikið því árið 2007 greiddi Ingibjörg sér 300 milljónir í arð. Langstærsta eign félagsins var í Baugi en í ársreikningnum er bókfært verð henn- ar rúmlega 4,5 milljarðar króna. Sem kunnugt er hefur Baugur verið tekinn til gjaldþrotaskipta en ekki er vitað hversu mikið af bréfunum í félaginu Ingibjörg seldi áður en til þess kom. 2 3 1 neytendur F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð Meint Misferli í VarnarMálastofnun: FRÆNDI LÆRIR NJÓSNIR tilboð: Þú kaupir einn bíl og borgar fyrir Þrjá ríkisendurskoðandi rannsakar Varnarmálastofnun ellisifjar ÓperusöngVari og frændi forstjÓrans Þjálfaður hjá leyniÞjÓnustustofnun nato keypti símkerfi stofnunarinnar af mági sínum Varnarmálastofnun kostar 1,2 milljarða á ári dv.is Þriðjudagur 27. október 2009 dagblaðið vísir 143. tbl.99. árg. – verð kr. 347 árni páll árnason kynnir lausnir fyrir bifreiðaeigendur klappaði einn jÓn baldVin fyrir herÓpi michaels moorefÓlk „skrítið að Vera ekki Valinn“ kári undrast Val landsliðsÞjálfarans sport sÓtti í að passa börnin fjölskylduVinur misnotaði 8 ára stúlku stím-máliðtil saksÓknara bÓliVía, íranog ísland löndin sem mcdonald‘syfirgaf fréttirbarnaníðingur: keyptitíma með ÞVíaðflytja fréttir fréttir fréttir F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð fréttir „á gráu svæði“ dv.ismiðvikudagur og fimmtudagur 28. – 29. októBER 2009 dagBlaðið vísiR 144. tBl.99. áRg. – vERð kR. 347 HELLs aNgELs fréttir sækJa Í uNgmENNi PrEstur fær miLLJÓN fYrir akstur féLagaNaHEYra Það ÓLi stEf Í NýJu Liði Lætur BÖrN kæra HaNdtÖkuforELdrasiNNa „Þau Þorðu fYrst Ekki að koma aftur HEim,“ sEgir mÓðiriN sPort fréttir Skuldaði milljarða – eignirnar margar horfnar: INGIBJÖRG TAPAÐI MIKLU Á JÓNI F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð miðvikudagur og fimmtudagur 28–29. október 2009 hafnarfjörður – Álverið í Straumsvík risinn í túnfætinum rumskar Björgvin Halldórsson – Ætlaði að verða leikari fimleikafélagið í 80 ár frægir Hafn- firðingar jón karl Björnsson – Ekkert vesen á unglingunum „mér fannst rosalega erfitt að komast inn í samfélagið“ AmAl TAmimi frAmkvæmdAsTýrAJAfnréTTishúss í hAfnArfirði fordómar aukastí kreppunni NEYtENdur HafNar- fJÖrður sérBLað: BÚðu BÍLiNN uNdir vEturiNN ErLENt sYstir Castros svEik HaNN tÓk ErLENd LáN og fJárfEsti Í fYrirtækJum EigiNmaNNsiNsgrEiddi sér 300 miLLJÓNir Í arð árið 2007skuLdaði sEx miLLJarða krÓNaátti rÚmaN miLLJarð skuLdLaust árið 2004 2 föstudagur 30. október 2009 fréttir helgi á Korputorgi um helgina.Gildir ekki í Bónus. „Ég var á N1 í Mosfellsbæ seint á sunnudagskvöld. Ég var að koma ofan af heiði þar sem ég var að þjálfa rjúpnaveiðihundinn minn og notaði til þess startbyssu, rjúpna- veiðitímabilið er að hefjast um næstu helgi,“ segir Sigurður Helga- son rjúpnaveiðimaður. Hann er mjög ósáttur við aðgerðir lögregl- unnar í kjölfar allsherjarmisskiln- ings sem upphófst inni á bensín- stöðinni. „Ég var búinn að væflast lengi inni á bensínstöðinni og svo þegar ég kom til að fá afgreiðslu fór ég í jakkavasann minn til þess að leita að klinki, ég var með start- byssuna í sama vasa og greinilega sást glitta í hana,“ segir Sigurður. Dómgreindarleysi segir lögregla Á þriðjudagsmorgun um klukk- an 11 hringdi dyrabjallan á heim- ili Sigurðar og vakti hann. „Ég kíkti syfjaður út um gluggann og sá að lögreglubíll var fyrir utan. Það stóðu tveir menn í dyragættinni. Ég spurði þá hvað væri að, mér datt helst í hug að hundurinn hefði ver- ið að gjamma, en þeir voru klædd- ir í skotheld vesti og vel græjaðir. Annar lögreglumaðurinn sagði mér að hann væri með mynd af mér úr öryggismyndavél N1, þar sem ég sást halda á byssu. „Hvaða kjaftæði er þetta, ég var með startbyssu,“ sagði ég við þá.“ Sigurður segist því næst hafa boðist til að sækja startbyssuna til að sýna lögreglumönnunum. „Ég fór þá frá hurðinni, þar sem ég stóð á nærbuxunum. Lögreglumennirn- ir komu þá inn á gang á eftir mér. Ég stoppaði og studdi með hönd á brjóstið á þeim og sagði: „Ekki lengra, kallarnir mínir. Hvaða djöf- ulsins paranoja er þetta? Hef ég gert eitthvað af mér?““ Sigurður segist hafa staðið and- spænis lögreglumönnunum á nær- buxunum einum fata og því ákveð- ið að fara inn í herbergi til þess að klæða sig í buxur. „Þá elti annar þeirra mig og stóð yfir mér á með- an ég klæddi mig.“ Atvikið er ekki skráð í dagbók lögreglunnar, en samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglunni er ólög- legt að bera leikfangabyssur og það ætti því ekki að koma neinum á óvart, sérstaklega ekki þeim sem eru með byssuleyfi og eigi að vita allt um meðferð skotvopna, að ein- hver hafi orðið hræddur við að sjá skammbyssu í vasanum og tilkynnt það til lögreglu. Lögreglan segir það bera vott um kæruleysi að full- orðinn maður sé með byssu í vas- anum inni á bensínstöð. „Vopnaðir skammbyssum“ Sigurður er ósáttur við lögregluna. Hann segir að startbyssan hafi ver- ið í vasanum á jakkanum sem hann var í á bensínstöðinni. Hann hafi ætlað að taka byssuna úr jakkan- um, en þá hafi lögreglumaðurinn rifið jakkann til sín. „Svo skoðuðu þeir þetta stórhættulega vopn, réttu mér það aftur og þrömmuðu svo út. Þeir báðu mig vel að lifa. Þegar þeir fóru út tók ég eftir því að þeir voru vopnaðir skammbyssum. Þá fyrst fékk ég sjokk, að löggan hefði komið inn á heimili mitt vopnuð skammbyssum. Eftir stóð ég syfj- aður og ringlaður í stofunni minni, fann kalt kaffi og fékk mér bolla. Síðan fór ég að leita að sígarettun- um mínum og fann þær ekki, reyk- ingamenn vita yfirleitt hvar sígar- etturnar þeirra eru. Það sýnir hvað ég var ringlaður.“ Eftir því sem hann velti atvikinu meira fyrir sér varð hann enn reið- ari. „Ég veit ekki hvort þeir höfðu einhverja heimild til að koma vopnaðir inn á heimili mitt, en þeir sýndu mér hana ekki.“ Með startbyssuna í sakleysi Sigurður segir að hver sem er geti keypt startbyssu, enda sé hún að- eins hvellettubyssa og með öllu meinlaus, þótt hún líkist vissulega mjög alvöru skammbyssu. Slík- ar byssur eru notaðar til að þjálfa veiðihunda og til þess að ræsa hlaupara á íþróttaviðburðum. Að- spurður hvort hann viðurkenni ekki að það hafi verið heldur grun- samlegt að láta sjást í slíkan grip inni á bensínstöð segir Sigurður að það hafi aldrei hvarflað að sér að nokkur héldi að þetta væri alvöru byssa. Hann segist ekki eiga sakaferil að baki. „Ég hef verið tekinn nokkr- um sinnum á síðustu 10 árum fyrir að nota ekki bílbelti. Svo hefur lög- reglan oft haft afskipti af mér út af hundsgelti, þannig að í þeim skiln- ingi er ég síbrotamaður.“ SÉRSVEITIN RÆST ÚT VEGNA STARTBYSSU Lögreglan segir það bera vott um kæruleysi að fullorðinn maður sé með byssu í vasanum inni á bensínstöð. ValGEIR ÖRN RaGNaRSSON blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Sigurður Helgason „Ég var búinn að væflast lengi inni á bensínstöð- inni og svo þegar ég kom til að fá afgreiðslu fór ég í jakkavasann minn til þess að leita að klinki, ég var með startbyssuna í sama vasa og greinilega sást glitta í hana.“ MyND SIGtRyGGuR aRI JóHaNNSSON Vilja raunhæft greiðslumat Neytendasamtökin hafa sent Gylfa Magnússyni efnahags- og viðskiptaráðherra bréf þar sem þess er krafist að ráðherra beiti sér fyrir því að lög verði sett sem tryggi ábyrgar lánveitingar í fram- tíðinni. Samtökin vilja að lánveit- endum verði skylt að framkvæma raunhæft greiðslumat fyrir allar lánveitingar. „Undanfarin misseri hefur ber- lega komið í ljós að sumir lántak- endur hafa tekið að láni meira fé en þeir ráða í raun við að greiða til baka. Greiðsluörðugleikar heimilanna skrifast ekki ein- göngu á gengisfall íslensku krón- unnar eða vaxandi verðbólgu og atvinnuleysi, heldur einnig það að framboð af lánsfé var of mikið. Lánsfjárhæðir voru því oft í engu samræmi við greiðslugetu og framfærslukostnað lántaka,“ segir í bréfinu. gagnrýna elísabetu Neytendasamtökin gagnrýna tryggingafélagið Elísabetu vegna tilkynningar til viðskiptavina um breytingar á innheimtu. Breyting- in felur í sér að iðgjald mánað- arins er nú innheimt fyrir fram en ekki eftir á, eins og áður. Um næstu mánaðamót þurfa sumir viðskiptavinir að greiða iðgjöld fyrir tvo mánuði. Samtökin setja spurningarmerki við lögmæti þessara breytinga en telja þær í öllu falli óeðlileg vinnubrögð. „Með þessu sýnir félagið mikið skilningsleysi á fjármálum heim- ilanna. Félagið ætti að skilja það, að eins og staðan er í dag, þá er hverri krónu ráðstafað fyrir fram hjá mörgum heimilum og ekkert svigrúm til að bæta á sig greiðsl- um eins og ekkert hafi í skorist,“ segir á ns.is. Elísabet hefur svarað því til að þeir sem þess óski geti fengið aðra greiðsluna endur- greidda og greitt hana seinna. Viðskiptavinur Vodafone fékk símtal þar sem honum var boðið að tengjast ljósleiðara án þess að greiða fyrir það aukalega. Honum var sagt að menn frá Orkuveitunni kæmu næsta mánudag og myndu ganga frá þessu. Orkuveitan stóð við sitt en fjórum vikum síðar hefur Vodafone ekki, þrátt fyrir ítrekun, gengið frá tengingunni. Viðskiptavinur fór í Tölvutek í leit að ódýrri fartölvu. „Ungur, hress maður afgreiddi okkur og var svo skemmtilegur að svona búða- hatari eins og ég skemmti mér stórvel. Hann seldi okkur þessa fínu tölvu sem var næstum aukaatriði, svona samanborið við þjónustuna,“ sagði viðskiptavinurinn hæstánægður. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@D V.IS Dísilolía algengt verð verð á lítra 191,8 kr. verð á lítra 188,6 kr. skeifunni verð á lítra 187,2 kr. verð á lítra 184,9 kr. algengt verð verð á lítra 188,8 kr. verð á lítra 186,6 kr. bensín Dalvegi verð á lítra 187,1 kr. verð á lítra 184,8 kr. fjarðarkaupum verð á lítra 187,2 kr. verð á lítra 184,9 kr. algengt verð verð á lítra 188,8 kr. verð á lítra 186,6 kr. UmSjóN: BALDUR GUÐmUNDSSON, b aldur@dv.is / neytendur@dv.is el d sn ey ti BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is 10 þriðjuDagur 27. október 2009 neytenDur Einstaklingur sem tók árið 2007 er- lent bílalán þarf að borga það þrefalt til baka, nýti hann sér úrræði Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra um greiðslujöfnun. Lögin hafa í för með sér að þeir sem tóku gengistryggð bílalán og vilja eignast bílinn taka alfarið á sig gengishrun íslensku krónunnar. Engin erlend bílalán verða afskrif- uð þegar samningstíma lýkur, ekki heldur að loknum þremur árum sem geta bæst við lánstímann ef lántak- inn velur að nýta sér heimildina um greiðslujöfnun. Ef sú leið er farin get- ur fólk valið um að greiða skuldina að fullu eða skila bílnum. Með öðr- um orðum: lántakandinn tekur alla ábyrgð á gengishruni krónunnar. Vonbrigði og átthagafjötrar „Eina hálmstráið er að gengið lagist. Það veldur vonbrigðum að þarna er ekki tekið á höfuðstól þessara fjár- mögnunarsamninga. Það er ljóst að miðað við núverandi ástand verður ekki um að ræða eignamyndun hjá fólki,“ segir Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri FÍB. Hann segir að fé- lagið hafi bundið vonir við að tek- ið yrði hraustlegar á málum þeirra sem gerðu erlenda bílasamninga. Þeir eru 40.414 talsins, samkvæmt úttekt Seðlabanka Íslands. Runólf- ur segir ljóst að fólk muni ekki losna úr þessum samningum. Það sé auk þess bundið átthagafjötrum því sam- kvæmt bílasamningum má umráða- maður bílsins ekki fara úr landi með bílinn, nema veð sé lagt fyrir bílnum. Runólfur segir enn fremur að félag- ið muni fylgjast náið með framvindu dómsmála vegna vafa um lögmæti erlendra lána. „Það er eitt prófmál farið af stað og við erum á tánum í þessu,“ segir hann. Á island.is, vef forsætisráðuneyt- isins, kemur fram að allir sem tóku gengistryggð bílalán eða gerðu geng- istryggða bílasamninga fyrir 1. októ- ber 2008, og eru í skilum, eiga rétt á greiðslujöfnun. Í henni felst í flest- um tilvikum umtalsverð lækkun á greiðslubyrði lána. Á vefnum kemur fram að algeng lækkun verður á bil- inu 20 til 30 prósent en hún ræðst af samsetningu myntkörfunnar og út- gáfudegi samningsins. Engin afskrift DV hefur í höndunum gögn um lán einstaklings sem tók sjö ára, 2,5 millj- óna króna gengislán, til helminga í japönskum jenum og svissneskum frönkum, í júlí 2007. Hann hefur nú greitt nærri 1,1 milljón króna af lán- inu. Frankinn hefur á þessum tíma hækkað um 139 prósent og jenið um 166 prósent. Af því leiðir að eft- ir standa tæpar 5,3 milljónir króna. Afborgun var upphaflega um 35 þús- und krónur á mánuði en væri 88 þús- und ef viðkomandi hefði ekki nýtt sér þær frystingar sem hafa verið í boði undanfarna mánuði. Með greiðslujöfnun býðst lántak- anum að greiða liðlega 51 þúsund króna fasta greiðslu út samningstím- ann. Ef gengi krónunnar helst óbreytt bætast þrjú ár við lánið, samkvæmt nýju lögunum um greiðslujöfnun. Gengið þyrfti að styrkjast verulega til að sá tími styttist. Þegar viðbótarárin þrjú eru liðin standa enn 800 þúsund krónur eft- ir af láninu. Þá eru tíu ár liðin frá því lántakinn tók lánið. Hann getur þá valið um að skila bílnum og verða þannig skuld- og bíllaus eða greiða áfram af láninu þar til það er greitt að fullu. Eignast gamlan bíl Ef gengi krónunnar hefði ekki hrunið, heldur haldist stöðugt, hefði einstaklingurinn á sjö árum greitt um 2,95 milljónir króna í heildina af 2,5 milljóna króna láni. Ef fer sem horfir greiðir hann rúm- ar 6,5 milljónir króna á lengdum lánstímanum, ef hann nýtir sér úr- ræði félagsmálráðherra. Ef hann vill eignast bílinn greiðir hann 800 þúsund í viðbót eða 7,3 milljónir í heildina, nærri þrefalda þá láns- upphæð sem hann upphaflega tók. Miðað við að bíllinn hafi í upp- hafi verið nýr verður bíllinn orðinn rúmlega 11 ára gamall þegar lán- takinn eignast bílinn að fullu. Kaldur veruleiki Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir eðlilegt að aðrar reglur gildi um lán vegna íbúða en lán vegna bíla. Mikilvægast sé að fólk hafi þak yfir höfuðið. „Við höfum ekki náð að skoða þetta atriði með erlendu bílalánin nægjanlega vel til að kveða upp úr um þau en við teljum eðlilegt að meiri vernd fylgi þeim sem skulda vegna húsnæðis, heldur en vegna bifreiðaskulda,“ seg- ir Jóhannes. Spurður hvort réttlátt sé að þeir sem tóku erlend bílalán beri allan kostnað við gengishrunið svarar Jó- hannes því til að fullkomið réttlæti sé vandfundið í því skelfilega ástandi sem við stöndum frammi fyrir. Seint verði hægt að finna úrræði sem öll þjóðin væri sammála um. „Það er hinn kaldi veruleiki sem blasir við okkur,“ segir hann en bætir þó við að réttlætissjónarmið ættu að sjálfsögðu að ráða ferðinni. Spurning sé hins vegar hvort við höfum efni á þeim. Hann segir að mestu máli skipti að vinna úr hlutunum þannig að þeim sem hjálpað sem mest þurfa á hjálp að halda. Borgar ígildi þriggja Bíla Runólfur segir ljóst að fólk muni ekki losna úr þessum samningum. Tvö tilboð Árna Páls: 1. EiGNAST BíLiNN: Borgar 7,3 milljónir kr. eða ígildi þriggja bíla. 2. SKiLAR BíLNUM: Borgar 6,5 milljónir kr. eða ígildi tveggja og hálfs. – mIÐAÐ ER VIÐ AÐ SÁ SEm Tók 2,5 m.kR . mYNTköRFULÁN í júLí 2007, TIL Sjö ÁR A, NýTI SéR GREIÐSLUjöFNUN. ÞAÐ ER úR RæÐI í NýSAmÞYkkTUm LöGUm ÁRNA PÁLS FéLAGSmÁLARÁÐhERRA. Dýr greiðslujöfnun Eigendur erlendra bílas amninga þurfa, með lögum Árna Páls um greiðslujö fnun, að greiða allt að þrefalda upphaflega lánsup phæð, ætli þeir að eignast bílinn. MyND: RóBERT REyNiSSON „Eina hálmstráið er að gengið lagist“ Framkvæmdastjóri FíB er ekki bjartsýnn fy rir hönd þeirra sem tóku erlend myntkörfulá n.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.